Morgunblaðið - 14.05.1997, Side 57
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ1997 57
MYNDBÖND/KVIKMYNDIR/ÚTVARP-SJÓNVARP
„SPORFARI er uppáhaldsmyndin mín.“
*
Eg mæli með
Myndbönd til
upprifjunar
Kristófer Dignus Pétursson - kvik-
myndagerðarmaður og bíófíkill
„EG REYNI alltaf að sjá myndir í
bíó og lít á myndbönd sem áhald
til upprifjunar og endurskoðunar.
Stemmningin og gæðin eru að sjálf-
sögðu miklu meiri í kvikmyndasaln-
um, en vissulega kemur pásu takk-
inn sér vel heima í stofu, sérstak-
lega þegar maður er að pæla í upp-
byggingu og útfærslu atriða í uppá-
haldsmyndunum. Markaðurinn á
Islandi er góður og mikið úrval á
leigunum. Hinsvegar mættu út-
gáfufyrirtækin hér á landi vanda
meira til við fjölföldun kvikmynd-
anna yfir á myndband því oft eru
gæðin í lakara lagi. Leigurnar sem
ég stunda mest eru annarsvegar
Nýmynd í Skipholti (verðsins
vegna) og hinsvegar Aðalvídeóleig-
an við Klapparstíg (úrvalsins
j vegna)“.
(
( Guðföðurþrenningin
The Godfather Trílogy
Leikstjóri: Francis Ford Coppola.
A1 Pacino, Marlon Brando, Robert
DeNiro, James Caan, Andy Garcia.
„Þessa heilögu þrenningu mafíu-
fnynda get ég horft aftur og aftur
á, það er að segja þegar tími gefst
til enda myndirnar þijár samanlagt
i 536 mínútur (eða um 9 klst!). Leik-
j ararnir Pacino, DeNiro og Brando
I eiga allir leiksigra undir öruggri leið-
( sögn meistara Coppola". (1-1972,
H-1974, 111-1990)
Maður bítur hund
Man Bites Dog
Leikstjóri: Rémy Belvaux. Benoit
Poelvoorde og Rémy Belvaux.
„Otrúleg belgísk ádeilumynd með
grínívafi um kolbijálaðan, en óvenju
heillandi, fjöldamorðingja. Myndin
er í svart hvítu og tekin upp í heim-
ildarmyndastíl. Þetta stílbragð gæðir
hana ógnvekjandi raunsæjisblæ sem
virkar sérstaklega vel í mótsögn við
hið lygilega innihald". Myndin er frá
árinu 1992.
Las Vegas yfirgefin
LeavingLas Vegas
Leikstjóri: Mike Figgis. Nicholas
Cage, Elizabeth Shue og Julian
Sands. „Sumir misskilja eflaust boð-
skap myndarinnar og telja hana vera
áróðursmynd gegn áfengisneyslu og
vændi. í rauninni fjallar hún um
tvær ólíkar manneskjur sem reyna
að halda dauðahaldi í ástina og vin-
skapinn, sem myndast hefur milli
þeirra mitt í öllum ljótleikanum, og
í örstutta stund ná fullkomnun áður
en örlögin skilja þau sundur. Leik-
stjórinn, Mike Figgis (Breti!) semur
einnig hina frábæru djasstónlist sem
svífur um í þessari ljúfsáru og gríp-
andi mynd. Skál fyrir ástinni". Frá
árinu 1995.
Sporfari
Blade Runner
Leikstjóri: Ridley Scott. Harrison
Ford, Rutger Hauer, Sean Young
og Daryl Hannah. „Blade Runner
er uppáhaldsmyndin mín og það
mætti í rauninni kenna henni um
að ég ákvað að gerast kvikmynda-
gerðarmaður. í myndinni koma sam-
an, á nær fullkominn hátt, eftirfar-
andi þættir: handrit, leikstjórn, kvik-
myndataka, listræn útfærsla og leik-
ur. Fullt hús, í alla staði“. Myndin
er frá 1982.
Katherine Hepburn
níræð
KATHERINE Hepburn deilir
afmælisdegi með annarri
kjarnakonu, Florence Nightin-
gale, en báðar fæddust 12. maí.
I tilefni af afmæli Hepburn var
skemmtigarður fyrir framan
byggingu Sameinuðu þjóðannna
í New York tileinkaður henni
en leikkonan hefur átt íbúð í
nágrenninu í áraraðir.
Hepburn býr í Connecticut í
húsinu þar sem hún ólst upp.
Hún er enn við góða heilsu þó
að minnið sé aðeins farið að
gefa sig.
Ferill Hepburn í kvikmyndum
spannar áratugi. Hún byrjaði
sem hálfgerð strákastelpa í
myndum eins og „Spitfire“, hélt
sínu striki í rómantískum gam-
anmyndum eins og „Bringing
Up Baby“ og „Philadelphia
Story“, lék á móti ástmanni sín-
um, Spencer Tracy, í gaman-
myndum eins og „Woman of the
Year“ og „Adam’s Rib“, og þeg-
ar aldurinn færðist yfir lék hún
m.a. í „Guess Who's Coming To
Dinner" og „On Golden Pond“.
Nýlega var gefin út bók Chri-
stophers Andersens „An Affair
To Remember: The Remarkable
Love Story of Katherine Hep-
burn and Spencer Tracy“. Sam-
band þeirra varaði í 26 ár en
þau giftust aldrei vegna þess að
Tracy var kaþólskur og neitaði
að skilja við konu sína. Andersen
segir um Hepburn að hún sé
mesta stjarna og besta leikkona
sem Hollywood hafi nokkurn
tíma átt. Hún hefur líka verið
heiðruð af félögum sínum í iðn-
aðinum en hún hefur hlotið þrjá
Oskara síðan hún varð sextug.
Ferill Hepburn hefur þó ekki
alltaf verið sléttur og felldur.
Hún keypti sig eitt sinn út úr
samningi við RKO kvikmynda-
fyrirtækið vegna þess að hún
sætti sig ekki við hvernig komið
var fram við hana sem leikkonu.
Hún var líka, ásamt Betty Davi-
es, um tíma talin eitur í beinum
áhorfenda og ásökuð um að
fæla fólk frá því að fara í bíó.
Hver er
að gera
hvað?
ELLEN DeGeneres,
Patricia Arquette, og Don
Johnson ætla að leika ástar-
þríhyrning í nýjustu kvik-
mynd Rolands Joffes „Go-
odbye, Lover“.
Rob Lowe, Ice-T, og Burt
Reynolds eru nú í Tékklandi
við upptökur á hasarmynd-
inni „Crazy Six“. Albert Py-
uns leikstýrir.
Tom Hanks, Edward
Burns, Vin Diesel og Adam
Goldberg leika í væntanlegri
stríðsmynd Stevens Spiel-
bergs „Saving Private
Ryan“. Seinni heimsstytjöld-
in virðist aftur vera orðin
vinsælt kvikmyndaefni.
Jean-Claude Van Damme
fær Rob Schneider, Paul
Sorvino og Lelu Rochon til
samstarfs í nýjustu mynd
sinni „Knock Off“. Tsui
Hark leikstýrir.
Antonio Banderas og
Anthony Hopkins eru að
ljúka tökum á „The Mask
of Zorro“ sem Martin Camp-
ell leikstýrir.
ÞESSI uppstilling var tekin
af Katherine Hepburn í kring-
um 1942 af ljósmyndaranum
Clarence Sinclair.
í dag er Hepburn lofuð af
öllum. David Thomson segir
m.a. í sinni yfirgripsmiklu bók,
„Biographical Dictionary of
Film“, að bestu kvikmyndir
hennar frá árunum 1932-1945
hafi ekki elst neitt, og Hepburn
sé athyglisverðasta leikkona
bandarískra kvikmynda.
Jakkafata-
dag
ar
Jakkaföt, skyrta
og bindi
kr. 19.900
Jakkaföt frá
kr. 12.900
jy
VOU
Laugavegi 51, sími 551 8840,
Kringlunni, sími 533 1720.