Morgunblaðið - 15.05.1997, Síða 15

Morgunblaðið - 15.05.1997, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 1997 15 AKUREYRI Morgunblaðið/Kristján í veiðihug Kántríball og námskeið JÓHANN Örn Ólafsson dans- kennari verður með námskeið fyrir byrjendur og lengra • komna í líkamsræktinni að Bjargi á Akureyri um helgina, laugardag og sunnudag, en hann hefur verið á ferðinni og kennt kántrídansa víða um land undanfarið. Kántríkvöld verður í hlöðunni á bænum Hrísum í Eyjafjarðar- sveit sunnudagskvöldið 18. maí þar sem Jóhann stjómar dansi ásamt dúettinum Tveir saman frá Akureyri. Hlöðunni á Hrís- um var breytt í danshús fyrir ári og þar voru haldin nokkur böll í fyrrasumar og fjölskyldu- hátíðin „Sveitalíf1 um síðustu verslunarmannahelgi. Ferðaskrif stofan Nonni Ferð til Slóveníu UM 150 manna hópur Slóvena kemur með beinu flugi Flugleiða á vegum Ferðaskrifstofunnar Nonna á Akureyri hingað til lands 20. maí næstkomandi og dvelur til 26. maí. Þetta er í fyrsta skipti sem Slóvenum er boðið upp á beint flug til íslands. Ferðaskrifstofan Nonni býð- ur íslendingum einnig að not- færa sér tækifærið og heim- sækja Slóveníu með beinu flugi frá Keflavík, en 15 ár eru frá því að þessi möguleiki var síð- ast fyrir hendi. Fermingar minnst SÁ siður hefur skapast við Akureyrarkirkju að minnast fermingarinnar með því að boða til hátíðarmessu þá sem fermd- ust fyrir 10, 20, 30,40 og 50 árum. Svo er einnig nú og þeir sem fæddireru árin 1973,1963, 1953, 1943 og 1933 eru hvattir til að koma í hátíðarmessuna, en auk þessara hópa eru allir aðrir hjartanlega velkomnir. Hátíðarmessan hefst kl. 11 á Hvitasunnudag. FÉLAGARNIR Gunnar og Logi brugðu sér niður á bryggju að veiða þó svo að heldur væri napurt í veðri. Logi var vel út- búinn í björgunarvesti eins og vera ber, en eflaust ætlar Gunn- ar að fá sér eins útbúnað fyrir veiðiferðir sumarsins. Þótt veiðiþjólið væri að stríða Loga fékk hann þokkalegasta þorsk við bryggjuna, þó hann teljist vart annað en undirmálsfiskur. Útskriftartónleikar söng- kvenna og gítarleikara TVÆR söngkonur og gítarleikari halda tónleika á Akureyri í kvöld, annað kvöld og á laugardag og eru tónleikarnir liður í burtfararprófi þeirra frá Tónlistarskólanum á Akureyri. Tónleikar þeirra eru öll- um opnir og aðgangur er ókeypis. Hildur Tryggvadóttir heldur tónleika í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju í kvöld, fimmtu- dag, kl. 20.30. Hildur er fædd í Reykjavík en býr að Fremsta- felli í Suður- Þingeyjarsýslu. Hún hefur víða komið fram sem einsöngvari, t.d. með kvennakóm- um Lissý og Kór Tónlistarskólans á Akureyri, en hún hefur stundað nám við skólann síðustu 7 ár und- ir handleiðslu Margrétar Bóasdótt- ur, Hólmfríðar Benediktsdóttur og Más Magnússonar. Á efnisskrá tónleikanna em ljóð og óperuaríur frá ýmsum tímum. Richard Simm leikur undir á píanó. Björn Leifsson leikur með Hildi í söngverki Franz Schuberts „Hirðirinn á hamrinum". Aðgang- ur er ókeypis og allir velkomnir. Lýður Ólafs- son gítarleikari heldur burtfar- artónleika í Ak- ureyrarkirkju föstudagskvöld- ið 16. maí kl. 20. Lýður stundaði lengst af nám hjá Erni Viðari Erlendssyni í Tónlistarskólan- um á Akureyri, en í vetur hefur hann lært hjá Kristjáni Þ. Bjarna- syni. Einnig hefur hann sótt nám- skeið hjá Arnaldi Arnarsyni, Manuel Barrueco, David Russel, Oscar Gighiiia og Timo Korhonen. Lýður lýkur stúdentsprófi af tón- listarbraut Menntaskólans á Akur- eyri í vor. Á tónleikunum leikur Lýður verk eftir J.A. Logy, H. Villa Lobos, J.S. Bach, F. Sor, A. Barrios Mangore og F. Tárrega. Tónleikarnir eru öll- um opnir og er aðgangur ókeypis. Þuríður Vilhjálmsdóttir heldur burtfarartónleika sína laugardag- inn 17. maí í Safnaðarheimili Akur- eyrarkirkju og heíjast þeir kl. 17. Þuríður er fædd og uppalin á Þórshöfn á Langanesi en lauk stúdents- prófi frá Menntaskólan- um í Reykjavík. Hún hefur stundað söng- nám við Tónlist- arskólann á Ak- ureyri síðastliðna 7 vetur auk þess að vera í alþýðutónlistardeild skól- ans og lagt stund á píanónám. Kennarar Þuríðar í söng hafa verið þau Hólmfríður Benedikts- dóttir og Már Magnússon, en einnig hefur hún notið leiðsagnar og samvinnu píanóleikaranna Guðrúnar Önnu Kristinsdóttur, Gerrit Schuil og Richard Simm en sá síðastnefndi leikur með á tónleikunum. Þuríður hefur tekið þátt í starfi ýmissa kóra um ára- bil en einnig komið fram sem ein- söngvari við ýmis tækifæri hin síðari ár. Á tónleikunum syngur Þuríður bæði ljóð og óperuaríur, m.a. laga- 'flokkinn „Sjö spænsk alþýðulög" eftir Manuel de Falla. Hildur Tryggvadóttir Lýður Ólafsson Þurfður Villyálmsdóttir Héraðsdómur Norðurlands eystra Dró sér milljón kr. frá verslun KARLMAÐUR á fimmtugsaldri hefur í Héraðsdómi Norðurlands eystra verið dæmdur í 8 mánaða fangelsi fyrir fjárdrátt. Fram- kvæmd refsingarinnar er frestað og fellur hún niður að liðnum þrem- ur árum haldi ákærði almennt skil- orð. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa dregið sér um eina milljón króna á um eins árs tímabili, frá maí 1995 til júní 1996, frá verslun á Akureyri, en þar starfaði hann sem verslunarstjóri á umræddu tímabili. Játaði maðurinn skýlaust það athæfi sem honum var gefið að sök og endurgreiddi við lögreglurann- sókn þá fjármuni sem hann dró sér. Með hliðsjón af því þótti refs- ingin hæfilega ákveðin 8 mánaða fangelsi og framkvæmd hennar frestað haldi hann almennt skilorð í þijú ár. Gallerí AllraHanda Listkynning Hansínu Jens LISTKYNNING á verkum Hansínu Jens, gull- og höggmyndalista- konu, verður opnuð í Galleríi Allra- Handa í Grófargili í dag, fimmtu- dag kl. 14. Hansína lærði gullsmíði hjá föð- ur sínum, Jens Guðjónssyni, í Reykjavík. Hún stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla ís- lands og að því loknu höggmynda- iist í Calgary í Canada í tvö ár. Hún er þekkt fyrir sérstakan stíl í skartgripagerð og frumleika í skúlptúrgerð, segir í frétt frá Gall- eríinu. Hún rekur eigið verkstæði í Reykjavík. Sýning á verkum Hansínu stendur í tvær vikur. -----»-♦-«---- Leigjendasamtök Norðurlands Opið hús á skrifstofu LEIGJENDASAMTÖK Norður- lands hafa opnað skrifstofu að Gler- árgötu 28, 4. hæð. í tilefni af opn- un hennar verður boðið upp á kaffi og meðlæti í húsnæði samtakanna í kvöld, fimmtudagskvöldið 15. maí frá kl. 20.30 til 22 og eru allir sem fagna vilja þessum áfanga með stjórn samtakanna velkomnir. Skrifstofan verður opin á mánu- dögum, þiðjudögum og miðvikudög- um frá kl. 11 til 13 til að byija með, en á öðrum tímum er hægt að skilja eftir skilaboð á símsvara, en sími samtakanna er 461-2720. Gleraugna ky nn mg í dag og á morgun verður Gleraugnahús Óskars með gleraugnakynningu í Bókvali, Hafnarstæti 91. Kynningin hefst kl. 11:00 og stendur til kl. 18:00 báða dagana. Kynntar verða umgjarðir eftir Óskar, undir nafninu Modesty Blaise ásamt fjölda þekktra gleraugnahönnuða. Fagfólk verður á staðnum og gefur ráö varðandi liti, form og gler. 15% afsláttur af öllum glerjum meðan á kynningu stendur. Nánari upplýsingar í síma: 551 - 4455 eða 898 - 2065. (Ð GLERAUGNAKUS DSKARS

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.