Morgunblaðið - 15.05.1997, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 15.05.1997, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 1997 15 AKUREYRI Morgunblaðið/Kristján í veiðihug Kántríball og námskeið JÓHANN Örn Ólafsson dans- kennari verður með námskeið fyrir byrjendur og lengra • komna í líkamsræktinni að Bjargi á Akureyri um helgina, laugardag og sunnudag, en hann hefur verið á ferðinni og kennt kántrídansa víða um land undanfarið. Kántríkvöld verður í hlöðunni á bænum Hrísum í Eyjafjarðar- sveit sunnudagskvöldið 18. maí þar sem Jóhann stjómar dansi ásamt dúettinum Tveir saman frá Akureyri. Hlöðunni á Hrís- um var breytt í danshús fyrir ári og þar voru haldin nokkur böll í fyrrasumar og fjölskyldu- hátíðin „Sveitalíf1 um síðustu verslunarmannahelgi. Ferðaskrif stofan Nonni Ferð til Slóveníu UM 150 manna hópur Slóvena kemur með beinu flugi Flugleiða á vegum Ferðaskrifstofunnar Nonna á Akureyri hingað til lands 20. maí næstkomandi og dvelur til 26. maí. Þetta er í fyrsta skipti sem Slóvenum er boðið upp á beint flug til íslands. Ferðaskrifstofan Nonni býð- ur íslendingum einnig að not- færa sér tækifærið og heim- sækja Slóveníu með beinu flugi frá Keflavík, en 15 ár eru frá því að þessi möguleiki var síð- ast fyrir hendi. Fermingar minnst SÁ siður hefur skapast við Akureyrarkirkju að minnast fermingarinnar með því að boða til hátíðarmessu þá sem fermd- ust fyrir 10, 20, 30,40 og 50 árum. Svo er einnig nú og þeir sem fæddireru árin 1973,1963, 1953, 1943 og 1933 eru hvattir til að koma í hátíðarmessuna, en auk þessara hópa eru allir aðrir hjartanlega velkomnir. Hátíðarmessan hefst kl. 11 á Hvitasunnudag. FÉLAGARNIR Gunnar og Logi brugðu sér niður á bryggju að veiða þó svo að heldur væri napurt í veðri. Logi var vel út- búinn í björgunarvesti eins og vera ber, en eflaust ætlar Gunn- ar að fá sér eins útbúnað fyrir veiðiferðir sumarsins. Þótt veiðiþjólið væri að stríða Loga fékk hann þokkalegasta þorsk við bryggjuna, þó hann teljist vart annað en undirmálsfiskur. Útskriftartónleikar söng- kvenna og gítarleikara TVÆR söngkonur og gítarleikari halda tónleika á Akureyri í kvöld, annað kvöld og á laugardag og eru tónleikarnir liður í burtfararprófi þeirra frá Tónlistarskólanum á Akureyri. Tónleikar þeirra eru öll- um opnir og aðgangur er ókeypis. Hildur Tryggvadóttir heldur tónleika í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju í kvöld, fimmtu- dag, kl. 20.30. Hildur er fædd í Reykjavík en býr að Fremsta- felli í Suður- Þingeyjarsýslu. Hún hefur víða komið fram sem einsöngvari, t.d. með kvennakóm- um Lissý og Kór Tónlistarskólans á Akureyri, en hún hefur stundað nám við skólann síðustu 7 ár und- ir handleiðslu Margrétar Bóasdótt- ur, Hólmfríðar Benediktsdóttur og Más Magnússonar. Á efnisskrá tónleikanna em ljóð og óperuaríur frá ýmsum tímum. Richard Simm leikur undir á píanó. Björn Leifsson leikur með Hildi í söngverki Franz Schuberts „Hirðirinn á hamrinum". Aðgang- ur er ókeypis og allir velkomnir. Lýður Ólafs- son gítarleikari heldur burtfar- artónleika í Ak- ureyrarkirkju föstudagskvöld- ið 16. maí kl. 20. Lýður stundaði lengst af nám hjá Erni Viðari Erlendssyni í Tónlistarskólan- um á Akureyri, en í vetur hefur hann lært hjá Kristjáni Þ. Bjarna- syni. Einnig hefur hann sótt nám- skeið hjá Arnaldi Arnarsyni, Manuel Barrueco, David Russel, Oscar Gighiiia og Timo Korhonen. Lýður lýkur stúdentsprófi af tón- listarbraut Menntaskólans á Akur- eyri í vor. Á tónleikunum leikur Lýður verk eftir J.A. Logy, H. Villa Lobos, J.S. Bach, F. Sor, A. Barrios Mangore og F. Tárrega. Tónleikarnir eru öll- um opnir og er aðgangur ókeypis. Þuríður Vilhjálmsdóttir heldur burtfarartónleika sína laugardag- inn 17. maí í Safnaðarheimili Akur- eyrarkirkju og heíjast þeir kl. 17. Þuríður er fædd og uppalin á Þórshöfn á Langanesi en lauk stúdents- prófi frá Menntaskólan- um í Reykjavík. Hún hefur stundað söng- nám við Tónlist- arskólann á Ak- ureyri síðastliðna 7 vetur auk þess að vera í alþýðutónlistardeild skól- ans og lagt stund á píanónám. Kennarar Þuríðar í söng hafa verið þau Hólmfríður Benedikts- dóttir og Már Magnússon, en einnig hefur hún notið leiðsagnar og samvinnu píanóleikaranna Guðrúnar Önnu Kristinsdóttur, Gerrit Schuil og Richard Simm en sá síðastnefndi leikur með á tónleikunum. Þuríður hefur tekið þátt í starfi ýmissa kóra um ára- bil en einnig komið fram sem ein- söngvari við ýmis tækifæri hin síðari ár. Á tónleikunum syngur Þuríður bæði ljóð og óperuaríur, m.a. laga- 'flokkinn „Sjö spænsk alþýðulög" eftir Manuel de Falla. Hildur Tryggvadóttir Lýður Ólafsson Þurfður Villyálmsdóttir Héraðsdómur Norðurlands eystra Dró sér milljón kr. frá verslun KARLMAÐUR á fimmtugsaldri hefur í Héraðsdómi Norðurlands eystra verið dæmdur í 8 mánaða fangelsi fyrir fjárdrátt. Fram- kvæmd refsingarinnar er frestað og fellur hún niður að liðnum þrem- ur árum haldi ákærði almennt skil- orð. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa dregið sér um eina milljón króna á um eins árs tímabili, frá maí 1995 til júní 1996, frá verslun á Akureyri, en þar starfaði hann sem verslunarstjóri á umræddu tímabili. Játaði maðurinn skýlaust það athæfi sem honum var gefið að sök og endurgreiddi við lögreglurann- sókn þá fjármuni sem hann dró sér. Með hliðsjón af því þótti refs- ingin hæfilega ákveðin 8 mánaða fangelsi og framkvæmd hennar frestað haldi hann almennt skilorð í þijú ár. Gallerí AllraHanda Listkynning Hansínu Jens LISTKYNNING á verkum Hansínu Jens, gull- og höggmyndalista- konu, verður opnuð í Galleríi Allra- Handa í Grófargili í dag, fimmtu- dag kl. 14. Hansína lærði gullsmíði hjá föð- ur sínum, Jens Guðjónssyni, í Reykjavík. Hún stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla ís- lands og að því loknu höggmynda- iist í Calgary í Canada í tvö ár. Hún er þekkt fyrir sérstakan stíl í skartgripagerð og frumleika í skúlptúrgerð, segir í frétt frá Gall- eríinu. Hún rekur eigið verkstæði í Reykjavík. Sýning á verkum Hansínu stendur í tvær vikur. -----»-♦-«---- Leigjendasamtök Norðurlands Opið hús á skrifstofu LEIGJENDASAMTÖK Norður- lands hafa opnað skrifstofu að Gler- árgötu 28, 4. hæð. í tilefni af opn- un hennar verður boðið upp á kaffi og meðlæti í húsnæði samtakanna í kvöld, fimmtudagskvöldið 15. maí frá kl. 20.30 til 22 og eru allir sem fagna vilja þessum áfanga með stjórn samtakanna velkomnir. Skrifstofan verður opin á mánu- dögum, þiðjudögum og miðvikudög- um frá kl. 11 til 13 til að byija með, en á öðrum tímum er hægt að skilja eftir skilaboð á símsvara, en sími samtakanna er 461-2720. Gleraugna ky nn mg í dag og á morgun verður Gleraugnahús Óskars með gleraugnakynningu í Bókvali, Hafnarstæti 91. Kynningin hefst kl. 11:00 og stendur til kl. 18:00 báða dagana. Kynntar verða umgjarðir eftir Óskar, undir nafninu Modesty Blaise ásamt fjölda þekktra gleraugnahönnuða. Fagfólk verður á staðnum og gefur ráö varðandi liti, form og gler. 15% afsláttur af öllum glerjum meðan á kynningu stendur. Nánari upplýsingar í síma: 551 - 4455 eða 898 - 2065. (Ð GLERAUGNAKUS DSKARS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.