Morgunblaðið - 15.05.1997, Síða 25

Morgunblaðið - 15.05.1997, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 1997 25 ERLENT Peres snupraður SHIMON Peres, fyrrverandi forsætisráðherra Israels, sagðist í gær myndu halda áfram þátttöku í stjórnmáium, þrátt fyrir að flokkur hans, Verkamannaflokkurinn, hafi feilt tillögu um að heiðra Peres með því að búa til nýtt emb- ætti fyrir hann, sem flokksfor- seti. Peres hyggst hætta sem leiðtogi flokksins í júní. Bannað að breyta Rauða torginu NEÐRI deild rússneska þings- ins samþykkti í gær bann við öllum breytingum á Rauða torginu og byggingum sem standa við það. Er þetta ekki sist gert vegna tillagna sem komið hafa fram um að færa lík Vladimírs Lenín úr graf- hýsi sem stendur við torgið. Fer málið nú fyrir Borís Jelts- ín Rússlandsforseta og efri deild þingsins. Fordæmir morð á tímum aðskilnaðar F.W. DE Klerk, fyrrverandi forseti Suður-Afríku, neitaði í gær að hafa haft vitneskju um morð sem framin voru í nafni að- skilnaðar- stefnunnar og for- dæmdi þá sem ábyrgð bæru á þeim. Þetta kom fram í vitnisburði forsetans fyrir Sannleiks- og sáttanefndinni svokölluðu, sem kannar afbrot frá tímum aðskilnaðarstefn- unnar. Þáði Gandhi mútur af Bofors? ÁSAKANIR um að Rajiv Gandhi, fyrrverandi forsætis- ráðherra Indlands, hefði verið flæktur í Bofors-hneykslið svokallaða, ollu miklu uppnámi á indverska þinginu í gær. Indverskt dagblað fullyrti að indverska leyniþjónustan hefði komist að þeirri niðurstöðu að Gandhi, sem var myrtur árið 1991, hefði þegið mútur frá Bofors-fyrirtækinu og verið aðalmaðurinn að baki samn- ingi Bofors og indversrka stjórnvalda um vopnakaup. Afkomandi Drakúla látinn RÚMENSKA prinsessan Alex- andra Caradja-Kretzulesco er látin, 77 ára gömul, en hún kvaðst vera afkomandi fyrir- myndarinnar að Drakúla, Vlad prins af Transylvaníu, sem uppi var á 15. öld í Rúmeníu. Prinsessan flýði heimaland sitt árið 1947 er kommúnistar komust til valda og bjó eftir það í París. Opið í kvöld til kl. 22 Sumartilboð fram að helgi! .Fnttbensín • Utvarp og geislaspilari • • Hemlaljós í afturglugga • Samlæsingar og hreyfiltengd þjófavörn • Rafdrifnar rúður og útispeglar • 2 öryggisloftpúðar • Upphituð framsæti Ótrúlegt verð! Aðeins 980.000 kr., 3ja dyra með öflugrí 7,31. vél. 5 dyra aðeins 1020.000 kr.i Greiðslukjör við allra hæfi! Lán til allt að 7 ára! S WIFT ’9 7 Snöggur * Sterkur • Sportlegur fsuzUKÍ^ ' 30.000 kr. úttekt á bensíni SUZUKI BILAR HF. | afl og 1 hjá ESSOfyrírþá sem kaupa Skeifunni 17, 108 Reykjavík. [ öryggi J Swifttil 17. maí. Sími 568 5100. SUZUKI SÖLUUMBOÐ: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, sími 431 2800. Akureyri: BSA hf. Laufásgötu 9, simi 462 6300. Egilsstaðir: Bíla og búvélasalan hf. Miðási 19, sími 471 2011. Keflavík: BG bilakringian, Grófinni 8, sími 421 1200. Hafnarfjörður: Guðvarður Elíasson, Grænukinn 20, sími 555 1550. Selfoss: Bílasala Suðurlands, Hrísmýri 5, sími 482 3700.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.