Morgunblaðið - 16.05.1997, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Aðstoð við
stríðshrjáða í Bosníu
Tugir hafa
fengið
gervifót |
TUGIR Bosníumanna, sem hafa
bæklazt í stytjöldinni í landinu,
hafa fengið íslenzkan gervifót á
síðustu dögum. Fyrr í vikunni hófst
fyrsti áfangi verkefnis utanríkis-
ráðuneytisins og stoðtækjaþjón-
ustunnar Össurar hf., en alls eiga
um 600 jBosníumenn að fá gervi-
limi frá íslandi.
„Við færum yður og ríkisstjórn
íslands innilegustu þakkir fyrir L
aðstoðina við að sjá fórnarlömbum I
stríðsins í Bosníu og Herzegóvínu
fyrir gervilimum," segir Goran
Cerkez, framkvæmdastjóri
stofnunar um endurhæfingu fórn-
arlamba stríðsins, í bréfi til utan-
ríkisráðuneytisins í gær.
Ánægja með
árangurinn
Cerkez bætir við að haldinn
hafi verið blaðamannafundur og
aimenningur upplýstur um aðstoð-
ina frá íslandi. Margir sjúklingar
hafi nú þegar fengið gervilimi sína
og ríki mikil ánægja með árangur-
inn.
í þessum áfanga munu 120 ung-
ir Bosníumenn fá gervifætur. Tveit'
áfangar eru eftir og munu 240
manns fá gervilimi í hvorum |
áfanga. Sérfræðingar Össurar
vinna að því að þjálfa heimamenn 1
til að setja gervifæturna á sjúkl-
inga.
Borgar-
Mikil hætta fyrir ferðamenn þegar kviksyndi myndast á Skeiðarársandi
ísjaki
í mynni
Þjórsár
ÞESSI risastóri ísjaki er núna
í mynni Þjórsár og er engu
líkara en að hann hafi rekið
þaðan norðan frá Grænlandi.
Svo er þó ekki. Á veturna
hrannast ísinn upp í ánni og
þegar vorar ryður hún sig og
þá sitja eftir þessir „borgar-
ísjakar“ sem rísa marga
metra upp úr ánni.
Guðsteinn Hermundsson,
bóndi á Egilsstöðum, segir að
óvenjumikill ís hafi myndast í
ánni í vetur. Farvegur árinnar
hafi algerlega fyllst af ís í
meira mæli en oft áður. Á
vorin bijóti áin ísinn af sér
og þá gangi oft mikið á. Hann
segir að það sé tilkomumikið
að fylgjast með ánni á þessum
árstíma. Þá myndast oft ísjak-
ar sem standa þverhnípt
marga metra upp í loftið.
ÍSLENSKU Everestfararnir
ætla að halda ferð sinni upp
Everest áfram á morgun og
stefna þeir að því að vera á
toppi fjallsins nk. mánudag. Það
er spáð minni vindi á sunnudag
mánudag
Stefna á
og mánudag, en síðan gerir
veðurspá ráð fyrir að aftur fari
að hvessa.
„Veðurspáin sem kom í dag
gerir ráð fyrir minni vindi á
sunnudag og mánudag, en síðan
er gert ráð fyrir að hvessi á ný
á þriðjudag eða miðvikudag.
Það kemur því stuttur veður-
gluggi, eins og við köllum þetta,
og það ætla Hallgrímur, Einar
toppinn á
og Björn að nýta sér. Það verð-
ur þó áfram talsvert hvasst
þarna. Á sunnudag er spáð 45
hnúta vindi og á mánudag 30
hnútum. Það er samt talið fært
á fjallið og þeir ætla sér að
nýta sér það,“ sagði Hörður
Magnússon, aðstoðarmaður
Everestfaranna, í samtali við
Morgunblaðið.
„Þeir koma til með að leggja
af stað úr þriðju búðum, þar
sem þeir eru núna, á laugardag
og fara upp ífjórðu og næst-
efstu búðir. Á sunnudag fara
þeir upp í Suðurskarð, sem er
í 8.000 metra hæð. Að kvöldi
sama dags halda þeir áfram og
verða á ferðinni alla nóttina.
Ef allt gengur að óskum verða
þeir á toppnum að morgni
mánudags,1* sagði Hörður.
Með íslendingunum fara
Chris Watts, Chris Brown og %
Nick ásamt tveimur eða þremur
Sherpum. Hörður sagði að þeir
myndu fá nýja veðurspá á morg-
un og þá kæmu betri upplýs-
ingar um þá breytingu á veðri
sem menn teldu að væri fram-
undan. Hann sagði að ef veður
yrði slæmt á mánudaginn kæmi
til greina að f resta f erð á topp- (|
inn um einn dag.
Everestsíða Morgunblaðsins: ^
http://www.mbl.is/everest/
JÓN Gai'ðar Bjarnason, lögreglu-
maður á Höfn í Hornafirði, segist
telja ástæðu til að auka eftirlit
með ferðamönnum á Skeiðarár-
sandi. Hann segir að mjög vara-
samt sé að fara um sandinn vegna
hættu sem stafar frá sanddýjum,
sem myndast þegar jakar bráðna.
Við Skeiðarárhlaupið í vetur
dreifðust stórir og smáir jakar um
Skeiðarársand. Margir hafa lagt
leið sína á sandinn til að skoða
þessi náttúrufyrirbæri. Jakarnir
eru nú að bráðna og við það mynd-
ast kviksyndi sem eru stórhættu-
leg. Búið er að koma fyrir viðvör-
unarskiltum víða um sandinn þar
sem fólk er varað við hættunni.
Jón Garðar sagði það sitt mat
að eftir sem áður væri þörf fyrir
aukið eftirlit með umferð um
Skeiðarársand. Rætt hefði verið
um að hafa sérstakt eftirlit á
sandinum um hvítasunnuhelgina,
en engin ákvörðun hefði verið tek-
in um það.
„Það er mikilvægt fyrir fólk að
vera ekki eitt á ferð á sandinum.
Það verður að passa vel að halda
Morgunblaðið/Karl T. Sæmundsson
ÞESSI jaki er að hverfa í sandinn, en við það
myndast hættulegt kviksyndi.
börnunum hjá sér og leyfa þeim
ekki að hlaupa um. Það eru ein-
hveijir jakar sem hafa horfið í
sandinn og þeir geta myndað kvik-
syndi. Fólk þarf því að fara mjög
varlega og helst vera með staf og
þreifa fyrir sér. Þarna gildir að
sýna ýtrustu varúð því það getur
verið stutt á milli gleði og martrað-
ar,“ sagði Jón Garðar.
Þórólfur Sigjónsson, matreiðslu-
maður á Hótel Freysnesi í Skafta-
felli, sagði að mjög margir ferða-
menn hefðu komið og skoðað jak-
ana á Skeiðarársandi og búast
mætti við því að margir kæmu
austur um hvítasunnuhelgina.
Sandur fýkur yfir
kviksyndin
„Bráðnunin hefur verið mikil og
jakarnir hafa minnkað gríðarlega
mikið. Þeir síga niður í jörðina
þegar kviksyndi myndast. Síðan
fýkur sandur yfir þannig að í mörg-
um tilvikum sér maður ekki að
neinn jaki hafi verið þarna. Ég get
nefnt dæmi um jaka sem stóð firnm
metra upp úr sandinum, en giskað |
hefur verið á að hann hafi náð sjö |gj
metra niður í sandinn. Hann er nú L
horfinn. ™
Ekki er að marka þó að ekkert
sjáist á yfirborðinu og þess vegna
held ég að sé best fyrir fólk að
vera ekkert að fara út af veginum.
Hættusvæðið er svo geysilega stórt
og kviksyndi getur leynst svo
víða,“ sagði Þórólfur.
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Haukur Snorrason
Jakar hverfa í sandinn t