Morgunblaðið - 16.05.1997, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 16.05.1997, Blaðsíða 52
52 FÖSÍUDAGUR 16. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ HASKOLABIO SÍMI 552 2140 Háskólabíó Gott ifr- Apple-umboðið áw4 Sportswear CompanyB HREYSTI Kvikmyndaumfjollun á laugardögum Tilnefnd tilOskarsverðlauna 1997. Besta erlenda myndin SKEMMTILEG OG GEFANDI KVIKMYND Snilldarlega skrifað handrit ásamt sérlega skemmtilegum persónum... Það er eiginlega sama hvar nií Háðung er skí gefandi kv ★ ★' borið. er tileg og ynd. Stórfín eðalmynd með frábærum ieikurum og flottri umgerð. ★★★" ÓHT Rás2 CANNES FILM FESTIVAL FYRSTA STORSPENNUMYND SUMARSINS HRAÐI - SPENNA - TÆKNIBRELLUR íbúum í bænum Dante's Peak i Bandaríkjunum stafar hætta af nálægu eldfjalli sem hefur legið í dvala í margar aldir en fer skyndilega að bæra á sér. Eldfjallafræðingar koma til bæjarins til að rannsaka skjáftavirkni og gera mælingar við fjallið áður en hægt er að koma öllum ibúum í burtu fer fjallið að gjósa. Leikstjóri er Roger Donaldson (No Way Out, Cocktail, Species) Sýnd kl. 4.30, 6.45, 9 og 11.15. Bönnuð innan 12 ára ★★★★ Rás 2 ★★★★íJylgjan ★★★i/2dv ★★★1/2 Dagsljós ★ ★★l/2 Mbl Þriðja og síðasta myndin í Stjörnustríðsþrennunni og sumir segja sú besta. Sýnd kl. 4.30. KO L Y Sýnd kl. 5, 7, 9.05 og 11.10 INGUMERHLIFT!! , í&Jgkfr 1 £ -JM SJAÐU GRINMYNDINA RIDICULE OG ÆFÐU ÞIG I AÐ SKJÓTA Á NÁUNGANN. ÞAÐ GÆTI KOMIÐ SÉR VEL Sýnd kl. 7, 9 og 11. LIAR LIAR MONGOOSE Carrey i réttu formi er sannkallaður gleðigjafi sem kemur með góða skapið ___________'A'k'k SVMbl_______________ Jim Carrey leikur Fletcher Reede, lögfræðing og forfaflinn lygalaup sem verður að segja sannleikann í einn dag. Þarf að segja meira? Ja, því má kannski bæta við að þetta er auðvitað langvinsælasta myndin í Bandaríkjunum í dag, sú allra fyndnasta með Jim Carrey og hún er... Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Morgunblaðið/Halldór Gröndal SIGRÚN Eva, Egill, Hlíf, Helena og Andri í læknisleik. Fransí SKEMMTANIR II ó t c I S a g a ALLABADDARÍ Á HÓTEL Sögu hefur í vetur verið boðið upp á borðhald og skemmtidagskrá í Súlnasal á laugardagskvöldum þar sem blandað er saman tónlistarflutn- ingi og glensi á nokkuð hefð- bundinn hátt. Skemmtunin kall- ast Allabaddarí, og er, eins og nafnið bendir tii, með frönsku yfirbragði. Undirritaður sá sýninguna laugardagskvöldið 10. maí. Allabaddarí er í tveimur hlutum. Sá fyrri er eins konar kabarett, byggðm’ á frönskum slögurum og sprelli í kringum þá. Þar voru í aðalhlutverkum söngvararnir Egill Ólafsson og Sigrún Eva Ármannsdóttir sem höfðu sér til aðstoðar þijá bráðskemmtilega dansara, sem einungis voru kynntir með fornöfnunum Hel- ena, Hlíf og Andri. Raunar er ótalinn þriðji söngv- arinn, Rósa Ingólfsdóttir, sem var talsvert fyrirferðarmikill kynnir og notaði til þess heimatil- búið allabaddarí-fransí hrogna- mál auk þess að stjórna fjölda- söng og dansi en undir spilaði Tamlasveitin. Það er svo sem ekki hægt að segja að þessi sýning hafi brotið blað í skemmtanasögunni, enda býður sviðið í Súlnasalnum ekki upp á stórkostleg tilþrif. En allir fóru vel með sitt; Sigrún Eva var t.d. einkar kraftmikil þegar hún söng lagasyrpu tileinkaða Edith Piaf. Síðari hluti sýningarinnar var grínþáttur þeirra Spaugstofu- manna Karls Ágústar Ulfssonar og Arnar Árnasonar. Þeir voru í fínu formi þetta laugardags- kvöld, þótt brandarnir væru ekki alltaf merkilegir, og náðu ágætu sambandi við gestina sem æfðu bros- og magavöðva af kappi. Fyrir skemmtunina var boðið upp á fastan matseðil með estragonkrydduðu laxakremi í forrétt og sinnepskrydduðum lambahrygg og nautahrygg- sneiðum í aðalrétt. Þar var að öllu staðið af fagmennsku, bæði í eldamennsku og framreiðslu, þótt Súlnasalurinn væri þéttset- inn þetta kvöld. Guðm. Sv. Hermannsson Sælla er að gefa en þiggja ► „ÉG ER alin upp í fjölskyldu sem trúir því að niaður eigi að gefa til baka af því sem maður fær,“ segir norska fyrirsætan Vendela. Hún hefur ekki aðeins nóg að gera í fyrirsætubransan- um heldur vinnur hún líka mikið sjálfboðastarf fyrir Unicef sem eru samtök sem hjálpa börnuni víðsvegar í heiminum. Þrátt fyrir aukna vinnu hjá Unicef hefur Vendela ekki snúið baki við fyrir- sætustörfunum en hún segir að þessi vinna gefi sér miklu nieira en fyrirsætustarfið. „Ég átti ynd- islega æsku í Noregi og hef í raun verið mjög heppin í lífinu. Þvi gleymi ég aidrei,“ segir Vendela sem hefur verið eins konar stuðn- ingsaðili fyrir börn sem ekki hafa átt góða æsku. Vendela giftist á síðasta ári Norðmanninum Olaf Thommess- en. „Fjölskyida mín var vön að leigja sumarhús á ákveðnum stað í Noregi. Eitt sumarið þegar ég var 14 ára vann ég í sumarfríinu við að selja ís. Þá var þar strákur sem kom til mín á hverjum degi og keypti af mér ís. Fyrir þremur árum hitti ég þennan strák aftur. Þá hafði ég ákveðið að leigja sum- arhús á sama stað og viti menn, það var þá hann sem kom og af- henti mér lykilinn að útidyrunum. Húsið sem ég leigði reyndist vera FLESTAR fyrirsætur njóta þess lífsstíls sem frægð, feg- urð og peningar hafa gefið þeim. Vendelu hefur aftur á móti tekist að halda sambandi við raunveruleikann og notar mikið af tíma sínum til að hjálpa afvegaleiddum börnum. hús föður hans. Hann þekkti mig samstundis og bauð mér upp á vínglas. Svo þannig var nú það,“ segir Vendela um það hvernig þau Olaf kynntust. En það er ekki bara Olaf og sjálfboðastörf sem eiga hug Vend- elu. Hún hefur lengi átt sér þann draum að slá í gegn í kvikmynda- bransanuni og síðustu fimm árin hefur hún sótt leiklistartíma. Og draumur hennar virðist vera að rætast því fljótlega mun hún birt- ast á hvíta tjaldinu í nýrri Bat- manmynd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.