Morgunblaðið - 16.05.1997, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
Lántaka
vegna
Nesjavalla-
virkjunar
Björn Bjarnason flallaði um úttekt á rekstrar- og viðskiptamenntun á aðalfundi FVH
Háskóli íslands kom
ráðherra mest á óvart
Morgunblaðið/Kristinn
FÉLAGSMENN í Félagi viðskipta- og hagfræðinga hlýddu á er-
indi Björns Bjarnasonar, menntamálaráðherra, „Hver mótar við-
skiptamenntun 21. aldar?“ á aðalfundi félagsins i gær.
BJÖRN Bjarnason, menntamálaráð-
herra sagði í erindi á aðalfundi Fé-
lags viðskipta- og hagfræðinga í gær
að sér hafi komið mest á óvart við
lestur skýrslu sem unnin var á veg-
um menntamálaráðuneytisins um
mat á viðskipta- og rekstrarfræði-
menntun við Háskóla íslands, Há-
skólann á Akureyri, Samvinnuhá-
skólann á Bifröst og Tækniskóla
íslands, það sem þar er sagt um
stærsta skólann sem hefur auk þess
staðið lengst að viðskiptamenntun,
það er Háskóla íslands. „Staldraði
ég ekki síst við það sem segir í
skýrslu svonefnds ytri matshóps sem
mat réttmæti og áreiðanleika þeirra
niðurstaðna sem eru settar fram í
sjálfsmatsskýrslum skólanna. Ein af
niðurstöðum ytri matshópsins um
viðskiptaskor Háskóla íslands er
þessi: Viðskiptaskor byggir á ára-
tuga hefð í kennslu viðskiptafræða
og býður upp á mjög fjölbreytt úr-
val námskeiða á þessu sviði. Við-
skiptafræðingar frá Háskóla Islands
hafa sterka stöðu í atvinnulífinu og
hafa margir staðið sig vel í fram-
haldsnámi erlendis.
Matshópur telur þó að hægt sé
að gera enn betur ef skorinni og
Háskólanum tekst að ráða fram úr
nokkrum erfiðum úrlausnarefnum.
Að mati ytri matshóps felst megin-
orsök þeirra vandamála sem við-
skiptaskor glímir við í þeim höftum
sem á henni hvíla sem deild í Há-
skóla íslands.
Skorinni er óheimilt að velja úr
hópi umsækjenda eða setja inn-
gönguskilyrði. Margir hefja námið á
röngum forsendum sem leiðir til só-
unar á fjármunum hins opinbera og
ekki síst tíma þeirra sem ef til vill
hefðu átt að fara annað. Það er
ógerlegt að veita öllum þeim sem
hefja nám viðunandi þjónustu. Skor-
in þarf að geta valið úr umsækjend-
um, innheimt námsgjöld, aflað sér
sértekna í atvinnulífinu og verið
samkeppnishæf við atvinnulífið í
launakjörum. Verði þessum hömlum
ekki aflétt er hætt við að viðskipta-
skor verði undir í samkeppni við
sjálfstæða skóla sem kenna myndu
sambærilegt námsefni á höfuðborg-
arsvæðinu. Ef litið er á þessar at-
hugasemdir og þær skoðaðar í sam-
hengi við frumvarpið til laga um
háskóla sést að sé rétt á málum
haldið á háskólalöggjöfin alls ekki
að hindra umbætur á þeim sviðum
sem þar hafa verið talin til veik-
leika. Þvert á móti veitir löggjöfin
svigrúm til að bregðast við á nýjum
forsendum. Samkvæmt frumvarpinu
verður háskólum heimilað að setja
inntökuskilyrði. Frumvarpið bannar
ekki heldur að innheimt séu náms-
gjöld. Þá_ er öflun sértekna ekki
bönnuð. Á hinn bóginn er hvorki
gert ráð fyrir því að viðskiptaskor
losni úr tengslum við Háskóla ís-
lands né starfsmenn hennar hætti
að þiggja laun .samkvæmt reglum
um opinbera starfsmenn," segir
menntamálaráðherra.
Ríkisreknir skólar dragast
aftur úr einkaskólum
Björn benti í erindi sínu á það að
Samvinnuháskólinn á Bifröst sé eini
einkaskólinn af þeim fjórum sem
voru metnir í skýrslunni og þar þyk-
ir ekki ástæða til að gera athuga-
semdir vegna launakjara kennara og
þar virðist tækjakostur einnig bestur.
„Á öðrum vettvangi hef ég lýst
þeim áhyggjum mínum að ríkisrekn-
ir skólar dragist óhjákvæmilega aft-
ur úr einkaskólum þar sem beinlínis
er bannað að leita leiða til að fjár-
magna kennslustarf innan þeirra
með öðrum hætti en nú ríkir. Mennt-
un er besta fjárfestingin fyrir þjóðfé-
lagið í heild og hún er það ekki síð-
ur fyrir einstaklinga.“
Á aðalfundinum var Kristján Jó-
hannsson kosinn formaður félagsins
en Friðrik Jóhannsson gaf ekki kost
á sér til endurkjörs. Frosti Sigurjóns-
son var kosinn varaformaður og
Elvar Guðjónsson var einning kosinn
nýr í stjórn.
BORGARRÁÐ hefur samþykkt að
gengið verði til samninga við Nor-
ræna fjárfestingarbankann um
lánsfjármögnun vegna hitaveitu-
framkvæmda á Nesjavöllum, en
um er að ræða helming af áætluð-
um heildarkostnaði við virkjunar-
framkvæmdirnar, eða upphæð sem
nemur 2.450 milljónum króna.
Að sögn Önnu Skúladóttur,
fjárreiðustjóra Reykjavíkurborg-
ar, er annars vegar um að ræða
lán að upphæð 10 milljónir þýskra
markaeða sem nemur 414 milljón-
um króna á núgildandi gengi.
Vaxtakjör eru 3,5 punktar yfir sex
mánaða Libor-vöxtum, en Libor-
vextir eru nú 3,31%. Lánið er til
fimmtán ára, en binditími er til
25. janúar 1999. Anna sagði að
leitað hefði verið eftir ráðgjöf hjá
fjármálafyrirtæki í þessum efnum
og hefði niðurstaðan orðið sú að
skynsamlegt væri að hafa ein-
hvern hluta af lánasafni Reykja-
víkurborgar lausan í byijun árs
1999, en þá kæmi Evró-myntin á
markað.
Hins vegar er um að ræða
rammasamning um lántöku á því
sem upp á vantar eða sem nemur
2.036 milljónum króna, en með
samningnum skuldbindur Norræni
fjárfestingarbankinn sig til að hafa
þessa fjárhæð til reiðu fyrir
Reykjavíkurborg frá júní í ár og
fram til október á næsta ári. Sjálf-
stæður samningur er síðan gerður
um lántökur jafnóðum og þeirra
er þörf vegna framkvæmdanna.
Fiskiðjusamlag Húsavíkur með 36 milljóna tap í 6 mánaða uppgjöri
Stefntá Verðbréfaþing
mest seldu fólksbíla-
I tegundirnar í
' jan.-apr. 1997
Br.frá
fyrra ári
Fjöldi % %
1. Toyota 484 16,2 +13,9
2. Subaru 361 12,1 +127,0
3. Volkswaaen 333 11,1 +9,5
4. Mitsubishi 318 10,6 +84,9
5. Hyundai 252 8,4 +24,8
6. Nissan 196 6,6 -28,7
7. Opel 176 5,9 +25,7
8. Suzuki 155 5,2 +12,3
9. Ford 148 4,9 +14,7
10. Renault 122 4,1 +13,0
11. Honda 70 2,3 +22.8
12. Ssanavona 63 2,1
13. Peuaeot 53 1,8 +112.0
14. Volvo 49 1,6 +2,1
15. Mazda 42 1,4 -14,3
Aðrar teg. 168 5,6 -26,6
Samtals 2.990 100,0 +21,5
Bifreiða-
innflutn. í
janúar til
apríl
1996 og
1997
VORU-,
SENDI- og
HÓPFERÐA-
BÍLAR, nýir
237
294
1996 1997 1996 1997
Nýir aðilar til iiðs
við Murdoch íJapan
Tókýó. Reuter.
TAP Fiskiðjusamlags Húsavíkur
nam 36 milljónum króna, þegar tek-
ið hefur verið tillit til hlutdeildar í 8
milljóna króna tapi dótturfélags,
fyrstu sex mánuði rekstrarárs fé-
lagsins sem hófst þann 1. september
sl. Tap félagsins næstu tólf mánuði
á undan, eða frá 1. september 1995
til 31. ágúst 1996, nam 186 milljón-
um króna. Hagnaður fyrir afskriftir
og ijármagnskostnað nam 138 millj-
ónum króna fyrstu sex mánuði
rekstrarársins sem er um 182 millj-
ónum króna betri afkoma en allt
árið á undan, að því er segir í frétt
félagsins.
Rekstrartekjur félagsins námu
988 milljónum króna á tímabilinu
og rekstrargjöld námu 850 milljón-
um króna. Afskriftir félagsins námu
tæpum 80 milljónum króna og fjár-
magnskostnaður nam 95 milljónum
króna og vegur þar þyngst 34 millj-
óna króna gengishækkun. Um 23%
af skuldum félagsins eru í sterlings-
pundum sem hækkaði um 11% á
tímabilinu. í fréttinni kemur fram
að afkoman er í samræmi við áætl-
anir þess fyrir tímabilið að frátöldum
fjármagnskostnaði, en áætlun ársins
gerði ráð fyrir 80 milljón króna
hagnaði að teknu tilliti til hagnaðar
af sölu eigna. „Fjármagnskostnaður-
EINN æðsti maður Boeing-flugvéla-
verksmiðjanna hefur sagt að hann
búist við að könnun bandarískra
eftirlitsyfírvaida á samruna verk-
smiðjanna og McDonnell Douglas
verði lokið í júnílok eða júlíbyrjun.
inn er hár en hækkun pundsins kem-
ur félaginu til góða þegar til lengri
tíma er litið þar sem 65% af tekjum
félagsins eru í sterlingspundum.
Gert er ráð fyrir áframhaldandi bata
í rekstrinum á þessu ári og verður
hann réttu megin við strikið í lok
rekstrarársins," segir í fréttinni.
Ákveðið hefur verið að sækja um
skráningu félagsins á Verðbréfa-
þingi íslands á næstu vikum en fé-
lagið hefur verið skráð á Opna til-
boðsmarkaðnum. „Þetta er rétti
tíminn því félagið uppfyllir nú öll
skilyrði til skráningar og gengi
hlutabréfa FH fer rólega en stöðugt
hækkandi. Það liggur fyrir að Húsa-
víkurbær ætlar að minnka hlutdeild
sína á næstu misserum. Skráning á
VÞÍ er eðlilegt framhald endurskipu-
lagningar fyrirtækisins og nauðsyn-
legt skref til að opna leið fyrir nýja
fjárfesta inn í félagið sem eykur fjöl-
breytileika hluthafaflórunnar og
styrkir félagið til framtíðar,“ segir
ennfremur í fréttinni.
Hlutafé í Fiskiðjusamlagi Húsavík-
ur er rúmar 519 milljónir og hluthaf-
ar eru samtals 335. Stærstu hluthaf-
ar þann 12. maí sl. voru Húsavíkur-
bær með 42,6%, Kaupfélag Þingey-
inga 15,5%, Trygging hf. 9%, Hluta-
bréfasjóðurinn Íshaf 8,3%, Olíufélag-
Ef þetta verður staðfest bendir
það til þess að bandarísk yfirvöld
muni taka frumkvæðið í rannsókn
á samrunanum, sem framkvæmda-
stjórn Evrópusambandsins hefur
látið í ljós efasemdir um.
ið 7,5%, íslenski fjársjóðurinn 3,4%,
Verkalýðsfélag Húsavíkur 2,3%,
Samvinnulífeyrissjóðurinn 1,3%, ís-
lenski hlutabréfasjóðurinn 1,0% og
Þróunarfélag íslands með 0,6% hlut.
Stjórn félagsins hefur samþykkt
tillögu framkvæmdastjórnar um
endurskipulagningu bolfiskvinnslu
félagsins með það að markmiði að
gera þá starfsemi arðsama og sam-
keppnishæfari. Tap hefur verið af
þessum rekstri hjá félaginu. Einföld-
un í fullvinnslu og ný tækni sem
sett verður upp í bolfískdeild í byijun
næsta árs er ætlað að lækka kostn-
að verulega, auka nýtingu og þar
með hagnað. Störfum mun fækka
við þessa breytingu en tilgangurinn
er að koma fótum undir framtíðar-
bolfiskvinnslu félagsins sem hefur
átt undir högg að sækja undanfarin
ár. Hinn kosturinn var að hætta
þessari starfsemi. Einnig hefur verið
ákveðið að opna frystihúsið fyrir
ferðamönnum og er það frumraun
hér á landi í þróun ferðamannafrysti-
húss en slíkt fyrirkomulag er vei
þekkt víða um heim í margs konar
verksmiðjurekstri. Hugmyndin er sú
að tengja erlenda ferðamenn við
framleiðsluvörur FH í heimalandinu
og kynna í leiðinni íslenskan sjávar-
útveg, segir ennfremur.
Upphaflega var búizt við að
Bandaríkjamenn mundu ljúka mati
sínu eftir að framkvæmdastjórnin
hefði tekið ákvörðun, sem hún
verður að gera fyrir 31. júlí næst-
komandi.
FYRIRTÆKI Ruperts Murdochs á
sviði gervihnattasjónvarps í Japan
hefur birt langan lista með nöfnum
nýrra japanskra samstarfsaðila.
Öflugt liðsinni þessara aðila
kann að tryggja sameignarfyrir-
tæki Murdochs yfírburði á nýjum
markaði gervihnattasjónvarps í
Japan.
Fuj'i og Sony með
í samruna
Samkvæmt tilkynningu Japan
Sky Broadcasting Corp (JSkyB)
munu hið öfluga sjónvarpsfyrir-
tæki Fuji Television Network og
risafyrirtækið Sony Corp ganga í
sameignarfyrirtækið með jafnan
rétt á við stofnendur fyrirtækis-
ins.
JSkyB sagði í tilkynningu að
„þátttaka nýrra aðila, sem gegndu
forystuhlutverki hvert á sínu
sviði", mundi efla stjórn fyrirtæk-
isins áður en starfsemin hæfist.
Tilraunaútsendingar
heijast í vor
Meðal annarra japanskra fyrir-
tækja, sem hyggjast fjárfesta í
nýja fyrirtækinu, eru leigufyrir-
tækið Orix Corp, verzlunarfélagið
Marubeni Corp, auglýsingafyrir-
tækið Dentsu Inc og fjarskipta-
þjónustan Hikari Tsushin Inc.
Murdoch-fyrirtækið News Corp
og Softbank Corp, japanskt hug-
búnaðar-, útgáfu- og sýningafyrir-
tæki, stofnuðu JSkyB í fyrra. Til-
raunasendingar hefjast í vor og
stefnt er að því að bjóða upp á 150
rásir í apríl 1998.
Könnun á samruna
Boeing ogMcDonnell flýtt
Reuter.