Morgunblaðið - 16.05.1997, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
FÖSTUDAGUR 16. MAÍ1997 45
<
(
< Sumardag-
skrá hafin
í Viðey
AÐ VENJU hefst sumardagskrá
| Viðeyjar um hvítasunnuhelgina.
Starfið verður með hefðbundnum
hætti. Helsta breytingin er að laug-
( ardagsgöngurnar verða nú að
morgninum. Gönguferðirnar
verða, eins og í fyrra, raðgöngur,
þannig að sá sem kemur fimm
laugardagsmorgna eða þriðjudags-
kvöld í röð sér allt það merkasta
í eynni. Ferðir verða með sama
sniði og áður á klst. fresti frá kl.
13-17 um helgar og kl. 14 og 15
virka daga.
( Um hvítasunnuna verður dag-
| skráin þannig að á laugardags-
morgun kl. 10 verður farið með
fetjunni yfir og haldið í gönguferð
um austureyna norðanverða. Stans-
að verður í skólanum og ljósmynda-
sýningin þar skoðuð. Hún gefur
góða hugmynd um lífið í þorpinu
sem byijað var að byggja fyrir 90
árum og stóð til 1943. Komið verð-
I ur j land aftur fyrir kl. 12.
Á sunnudag kl. 14 verður
staðarskoðun. Þá skoðar fólk kirkj-
I una, Stofuna og næsta nágrenni.
Það tekur tæpan klukkutíma. Á
annan í hvítasunnu messar sr. Jak-
ob Ág. Hjálmarsson 1 Viðeyjar-
kirkju með aðstoð dómkórs og
dómorganista. Eftir messu verður
aftur staðarskoðun. Þann dag er
aukaferð með kirkjugesti kl. 13.30.
Á þriðjudagskvöld kl. 20.30
t verður svo farið með feijunni í
fyrstu kvöldgöngu sumarsins. Hún
verður farin um sömu slóðir og
laugardagsgangan.
Hestaleigan bytjar 1. júní. Einn-
ig verður starfræktur reiðskóli sem
hefur störf 2. júní. Hvort tveggja
er á vegum Hestaleigunnar í Lax-
nesi. Ljósmyndasýning í Viðeyjar-
skóla verður opnuð almenningi 28.
júní. Veitingahúsið í Viöeyjarstofu
mun síðdegis í sumar bjóða upp á
veitingar sem henta vel útivistar-
fólki, þ.e. ýmsa „snarlrétti" á til-
tölulega vægu verði, segir í frétta-
tilkynningu frá staðarhaldara.
LEIÐRÉTT
Útsvar 11,19%
RANGLEGA var farið með útsvars-
prósentu í Reykjavík í töflu, sem
fylgdi frétt um sameiningu Reykja-
víkur og Kjalarness í blaðinu í gær
en útsvar í Reykjavík er 11,19%
en ekki 11,99%.
Harri Syrjanen opnar
sýningu sína á morgun
FINNSKI gull- og leðursmiðurinn
Harri Sytjánen opnar sýningu á
verkum sínum á morgun, laugar-
dag, kl. 14, í Listhúsi Ófeigs, Skóla-
vörðustíg 5. Opnunardagurinn var
ekki réttur í blaðinu í gær. Beðist
er afsökunar á þessum mistökum.
Athugasemd frá
forstjóra P og S
GUÐMUNDUR Björnsson, for-
stjóri Pósts og síma, vill gera at-
hugasemd við frétt sem birtist í
Mbl. miðvikudaginn 14. maí sl. þar
sem fjallað er um úrskurð sam-
keppnisráðs um internetþjónustu
Pósts og síma.
í fréttinni er rætt við Helga Jóns-
son hjá Intís og Björn Davíðsson
hjá Snerpu sem fullyrða að Póstur
og sírni hafi ekki sett upp innhringi-
búnað vegna internetþjónustu sinn-
ar úti á landi og greiði þar af leið-
andi niður þjónustuna. Þessar full-
yrðingar eru rangar en hafa því
miður verið endurteknar á öðrum
vettvangi.
Innhringibúnaður var settur upp
á Akranesi, Akureyri, Egilsstöðum,
Keflavík, ísafirði og Sauðárkróki á
tímabilinu 10.-16. október á sl. ári
og síðasti innhringibúnaðurinn var
settur upp og tekinn í notkun á
Hvolsvelli þann 1. nóvember.
Skeljungur opnar Select
hraðverslun í Breiðholti
SKELJUNGUR HF. hefur opnað
Select hraðverslun í Shellstöð-
inni við Suðurfell í Breiðholti.
Þetta er önnur Select hraðversl-
unin hér á landi en sú fyrsta var
opnuð á Shellstöðinni við Vestur-
landsveg í mars sl.
I tilefni af opnun Select hrað-
verslunarinnar í Suðurfelli verða
sérstök opnunartilboð á báðum
Select stöðvunum nú um hvíta-
sunnuhelgina. Meðal tilboða má
nefna að boðið verður upp á
pylsurétti og hálfan lítra af gosi
fyrir 100 kr, samkvæmt því sem
segir í fréttatilkynningu frá
Skeljungi. í tilefni af opnuninni
munu Skógrækt ríkisins og Skelj-
ungur gefa hveijum viðskiptavini
í dag og á morgun plöntu.
í fréttatilkynningu Skeljungs
segir: „í Select hraðverslunun-
um eru ávallt á boðstólum ný-
bökuð brauð og sætabrauð sem
eru bökuð á staðnum en bökun-
aröfn er hluti af búnaði allra
Select stöðva. Með tilkomu
Select stöðvanna á Vesturlands-
vegi og í Suðurfelli er bryddað
upp á nýrri þjónustu. Hægt er
að hringja á stöðina og panta
brauð og kökur. Þá tnun sá
skammtur sem pantaður hefur
verið bíða nýbakaður þegar við-
skiptavinurinn kemur að sækja
pöntunina. Þessi nýjung ætti að
henta sérlega vel á vinnustöðum
eða ferðafólki sem vill koma og
kaupa nýbakað nesti í ferðalag-
ið.“
Sauðburðar-
kver komið út
KOMIÐ er út Sauðburðarkver eftir
Sigurð Sigurðarson dýralækni á
Keldum. Er heftið ætlað bændum
og íjármönnum og hefur að geyma
upplýsingar um helstu sjúkdóma í
fullorðnu fé og lömbum.
Sigurður Sigurðarson segir að
kverið sé að stofni til minnispunkt-
ar frá fræðslufundum um sauðfjár-
sjúkdóma frá því í vor og síðasta
vor en nokkru efni hafi verið bætt
við. Fremst í heftinu eru almennar
upplýsingar um sjúkdóma og varn-
arkerfi í sauðfé og er fjallað um
sjúkdóma sem koma fyrir í ám fyr-
ir burð og eftir, kafli er um með-
göngu og burð ánna, fóðurefni og
snefilefni, sem geta valdið sjúkdóm-
um vegna skorts og eitrunar. Þá
er kafli um burðarhjálp og fleira
og yfirlit yfir nokkra lambasjúk-
dóma. Lýst er einkennum og að-
gerðum til varnar og lækninga.
Heftið kostar kr. 500 og er hægt
að fá það sent án póstkröfukostnað-
ar frá búnaðarsamtökum og hjá
höfundi.
Sýning á
merki kristni-
hátíðar árið
2000
SÝNING á tillögum sem bárust í
opinni samkeppni um merki kristni-
hátíðar árið 2000 verður opnuð al-
menningi í Tjarnarsal Ráðhúss
Reykjavíkur laugardaginn 17. maí
nk.
í febrúar var efnt til samkeppni
um merki kristnihátíðar. Skilafrest-
ur var 15. apríl sl. Alls bárust 181
tillaga undir 137 dulnefnum. Dóm-
nefnd skipa: Biskup íslands, herra
Ólafur Skúlason, formaður, Þóra
Kristjánsdóttir, listfræðingur, Guð-
mundur Oddur Magnússon, FÍT,
Jón Ágúst Pálmason, FÍT og Birna
Garðarsdóttir, FÍT.
Sýning á innsendum tillögum
verður opin almenningi í Tjarnarsal
Ráðhúss Reykjavíkur um hvíta-
sunnuna. Laugardaginn 17. maí er
opið kl. 12-18. Lokað verður hvíta-
sunnudag, en annan í hvítasunnu,
mánudaginn 19. maí verður opið
kl. 12-18, þriðjudaginn 20. maí kl.
8-19 og miðvikudaginn 21. maí kl.
8-19.
Vorfundur
Parkinson-
samtakanna
VORFUNDUR Parkinsonsamtak-
anna á íslandi verður haldinn laug-
ardaginn 17. maí kl. 14 í safnaðar-
heimili Áskirkju.
Dr. Ásgeir B. Ellertsson, yfir-
læknir, segir fréttir af 12. alþjóða-
þingi lækna urn Parkinsonveiki sem
haldið var í London í mars sl. Systk-
inin Jóhanne Marín og Albert Sölvi
Óskarsbörn leika saman á píanó og
saxafón og Linda Heiðarsdóttir og
Sigurður Hrannar Hjaltason silfur-
methafar í Suður-Amerískum döns-
um sýna dans.
Lyfjafræði-
safnið opið í
sumar
LYFJAFRÆÐISAFNIÐ verður nú
aftur opið í sumar, en það var í
fýrsta sinn opið almenningi í fyrra.
Safnið stendur við hliðina á Nes-
stofu á Seltjarnarnesi og verður
opið á sama tíma og Nesstofusafn-
ið, þ.e. á sunnudögum, þriðjudög-
um, fimmtudögum og laugardögum
milíi klukkan 13 og 17.
í safninu má sjá muni og minjar
úr íslenskum apótekum frá upphafi
þessarar aldar fram til okkar daga,
og skoða hvernig lyfjagerð var hátt-
að enn lengra aftur í tímann.
í júní verður gerð, í samvinnu
við Nesstofusafnið, tilraun til að
hafa söfnin opin til klukkan 22 tvö
kvöld í viku, þriðjudaga og fimmtu-
daga, til þess að gefa skokkurum
og útivistarfólki kost á að skoða
söfnin í leiðinni.
Hátíðarhöld
Norðmanna á
Islandi 17. maí
Á ÞJÓÐHÁTÍÐARDEGI Norð-
manna 17. maí minnast þeir við-
töku stjórnarskrár Noregs er fram
fór á Eidsvoll 17. maí 1814.
Fjöldi Norðmanna býr á íslandi
og þeir koma saman og halda dag-
inn hátíðlegan. Konurnar skarta
þjóðbúningum héraða sinna og
Nordmannslaget, félagNorðmanna
og vina þeirra á íslandi, efnir jafn-
an til hátíðardagskrár þennan dag.
Dagskráin hefst kl. 9.30 í Foss-
vogskirkjugarði þar sem minning-
arathöfn fer fram við minnisvarð-
ann um fallna norska hermenn.
Turid Birkeland, menningarmála-
ráðherra Noregs, leggur blómsveig
við minnisvarðann og flytur ávarp.
Kl. 10.30 verður skrúðganga, leikir
og barnaskemmtun í Norræna hús-
inu og kl. 17 á sama stað verður
móttaka norska sendihetrans fyrir
Norðmenn búsetta á íslandi og
aðra gesti. Kl. 20 verður síðan
hátíðarkvöldverður Nordmanns-
laget í Viðey.
Evrópsk ráð-
stefna um MS-
sjúkdóminn
í DAG hefst á Hótel íslandi evr-
ópsk ráðstefna um MS-sjúkdóminn
(Multiple Sclerosis) og stendur hún
til hádegis á hvítasunnudag. í
fréttatilkynningu frá MS-félagi Is-
lands kemur fram að þetta er í
fyrsta sinn sem stór ráðstefna um
MS-sjúkdóminn er haldin hér á
landi.
Von er á þátttakendum frá
íjórtán Evrópulöndum og segir í
fréttatilkynningunni að ef vel tak-
ist til að þessu sinni, sé hugsanlegt
að alþjóðleg ráðstefna verði haldin
hér á landi um sjúkdóminn eftir tvö
ár eða svo og þá með þátttöku á
milli 300 og 400 manns.
Ferðir um
hvítasunnuna
FERÐAFÉLAG íslands efnir nú um
hvítasunnuhelgina til nokkurra
styttri og lengri ferða. Farið verður
föstudagskvöldið 16. maí austur í
Öræfasveit þar sem ætlunin er að
ganga á Öræfajökul, fara út á Ing-
ólfshöfða o.fl. Gist verður að Hofí.
Á laugardagsmorgunin 17. maí
verður lagt af stað í ferð á Snæfells-
nes og í Þórsmörk. Heimkoma úr
ferðunum er á annan í hvítasunnu.
í Snæfellsnessferðinni er stefnt
að göngu á Snæfellsjökul en einnig
verða aðrar skoðunar- og göngu-
ferðir í boði. M.a. verður litið á slóð-
ir árbókar Ferðafélagsins í Hítardal
en bókin kemur út í næstu viku.
Ferðin er á afmælistilboði fyrir fé-
lagsmenn Ferðafélagsins. Gist
verður að Lýsuhóli í Staðarsveit.
í Þórsmerkurferðinni er gist í
Skagfjörðsskála í Langadal en í
þeirri ferð ér boðið upp á göngu-
ferðir við allra hæfí og einnig er
möguleiki á göngu yfir Fimmvörðu-
háls á laugardeginum.
Af styttri ferðum er farin 2.
áfangi Reykjavegarins á hvíta-
sunnudag, 18. maí, og á annan í
hvítasunnu er gönguferð á Vífils-
fell kl. 13.
Nánari upplýsingar veitir skrif-
stofa Ferðafélagsins að Mörkinni 6.
Wynne Goss í
Klettinum
KLETTURINN, kristið samfélag,
hefur fengið heimsókn Wynne Goss
sem er forstöðumaður Vine Christ-
ian Center í Wales.
Samkomur með Wynne Goss
verða í dag, föstudaginn 16. maí
og mánudaginn 19. maí í húsnæði
Klettsins að Bæjarhrauni 2 I Hafn-
arfírði. Samkomurnar hefjast kl.
20 og þar eru allir velkomnir.
Vaka styrkir
verkfallssjóð
STJÓRN Verkalýðsfélagsins Vöku
á Siglufirði hefur ákveðið að senda
Alþýðusambandi Vestfjarða fram-
lag í verkallssjóð, 500.000 kr.
„Með þessu framlagi viljum við
votta ykkur virðingu okkar og
senda ykkur einlægar baráttu-
kveðjur," segir í bréfi Vöku.
Athugasemd
Ágæti ritsjóri.
í blaði yðar þann 14. maí sl. er
frétt um könnun á dagvistarþörf í
Reykjavík. Þar segir í fyrirsögn að
69% foreldra óski eftir leikskóla-
plássi. Að mínu mati gefur fyrir-
sögnin tilefni til að draga þá álykt-
un að þar með óski 31% ekki eftir
leikskólaplássi. Þar sem það væri
ekki í samræmi við veruleikann er
rétt að vekja athygli á því, sem
reyndar kemur fram í annars
ágætri frétt blaðsins, að rúm 90%
foreldra óska eftir leikskólaplássi.
Af þeim vilja hins vegar 69% ekki
aðra þjónustu en leikskóladvöl, sem
er nokkuð annað en fyrirsögnin
gefur til kynna. Vonast ég til þess
að blaðið birti þessa athugasemd.
Virðingarfyllst,
Árni Þór Sigurðsson, fonnaður
stjórnar Dagvistar barna.
Nemendaheimsókn
til Iðnskólans
TÓLF skoskir nemendur ásamt
þremur kennurum voru í heim-
sókn hjá Iðnskólanum i Reykja-
vík í vikunni. Nemendurnir eru
þroskaheftir. Var fjölbreytt
dagsrá skipulögð fyrir þá hér á
landi. Iðnskólinn mun endur-
gjalda heimsóknina næsta ár.
Myndin var tekin af hópnum í
Árbæjarsafni.