Morgunblaðið - 16.05.1997, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 16.05.1997, Blaðsíða 60
Mmi£d -setur brag á sérhvern dag! gncenni gnein @BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN í, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF S69 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL(XENTRUM.IS / AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGÚR 16. MAÍ 1997 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Morgunblaðið/Golli Plógurinn náðist upp SKELPLÓGUR kúfiskskipsins Æsu náðist af hafsbotni og um borð í varðskipið Óðin um kiukkan 19.30 í gærkvöldi, eftir að kafarar höfðu sagað festingar hans í sundur. Varðskipið létti akkerum í Arnarfirðinum í gærkvöldi og sigldi áleiðis tii Reykjavíkur. Kristinn Ingólfsson, fulltrúi Siglingastofnunar, sagði að plógurinn yrði vigtaður og mældur. „Hann er einn hlekkur í rannsókninni á því af hverju Æsa sökk, en hann ræður ekki úrslitum um niðurstöð- una,“ sagði Kristinn. Rannsóknarnefnd sjóslysa fer með forræði rannsóknar á slysinu og sagði Kristinn að árangur köfunar við skipsflakið væri einungis hluti af þeirri rannsókn. Hann kvað ekki hægt að segja til um hve- nær rannsókninni yrði að fullu lokið. Reykjavíkurborg Skuldir lækkuðu lítillega milli ára ÁRSREIKNIN G AR Reykjavíkur fyrir 1996 voru lagðir fram til fyrri umræðu í borgarstjórn í gær- kvöldi. Samkvæmt þeim hafa skuldir borgarinnar lækkað lítil- lega á milli ára. í frétt frá skrif- stofu borgarstjóra kemur fram að peningaleg staða borgarsjóðs, þ.e. veltufjármunir og langtímakröfur að frádregnum skuldum, er nei- kvæð um tæpa 10,3 milljarða, og hefur staðan versnað að raungildi um 181 milljón á árinu. Skatttekjur námu 12.760 milljónum, rekstur málaflokka, þ.e. gjöld að frádregnum sértekjum, 10.593 milijónum, nettó greiðslu- byrði lána var 1.082 milljónir og fjárfestingar námu 2.553 milljón- um. Heildarskuldir lækkuðu um 4 milljónir milli 1995-1996, eða úr 14.242 milljónum í 14.238. Raun- vextir heildarskulda lækkuðu úr 5,17% í 4,13%. í bókun borgarfulltrúa Sjálf- stæðisflokks í gær segir m.a. að R-listinn stundi bókhaldsleiki og feli skuldir með því að færa þær úr borgarsjóði á samstæðureikn- ing, sem er sameiginlegur reikn- ingur borgarsjóðs og stofnana í fullri eigu borgarinnar. Víkartindur fjarlægður úr Háfsfjöru Stefnt að undir- ritun samnings í næstu viku STEFNT er að því að samningur milli tryggingafélags Víkartinds og íslenskra stjórnvalda um að skipið verði fjarlægt úr fjörunni skammt frá Þykkvabæ verði undir- ritaður næstkomandi föstudag, 23. maí. Samningur um framkvæmd björgunar hefur verið til í nokkrar vikur en hefur enn ekki verið und- irritaður af hálfu tryggingafélags skipsins. Í honum eru ákvæði um tímasetningu á því hvenær áætlun eigi að liggja fyrir um hvernig verði staðið að því að fjarlægja flak skipsins úr fjörunni pg hve- nær því verki verði lokið. Áætlun- in átti að liggja fyrir 15. maí en þar sem samningurinn hefur ekki verið undirritaður hefur engin áætlun verið lögð fram. Verkinu á að vera lokið, samkvæmt samn- ingnum, fyrir lok september. Bandaríska björgunarfyrirtækið Titan vinnur nú að niðurrifi skips- ins í umboði tryggingafélagsins og hafa forsvarsmenn þess tjáð ís- lenskum stjórnvöldum að þeir haldi því óhikað áfram þótt samningur þar um hafi ekki verið gerður. í grein sem birtist í Morgunblað- inu í dag eftir Guðjón Ármann Eyjólfsson, skólameistara Stýri- mannaskólans í Reykjavík, kemur fram að ótrúlega margt sé líkt með strandi Víkartinds og aðdraganda strands risaolíuflutningaskipsins Amoco Cadiz við strönd Bretaníu- skaga 1978. Guðjón segir að séu höfð í huga viðbrögð franskra yfir- valda og reglur sem franska þing- ið og ríkisstjórnin settu strax í kjöl- far strands Amoco Cadiz geti það ekki verið flóknara fyrir íslensk stjórnvöld að setja svipaðar reglur hér á landi. Rangt mat á aðstæðum og skortur á löggjöf Segir Guðjón að rangt mat á aðstæðum hér við íslandsstrendur ásamt skorti á löggjöf og sam- ræmdum aðgerðum undir einni stjórn, þegar stór skip með hættu- legan farm verða vélarvana og stjórnlaus á siglingaleiðinni hér við land, hafi reynst íslendingum dýrkeypt. Ef ekkert verði aðhafst geti svipuð slys orðið enn alvar- legri. ■ Strand Amaco Cadiz/30-31 Verkfallið á Vestfjörðum hefur staðið í tæpan mánuð Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson VERKFALLSVERÐIR á ísafirði skipuleggja vaktir sínar í verkfalli. Enginn árangfur og sáttatillaga óraunhæf ÞRÁTT fyrir stöðuga fundi full- trúa Alþýðusambands Vestfjarða og Vinnuveitendafélags Vestfjarða undir stjórn vararíkissáttasemjara hefur enginn árangur orðið í kjara- viðræðunum. Um helgina hefur verkfallið staðið í fjórar vikur og hefur hvorugur aðilinn veitt þá til- slökun að til árangurs hafi leitt. Geir Gunnarsson vararíkissátta- semjari sagði í gær að himin og haf bæri milli samningsaðila. Með- an bilið væri svo breitt þýddi ekki að bera fram sáttatillögu. Fundirn- ir fara fram á Hótel ísafirði þar sem báðir aðilar hafa aðstöðu milli þess sem þeir hittast með sátta- semjara. Pétur Sigurðsson forseti ASV telur að þau félög, sem þegar hafa samið, hafi sett markið of lágt í kröfugerð sinni og segir að innan ASV sé áfram fullur einhug- ur um 100 þúsund króna kröfuna. Útilokað að samþykkja Einar Jónatansson formaður Vinnuveitendafélags Vestfjarða segir ekki koma til greina að sam- þykkja þessa kröfu ASV, fisk- vinnslufyrirtækin á Vestfjörðum geti ekki staðið undir hærri launa- kostnaði en önnur fyrirtæki í land- inu í þeirri grein. Magnús Reynir Guðmundsson varaformaður fé- lagsins segir að undanfarið hafi verið unnið að þvi að endurskipu- leggja mörg fiskvinnslufyrirtækin á norðanverðum Vestfjörðum en með kröfuhörku verkalýðsfélag- anna sé fótunum nánast kippt undan slíkum tilraunum. Félagar innan ASV hafa fengið milli fjórar og fimm milljónir króna í greiðslur úr verkfallssjóði. Yfir 100 félagar í Baldri hafa staðið verkfallsvakt á ísafirði. ■ Kröfur ASV/6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.