Morgunblaðið - 16.05.1997, Blaðsíða 60
Mmi£d
-setur brag á sérhvern dag!
gncenni
gnein
@BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN í, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF S69 1181,
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL(XENTRUM.IS / AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1
FÖSTUDAGÚR 16. MAÍ 1997
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Morgunblaðið/Golli
Plógurinn náðist upp
SKELPLÓGUR kúfiskskipsins Æsu náðist af hafsbotni og um borð
í varðskipið Óðin um kiukkan 19.30 í gærkvöldi, eftir að kafarar
höfðu sagað festingar hans í sundur. Varðskipið létti akkerum í
Arnarfirðinum í gærkvöldi og sigldi áleiðis tii Reykjavíkur.
Kristinn Ingólfsson, fulltrúi Siglingastofnunar, sagði að plógurinn
yrði vigtaður og mældur. „Hann er einn hlekkur í rannsókninni á
því af hverju Æsa sökk, en hann ræður ekki úrslitum um niðurstöð-
una,“ sagði Kristinn.
Rannsóknarnefnd sjóslysa fer með forræði rannsóknar á slysinu
og sagði Kristinn að árangur köfunar við skipsflakið væri einungis
hluti af þeirri rannsókn. Hann kvað ekki hægt að segja til um hve-
nær rannsókninni yrði að fullu lokið.
Reykjavíkurborg
Skuldir
lækkuðu
lítillega
milli ára
ÁRSREIKNIN G AR Reykjavíkur
fyrir 1996 voru lagðir fram til fyrri
umræðu í borgarstjórn í gær-
kvöldi. Samkvæmt þeim hafa
skuldir borgarinnar lækkað lítil-
lega á milli ára. í frétt frá skrif-
stofu borgarstjóra kemur fram að
peningaleg staða borgarsjóðs, þ.e.
veltufjármunir og langtímakröfur
að frádregnum skuldum, er nei-
kvæð um tæpa 10,3 milljarða, og
hefur staðan versnað að raungildi
um 181 milljón á árinu.
Skatttekjur námu 12.760
milljónum, rekstur málaflokka, þ.e.
gjöld að frádregnum sértekjum,
10.593 milijónum, nettó greiðslu-
byrði lána var 1.082 milljónir og
fjárfestingar námu 2.553 milljón-
um. Heildarskuldir lækkuðu um 4
milljónir milli 1995-1996, eða úr
14.242 milljónum í 14.238. Raun-
vextir heildarskulda lækkuðu úr
5,17% í 4,13%.
í bókun borgarfulltrúa Sjálf-
stæðisflokks í gær segir m.a. að
R-listinn stundi bókhaldsleiki og
feli skuldir með því að færa þær
úr borgarsjóði á samstæðureikn-
ing, sem er sameiginlegur reikn-
ingur borgarsjóðs og stofnana í
fullri eigu borgarinnar.
Víkartindur fjarlægður úr Háfsfjöru
Stefnt að undir-
ritun samnings
í næstu viku
STEFNT er að því að samningur
milli tryggingafélags Víkartinds
og íslenskra stjórnvalda um að
skipið verði fjarlægt úr fjörunni
skammt frá Þykkvabæ verði undir-
ritaður næstkomandi föstudag, 23.
maí.
Samningur um framkvæmd
björgunar hefur verið til í nokkrar
vikur en hefur enn ekki verið und-
irritaður af hálfu tryggingafélags
skipsins. Í honum eru ákvæði um
tímasetningu á því hvenær áætlun
eigi að liggja fyrir um hvernig
verði staðið að því að fjarlægja
flak skipsins úr fjörunni pg hve-
nær því verki verði lokið. Áætlun-
in átti að liggja fyrir 15. maí en
þar sem samningurinn hefur ekki
verið undirritaður hefur engin
áætlun verið lögð fram. Verkinu
á að vera lokið, samkvæmt samn-
ingnum, fyrir lok september.
Bandaríska björgunarfyrirtækið
Titan vinnur nú að niðurrifi skips-
ins í umboði tryggingafélagsins og
hafa forsvarsmenn þess tjáð ís-
lenskum stjórnvöldum að þeir haldi
því óhikað áfram þótt samningur
þar um hafi ekki verið gerður.
í grein sem birtist í Morgunblað-
inu í dag eftir Guðjón Ármann
Eyjólfsson, skólameistara Stýri-
mannaskólans í Reykjavík, kemur
fram að ótrúlega margt sé líkt með
strandi Víkartinds og aðdraganda
strands risaolíuflutningaskipsins
Amoco Cadiz við strönd Bretaníu-
skaga 1978. Guðjón segir að séu
höfð í huga viðbrögð franskra yfir-
valda og reglur sem franska þing-
ið og ríkisstjórnin settu strax í kjöl-
far strands Amoco Cadiz geti það
ekki verið flóknara fyrir íslensk
stjórnvöld að setja svipaðar reglur
hér á landi.
Rangt mat á aðstæðum og
skortur á löggjöf
Segir Guðjón að rangt mat á
aðstæðum hér við íslandsstrendur
ásamt skorti á löggjöf og sam-
ræmdum aðgerðum undir einni
stjórn, þegar stór skip með hættu-
legan farm verða vélarvana og
stjórnlaus á siglingaleiðinni hér
við land, hafi reynst íslendingum
dýrkeypt. Ef ekkert verði aðhafst
geti svipuð slys orðið enn alvar-
legri.
■ Strand Amaco Cadiz/30-31
Verkfallið á Vestfjörðum hefur staðið í tæpan mánuð
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson
VERKFALLSVERÐIR á ísafirði skipuleggja vaktir sínar í verkfalli.
Enginn árangfur og
sáttatillaga óraunhæf
ÞRÁTT fyrir stöðuga fundi full-
trúa Alþýðusambands Vestfjarða
og Vinnuveitendafélags Vestfjarða
undir stjórn vararíkissáttasemjara
hefur enginn árangur orðið í kjara-
viðræðunum. Um helgina hefur
verkfallið staðið í fjórar vikur og
hefur hvorugur aðilinn veitt þá til-
slökun að til árangurs hafi leitt.
Geir Gunnarsson vararíkissátta-
semjari sagði í gær að himin og
haf bæri milli samningsaðila. Með-
an bilið væri svo breitt þýddi ekki
að bera fram sáttatillögu. Fundirn-
ir fara fram á Hótel ísafirði þar
sem báðir aðilar hafa aðstöðu milli
þess sem þeir hittast með sátta-
semjara. Pétur Sigurðsson forseti
ASV telur að þau félög, sem þegar
hafa samið, hafi sett markið of
lágt í kröfugerð sinni og segir að
innan ASV sé áfram fullur einhug-
ur um 100 þúsund króna kröfuna.
Útilokað að samþykkja
Einar Jónatansson formaður
Vinnuveitendafélags Vestfjarða
segir ekki koma til greina að sam-
þykkja þessa kröfu ASV, fisk-
vinnslufyrirtækin á Vestfjörðum
geti ekki staðið undir hærri launa-
kostnaði en önnur fyrirtæki í land-
inu í þeirri grein. Magnús Reynir
Guðmundsson varaformaður fé-
lagsins segir að undanfarið hafi
verið unnið að þvi að endurskipu-
leggja mörg fiskvinnslufyrirtækin
á norðanverðum Vestfjörðum en
með kröfuhörku verkalýðsfélag-
anna sé fótunum nánast kippt
undan slíkum tilraunum.
Félagar innan ASV hafa fengið
milli fjórar og fimm milljónir króna
í greiðslur úr verkfallssjóði. Yfir
100 félagar í Baldri hafa staðið
verkfallsvakt á ísafirði.
■ Kröfur ASV/6