Morgunblaðið - 16.05.1997, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
LANDIÐ
Morgunblaðið/Sig. Fannar
LÖGREGLAN skoðaði ástand hjóla og börnin fengu afhenta nýja
hjálma á hjólreiðadeginum sem fram fór á Selfossi á dögunum.
Hjólreiðadagur á Selfossi
Hjálmar skipta
höfuðmáli
Selfossi - Síðastliðinn laugardag
fór fram á Selfossi hjóla- og
hjálmadagur. Aðstandendur
hjóla- og hjálmadagsins voru
Björgunarsveitin Tryggvi, Lög-
reglan í Árnessýslu, Kiwanisklúb-
burinn Búrfell, Selfossi, og for-
eldrafélög Sandvíkur- og Sól-
valjaskóla.
Á hjóla- og hjálmadeginum
komu börnin í heimsókn í hús
Björgunarsveitarinnar Tryggva
þar sem lögreglan skoðaði ástand
hjóla þeirra og Kiwanisklúbbur-
inn Búrfell gaf börnum fæddum
1990 hjálma og sérútbúnar veifur
til þess að hengja á hjólin sín. ÖII
þau börn sem tóku þátt í hjóla-
og hjálmadeginum fengu sérstök
viðurkenningarskjöl ásamt skoð-
unarvottun frá lögreglunni.
Þátttakan var mjög góð hjá
yngstu börnunum og voru að-
standendur ánægðir með hvernig
til tókst. Reynslunni ríkari fóru
börnin í beinni röð út að Sandvík-
urskóla þar sem allir fengu ís og
viðurkenningar.
Fyrsta skóflustungan
tekin að nýju hjúkrunar-
heimili í Hveragerði
Hveragerði - Fyrsta skóflustung-
an að nýju hjúkrunarheimili fyrir
Dvalarheimilið Ás í Hveragerði var
tekin á uppstigningardag. Athöfnin
hófst með ávarpi Guðrúnar Birnu
Gísladóttur, forstjóra Grundar, þar
sem hún kynnti aðdraganda að
stofnun hjúkrunarheimilisins. Það
var síðan frú Helga Björnsdóttir,
stjórnarformaður Grundar, sem
formlega hóf framkvæmdir við
bygginguna með því að taka fyrstu
skóflustunguna að húsinu, sem
standa mun við Hverahlíð.
Hjúkrunarheimilið, sem verður á
tveimur hæðum, mun hýsa
hjúkrunardeild með allri aðstöðu
fyrir 26 manns. Húsið, sem verður
um 1.500 fm, mun einnig hýsa
ýmsa þjónustu sem nýtist öllu
heimilisfólki í Ási, svo sem aðstöðu
fyrir hjúkrunarfræðing og lækni,
sjúkraþjálfun og fleira. Einnig mun
allt skrifstofuhald dvalarheimilisins
færast í hina riýju byggingu. Það
er fyrirtækið Ásvélar ehf. sem sér
um framkvæmdir við uppgröft, en
fyrirhugað er að taka hjúkrunar-
rýmið í notkun síðari hluta árs
1998.
Morgunblaðið/Aldís Hafsteinsdóttir
JÚLÍUS Rafnsson, framkvæmdastjóri Grundar, Guðrún Birna
Gísladóttir, forstjóri Grundar, frú Helga Björnsdóttir, stjórnar-
formaður Grundar og Gísli Páll Pálsson, framkvæmdastjóri
Áss, að lokinni fyrstu skóflustungunni.
Tæpar 13
milljónir í
gijótvörn
Vogum - Ellert Skúlason hf. hefur
hafið framkvæmdir við að grjót-
veija norðurgarð Vogahafnar.
Pétur Jóhannesson, hafnarstjóri
Hafnarsamlags Suðurnesja segir
að Ellert Skúlason hf. hafi átt
lægsta tilboðið í verkið í útboði eða
12,9 milljónir króna. Kostnaðar-
áætlun Hafnarmálaskrifstofu var
19,5 milljónir.
Verkinu á að vera lokið fyrir
1. ágúst nk.
Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guðmundsson
FRAMKVÆMDIR eru nú hafnar við að grjótverja
norðurgarð Vogahafnar.
Skóflu-
stunga að
grunnskóla
Vogum - Snæbjörn Reynisson,
skólastjóri Stóru-Vogaskóla, tók
fyrstu skóflustunguna að nýrri við-
byggingu skólans nýlega.
Samtímis hófust framkvæmdir
við jarðvinnu. Viðbyggingin verður
rúmiega 700 fm og með henni
stækkar húsnæði skólans um rúm-
lega helming. Um næstu áramót
er ráðgert að taka hið nýja hús-
næði í notkun.
Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guðmundsson
SNÆBJÖRN Reynisson tók
fyrstu skóflustunguna.
Morgunblaðið/Sig.
KNATTSPYRNUMENN á Selfossi í hvíldarstöðu
eftir erfiða ruslatínslu í Háfsfjöru.
Fannar
imJ
í Háfsfjöru
Selfossi - Knattspyrnumenn frá
Selfossi fjölmenntu á dögunum
niður í Háfsfjöru og var tilgangur-
inn að tína rusl. Ymsir hópar og
félagasamtök hafa gert sér ferð á
Háfsfjöru til þess að leggja verk-
taka lið við að tína rusl sem safn-
ast hefur á land í kjölfar strands
Víkartinds.
Verkið hefur sóst vel og hafa
hóparnir verið hörkuduglegir við
tínsluna. Strákarnir frá Selfossi
voru ánægðir með hvernig til hafði
takist þennan dag, enda voru
veðurguðirnir mildir og sól skein í
heiði. Þeir sögðu þetta reyndar
talsvert erfitt en þegar stór hópur
safnast saman þá er verkið léttara.
Morgunblaðið/Hallfríður Bjarnadóttir
HENNING Olsen, frá danska sendiráðinu, Olav Mykle Burst,
frá norska sendiráðinu, Jane Wills, fulltrúi breska, banda-
riska og þýska sendiráðsins, Þórður Jónsson, Ríkharður
Magnússon, Hreinn Sigmarsson og Isak Ólafsson.
Vinir Stríðsára-
safnsins stofna
félag á Reyðarfirði
Reyðarfirði - Vinir Stríðsára-
safnsins á Reyðarfirði hélau
stofnfund 8. maí sl. í Félags-
lundi og er fyrirmyndin sótt til
„Friends of the Imperial War
museum" í London. Áð stofnun-
inni stóðu nokkrir áhugamenn
um varðveislu muna, mvnda og
minninga frá stríðsárunum og
þeir nutu liðveislu Reyðar-
fjarðarhrepps.
Um 20 manns mættu á stofn-
fundinn og þar af gerðust 12
stofnfélagar. Nokkrir félagar
gátu ekki komist til fundarins
nú en fyrir þá er ekki öll nótt
úti því hægt er að gerast
stofnfélagi til 8. maí á næsta
ári. Sérstakir heiðursgestir eru:
Michael Hane, fyrrverandi
sendiherra Breta á Islandi og
sendiherrar Breta, Bandaríkj-
anna, Dana, Norðmanna og
Þjóðverja auk ræðismanns
Kanada á Islandi.
Á fundinum afhentu fulltrúar
sendiráðanna safninu að gjöf
þjóðfána og þjóðsöng hvers
lands. Fleiri góðar gjafir bárust
safninu við þetta tækifæri.
Blómsveigur
lagður
í stjórn félagsins voru kosn-
ir: Þórður Jónsson, fulltrúi í
útlendingaeftirlitinu, Friðrik G.
Gunnarsson, aðstoðaryfirlög-
regluþjónn í lögreglunni í
Reykjavík og Hreinn Sigmars-
son, alþjóðaráðgjafi hjá At-
vinnuþróunarfélagi Áustur-
lands.
Eftir hádegisverð var farið í
kirkjugarðinn og lagður blóm-
sveigur að leiðum hermanna.
Síðan var farið í skoðunarferð
og skoðaðar minjar frá stríðs-
árunum. Hinir erlendu gestir
luku lofsorði á heimamenn fyrir
það Grettistak sem þeim þótti
okkar litla sveitarfélag hafa
lyft.