Morgunblaðið - 16.05.1997, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 16. MAl 1997 39 -
Elías Sigfússon lét fleira til sín
taka en daglaunavinnu og fisk-
vinnslustörf, þótt þau væru löng-
um hans aðalstörf fyrri hluta
ævinnar. Hann var að eðlisfari
mikill félagsmálamaður og
ótrauður baráttumaður fyrir betri
lífskjörum stéttarfélögum sínum
og raunar almenningi til handa.
Hann valdist því snemma til for-
ustu í verkalýðs- og félagsmálum
í Eyjum og átti lengi sæti í stjórn
Verkalýðsfélags Vestmannaeyja
og var formaður þess um árabil.
Þá var hann og einn helsti drif-
krafturinn í Alþýðuflokksfélagi
Vestmannaeyja um langt skeið og
innti af hendi mikið og óeigin-
gjarnt starf fyrir bæði þessi fé-
lagasamtök. Hann átti lengi sæti
í bæjarstjórn Vestmannaeyja og
ýmsum nefndum bæjarins, sótti
fjölmörg þing Alþýðusambands
Islands og Alþýðuflokksins og lét
oft talsvert til sín taka á þingum
þessum, þegar veigamikil og
vandasöm mál voru reifuð þar og
rædd og stefnur markaðar í lands-
málum. Hann var allsendis ófeim-
inn að kveðja sér hljóðs á slíkum
mannfundum og lýsa skoðunum
sínum, átti jafnvel til á stundum
að gera athugasemdir við mál-
flutning forustumannanna, ef
honum fannst eitthvað í ræðum
þeirra gagnrýnisvert.
Elías Sigfússon var með hærri
mönnum, þreklega vaxinn, rauð-
hærður, bjartur yfirlitum og vörpu-
legur á velli. Hann var fijálslegur
í fasi og hispurslaus í framkomu,
jafnan léttur í lund, glaðvær og
oft gamansamur í tali, rómurinn
skýr og festulegur. Þótt eigi væri
hann langskólagenginn, var hann
vel að sér á margan hátt, prýðilega
máli farinn, rökvís og ritfær í betra
lagi. Hann var fylginn sér að hveiju
sem hann gekk, baráttuglaður og
alls ódeigur, ef eigi varð hjá átök-
um komist, enda naut hann jafnan
trausts félaga sinna og samflokks-
manna. Einlægur jafnaðarmaður
var hann og lét aldrei glepjast af
erlendum henti- eða öfgastefnum,
en hélt ávallt fast við jafnréttis-
og framfarahugsjón þá, er hann
hafði ungur aðhyllst. Ekki sóttist
hann eftir upphefð eða vegtyllum
sér til handa, vildi ógjarna vera
ofar en í 3. eða 4. sæti á framboðs-
listum til bæjar- eða alþingiskosn-
inga, en hann var flestum tillögu-
betri og traustari flokksmaður og
reyndi í orði og verki að efla við-
gang jafnaðarstefnunnar sem best
hann gat. Ég held að lífshugsjón
hans hafi verið að stuðla af fremsta
megni að betra og réttlátara þjóð-
félagi, þar sem öllum gæti liðið vel
og búið við sæmilega lífsafkomu
og efnahag.
Og nú er þrekmennið drenglund-
aða fallið í valinn. Hann bognaði
aldrei í átökum og óveðrum sinnar
löngu ævi, en brotnaði að síðustu
í lokabylnum mikla, sem allra bíður
og enginn fær umflúið. Mér finnst
við hæfi að kveðja hann með orðum
skáldsins frá Fagraskógi, sem svo
lýsir gengnum forustumönnum,
sem af drengskap og trúmennsku
unnu landi sínu og þjóð allt hvað
þeir máttu:
Þeim fækkar óðum, sem fremstir stóðu,
sem fögnuðu vori i grænni hlíð,
stríðustu straumvötnin óðu
og storkuðu repi og hríð,
lyftu þegjandi þyngstu tökum,
þorðu að beijast við lífskjör hörð. -
Þeir hnigu bognir í bökum
að bijósti þér, ættaijörð.
(Davíð Stef.)
Elías Sigfússon var einn þeirra
manna, sem þessi lýsing á vel við.
Hann vissi af eigin raun hvað erf-
ið lífskjör voru og þorði að leggja
sig allan fram og beijast fyrir
bættum kjörum stéttar sinnar og
samferðamanna. Því er skylt að
færa honum þakkir, fyrir langt og
heillaríkt ævistarf, er hann hnígur
nú að bijósti ættjarðarinnar.
Konu hans og börnum og öðrum
ættingjum sendi ég og fjölskylda
mín innilegar samúðarkveðjur.
Þorvaldur Sæmundsson
MIMNINGAR
HREFNA
GUÐNADÓTTIR
+ Hrefna Guðna-
dóttir fæddist á
Eyrarbakka 20.
júni 1916. Hún and-
aðist á hjúkrun-
arheimilinu Sól-
vangi 8. maí síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar voru Guðni
Jónsson, f. 1861, d.
1939, og Margrét
Brynjólfsdóttir, f.
1876, d. 1969. Guðni
og Margrét slitu
samvistum þegar
Hrefna var niu ára.
Hrefna ólst upp á
Eyrarbakka og á Óseyrarnesi,
þar sem mamma hennar var
bóndi og feijumaður á Ölfusá.
Hrefna bjó líka í nokkur ár í
Selvogi.
Árið 1935 giftist Hrefna Páli
Vídalín Jónssyni, f. 23. maí
1912. Þau bjuggu í Hafnarfirði
og Garðahreppi til ársins 1956
Elskuleg tengdamóðir mín er
látin eftir löng og erfið veikindi
og hefur lagt aftur fallegu augun
sín. Margs er að minnast og margt
ber að þakka. Ég var ævinlega
þakklát fyrir að hafa fengið að
eiga hana fyrir vinkonu í 27 ár.
Þótt hún væri 36 árum eldri en ég,
fann ég aldrei fyrir þeim aldurs-
mun. Við vorum vinkonur eins og
vinkonur eiga að vera. Við gátum
rætt um alla hluti. Margar ferðirn-
ar fórum við saman til Reykjavík-
ur. Ég bjó þá í Keflavík, en hún á
Ströndinni, og alltaf þegar farið
er þau kaupa jörð-
ina Þórustaði á
Vatnsleysuströnd.
Þar búa þau í 30 ár.
Árið 1986 flylja þau
aftur í Hafnarfjörð.
Börn Hrefnu og
Páls eru: 1) Grétar
Vídalín, f. 1936,
maki Fanney Har-
aldsdóttir, f. 1940,
d. 1992. Þau eiga
þijú börn og sjö
barnabörn. 2) Kol-
brún Angela, f.
1938, d. 1940. 3) Sig-
uijón Aron, f. 1948,
maki Anita Örtengren. Þau búa
í Sviþjóð. 4) Guðni Rúnar, f.
1950, maki Herdís Hallgríms-
dóttir, f. 1953. Þau eiga tvö
börn og búa í Danmörku.
Útför Hrefnu fer fram frá
Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði í
dag og hefst athöfnin klukkan
13.30.
var í bæinn var rennt við hjá þeim
og hún tekin með. Stundum fórum
við í bæinn bara til að skoða okkur
um.
Fyrir sjö árum fórum við til Vest-
mannaeyja og vorum þar í þijá
daga. Þetta varð alveg yndisleg
ferð þrátt fyrir hundleiðinlegt veð-
ur. Hrefna hafði verið í Vestmanna-
eyjum sem unglingur og hafði ekki
komið til eyja í 60 ár. Hún hafði
virkilega gaman af að sjá allar
breytingarnar sem höfðu orðið á
Eyjunum og talaði hún oft um þessa
ferð okkar.
+ Ursula Busk
fæddist í Bres-
lau í Þýskalandi (nú
í Póllandi) 1. ágúst
1940. Hún lést í
sjúkrahúsi í Brem-
en 8. maí síðastlið-
inn eftir löng og
ströng veikindi.
Foreldrar hennar
voru hjónin Ernst
Albrecht, d.
og Hedwig
Albrecht, d. 1995.
Ursula átti eldri
systur, Sigrid Wolt-
er, sem býr í Þýska-
landi.
Ursula giftist dr. Ejjólfi Þór
Busk tannlækni 2. ágúst 1961.
Eyjólfur var sonur þeirra hjóna
Hennings Busk, f. í Danmörku,
verksljóra í Vestmannaeyjum
og síðar í Reykjavík, og Onnu
Eyjólfsdóttur Busk, dóttur
hjónanna Eyjólfs Halldórssonar
bónda og Torfhildar Guðna-
dóttur í Hvoltungu (Steinum) í
Austur-Eyjafjöllum, en þau eru
öll látin.
Ursula og Eyjólfur Þór
bjuggu í Reykjavík i 13 ár, frá
1964 til 1977, þar sem Eyjólfur
stundaði tannlækningar, en
fluttust síðan til
Twistringen rétt
hjá Bremen, þar
sem þau hafa búið
síðan og Eyjólfur
stundað þar tann-
lækningar.
Börn þeirra eru:
1) Dr. Henning
Busk, f. í Wiesbad-
en í Þýskalandi 4.
júní 1962, nú
hjartaskurðlæknir í
Háskólanum í
Magdeburg. Hans
kona er Sandra
Busk og eiga þau
tvo syni, Benjamín og Daníel.
2) Jens Busk, f. i Reyigavík 24.
nóvember 1965, nú tannlæknir
í Santa Fe í Bandaríkjunum.
Hans kona er Jutta Scheidi
læknir, f. i Austurríki, og eiga
þau einn son, Julian. 3) Alex-
ander Busk, f. í Reykjavik 15.
maí 1971, bankastarfsmaður,
en stundar um leið nám við
Háskólann í Oldenburg.
Ursula verður jarðsett í
Gufuneskirkjugarði í Reykja-
vík og verður útförin gerð frá
Dómkirkju Krists Konungs í
Landakoti í dag og hefst at-
höfnin klukkan 11.
URSULA
BUSK
Það er alltaf harmsaga þegar
fólk á besta aldri er hrifið á brott
með skjótum hætti. Allir eru þessu
óviðbúnir og ekki síst nánustu
ættmenni og vinir. Þannig var með
Ursulu, allir vonuðu og treystu að
læknavísindin myndu sigra í bar-
áttu hennar við illvígan sjúkdóm.
í þetta sinn tókst það ekki, þrátt
fyrir hennar mikla vilja, trúar-
styrk og kraft. Þannig er lífið. Við
fáum litlu ráðið og verðum að
sætta okkur við örlögin, þó það sé
sárt.
Við erum alltaf jafn óviðbúin
dauðanum, þó einhver aðdragandi
sé. Það var mikil eftirvænting hjá
foreldrum og fjölskyldu Eyjólfs
Þórs, er hann kom með væntanlega
brúði sína í fyrsta sinn til Islands,
en henni hafði hann kynnst á
námsárum sínum í Þýskalandi.
Þetta var svolítið erfitt í fyrstu.
Ursula talaði tungumál sem fáir í
fjölskyldunni töluðu eða skildu og
þess vegna urðu tjáskiptin töluvert
erfið fyrst í stað, en Ursula sá við
því.
Hún var harðdugleg og fljót að
læra íslenskuna og svo fór að lokum
að hún talaði og skrifaði íslensku
alveg lýtalaust. Hún lét þar ekki
staðar numið heldur kenndi hún
sonum sínum svo góða íslensku að
eftir var tekið. Þetta gerðist allt
þó að fjölskyldan talaði ávallt sam-
an þýsku á heimilinu. Þannig tengdi
hún saman tvo menningarheima,
þann íslenska og þýska, svo hvorug-
ur var vanræktur. Þannig hefir fjöl-
Hrefna var frá Eyrarbakka en
hún átti líka heima á Óseyrarnesi,
þar sem móðir hennar var bóndi
og fetjumaður á Ölfusá. Talaði
Hrefna oft um það, þegar mamma
hennar var að feija fína fólkið yfir
ósinn og þurfti þá oft að bera fólk-
ið yfir í bátinn, því ekki mátti fólk-
ið blotna í fæturna. Við hlógum oft
að þessari sögu. Móðir Hrefnu flyt-
ur í Selvog og eftir Eyjasumarið
sitt flytur Hrefna þangað og er þar
til 19 ára aldurs, er hún fer í vist
til Hafnarfjarðar.
í Selvoginum kynntist Hrefna
eiginmanni sínum, Páli V. Jónssyni
frá Hellissandi. Það var árið 1935
og fengu þau því 63 ár saman. Þau
eignuðust fjögur börn, þijá drengi
og eina stúlku. Þau urðu fyrir þeirri
sáru sorg að missa dóttur sína er
hún var tveggja ára, en drengirnir
komust allir upp. Hrefna og Palli
eiga í dag fimm barnabörn og sjö
barnabarnabörn. Þau bjuggu fyrstu
árin sín í Hafnarfirði og Garða-
hreppi, en 1956 kaupa þau jörðina
Þórustaði á Vatnsleysuströnd. Þar
voru þau bæði með landbúnað og
útgerð. Á Ströndinni bjuggu þau í
30 ár, en þá flytja þau aftur til
Hafnarfjarðar.
Það var alveg yndislegt á Strönd-
inni, í litla eldhúsinu með olíuelda-
vélinni, þar sem voru bakaðar
heimsins bestu pönnukökur. Það
var alltaf mikill gestagangur hjá
þeim hjónum, enda góð heim að
sækja. Ég á aldrei eftir að gleyma
þeim móttökum sem við fengum
við komu tveggja dætra okkar sem
við ættleiddum frá Indlandi. Gleði
þeirra var ógleymanleg, og var ekk-
ert nógu gott fyrir þær. Gleði
Hrefnu var mikil er eldri stelpan
okkar fékk nafn hennar og Kol-
brúnar dóttur hennar, enda sá hún
ekki sólina fyrir henni og var hún
alla tíð í miklu uppáhladi hjá ömmu
sinni.
Það var ansi erfitt að fylgjast
með Hrefnu verða veikari og veik-
ari og erfitt fyrir lítil börn að skilja, v
af hveiju amma þekkti þær ekki
lengur, en svona er víst lífið, engin
getur ráðið örlögum sínum, því
miður.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem.)
Elsku besti Palli minn, Guð gefi
þér og okkur hinum styrk til að
standast þessa raun.
Herdís.
Amma kær, ert horfin okkur hér,
en hlýjar bjartar minningar streyma
um hjörtu þau, er heitast unnu þér,
og hafa mest að þakka, muna og geyma.
Þú varst amma yndisleg og góð,
og allt hið besta gafst þú hveiju sinni,
þinn trausti faðmur okkur opinn stóð,
og ungar sálir vafðir elsku þinni.
Þú gættir okkar, glöð við undum hjá,
þær góðu stundir blessun, amma kæra,
nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá,
í hljóðri sorg, og ástarþakkir færa.
(Ingibj. Sig.)
Elsku besta amma, þakka þér s
fyrir að vera amma okkar. Þakka
þér fyrir allar gjafirnar og fyrir að
hafa verið til. Við eigum eftir að
sakna þín mikið en við eigum fullt
af fallegum minningum um þig og
við vitum líka að mamma og pabbi
eiga eftir að segja okkur frá þér
þegar við verðum stærri. Guð veri
með þér, elsku amma.
Hrefna Kolbrún og
Þóra Tinna.
skyldan haldið þessari hefð við allt
til þess dags er Ursula andaðist 8.
maí sl., og mun sjálfsagt halda því
áfram, í hennar minningu.
Ursulu þótti ákaflega vænt um
íslenska menningu og hefðir og
sérstaklega hreif hana íslensk nátt-
úra og landslag. Hún ferðaðist mik-
ið um ísland með manni sínum og
vinum og setti sig aldrei úr færi
að lýsa landinu okkar af hrifningu
og djúpri virðingu.
Fyrstu hjúskaparárin á íslandi
var hún upptekin við heimilisstörf
og við uppeldi sonanna. Hún hélt
þó áfram að læra meira og dýpra
um íslenskt mál og menningu.
Eins og áður sagði ferðaðist hún
mikið og oft um ísland, og sérstak-
lega voru Eyjafjöllin kær, en ein-
mitt þaðan voru rætur manns henn-
ar Eyjólfs Þórs komnar. Móðir hans
var fædd í Steinum (Hvoltungu) og
ólst hún þar upp. Það var henni því
mikið gleðiefni, er frændsystkinin
tóku sig saman um að gera æsku-
heimili móður Eyjólfs að sumardval-
arstað. Þar undi Ursula sér vel og
hlakkaði til að geta notið þar friðar
og hvíldar, eftir starfslok manns
síns. En til íslands var ákveðið að
flytjast við verkalok í Þýskalandi.
Þetta tókst ekki og helsjúk barðist
hún við sjúkdóm sinn í meira en
ár. Þegar hún sá fyrir örlög sín,
óskaði hún eftir að þegar hún yrði
öll yrði hún flutt til íslands og fengi
þar að hvíla í íslenskri mold í því
landi þar sem henni leið best á ævi
sinni, að hennar eigin sögn.
Þessa hinstu ósk fær hún nú
uppfyllta.
Þegar fjölskyldan flutti til Þýska-
lands 1977 hélt Eyjólfur áfram
tannlækningum og gerir enn. Syn-
irnir voru þá að vaxa úr grasi og
þá gaf hún sér tíma til að hjálpa
manni sínum á tannlækningastof-
unni. Hún sá alveg um allt bókhald
og alla aðdrætti alveg þar til hún
veiktist fyrir um það bil ári.
Þau hjón ferðuðust mikið um
heiminn hin síðari ár, en komu þó
oft til íslands og héldu stöðugu sam-
bandi við landið sitt góða, Island.
Ég þakka Ursulu sérstaklega
hvað hún var hjálpsöm og góð við
fóstursystur mínar frá Hvoltungu,
þær Þóru, Ragnheiði og Mörtu og
tengdamóður sína Ónnu. Milli
þeirra var djúpur kærleikur og vin- ’
átta. Ég held að allir sem kynntust
henni sakni hennar og virði, vegna
látlausrar framkomu hennar og vin-
áttu.
Við öll sem þekktum hana og
fengum að kynnast henni söknum
hennar af innileik.
Ég sendi eiginmanni hennar,
Eyjólfi Þór, sonum þeirra og allri
fjölskyldunni mínar innilegustu
samúðarkveðjur. Orð mega sín lítils
á slíkri sorgarstundu. Þó veit ég
að minningin um mikilhæfa konu,
sem öllum vildi vel, gerir gönguna
áfram léttari.
Ursula unni íslandi og verður nú
lögð til hinstu hvíldar í íslenskri
mold. Ég bið og veit að íslensk fold *
muni vel geyma sína góðu vinkonu
Ursulu Busk.
Ég bið þann Alvald, sem hún
trúði á og treysti að leiða sál henn-
ar áfram á nýjum vegum og blessa
alla þá, sem henni þótti vænst um.
Seltsam, im Nebel zu wandern.
Leben ist Einsamsein.
Kein Mensch kennt den andern.
Jeder ist allein.
(Undarlegt, að ráfa í þokunni.
Lífið er eintóm einsemd.
Enginn þekkir annan.
Hver er fyrir sig.)
(Hermann Hesse.) r
Friðrik Jörgensen.
Elsku Ursula.
Þú varst svo yndisleg amma og
vinkona.
Þú hafðir svo gaman af strákun-
um, og gafst þér alltaf tíma.
Við söknum þín.
Við vitum að þú hefir það gott
núna og við munum geyma minn-
inguna um þig í sálu okkar.
Hvernig veit maður að það er til ljós,
ef ekki er til myrkur? *
Hvernig finnur maður gleði,
ef sorgin er ekki til?
Ef engin lok eru til, hvar er byijunin?
Nýtt líf kemur í heiminn,
og annað kveður.
Vertu bless, kæra amma og vin-
kona. Guð blessi þig og taki þig til
sín.
Sandra, Benjamín og Daníel.