Morgunblaðið - 16.05.1997, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 16.05.1997, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 1997 23 „Percepti- on“ - síð- asta sýning- arhelgi SAMSÝNINGU Arie Berkulin, Theo Kuypers, Kees Veschuren, Willen Jakobs, Ellen Jezz, Beate Rathmayr, Franz Suess og G.R. Lúðvíkssonar í Nýlistasafninu, Vatnsstíg 3b, lýkur sunnudaginn 18. maí. Á sýningunni eru m.a. innsetning- ar, ljósmyndaverk, tölvuverk, teikn- ingar og skúlptúrar. Flestir lista- mannanna hafa unnið verk sín sér- staklega fyrir þessa sýningu og eru sum verkin unnin á íslenskum vett- vangi. Umsjónarmaður sýningarinnar er Guðmundur J. Lúðvíksson. Sýningin er opin daglega frá kl. 14-18. ------» ♦-<----- Agatha Krist- jánsdóttir sýnir í Lóuhreiðri AGATHA Kristjánsdóttir sýnir 13 olíumálverk í kaffistofunni Lóu- hreiðri, Kjör- garði, Lauga- vegi 59, og í Nesbúð, Nesja- völlum. Þetta er 16. einkasýning Agöthu. Allar myndirnar eru unnar með olíu á mesonit. Sýning- in verður næstu fjórar vikurnar. Kaffistofan Lóuhreiður er opin alla daga frá kl. 9-18. ------» ♦ ♦----- Nemendur MHI sýna örverk NÚ stendur yfir sýning á örverkum nemenda MHÍ í Galleríi Nema hvað, Þingholtsstræti 6, kjallara. Sýning- unni lýkur 31. maí. Gallerí Nema hvað er opið frá kl. 14-18 alla daga vikunnar. FLÍSASKERAR OG FLÍSASAGIR í: fril flB 4 lis ’i |UL' Stórhöfða 17, við Guliinbrú, sími 567 4844 LISTIR Morgunblaðið/Ásdís HANNA Björg Konráðsdóttir og Ingrid Karlsdóttir búa sig undir tónleikana í kvöld. Ungir fiðluleikarar í Seljakirkju FIÐLULEIKARARNIR Ingrid Karlsdóttir, 12 ára, og Hanna Björg Konráðsdóttir, 13 ára, nemendur í Tónlistarskóla íslenska Suzukisambandsins, koma fram á tónleikum í Seljakirkju í kvöld kl. 20.30. Tónleikarnir eru haldnir að frumkvæði stúlknanna sjálfra en tilefnið segja þær vera brottför sína frá skólanum á þessu vori. Hanna Björg hefur stundað þar nám frá fjög- urra ára aldri en Ingrid síðan hún var sjö ára. Kennari þeirra er Lilja Hjaltadóttir. Stöllurnar segja að tónleikarnir leggist mjög vel í sig. „Tilgangurinn er bara að leyfa fólki að hlusta á okkur spila en vonandi get- um við kynnt Suzuki-námið í leiðinni," segir Hanna Björg og bætir við að það sé um margt frábrugðið hefðbundnu tónlistarnámi Hanna Björg og Ingrid hefja báðar nám við Tónlistarskólann í Reykjavík í haust. Segir Hanna Björg að aðalkennari sinn verði að líkindum Lin Wei en Ingrid mun verða undir handleiðslu Guðnýjar Guðmundsdótt- ur. En hvað með framtíðina, ætla þær að leggja tónlistina fyrir sig? „Eg hef aldrei séð mig fyrir mér sem tón- listarmann," segir Hanna Björg. „Maður veit hins vegar aldrei, þetta verður bara að koma í ljós. Ég held að minnsta kosti áfram meðan ég hef gaman af þessu." Ingrid gerir á hinn bóginn ráð fyrir að helga sig tónlistinni í framtíðinni enda veit hún ekkert skemmtilegra en að spila á fíðlu - jafnvel þótt það „geti stundum verið svolít- ið erfitt". Meðleikarar á tónleikunum í kvöld eru _ Kristinn Örn Kristinsson og Jónas Þórir. Á efniskránni eru Systur í Garðshorni eftir Jón Nordal, Rúmenskir dansar eftir Bartok, Són- ata eftir Veracini, auk ýmissa annarra verka. DGOil aoi Hrafn Aki Hrafnsson margmiðlunarhönnuður Gericomplex inniheldur yfir 20 vítamín og steinefni og hið öfluga Ginseng þykkni Ginseng G115. Éh Gilsuhúsið Skólavörðustíg & Kringlunni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.