Morgunblaðið - 16.05.1997, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 1997 23
„Percepti-
on“ - síð-
asta sýning-
arhelgi
SAMSÝNINGU Arie Berkulin,
Theo Kuypers, Kees Veschuren,
Willen Jakobs, Ellen Jezz, Beate
Rathmayr, Franz Suess og G.R.
Lúðvíkssonar í Nýlistasafninu,
Vatnsstíg 3b, lýkur sunnudaginn
18. maí.
Á sýningunni eru m.a. innsetning-
ar, ljósmyndaverk, tölvuverk, teikn-
ingar og skúlptúrar. Flestir lista-
mannanna hafa unnið verk sín sér-
staklega fyrir þessa sýningu og eru
sum verkin unnin á íslenskum vett-
vangi.
Umsjónarmaður sýningarinnar
er Guðmundur J. Lúðvíksson.
Sýningin er opin daglega frá
kl. 14-18.
------» ♦-<-----
Agatha Krist-
jánsdóttir sýnir
í Lóuhreiðri
AGATHA Kristjánsdóttir sýnir 13
olíumálverk í kaffistofunni Lóu-
hreiðri, Kjör-
garði, Lauga-
vegi 59, og í
Nesbúð, Nesja-
völlum.
Þetta er 16.
einkasýning
Agöthu. Allar
myndirnar eru
unnar með olíu á
mesonit. Sýning-
in verður næstu
fjórar vikurnar.
Kaffistofan Lóuhreiður er opin
alla daga frá kl. 9-18.
------» ♦ ♦-----
Nemendur MHI
sýna örverk
NÚ stendur yfir sýning á örverkum
nemenda MHÍ í Galleríi Nema hvað,
Þingholtsstræti 6, kjallara. Sýning-
unni lýkur 31. maí.
Gallerí Nema hvað er opið frá
kl. 14-18 alla daga vikunnar.
FLÍSASKERAR
OG FLÍSASAGIR
í: fril flB
4 lis ’i |UL'
Stórhöfða 17, við Guliinbrú,
sími 567 4844
LISTIR
Morgunblaðið/Ásdís
HANNA Björg Konráðsdóttir og Ingrid Karlsdóttir búa sig undir tónleikana í kvöld.
Ungir
fiðluleikarar í
Seljakirkju
FIÐLULEIKARARNIR Ingrid Karlsdóttir,
12 ára, og Hanna Björg Konráðsdóttir, 13
ára, nemendur í Tónlistarskóla íslenska
Suzukisambandsins, koma fram á tónleikum
í Seljakirkju í kvöld kl. 20.30.
Tónleikarnir eru haldnir að frumkvæði
stúlknanna sjálfra en tilefnið segja þær vera
brottför sína frá skólanum á þessu vori.
Hanna Björg hefur stundað þar nám frá fjög-
urra ára aldri en Ingrid síðan hún var sjö
ára. Kennari þeirra er Lilja Hjaltadóttir.
Stöllurnar segja að tónleikarnir leggist
mjög vel í sig. „Tilgangurinn er bara að leyfa
fólki að hlusta á okkur spila en vonandi get-
um við kynnt Suzuki-námið í leiðinni," segir
Hanna Björg og bætir við að það sé um
margt frábrugðið hefðbundnu tónlistarnámi
Hanna Björg og Ingrid hefja báðar nám
við Tónlistarskólann í Reykjavík í haust.
Segir Hanna Björg að aðalkennari sinn verði
að líkindum Lin Wei en Ingrid mun verða
undir handleiðslu Guðnýjar Guðmundsdótt-
ur. En hvað með framtíðina, ætla þær að
leggja tónlistina fyrir sig?
„Eg hef aldrei séð mig fyrir mér sem tón-
listarmann," segir Hanna Björg. „Maður veit
hins vegar aldrei, þetta verður bara að koma
í ljós. Ég held að minnsta kosti áfram meðan
ég hef gaman af þessu."
Ingrid gerir á hinn bóginn ráð fyrir að
helga sig tónlistinni í framtíðinni enda veit
hún ekkert skemmtilegra en að spila á fíðlu
- jafnvel þótt það „geti stundum verið svolít-
ið erfitt".
Meðleikarar á tónleikunum í kvöld eru _
Kristinn Örn Kristinsson og Jónas Þórir. Á
efniskránni eru Systur í Garðshorni eftir Jón
Nordal, Rúmenskir dansar eftir Bartok, Són-
ata eftir Veracini, auk ýmissa annarra verka.
DGOil aoi
Hrafn Aki Hrafnsson
margmiðlunarhönnuður
Gericomplex inniheldur yfir 20 vítamín og steinefni
og hið öfluga Ginseng þykkni Ginseng G115.
Éh
Gilsuhúsið
Skólavörðustíg & Kringlunni