Morgunblaðið - 16.05.1997, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 16.05.1997, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MAÍ1997 47 J i 4 i 4 1 ( : ( ( < < ( < < BRÉF TIL BLAÐSIIMS Sumarbúðir í borg Frá Guðrúnu Karlsdóttur, Árna Svani Daníelssyni og Örnu Grétarsdóttur: I SUMAR verða starfræktar sumar- búðir fyrir börn á höfuðborgarsvæð- inu á vegum ÆSKR (Æskulýðs- sambands kirkjunnar í Reykjavík- urprófastsdæmum). Þetta er leikja- námskeið fyrir alla krakka á aldrin- um 8-12 ára og verður það starf- rækt í Arbæjarkirkju í samvinnu við Reiðskólann Þyril í Víðidal. Þannig gefst börnunum kostur á að sækja námskeið hálfan daginn á hvorum stað og verða þau þá flutt á milli staða. Einnig geta þau sem vilja verið allan daginn í sumarbúð- unum í Arbæjarkirkju. Námskeiðin standa í hálfan mánuð í senn og verða starfrækt í júní- og júlímán- uði en reiðskólinn verður starfrækt- ur í allt sumar. Leikjanámskeið af þessum toga hafa verið starfrækt í kirkjum um allt land í nokkur ár og felst sér- staða þeirra helst í áherslunni á það að læra að þekkja Jesú Krist og rækta sambandið við guðdóminn. Farið verður í náttúruskoðunarferð- ir, sundferðir, leiki, föndur, helgi- stundir og mikið verður lagt upp úr söng. A námskeiðinu verður lögð áhersla á að fjalla um sköpunina sem við erum öll hluti af og reynt að kynna hvernig við getum lagt okkar af mörkum til umhverfis- verndar. Farið verður í stuttar ferð- ir í tengslum við efnið enda býður náttúran í umhverfi Árbæjarkirkju upp á óendanlega möguleika. Áð öllum ljkindum munum við einnig skoða Árbæjarsafn og fara í sund- ferðir í Árbæjarsundlaug. Við undirrituð, umsjónarmenn námskeiðsins, erum öll guðfræði- nemar á ijórða og fimmta ári og höfum langa reynslu í barna- og unglingastarfi. Við kjósum að líta á námskeið af þessu tagi sem lið kirkjunnar í sþírnarfræðslu barna og unglinga. Á vetrum eru starf- ræktir við flestar kirkjur sunnudaga- skólar eða laugardagsskólar, starf fyrir tíu til tólf ára krakka, æsku- lýðsstarf og foreldramorgnar svo eitthvað sé nefnt en á sumrin fellur þetta hefðbundna starf yfirleitt nið- ur. Námskeið sem þessi eru því við- leitni kirkjunnar til þess að halda sambandi við bömin sem taka þátt í vetrarstarfinu og að kynnast nýjum bömum. Við viljum líka sýna börn- unum að Guð sé ekki í sumarfríi þótt „sunnudagaskólinn" sé í fríi. Innritanir í sumarbúðir í borg og reiðskólann Þyril fara fram hjá reið- skólanum Þyrli 16.-17. maí kl. 13:00-18:00. Þau sem einungis hafa hug á að taka þátt í sumarbúð- urn í borg geta einnig innritað sig í Árbæjarkirkju 20.-21. maí kl. 17:00-19:00 og á skrifstofu ÆSKR í síma 510-1033. Sjáumst hress! GUÐRÚN KARLSDÓTTIR, ÁRNI SVANUR DANÍELSSON, ARNA GRÉTARSDÓTTIR. ; Keppni um Evrovísur eða 1 keppni um pornoparadís? Frá Rakel Benjamínsdóttur: MIG langar til að benda landsmönn- um á gildi einstakrar landkynningar og auglýsinga sem Páll Oskar og vildarvinir hans hjá Ríkisútvarpi- , Sjónvarpi unnu fyrir íslenska menn- * ingu með þátttöku sinni í Sönglaga- 1 keppni Evrópuþjóða. Þar ýttu þeir | vel við stóru pornokóngunum, eink- um þeim sem nú eru að flýja frá Belgíu. Þeir sjá að þjóðin ber af í fijálslyndi sínu. Þjóð sem tókst að hneyksla alla Evrópu með vali full- trúa síns í hinsta dansi siðgæðis hlýtur að vera fijálslynd að endem- um. Á frumstæðri eyju í Norðurhöf- um geta þeir eflaust reist sínar stór- I kostlegu hallir og pornokeðjur óáreittir. Eiturlyf og ofbeldi eru oftast fylgifiskar slíkra klámmiðl- ara en þessir miðlarar eru oft með- al auðugustu manna heims því að þetta er ábatasöm starfsemi. Hér gætu þeir skapað svipaða porno- paradís og var á sínum tíma í Havana á Kúbu áður en Kastró komst þar til valda en hann skar upp herör gegn þeim og gerði þá burtræka frá eyjunni og sneri lands- i mönnum að landbúnaði og sykur- rækt. Hann frestaði meira að segja jólunum eins og frægt var og hneykslaði þá alla heimsbyggðina. Þökk sé Páli Oskari og co., bjarg- j vættum íslands þá munu pening- arnir streyma inn og rétta við ríkis- kassann. Allir fá nóg að gera á björtum sumarnóttum; karlar, kon- ur og börn, allt niður í 6 ára aldur líkt og í fátækustu löndum heims samanber Tæland en þangað venja nú komur sínar auðugir vestrænir öfuguggar. Næturlífið er orðið heimsfrægt í nýrri Gómorru norð- ursins. Að öllu gamni slepptu skora ég á alla karlmenn að standa vörð um karlímynd sína. RAKEL BENJAMlNSDÓTTIR, bóndi, Læk, Rangárvallasýslu. Optð afla daga vikunnar 9-22 £b LYFJA Lágmúla 5 Sími 533 2300 Ath.: Nýtt kortatímabil. Frábært úrval af fínni fatnaði fyrir útskriftina. Næstu vikur munum við kappkosta að hafa sem mest úrval og bjóSa sem best kjör ó þeim vörum sem tilheyra vor- og sumarstörfum SérstaSa okkar hvað varðar verð og gæði er viðskiptavinum okkar kunn, en við bjóðum nýja einnig velkomna í hópinn. ■Jl IS'rWS Landeigendur GIRDINGAREFNI í ÚRVALI Túngiröingarnet, netstaurar, giröingarstaurar og gaddavír Fyrir garða og sumarhús VORVÖRUR í ÚRVALI GARÐÁHÖLD Á EINSTÖKU VERÐI Bændur, hestafólk og útivistarfólk RAFGIRÐINGAR Allt efni sem tilheyrir rafgiröingum, ásamt ráðgjöf HJÓLBÖRUR EINSTAKT TILBOÐ 75, 85 og 100 lítra Fyrir alla húseigendur ÞAKEFNI AF BESTU GERÐ Gamla, góöa báran í þeim lengdum sem þú óskar 01 m Lóöa-og landeigendur ÁBURÐUR OG SÁÐVÖRUR Mikið úrval af viðurkenndum gras- og grænfóðurstofnum V/ð leggjum rækt við ykkar hag MR búðin • Laugavegi 164 Símar: 5511125 • 552 4355 • Fax: 581 4450
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.