Morgunblaðið - 16.05.1997, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 16.05.1997, Blaðsíða 38
38 FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ELÍAS SIGFÚSSON + Elías fæddist í Valstrýtu Fljótshlíð 17. mars 1900. Hann lést á Hrafnistu í Reykja- vík 7. maí síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Þórhildur Magnúsdóttir frá Dagverðarnesi á Rangárvöllum, f. 1870, d. 1945, hús- móðir í Hafnarfirði, og Sigfús Þórðar- son, f. í Finnshúsum í Fljótshlíð 1877, d. 1935, sjómaður i Hafnarfirði. Þau bjuggu í Mjó- sundi 2 í Hafnarfirði. Fósturfor- eldrar Elíasar voru hjónin Krist- ín Þorleifsdóttir og Einar Magn- ússon, bóndi á Arngeirsstöðum í Fljótshlíð. Systkin Elíasar eru öll látin en þau voru: Steingrím- ur Pétur, f. 1898, Sigurþór Júl- íus, f. 1901, Magnús Arni, f. 1903, Borgþór Sigurbjörn, f. 1905, Guðrún Lilja, f .1911. Þau bjuggu öll í Hafnaifirði. Arið 1925 kvæntist Elías Guðrúnu Jónsdóttur frá Kirkju- læk í Fljótshlíð, f. 1896, d. 1930. Börn þeirra eru: 1) Erna Krist- ín húsm., f. 1926, eiginmaður Garðar Stefánsson fyrrv. flug- umf.stj. á Egilsstöðum, f. 1923. Þau eiga eina dóttur og tvö barnabörn. 2) Sig- fús Ágúst sjómaður, f. 1927, d. 1948. Elías giftist 1932 seinni konu sinni Guðfinnu Einars- dóttur frá Bursta- felli í Vestmanna- eyjum, f. á Stuðlum við Norðfjörð 22.7. 1906. Synir þeirrra eru: 1) Sigfús Þór, prófessor í tann- lækninguin, f. 1944. Kona hans er Ólafía Ársælsdóttir, hús- móðir, f. 1956. Þau eiga saman tvo syni. Sigfús á eina dóttur frá fyrra hjóna- bandi. 2) Einar Pálmar, f. 1935, iðnrekandi.á Selfossi. Fyrri kona Sigríður Bergsteinsdóttir röntgentæknir, f. 1941. Börn þeirra eru fjögur og barna- börnin tíu. Seinni kona Einars er Anna Pálsdóttir meinatækn- ir, f. 1947. Fóstursonur Elíasar, sonur Guðfinnu, er Sigurbergur Há- varðsson, f. 1927, rafeinda- virki. Kona hans er Anna Ragn- arsdóttir, húsmóðir og verslun- armaður, f. 1930. Þau eiga fimm börn og sex barnabörn. Útför Elíasar fer fram frá Áskirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 15. Afi minn Þórður Elías Sigfússon er látinn á nítugasta og áttunda aldursári, saddur iífdaga eftir tæpr- ar aldar lífshlaup. Hann var fæddur aldamótárið 1900 á Valstrýtu í Fljótshlíð og komið í fóstur á Arn- geirsstöðum í sömu sveit þar sem hann ólst upp. Sveitastörf og fé- lagslíf í Fljótshlíðinni voru vett: vangur uppvaxtarára hans og allir voru þátttakendur í gangverki vinn- unnar þar sem árstíðir réðu verkum. Elías vann á búi fósturforeldra sinna og fór fimmtán ára unglingur til sjós, en hann reri tvær vertíðar á opnu áraskipi Farsæli frá Eyra- bakka sem gerður var út frá Herdís- arvík. Þar bjó hann í verbúð og vetrarhýran rann til heimilisins á Arngeirsstöðum. Þessi lífsreynsla var honum minnisstæð. Átján ára gamall keypti hann sér lausamennskubréf sem var undanþága frá vistarbandinu sem skyldaði vinnufólk til að hlíta for- ræði bænda. Eftir það stundaði hann land- búnaðarstörf heima og heiman. Á vetrarvertíðum vann hann í Vest- mannaeyjum og settist þar að upp úr 1920 og hóf búskap með fyrri konu sinn Guðrúnu Jónsdóttur frá Kirkjulæk í Fljótshlíð. Árið 1928 hófu þau byggingu hússins á Há- steinsvegi 15, sem hann stækkaði síðan á árunum eftir stríð. Vestmannaeyjar voru upp- gangsstaður á landsvísu sökum legu sinnar og hafnarskilyrða og urðu stórveldi þegar þjóðin tók að nýta sér möguleika sjávarins. Fjöldi fólks leitaði til Eyja í von um bjartari framtíð á fyrstu ára- tugum aldarinnar. Elías varð fyrir því áfalli að missa Guðrúnu konu sína frá tveimur ungum börnum, en hún lést árið 1930 aðeins þrjátíu og fjögurra ára að aldri. Erfiðleikar kreppuáranna með ótryggri at- vinnu var þung byrði að axla fyrir efnalítinn ekkil með tvö börn. Seinni konu sinni, Guðfinnu Einar- dóttur frá Stuðlum í Norðfirði, gift- ist hann 1932. Guðfinna átti son fyrir og saman eignuðust þau tvo syni. Elías missti Ágúst son sinn af fyrra hjónabandi 1948, en hann drukknaði í Vestmanneyjahöfn. Heimili Elíasar og Guðfinnu var dæmigert alþýðuheimili þar sem vinnusemi og ráðdeild skópu að- stæður til að ala önn fyrir sínum og koma þeim tii manns. I Eyjum vann hann lengst af í fiski, við beitningu og við veiðafæri í landi hjá ýmsum útgerðarmönnum. Hann var verkstjóri hjá Vest- mannaeyjabæ og vann hjá Raf- veitu Vestmannaeyja. Sumarið 1935 vann hann við síldarverk- smiðjuna á Flateyri og næstu sum- ur þar á eftir við Síidarverksmiðju ríkisins á Raufarhöfn. Síðustu ár sín í Eyjum var Elías í byggingai’vinnu hjá Vinnslustöð Vestmannaeyja. Eftir að til Reykjavíkur kom árið 1965 vann hann hjá Kassagerð Reykjavíkur á meðan starfsorka entist eða fram tii ársins 1981. Jafnaðarstefnan varð ótjúfan- legur hluti af lífshlaupi Elíasar. Hann var af þeirri kynslóð sem stundum er kölluð kreppukratar. Hlutverk þess fólks var að leggja sitt lóð á vogarskál réttinda og velferðarbaráttu venjulegs alþýðu- fólks, sem samfara batnandi lífs- kjörum þjóðarinnar krafðist hlut- deildar fyrir störf sín. Baráttan var ekki aðeins launabarátta heldur ekki síður réttindabarátta þar sem hægt og sígandi var ofið öryggis- net samtryggingar þegnanna. Þátttaka Elíasar í stjórnmála- störfum var tengd verkalýðsmálum og málefnum hins vaxandi bæjar. Hann var um árabil formaður verkalýðsfélags Vestmannaeyja, sat fundi bæjarstjórnar sem vara- maður Alþýðuflokksins, var fram- bjóðandi hans til þings 1953 og tók oft síðar sæti á lista flokksins. Pólitíkin átti hug Elíasar og fylgdist hann með henni af áhuga meðan lífsorka entist. Á fyrstu árum starfs síns fyrir Alþýðuflokk- inn var þátttaka á Alþýðusam- bandsþingum samofin starfi AI- þýðuflokksins. Elías var eindreginn lýð- ræðisjafnaðarmaður og mat ekki mikils skoðanir fyrrum félaga sinna sem yfirgáfu flokkinn vegna óbil- andi trúar á Sovétið og drauminn um byltingu. Eg er þakklátur fyrir að hafa átt afa minn að viðmæl- anda og tel mig hafa bætt við þekk- ingu á sögunni og skilning á þeim gildum sem hann grundvallaði lífs- afstöðu sína á. Hann hafði gaman af því að setja á blað kvæði og hendingar og notaði þann hæfileika til að senda skyldmennum hlýjar kveðjur og semja beinskeyttar vísur um menn og málefni. Frásagnar- hæfileika hafði hann góðan og sló oft á létta strengi við frásagnir af samtímamönnum og atburðum. Ekkert er eðlilegra gangverki lífsins en að kveðja aldinn heiðurs- mann sem skilað hefur með reisn sínu hlutverki. Viðtaka kynslóð- anna, samskipti þeirra og áfram- haldandi leit að réttum lausnum er eilífðai'verkefni þar sem árangur næst bestur með því að líta yfir farinn veg og leggja á vogarskál- arnar það sem áunnist hefur. Ég kveð Elías afa minn með þakklæti og virðingu í huga. Bergsteinn Einarsson. Elías afi minn er dáinn og farinn til guðs. Ég og afi minn vorum svo mikið eins, þó að hann væri mjög gamall og ég bara strákur. Við hétum alveg sama nafni og svo áttum við líka sama afmælisdag. Við héldum alltaf upp á afmælið okkar saman heima hjá mér, nema síðasta 17. mars, þá komst afi ekki af þvl að hann var orðinn svo lasinn. Þá fór ég til hans og söng afmælislagið fyrir okkar báða. Afi gaf mér alltaf vísu í afmæl- isgjöf og stundum líka þegar ég kom í heimsókn til ömmu 'og afa. Þegar ég var lítill var ég alltaf að kveikja og slökkva ljósið á nátt- borðinu hjá afa svo hann vaknaði og gæti séð mig. Þá bjó hann til þessa vísu handa mér: Kveiktir Ijós hjá lúrnum afa ljómaði bros um andlit þitt. Litla grein með gróðrar safa græddu seinna á leiðið mitt. Rétt áður en afi hætti að geta skrifað vísur bjó hann þessar til í afmælinu okkar: Ég bið að gæfan greiði götu þína, nafni minn. Og Kristur ljúfur leiði að lokum inn í himininn. Finnst þér ekki furðu gaman, frændi, þetta mannaval. Ætli við höldum oftar saman afmæli í þessum sal. Elsku afi, ég sakna þín mikið og ég hugsa mikið um þig. I sum- ar skal ég gróðursetja blóm á leið- ið þitt hérna í Grafarvoginum eins og við töluðum um. Elías Sigfússon, 9 ára. í dag er til moldar borinn Elías J. Sigfússon. Hann var einn af þeim fáu, sem eftir voru á lífi af þeim, sem borið hafa sæmdarnafn- ið „frumheijar íslenskrar jafnaðar- stefnu". Þegar Elías nú hverfur úr þeim fámenna hópi frumherja sem enn lifa, er að honum mikill sjónarsviptir. Hann var ekki aðeins einn af þeim allra einörðustu sem stóðu þar í fylkingarbijósti, sem hríðin var hörðust, heldur jafn- framt í hópi þeirra glæsilegustu - mikill að vallarsýn, þreklegur mað- ur og myndarlegur, glaðlegur og skemmtilegur. Elías var eftir- minnilegur maður öllum þeim, sem honum kynntust. Elías J. Sigfússon var Vest- mannaeyingur og skipaði sér þar snemma í hóp talsmanna jafnaðar- stefnunnar. Hann var greindur að eðlisfari og minnugur og hefði sjálfsagt átt auðvelt með, eðlis- kosta sinn vegna, að feta mennta- veginn, en aðstæður alþýðufólks voru þannig á íslandi á uppvaxt- arárum Elíasar að fáir áttu þess kost. Hans hlutskipti eins og svo margra hæfileikaríkra ungmenna af hans kynslóð varð því að takast strax á unglingsárunum á við vinn- una óg axla ungur þá lífsins byrði að sjá sér og sínum fyrir björginni - að afla til hnífs og skeiðar. Élías var þrekmenni og gekk að verki af snerpu. Hann var einn af þeim, sem námu jafnaðarstefnuna í erfið- um lífsins skóla og öfugt við marga aðra, sem þurftu minna fyrir því námi að hafa, gleymdi hann aldrei því, sem hann þar lærði. Elías gekk ungur að árum til liðs við verkalýðshreyfinguna og Alþýðuflokkinn. Hann valdist til formannsstarfa í verkalýðsfélag- inu í heimabyggð sinni og sat fjöl- mörg þing Alþýðusambands ís- lands. Hann var einn af þeim fáu mönnum, sem enn eru ofar moldu, sem setið hafa þa_u þing á meðan Alþýðusamband íslands og Al- þýðuflokkurinn voru enn skipu- lagsleg heild og höfðu sameiginleg þing. Eftir að leiðir Alþýðuflokksins og ASÍ skildi sat Elías mörg þing Alþýðusambandsins og Alþýðu- flokksins og er mér hann minnis- stæður frá þingum Alþýðuflokks- ins. í átökunum milli kommúnista og jafnaðarmanna lét Elías mjög að sér kveða, var þar afdráttarlaus og einarður og braut þá á honum marga sjói, ekki síst í heimabyggð- inni. Emil heitinn Jónsson var í miklu uppáhaldi hjá Elíasi og tryggð hans við Alþýðuflokkinn og forystumenn hans var ávallt óskor- uð. Talsvert er nú um liðið frá því Elías flutti búferlum til Reykjavík- ur. Hingað kominn tók hann virkan þátt í störfum Alþýðuflokksins í Reykjavík, var áhugasamur, ráð- hollur og nýtur liðsmaður. Nú að leiðarlokum sendir Al- þýðuflokkurinn - Jafnaðarmanna- flokkur íslands Elíasi kveðjur og þakkir fyrir störf hans í þágu flokksins og jafnaðarstefnunnar. Hann ólst upp við kröpp kjör og takmörkuð réttindi alþýðufólks til þess að fá notið sín og hæfileika sinna. Allan aldur sinn barðist El- ías fyrir bættum kjörum þess fólks, auknum tækifærum þess til þroska og betra annlífs. Honum og félög- um hans auðnaðist að sjá uppskeru af þeirri baráttu. Langt og mikið ævistarf skilaði árangri. Þökk sé honum fyrir það. Alþýðuflokkurinn - Jafnaðar- mannaflokkur íslands sendir börn- um Elíasar og öllum afkomendum hans og fjölskyldum þeirra samúð- arkveðjur. Sighvatur Björgvinsson, form. Alþýðuflokksins - Jafn aðarmannaflokks íslands. Um það leyti sem fulltrúar fimm stéttarfélaga hittust í Bárubúð í Reykjavík til þess að stofna Al- þýðusambandið og Alþýðuflokk- inn, var ungur maður, fóstraður í Fljótshlíðinni, að helja lífsbarátt- una í verbúð í Herdísarvík. Hann var 16 vetra - jafngamall öldinni. Vélaöld var enn ekki upp runnin á þessum slóðum. Þeir reru á árabát og létu hafnleysuna ekki aftra sér. Hann átti ekkert nema vonina í bijóstinu og þá krafta í kögglum, sem stritið ljær þeim sem standast það. Þennan mann, Elías Sigfússon úr Vestmannaeyjum, kveðjum við í dag. Það munaði ekki miklu að hann hefði í fullu tré við öldina, þótt vegarnestið væri frá öndverðu af skornum skammti. Hann var einn þeirra sem létu stritið aldrei smækka sig, heldur harðnaði við hveija raun. Og hélt andlegu þreki til hinztu stundar, þótt sjónin væri farin að gefa sig undir lokin. Mér finnst ótrúlegt til þess að hugsa eftir á, að Elías hefur verið kominn fast að áttræðu þegar kynni tókust með okkur Samt finnst mér eins og ég hafi þekkt hann alla tíð. Það var Alþýðublaðið sem leiddi hugi okkar saman. Haustið 1979 settist ég þar á ritstjórastól, ný- kominn af dekkinu á Snorra Stur- lusyni og skrifaði sex leiðara á viku og nokkrar pólitískar breiðsíð- ur að auki og skemmti mér kon- unglega. Það var strax í fyrstu vikulokin sem Elías lét til sín heyra: Skýr og fastmæltur, en spozkur í bland. Og þurfti að leiðrétta sögulegan misskilning og herða nokkra hnúta, sem of laust voru bundnir. Mér þótti strax nokkuð til mannsins koma og þeim mun meir sem ég kynntist honum betur. Hann fór að senda mér pistla. Rit- höndin var skýr. Þetta voru engar langlokur. Hann kom til dyranna eins og hann var klæddur. Hann var einarður og afdráttarlaus, en kryddaði mál sitt einatt kímni, stundum hæðni. Og þegar mikið lá við eða vel lá á honum dugði ekki minna en að senda pistilinn í bundnu máli. Þegar ég vissi meiri deili á manninum kom mér ekki á óvart að hann átti til presta, sýslu- manna og prófasta að telja að lang- feðgatali. Elías varð í mínum huga per- sónugervingur þess fólks, sem í upphafi nýrrar aldar smíðaði sér verkalýðshreyfingu og jafnaðar- mannaflokk til þess að bijóta af sér aldagamla hlekki fátæktar og réttleysis. í fari hans var að finna marga helztu kosti þessarar kyn- slóðar. Þeir birtust meðal annars í því að gera meiri kröfur til sjálfs sín en annarra; að hafa heita sam- úð með lítilmagnanum; að taka því sem að höndum bar með stillingu, en gefast aldrei upp, þótt á móti blési. Þessar fornu dyggðir heita á máli mannþekkingarinnar: Fórn- fýsi, drengskapur, æðruleysi og kjarkur. Svona menn þurfa ekki langa skólagöngu til að menntast. Enda var andlegur kotungsbragur ekki til í fari Elíasar Sigfússonar. Þitt er menntað afl og önd eigirðu fram að bjóða, hvassan skilning, haga hönd hjartað sanna og góða. Þannig orti annar erfiðisvinnu- maður - Stephan G. Stephansson - sem aldrei lét baslið buga sig. Og þannig geymi ég minninguna um Elías Sigfússon, þakklátum huga fyrir mannbætandi kynni. Jón Baldvin Hannibalsson. Látinn er Elías Sigfússon frá Vestmannaeyjum, 97 ára að aldri. Þeim mönnum fækkar nú óðum, sem hófu ævistarf sitt á fyrstu áratugum þessarar aldar, þegar bjartsýni og vorhugur fylltu hug ungra karla og kvenna í ríkari mæli en áður hafði þekkst. Elías Sigfússon var einn þeirra, sem þá komu ungir og tápmiklir til starfa í þjóðfélaginu. Hann var bjartsýnn og áræðinn og átti eftir að marka dijúg framfaraspor í sögu stéttar sinnar og byggðarlags á sinni löngu og viðburðaríku ævi. Elías var ættaður úr Fljótshlíð- inni, fæddist í Valstrýtu, en ólst upp á Arngeirsstöðum. Ungur fluttist hann til Vestmannaeyja, sem þá var ört vaxandi byggðar- lag vegna blómlegrar vélbátaút- gerðar og dró á þeim árum til sín margt ungt fólk úr nálægum byggðarlögum, þar eð atvinnu- hættir til sveita voru fremur ein- hæfir og afkomumöguleikar fyrir ungt fólk með mikla athafnaþrá voru þar næsta takmarkaðir. Á árunum milli 1910 til 1930 voru miklir uppgangstímar í Vest- mannaeyjum. Kaupstaðurinn óx og dafnaði og íbúunum fjölgaði um mörg hundruð á þessu tíma- bili. Það var því nóg að gera í Eyjum fyrir starfsfúsar hendur, en vinnan var erfið á sjó og landi og engum aukvisum hent að inna þau störf að hendi svo vel færi. En þeir, sem stóðust þá eldraun voru líka taldir menn að meiri og í talsverðum metum hjá mörgum í þessum ört vaxandi útgerðarbæ. Hér var Elías Sigfússon réttur maður á réttum stað. Ekki skorti hann áræði og atorku, enda var dugnaði hans og verklagni við brugðið, að hvaða störfum, sem hann gekk. En blómaskeið fyrr- nefndra uppgangsára tók skyndi- lega enda, þegar heimskreppan mikla dundi yfir um 1930 og við tók margra ára kyrrstöðutímabil í Eyjum eins og annars staðar á landinu. Þá voru erfiðir tímar og þröngt í búi hjá mörgum, er litla eða enga vinnu var að hafa tímun- um saman. En fólk lét ekki bug- ast, þótt á móti blési, en reyndi með ýmsu móti að komast yfir þetta erfiða tímabil í von um bjart- ari og betri tíma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.