Morgunblaðið - 16.05.1997, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.05.1997, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 1997 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Fitulyf bráttá markað? RÁÐGJAFANEFND Banda- ríska matvæla- og lyfjaeftir- litsins (FDA) mælir með því að fyrsta offitulyfið, sem dreg- ur ekki úr matarlyst heldur hefur áhrif á meltingarfærin, verði sett á markað. Um er að ræða lyf sem kallast Xenic- al en það kemur í veg fyrir að líkaminn nýti um þriðjung þeirrar fitu sem neytt er. Tek- ið er fram að hér sé þó ekkert töfralyf á ferðinni, því töku þess fylgja aukaverkanir, sem aukast í réttu hlutfalli við fitu- neysluna. Búist er við að FDA ákveði innan mánaðar hvort lyfið verður leyft en þá yrði það selt gegn framvísun lyf- seðils. Veldur niðurgangi Lyfið kann að valda „nokk- urs konar þarmaóbeit" að sögn vísindamanna sem rannsökuðu lyfið. Meðal aukaverkana eru niðurgangur, þunnar og olíu- kenndar hægðir, sem erfitt er að hafa hemil á. Þá getur lyfið gengið mjög á d-vítamínbirgðir líkamans, svo og önnur næringarefni. Verður þeim sem neyta lyfsins ráðlagt að taka aukavítamín- skammt. Hins vegar virðist Xenical draga úr kólesteróli í blóði. Við rannsóknir á því kom ennfremur ( ljós aukning brjóstakrabba í konum sem tóku lyfið, en ekki er vitað hvort tengsl eru þar á milli. Verði lyfið leyft, verða þeir sem neyta þess, varaðir við því að taka önnur megrunarlyf samhliða, þar sem ekki er vit- að hvaða áhrif það kann að hafa. Reuter Bruton boðar til kosninga JOHN Bruton, forsætisráðherra ír- lands, rauf í gær þing og boðaði til kosninga 6. júní næstkomandi. Vonast hann til að efnahagslegur uppgangur dugi stjórn sinni til að halda velli en skoðanakannanir benda þó til þess að stjórnarand- stöðuflokkarnir njóti fylgis meiri- hluta kjósenda. -----♦ ♦ ♦-- Séð yfir landamæri á útleið LANDAMÆRI Kína og Hong Kong, speglast í hjálmi bresks þyrluflugmanns. Við landamærin breiðir borgin Shenzhen úr sér. Bresku herdeildirnar undirbúa brottflutning frá Hong Kong í sumar, er Kínverjar taka við borginni. Shalikashvili varar Kín- verja við Norður-Kóreu Peking. Reuter. JOHN Shalikashvili, yfirmaður bandaríska herráðsins, varaði Kín- veija við bandamönnum þeirra í Norður-Kóreu á miðvikudag og sagði það ríki mestu ógnunina við frið á Asíu- og Kyrrahafssvæðinu. í ræðu í háskóla kínversku heijanna sagði Shalikashvili Bandaríkjamenn staðráðna í að halda áhrifum sínum í þessum heimshluta og væru þeir tilbúnir til stríðsátaka á Kóreu- skaga ef með þyrfti. Shalikashvili, sem er æðsti mað- ur bandaríska heraflans sem heim- sækir Kína í 14 ár, sagði efnahags- ástandið í N-Kóreu og getuleysi stjórnarinnar til að fæða þjóð sína eiga sinn þátt ( þeirri hættu sem af ríkinu stafaði. „Óútreiknanleiki stjórnarinnar er þó mesta ógnunin." Kínveijar hafa löngum verið dyggustu stuðningsmenn Norður- Kóreumanna og börðust við hlið þeirra í Kóreustríðinu 1950-53. Ör- lítið hefur sambandið þó kólnað eft- ir að stjórnin í Peking tók upp stjórn- málasamband við S-Kóreu 1992. Shalikashvili, sem er í Kína til þess að efla hernaðarsamvinnu Bandaríkjanna og Kína, sagði Bandaríkjamenn hafa áhyggjur af stefnu Kínveija í varnarmálum, einkum vopnasölu þeirra til Pakist- an og íran svo og áróður þeirra og hernaðarumsvif vikurnar fyrir for- setakosningar á Taiwan í fyrra. Italía enn talin eig*a möguleika á EMU-aðild Milanó. Reuter. SÉRFRÆÐINGAR telja að Ítalía eigi enn möguleika á að uppfylla skilyrði fyrir aðild að Efnahags- og myntbandalagi Evrópu (EMU) þrátt fyrir að bæði framkvæmdastjórn og ráðherraráð Evrópusambandsins hafi að undanförnu gagnrýnt ráð- stafanir (talskra stjórnvalda í ríkis- fjármálum og sagt að þær dugi ekki til. ítalskir stjórnmálamenn hafa eflzt í þeim ásetningi að tryggja landinu sess í hópi stofn- ríkja EMU. Fjármálaráðherrar ESB sam- þykktu fyrr í vikunni skýrslu, þar sem segir að ýmsar þeirra aðgerða, sem gripið hefur verið til í því skyni að ná fjárlagahallanum niður, séu ekki varanlegar. Enn meira aðhald þurfí í fjárlögum næsta árs til að tryggja árangur til lengri tíma. Þarf að rétta af hallann til frambúðar Framkvæmdastjóm ESB hefur hvatt (tölsk stjórnvöld til að hverfa frá tímabundnum tekjuöflunarað- gerðum á borð við hinn óvinsæla „evróskatt" og grípa þess í stað til róttækari uppstokkunar til að leysa kerfisvanda ríkissjóðs til frambúðar. Talið er að Ítalía eigi möguleika á að ná fjárlagahallanum á þessu ári niður fyrir 3% þröskuldinn, sem kveðið er á um í Maastricht-sátt- málanum. í spá framkvæmda- stjórnarinnar, sem birt var í síðasta mánuði, var gert ráð fyrir að hallinn yrði 3,2% af landsframleiðslu en að ná mætti honum niður í 3% með frekara aðhaldi á árinu. Framkvæmdastjórnin spáir hins vegar 3,9% halla á næsta ári, verði ekkert að gert. Og þar stendur hnífurinn í kúnni, því að innan framkvæmdastjórnarinnar hafa menn litla trú á að ítölum takist að lækka fjárlagahallann til lengri tíma. Eigi stjóm Romanos Prodi að tak- ast að ná hallanum niður í fjárlaga- gerðinni fyrir næsta ár verður hún að skera niður lífeyris- og velferðar- greiðslur. Um siíkt kann að verða erfítt að ná pólitískri samstöðu, en sérfræðingar segja að hugsanlegt sé að Prodi takist að ná samningum við hægrimenn í stjómarandstöðu um slíkar aðgerðir. TILLÖGUR að útliti evró-seðla. Evró-mynt og seðlar fyrr í umferð Brussel. Reuter. YVES-Thibault de Silguy, sem fer með peningamál í framkvæmda- stjórn Evrópusambandsins, leggur til að evró-seðlar og mynt verði set.t í umferð nokkrum mánuðum fyrr en ætlað var, eða haustið 2001 í stað ársbyijunar 2002. Jafnframt falli gömlu gjaldmiðlar aðildarríkj- anna úr gildi fyrr en áformað var. Þetta kom fram í máli de Silguys á ráðstefnu um undirbúning Efna- hags- og myntbandalags Evrópu (EMU), sem haldin var í Brussel í gær. Ummæli hans eru talin til merk- is um æ staðfastari trú framkvæmda- stjórnarinnar á að sameiginleg mynt verði að veruleika í ársbyrjun 1999. í fyrstu munu þó aðeins bankar og fjármálafyrirtæki geta notað evróið í viðskiptum sín á milli, þar sem seðl- ar og mynt verða ekki í vösum og veskjum almennings fyrr en síðar. Samkvæmt núverandi áætlun verða evró-seðlar og mynt sett ( umferð 1. janúar árið 2002 en um sex mánaða skeið má nota gjald- miðla einstakra aðildarríkja jafn- framt evróinu. Sjálfsalaeigendur á móti því að flýta breytingunni Gagnrýnt hefur verið að almenn- ingur fái fyrst að kynnast nýjum myntinni um jólaleytið, þegar mest er að gera í verziun. Þá telja marg- ir að óþarfi sé að reka tvöfalt mynt- kerfi í hálft ár. De Silguy sagðist vilja stytta þennan tíma niður í „nokkrar vikur í mesta lagi.“ Evrópusamtök sjálfsalaeigenda eru hins vegar andvíg því að setja evró-mynt í umferð fyrr en nú er gert ráð fyrir. Samtökin benda á að þegar endanlegt útlit evró-myntar- innar hafi verið ákveðið þurfi þijú ár til að breyta myntsjálfsölum þannig að þeir geti tekið við henni. Breyta þurfí rúmlega þremur millj- ónum sjálfsaia og taki klukkustund að breyta hveijum og einum. Varar við fasisma í Bosníu CARL Bildt, sem stýrir upp- byggingarstarfí í Bosníu, hef- ur hvatt þjóðir heims til að bregðast við uppgangi þjóð- ernisfasista í Bosníu-Herzeg- óvínu, sem hann segir mikið áhyggjuefni. Hafa þjóðernis- sinnaðir Króatar gripið til slagorða sem Ustasha, lepp- stjórn nasista í heimsstyijöld- inni síðari notaði og segir Bildt ljóst sé að uppgangur þjóðern- isfasisma sé mikill og hraður. Taldi Rabin hryðjuverka- mann MORÐINGI Yitzhaks Rabins, forsætisráðherra ísraels, sagði nefnd sem vinnur að rannsókn málsins, að honum hafi fundist hann vera að myrða hryðju- verkamann, er hann skaut Rabin. Kvaðst morðinginn, Yigal Amir, ófær um að myrða saklaust fólk. 800.000 börn látin í írak ÍRÖSK yfirvöld segja að rúm- lega 800.000 börn hafi dáið vegna lyfjaskorts á þeim tæpu sjö árum sem viðskiptabann Sameinuðu þjóðanna hefur staðið. Flóðí Afghanistan UM fjörutíu manns hafa látið lífið í Norður-Afghanistan vegna flóða, sem hófust undir lok aprílmánaðar. Vegna flóð- anna hafa yfir 20.000 manns orðið að flýja heimili sin og hafa margir misst allar eigur sínar. Gyðingar heiðra Kohl HELMUT Kohl, kanslari Þýskalands, hlaut í gær æðstu viðurkenningu gyðinga fyrir framlag sitt til að end- urvekja samfélag gyðinga; trú, menn- ingu og siði í kjölfar sameining- ar þýsku ríkjanna. Gyðingum hefur fjölgað mjög í Þýska- landi í kjölfar sameiningar, þar sem fjölmargir innflytjendur frá Austur-Evrópu eru gyðing- ar, og sagði í þakkarorðum til Kohls, að það væri ekki síst honum að þakka. Tævanar til Hong Kong KÍNVERJAR buðu í gær full- trúum Tævan að vera við- staddir athöfnina þegar Kína fær Hong Kong í sínar hendur í sumar. Boðið er með því skil- yrði að Tævanir viðurkenni yfirráð Kínveija yfir Hong Kong og að Tævan hafi verið hluti Kína. Kohl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.