Morgunblaðið - 16.05.1997, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 1997 29
AÐSENDAR GREINAR
Samtök sjalfstæðra
atvinmirekenda?
Lúðvík
Emil Kaaber
HEIÐRAÐI lesandi.
Það er sagt vera verkefni og
skylda fulltrúa þjóðarinnar á Alþingi
að setja landinu þær reglur, sem
nauðsynlegar eru samfélaginu. Giid-
ir það um efnahags- og atvinnumál
jafnt sem önnur þjóðfélagsmál. Rétt-
ur til að kjósa þá til starfa sinna er
almennur, og skilst mér
að hann hafi þar að
auki átt að vera sem
jafnastur.
Þannig er kerfið
hugsað. Löggjafinn átti
að sækja vald sitt til
þjóðarinnar allrar og
fara með það í hennar
umboði. En það sem
hreint á að vera og
ómengað getur oft
úldnað og spillst. Ef
þeir sem íbúar landsins
fela stjórn þess eru ekki
óháðir hagsmuna- og
þrýstihópum, og setja
ekki samfélaginu regl-
ur sem ganga jafnt yfir
alla, með hliðsjón af
hagsmunum allra, er
kerfið ekki lengur það sem að var
stefnt.
Á undanförnum áratugum hefur
sá illi siður náð að ræta sig, að
ákvarðanir í atvinnu- og efnahags-
málum séu teknar í lokuðum samn-
ingaviðræðum, sem fulltrúar hins
löglega ríkisvalds og hagsmunahóp-
ar utan stjórnskipunarinnar, einkum
ASÍ og VSÍ, eiga aðild að. Hinir
kjörnu stjórnmálamenn hafa þannig
komið starfsskyldum sínum yfir á
aðra sem ekki hafa umboð lands-
manna til að fara með þær, og bera
þá aðila gjarnan fyrir sig þegar
ákvarðanir eru teknar í ofangreind-
um málaflokkum. Þessi ráðstöfun
þeirra á hagsmunum landsmanna í
heild er vissulega í æpandi ósam-
ræmi við þá grundvallarskipun þjóð-
félagsins sem lýst var. Samt hefur
hún viðgengist í krafti valdaaðstöðu
og fjölmennis þeirra þrýstihópa, sem
hið löglega ríkisvald hefur ólöglega
hleypt inn á gafl til sín án þess að
spyija þá sem utan þeirra standa.
Afleiðingar þessa hafa komið æ
greinilegar fram á undanförnum
árum. Það er ekki lengur nóg, til
að ríkisvaldið taki tillit til hagsmuna
allra íslendinga, að vera einungis
meðlimur í félagi allra landsmanna,
þjóðfélaginu. Um það má nefna
mörg dæmi, og sum gróf. Árum og
áratugum saman hefur fólk, sem
séð hefur sér farborða með atvinnu-
rekstri á eigin vegum og því staðið
utan hinnar lokuðu samninga- og
samtryggingarklíku ríkisins og
gæðinga þess, mátt sæta sértækri
og íþyngjandi skattameðferð, jafn-
vel samkvæmt óútskýrðum ákvörð-
unum embættismanna og án þess
að landslög hafi á nokkurn hátt
komið þar nærri. Lagður er á sjálf-
stæða atvinnurekendur sérstakur
tekjuskattur undir nafni trygging-
argjalds, sem aðrir njóta fyrst og
fremst góðs af. Skattstjórar ákveða
af hvaða tekjum þeir eiga að greiða
tekjuskatt, hvort sem teknanna hef-
ur verið aflað eða ekki, og greiði
þeir ekki þann tekjuskatt sæta þeir
refsiálögum eins og þeir hafi mis-
farið með fé í annarra eigu. Stjórn-
málamenn, sem mestan vaðal hafa
uppi um jafnræði og lýðræði, ganga
harðast fram í að skerða hagsmuni
þeirra og kjör.
Er þetta þér undrunarefni? Svo
þarf ekki að vera, því að við megum
vita að siðferðisstyrkur manna og
óljós vitneskja um meginreglur
samfélagsins, sem hvort eð er hefur
verið troðið á áratugum saman,
hindrar ekki til frambúðar að geng-
ið sé á lagið þar sem unnl er. Þess
vegna er, á bak við lokaðar dyr í
samningamakki ríkisvaldsins og
þeirra hagsmunahópa sem það hefur
í leyfis- og lögleysi veitt aðgang að
landsstjórninni, fyrst gengið á hags-
muni þeirra sem fjarstaddir eru.
Nýjasta dæmi um hvernig farið
er með þann minnihlutahóp, sem
ekki er meðal þessara vildarvina ríki-
valdsins, er nýtt frumvarp um lífeyr-
issjóði. Sá stjórnmálaflokkur er telur
sig öðrum fremur í forsvari fyrir
frelsi og réttindum einstaklinga hef-
ur lagt það fram á
þingi. Fyrir utan að
skerða frelsi og réttindi
einstaklinga er því ætl-
að að neyða sjálfstæða
atvinnurekendur til að
fela lífeyrissparnað sinn
ASÍ og VSÍ til með-
höndlunar. Þar með eru
allar áætlanir margra
þeirra um framfærslu á
efri árum settar í upp-
nám. Virðist að því
keppt að keyra það
frumvarp í gegn til að
þóknast þessum gæð-
ingum ríkisins, gersam-
lega án tillits til þeirra
sem ekki hafa hreiðrað
um sig við pilsfald þess.
Við þessu er kominn
tími til að bregðast, og mætti fyrr
hafa verið. Öll ofangreind atriði eru
Framkoma ríkis-
valdsins er, að mati
Lúðvíks Emils Kaab-
er, merki um hnignun
íslenzks lýðræðis.
skýr dæmi um, að það nægir ekki
sjálfstæðum atvinnurekendum að
vera einungis meðlimir þjóðfélags-
ins. Aðild að því einu saman hefur
lítið að segja. Stjórnendum þess er
þrátt fyrir skyldur sínar fyrst og
fremst umhugað að þóknast öðrum.
Við þessar aðstæður er knýjandi
nauðsyn að reyna að spyrna við fót-
um. Þrátt fyrir framkomu ríkisvalds-
ins eru sjálfstæðir atvinnurekendur
enn, að minnsta kosti að nafninu
til, fullgildir íslenzkir borgarar. Þeir
eiga ekki annars kost, fyrst málefni
samfélagsins hafa verið látin þróast
á þennan veg, en að mynda með sér
samtök líka. Þeim ber að sjálfsögðu
allur sami réttur og ofangreindir
meðreiðarsveinar ríkisvaldsins njóta
við að hlutast til um stjórn landsins.
Ég er að vísu þeirrar skoðunar, að
illt sé að viðurkenna nauðsyn slíkra
aðferða í viðleitni til að fá réttinda
og hagsmuna ákveðins hluta lands-
manna gætt. En því miður er ekki
að sjá, að það sé raunhæfur kostur
að trúa stjórnmálamönnum fyrir
hagsmunum fólks, sem ekki er á
sérsamningum hjá þeim.
Sjálfstæðir atvinnurekendur
starfa um allt land á mjög mismun-
andi sviðum, og eru því ósamstæður
og áhrifalaus hópur. Margir þeirra
eru tekjulitlir og búa við lítið at-
vinnuöryggi. Þessir eiginleikar hóps-
ins eru vafalaust helzta ástæðan
fyrir því, hvernig valdhafar innan
og utan stjórnskipunarinnar hafa
umgengist hann. Engu að siður er
það víst, að þeir smáatvinnurekend-
ur, iðnaðarmenn, trillukarlar, bænd-
ur, listamenn og sérfræðingar af
margvíslegu tagi, karlar og konur,
sem í kyrrþey og hávaðalaust vinna
að verðmætasköpun í eigin og heild-
arinnar þágu, sem starfa í eigin
nafni og bera ábyrgð á sjálfum sér
fyrst og fremst, eru hveiju samfé-
lagi sízt minna virði en annað vinn-
andi fólk. Það gildir einnig á okkar
landi, og hópur þeirra kann að vera
stór, þótt ekkert hafi hingað til
heyrst í í honum þegar aðrir möndla
og verzla með hagsmuni hans.
Ég fagna því, að nú eru uppi ráða-
gerðir um stofnun féiagssamtaka í
tengslum við fijálsa lífeyrissjóði til
að sporna gegn nýjustu fyrirætlun-
um ríkisvaldsins, taglhnýtings hins
nýja skipulags. En þótt mest hafi
borið á gerræði og valdaafsali ríkis-
ins gagnvart sjálfstæðum atvinnu-
rekendum í tengslum við lífeyris-
sjóðsmál þeirra, er langt frá að rétt-
inda þeirra til jafns við aðra sé al-
mennt gætt. Framkoma ríkisvalds-
ins er ekki annað en merki þeirrar
hnignunar íslenzks lýðræðis, sem hið
nýja klúbbastjórnkerfi hlaut að hafa
í för með sér.
Ég er sjálfur í hópi sjálfstæðra
atvinnurekenda. Ég heiti á aðra sem
honum tilheyra að gera það sem í
þeirra valdi stendur til að reyna að
fá ríkisvaldið til að virða, á öllum
sviðum, réttindi og hagsmuni þessa
minnihlutahóps. Það verður að vinna
gegn því að áfram sé farið með sjálf-
stæða atvinnurekendur eins og þeir
væru ekki til. Ég er reiðubúinn til
að vera til bráðabirgða tengsla-
punktur þeirra sem gera sér grein
fyrir þessari staðreynd. Mál er að
vakna.
Morgunblaðið tók við greinarstúfi
þessum til birtingar fyrir um mán-
uði. Höfundur biðst afsökunar á því
að hafa talið blaðið ætla sér að birta
hana áður en efni hennar úreltist í
fáeinum atriðum, en færir þó fram
sér til varnar að blaðið gaf honum
aldrei annað í skyn.
Lífeyrissjóðafrumvarpið og tíma-
bundinn dvali þess er aukaatriði. Þær
breytingar, sem einstakir Alþingis-
menn gerðu sig svo digra að leggja
til á því, eru heldur varla til komnar
af umhyggju fyrir sjálfstæðum at-
vinnurekendum, heldur öllu fremur
þeim peningastofnunum, sem telja
sig missa spón úr aski sínum við
samþykkt þess. Þeim spóni var lofað
„aðilum vinnumarkaðarins".
Það stendur því miður óhaggað,
að umgengni hins formlega ríkis-
valds við fólk, sem stjórnkerfi hags-
munahópanna setur til hliðar, mun
ekki breytast meðan það stjórnkerfi
er við lýði. Ætlun mín var að benda
á það.
Höfundur er sjálfstæður
atvinnurekandi.
Um samnings-
veð og orð-
hengilshátt
EINHVER hressileg-
asti álitsgerðarútdrátt-
ur sem rekið hefur á
fjörur blaðalesenda upp
á síðkastið er það sem
haft er eftir Þórunni
Guðmundsdóttur
hæstaréttarlögmanni.
Aðspurð hvort frum-
varp dómsmálaráð-
herra um samningsveð
leyfði veðsetningu á
kvóta, kvað hún hafa
sagt að samkvæmt
frumvarpinu mætti
ekki veðsetja kvótann
einan og sér, en menn
ættu ekki að vera með
orðhengilshátt. Það er
skaði að landsfeðurnir skuli ekki
fara eftir svo snöfurlegum ráðlegg-
Markús
Möller
Lánastofnunum verður
vorkunn, segir Markús
Möller, að meta til
verðmæta þann happ-
drættismiða sem felst í
varanlegum kvóta.
ingum. Það sem skiptir máli varð-
andi kvótaveðsetningu er hversu
öruggur sá sem lánar kvótahafa
peninga er um að fá þá til baka.
Lykilspurningin er. hvort veðlaga-
frumvarpið þýðir að lánveitandinn
geti búið svo um hnútana að and-
virði kvótans renni upp í skuldina
ef hún greiðist ekki með öðru móti.
Svarið er augljóslega já, og ef eitt-
hvað er loðið og geltir og á hvolpana
í tíkinni á næsta bæ, þá er hallæris-
legt að rökræða um hvort það sé
hundur.
Annað mál er að fæstir veiði-
gjaldsmenn amast við veðlagafrum-
varpinu, enda er þar aflahlutdeild í
4. grein lögð að jöfnu við landbún-
aðarstyrki, sem lög-
gjafinn getur með engu
móti verið skyldur að
framlengja til eilífðar-
nóns. Svo stendur í
greinargerð að „hvað
aflahlutdeild fiskiskipa
varðar er með þessu
sérstaklega verið að
undirstrika og leggja
áherslu á það viðhorf
löggjafans, sem fram
kemur í 1. gr. laga nr.
38/1990, um stjórn
fiskveiða, _ að nytja-
stofnar á íslandsmiðum
eru sameign íslensku
þjóðarinnar og að út-
hlutun veiðiheimilda
samkvæmt þeim lögum myndar ekki
eignarrétt eða óafturkallanlegt for-
ræði einstakra aðila yfir veiðiheim-
ildum“. Svona klausa styrkir þá sem
telja að íslenska þjóðin geti hvenær
sem hún vill breytt 1. grein kvótalag-
anna úr orðalepp í eignarrétt án
þess að greiða skaðabætur. Lána-
stofnunum verður vorkunn að meta
til verðmæta þann happdrættismiða
sem felst í varanlegum kvóta. En
ef kjósendur ætla sér hlut í fiski-
stofnunum, þá er óþarfí að óvissan
standi lengi. Henni ætti að eyða í
næstu kosningum.
Höfundur er hagfræðingur.
NY
UNDIR-
FATALÍNA