Morgunblaðið - 16.05.1997, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 1997 19
►
>
I
)
)
)
)
)
)
.
)
)
Í
)
)
>
i
i
Í
i
i
i
I
i
w
I
i
I
I
VIÐSKIPTI
Nomura bíður enn
álitshnekki eftir leit
STJORNUBANDALAGIÐ
Tilkynnt var á miðvikudag að flugfélögin Thai International,
SAS, Air Canada, Lufthansa og United Airlines hefðu
myndað bandalag undir heitinu Star Ailiance
Félögin munu meðal annars taka upp samvinnu um kaup á flugvélum
og varahlutum. Fyrirhugað er að brasilíska flugfélagið Brazil Varig
Airlines gerist aðili að bandalaginu í október næstkomandi.
Star Alliance
Tókýó. Reuter.
ÖNNUR leit hefur verið gerð í
aðalskrifstofu stærsta verðbréfa-
fyrirtækis Japans, Nomura Secu-
rities, vegna 50 milljóna jena mútu,
sem braskarar þáðu frá hinu
gamalgróna fyrirtæki, og hefur
álit þess aftur beðið hnekki.
Æ fleira bendir til þess að sak-
sóknarar ætli að nota rannsókn
málsins til að knýja japönsk fyrir-
tæki til að haga viðskiptum sínum
innan góðra siðferðismarka.
„Málið veldur efasemdum um
siðgæði fyrirtækja og hefur veru-
tega dregið úr trausti ijárfesta á
verðbréfamarkaðnum,“ sagði tals-
maður ríkisstjórnarinnar, Seiroku
Kajiyama, fréttamönnum. „Þörf er
á nákvæmri rannsókn og ráð-
stöfunum til að koma í veg fyrir
að þetta endurtaki sig.“
Þrír yfirmenn
handteknir
Áður en árásin á aðalstöðvar
Nomura var gerð voru þrír fyrrver-
andi framkvæmdastjórar Nomura
handteknir vegna rannsóknarinn-
ar, þar sem fyrirtækið hefur verið
bendlað við braskara, svokallaða
sokaiya, sem kúga fé út úr fyrir-
tækjum með hótunum um að
ESB leyfir sam-
runa British
Telecom og MCI
Briissel. Reuter.
EVRÓPUSAMBANDIÐ hefur sam-
þykkt 20 milljarða dollara samruna
fjarskiptarisanna British Telecom í
Bretlandi og MCI Communications
í Bandaríkjunum eftir nokkrar til-
slakanir beggja fyrirtækja.
Tilslakanirnar eiga að koma í
veg fyrir að samstarfsaðilar ráði
allri símaþjónustu milli Bretlands
og Bandaríkjanna og símaráð-
stefnuhaldi í Bretlandi að sögn
sambandsins. Framkvæmdastjórn-
in kveðst hafa sannfært sig um
að samruninn muni ekki bijóta
samkeppnisreglur.
Næststærstir í heiminum
Með samrunanum nær BT yfir-
ráðum yfir MCI, sem fyrirtækið á
nú þegar 20% í, og komið verður
á fót næststærsta fjarskiptafyrir-
tæki heims. Það verður minna en
NTT í Japan, en álíka stórt og
bandaríska símafélagið AT&T.
Aldrei hefur þurft samþykki
samkeppnisyfirvalda ESB á brezka
fjarskiptamarkaðnum, sem er einn
sá opnasti í sambandinu.
Samruninn á enn eftir að hljóta
samþykki eftirlitsyfirvalda í
Bandaríkjunum, þar sem samþykki
er háð því að Bretland sé talið eins
opið fyrir samkeppni og bandaríski
markaðurinn.
MCI er annað stærsta langlínu-
fyrirtæki Bandaríkjanna og BT
býst við samþykki bandarískra
samkeppnisyfirvalda í haust.
Waigel vill endur-
mat á gullverði
Bonn. Reuter.
THEO WAIGEL, fjármálaráðherra
Þjóðverja, vill endurmatshækkun á
gengi gulls í eigu þýzka seðlabank-
ans, Bundesbank (BuBa), þannig
að það verði nálægt markaðsverði,
en leggur áherzlu á að bankinn
muni ekki selja gullbirgðir sínar.
„Þjóðveijar munu ekki selja eina
únsu af gulli," sagði hann á blaða-
mannafundi. Skömmu áður hafði
hann frétt að gert yrði ráð fyrir
18 milljarða marka minni skatt-
tekjum í frumvarpi fjárlaga 1997
en hann hafði búizt við.
Waigel sagði að 4,3 milljónir
Þjóðveija yrðu atvinnulausar í árs-
lok og aukaútgjöld vegna atvinnu-
leysis mundu nema allt að 20 millj-
örðum marka.
Þó sagði hann að halli á ríkis-
fjárlögum yrði innan við 3% og
Þjóðveijar mundu því fullnægja
skilyrðum um aðild að sameigin-
legum evrópskum gjaldmiðli.
Waigel sagði að til þess að gera
endurmatshækkun mögulega yrði
að breyta lögum um þýzka seðla-
bankann áður en þingmenn færu
í sumarleyfi.
40 milijarða
marka hagnaður
Gull er metið á 144 mark únsan
að meðaltali á efnahagsreikningi
þýzka seðlabankans, en markaðs-
verð þess er um 600 mörk.
Með endurmatshækkun á gull-
verðinu fengi þýzki seðlabankinn
- og þar með Bonn-stjórnin -
óvæntan hagnað upp á um 40
milljarða marka samkvæmt núver-
andi markaðsverði.
Hönnun • smídi • vidgerðir * þjónusta
STÓRÁSI 6 • 210 GARÐABÆR • SÍIVII 565 2921 • FAX 565 2927
hleypa upp hluthafafundum.
Tveir hinna handteknu, Shimpei
Matsuki og Nobutaka Fujikura,
sögðu af sér 10. marz þegar innan-
hússrannsókn Nomura hafði leitt
í ljós að þeir hefðu gert geðþótta-
samninga er brutu í bága við jap-
önsk verðbréfalög.
Þriðji maðurinn er Osamu Fuj-
ita, sem stjórnaði hluthafafundum
og saksóknarar segja að afhent
hafi múturnar samkvæmt fyrir-
mælum Fujikura.
Saksóknarar telja að féð hafi
verið greitt til að koma í veg fyrir
að sokaiya braskarar hleyptu upp
ársfundi fyrirtækisins 1995.
Síðan málið kom upp hafa for-
stjóri Nomura og 15 fulltrúar í
stjórn fyrirtækisins sagt af sér -
og málinu virðist hvergi nærri lok-
ið.
í annað skipti á þremur mánuð-
um hafa saksóknarar ráðizt inn í
aðalstöðvar Nomura til að kynna
sér skjöl fyrirtækis, sem hefur ver-
ið í miðdepli japansks fjármálalífs
síðan það var stofnað á síðustu öld.
Starfsmenn fyrirtækisins eru
tæplega 11.000 og starfa í tugum
skrifstofa víðs vegar í heiminum
og fyrirtækið hefur ráðið lögum
og lofum á japönskum verðbréfa-
og skuldabréfamarkaði.
Síðan hneykslið kom upp hefur
sigið á ógæfuhliðina hjá Nomura-
fyrirtækinu. Margir viðskiptavinir
hafa snúið við því baki og stjórn-
völd þjarma að yfirmönnum þess.
NOKKRAR STAÐREYNDIR
SAS Air Canada Lufthansa Thai United
Farþegar á ári 20 milljónir 17 milljónir 41 milljón 14 milljónir 82 millijónir
Áfangastaðir 104 125 258 75 320
Lönd 34 25 86 37 32
Flug á dag 1.050 1.100 1.630 208 2.245
Skiptistöðvar REUTERS/ SVENSKA GRAFIKBYREN Kaupm.höfn Osló Stokkhólmur Toronto Montreal Vancouver Frankfurt Munchen Bangkok Chiang Mai Phuket Hat Yai Chicago Denver San Francisco Wash. DC
Veglegt afmælistilboð!
Sjálfskipt Sonata
Verð:
HYUnDRI
til fratntíðar
Ef þú átt þér draum um að eignast glæsilegan sjálfskiptan
eðalvagn, sem tekur öðrum fram í útliti og aksturseiginleikum,
þá er Hyundai Sonata bíllinn. Og það er stutt frá draumnum yfir
í veruleikann því verðið er í engu samræmi við gæði þessa
glæsilega bíls.
ÁRMÚLA 13, REYKJAVÍK, SlMI: 568 1200 - BEINN SlMI: 553 1236