Morgunblaðið - 16.05.1997, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 16.05.1997, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 1997 19 ► > I ) ) ) ) ) ) . ) ) Í ) ) > i i Í i i i I i w I i I I VIÐSKIPTI Nomura bíður enn álitshnekki eftir leit STJORNUBANDALAGIÐ Tilkynnt var á miðvikudag að flugfélögin Thai International, SAS, Air Canada, Lufthansa og United Airlines hefðu myndað bandalag undir heitinu Star Ailiance Félögin munu meðal annars taka upp samvinnu um kaup á flugvélum og varahlutum. Fyrirhugað er að brasilíska flugfélagið Brazil Varig Airlines gerist aðili að bandalaginu í október næstkomandi. Star Alliance Tókýó. Reuter. ÖNNUR leit hefur verið gerð í aðalskrifstofu stærsta verðbréfa- fyrirtækis Japans, Nomura Secu- rities, vegna 50 milljóna jena mútu, sem braskarar þáðu frá hinu gamalgróna fyrirtæki, og hefur álit þess aftur beðið hnekki. Æ fleira bendir til þess að sak- sóknarar ætli að nota rannsókn málsins til að knýja japönsk fyrir- tæki til að haga viðskiptum sínum innan góðra siðferðismarka. „Málið veldur efasemdum um siðgæði fyrirtækja og hefur veru- tega dregið úr trausti ijárfesta á verðbréfamarkaðnum,“ sagði tals- maður ríkisstjórnarinnar, Seiroku Kajiyama, fréttamönnum. „Þörf er á nákvæmri rannsókn og ráð- stöfunum til að koma í veg fyrir að þetta endurtaki sig.“ Þrír yfirmenn handteknir Áður en árásin á aðalstöðvar Nomura var gerð voru þrír fyrrver- andi framkvæmdastjórar Nomura handteknir vegna rannsóknarinn- ar, þar sem fyrirtækið hefur verið bendlað við braskara, svokallaða sokaiya, sem kúga fé út úr fyrir- tækjum með hótunum um að ESB leyfir sam- runa British Telecom og MCI Briissel. Reuter. EVRÓPUSAMBANDIÐ hefur sam- þykkt 20 milljarða dollara samruna fjarskiptarisanna British Telecom í Bretlandi og MCI Communications í Bandaríkjunum eftir nokkrar til- slakanir beggja fyrirtækja. Tilslakanirnar eiga að koma í veg fyrir að samstarfsaðilar ráði allri símaþjónustu milli Bretlands og Bandaríkjanna og símaráð- stefnuhaldi í Bretlandi að sögn sambandsins. Framkvæmdastjórn- in kveðst hafa sannfært sig um að samruninn muni ekki bijóta samkeppnisreglur. Næststærstir í heiminum Með samrunanum nær BT yfir- ráðum yfir MCI, sem fyrirtækið á nú þegar 20% í, og komið verður á fót næststærsta fjarskiptafyrir- tæki heims. Það verður minna en NTT í Japan, en álíka stórt og bandaríska símafélagið AT&T. Aldrei hefur þurft samþykki samkeppnisyfirvalda ESB á brezka fjarskiptamarkaðnum, sem er einn sá opnasti í sambandinu. Samruninn á enn eftir að hljóta samþykki eftirlitsyfirvalda í Bandaríkjunum, þar sem samþykki er háð því að Bretland sé talið eins opið fyrir samkeppni og bandaríski markaðurinn. MCI er annað stærsta langlínu- fyrirtæki Bandaríkjanna og BT býst við samþykki bandarískra samkeppnisyfirvalda í haust. Waigel vill endur- mat á gullverði Bonn. Reuter. THEO WAIGEL, fjármálaráðherra Þjóðverja, vill endurmatshækkun á gengi gulls í eigu þýzka seðlabank- ans, Bundesbank (BuBa), þannig að það verði nálægt markaðsverði, en leggur áherzlu á að bankinn muni ekki selja gullbirgðir sínar. „Þjóðveijar munu ekki selja eina únsu af gulli," sagði hann á blaða- mannafundi. Skömmu áður hafði hann frétt að gert yrði ráð fyrir 18 milljarða marka minni skatt- tekjum í frumvarpi fjárlaga 1997 en hann hafði búizt við. Waigel sagði að 4,3 milljónir Þjóðveija yrðu atvinnulausar í árs- lok og aukaútgjöld vegna atvinnu- leysis mundu nema allt að 20 millj- örðum marka. Þó sagði hann að halli á ríkis- fjárlögum yrði innan við 3% og Þjóðveijar mundu því fullnægja skilyrðum um aðild að sameigin- legum evrópskum gjaldmiðli. Waigel sagði að til þess að gera endurmatshækkun mögulega yrði að breyta lögum um þýzka seðla- bankann áður en þingmenn færu í sumarleyfi. 40 milijarða marka hagnaður Gull er metið á 144 mark únsan að meðaltali á efnahagsreikningi þýzka seðlabankans, en markaðs- verð þess er um 600 mörk. Með endurmatshækkun á gull- verðinu fengi þýzki seðlabankinn - og þar með Bonn-stjórnin - óvæntan hagnað upp á um 40 milljarða marka samkvæmt núver- andi markaðsverði. Hönnun • smídi • vidgerðir * þjónusta STÓRÁSI 6 • 210 GARÐABÆR • SÍIVII 565 2921 • FAX 565 2927 hleypa upp hluthafafundum. Tveir hinna handteknu, Shimpei Matsuki og Nobutaka Fujikura, sögðu af sér 10. marz þegar innan- hússrannsókn Nomura hafði leitt í ljós að þeir hefðu gert geðþótta- samninga er brutu í bága við jap- önsk verðbréfalög. Þriðji maðurinn er Osamu Fuj- ita, sem stjórnaði hluthafafundum og saksóknarar segja að afhent hafi múturnar samkvæmt fyrir- mælum Fujikura. Saksóknarar telja að féð hafi verið greitt til að koma í veg fyrir að sokaiya braskarar hleyptu upp ársfundi fyrirtækisins 1995. Síðan málið kom upp hafa for- stjóri Nomura og 15 fulltrúar í stjórn fyrirtækisins sagt af sér - og málinu virðist hvergi nærri lok- ið. í annað skipti á þremur mánuð- um hafa saksóknarar ráðizt inn í aðalstöðvar Nomura til að kynna sér skjöl fyrirtækis, sem hefur ver- ið í miðdepli japansks fjármálalífs síðan það var stofnað á síðustu öld. Starfsmenn fyrirtækisins eru tæplega 11.000 og starfa í tugum skrifstofa víðs vegar í heiminum og fyrirtækið hefur ráðið lögum og lofum á japönskum verðbréfa- og skuldabréfamarkaði. Síðan hneykslið kom upp hefur sigið á ógæfuhliðina hjá Nomura- fyrirtækinu. Margir viðskiptavinir hafa snúið við því baki og stjórn- völd þjarma að yfirmönnum þess. NOKKRAR STAÐREYNDIR SAS Air Canada Lufthansa Thai United Farþegar á ári 20 milljónir 17 milljónir 41 milljón 14 milljónir 82 millijónir Áfangastaðir 104 125 258 75 320 Lönd 34 25 86 37 32 Flug á dag 1.050 1.100 1.630 208 2.245 Skiptistöðvar REUTERS/ SVENSKA GRAFIKBYREN Kaupm.höfn Osló Stokkhólmur Toronto Montreal Vancouver Frankfurt Munchen Bangkok Chiang Mai Phuket Hat Yai Chicago Denver San Francisco Wash. DC Veglegt afmælistilboð! Sjálfskipt Sonata Verð: HYUnDRI til fratntíðar Ef þú átt þér draum um að eignast glæsilegan sjálfskiptan eðalvagn, sem tekur öðrum fram í útliti og aksturseiginleikum, þá er Hyundai Sonata bíllinn. Og það er stutt frá draumnum yfir í veruleikann því verðið er í engu samræmi við gæði þessa glæsilega bíls. ÁRMÚLA 13, REYKJAVÍK, SlMI: 568 1200 - BEINN SlMI: 553 1236
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.