Morgunblaðið - 16.05.1997, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 16.05.1997, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 1997 21 Víðtækt samkomulag Rússa og NATO nær frá kjarnorkuvopnum til baráttu gegn hryðjuverkum Fastaráði ætlað að draga úr tortryggni Brussel. Reuter. SAMKOMULAG Atlantshafs- bandalagsins (NATO) og Rússa, sem undirritað var í Moskvu á miðvikudag, miðar að því að treysta friðinn í Evrópu og við Atlantshaf, með lýðræði og sam- starf í öryggismálum að leiðar- ljósi. Orðalag samkomulagsins, sem er sextán síður, er á köflum almenns eðlis og loðið og farið er fáum orðum um þau atriði sem voru helsti ásteytingarsteinninn í viðræðum Rússa og NATO; flutn- ing kjamorkuvopna og herafla tii nýrra aðildarríkja bandalagsins. í samkomulaginu ítreka aðildar- ríki NATO að þau hafi engar fyrir- ætlanir um og enga ástæðu til að koma fyrir kjarnorkuvopnum í nýjum aðildarlöndum NATO. Ekki sé heldur þörf á að breyta kjarn- orkuviðbúnaði eða kjarnorku- vopnastefnu bandalagsins að nemu leyti. í samkomulaginu skuldbindur NATO sig til að reisa hvorki ný kjarnorkuvopnabyrgi né nýta sér þau sem fyrir eru. Flutningur herafla auðveldaður Atlantshafsbandalagið ítrekar einnig að við núverandi og fyrirsjá- anlega stöðu varnarmála verði sameiginlegum vörnum þannig háttað að auðveldað verði að flytja herlið og efla herafla fremur en að komið verði fyrir umtalsverðum viðbótarherafla til frambúðar. Þetta gæti krafist framkvæmda til að bæta samgöngur þannig að slíkir herflutningar geti átt sér stað og í samkomulaginu er tekið fram að þurfi að bregðast við áreiti eða sinna friðargæslu, sé leyfilegt að flytja herafla. Þetta verði gert þannig að Rússar eigi auðvelt með að fylgjast með. Jafnframt skuld- binda Rússar sig til að halda aftur af sér með svipuðum hætti hvað varðar staðsetningu hefðbundins herafla þeirra í Evrópu. Þá er ítrekað mikilvægi þess að samningur um fækkun í hefð- bundnum herafla (CFE) verði stað- festur í aðildarríkjum sáttmálans. Lykilhlutverk ÖSE Hlutverk Öryggis- og sam- vinnustofnunar Evrópu (OSE) er eitt lykilatriða samkomulagsins, en það kveður á um að hiutverk ÖSE verði aukið og staða stofnun- arinnar styrkt. Ahersla er eftir sem áður lögð á fyrirbyggjandi aðgerðir svo og að stillt verði til friðar þar sem átök bijótast út. NATO og Rússar eru sammála um að grípa þurfi til fyrirbyggj- andi aðgerða gegn öfgafullri þjóð- ernishyggju, hryðjuverkum og mannréttindabrotum. Styrkja þurfi aðgerðir til að fækka kjarn- orku-, efna- og lífefnavopnum, auka réttindi minnihlutahópa og leysa landamæradeilur sem stefna í hættu stöðugleika, öryggi og afkomu manna. Samkomulag NATO og Rússa hefur hvorki áhrif á starfsemi og skyidur öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, SÞ, hvað varðar að við- halda friði, né OSE. Báðir aðilar munu halda í heiðri þær skyldur sem þeir hafa gengist undir, svo sem stofnskrá og mannréttinda- sáttmála SÞ og sáttmála ÖSE. Horfið frá hótunum að ráðast hvor á annan Til að ná markmiðum sínum um öryggi og stöðugleika í Evrópu verða eftirtalin grundvallaratriði höfð í heiðri: •Að þróa, á sýnilegan hátt, öflugt og sterkt samstarf. •Að viðurkenna hve mikilvægu hlutverki lýðræði, fjölflokkastarf- semi, virðing fyrir lögum, viður- kenning mannréttinda og þróun fijáls markaðar, hefur á sameigin- lega hagsæld og öryggi. •Að aðilar samkomulagsins hverfi frá hótunum um að ráðast hvorir á aðra eða önnur ríki. •Að sjálfstæði og fullveldi allra ríkja verði virt, svo og réttur þeirra til að velja sér leiðir til að gæta öryggis síns. •Að ákvörðunum í varnar- og hernaðarmálum verði ekki haldið leyndum. •Að komið verði í veg fyrir átök og/eða þau leidd til lykta í sam- ræmi við stefnu SÞ og ÖSE. •Að stuðningur verði veittur frið- argæsluaðgerðum á vegum örygg- isráðs SÞ eða ÖSE. Fastaráð Rússa og NATO Til þess að framfylgja sam- komulagi Rússa og Atlantshafs- bandalagsins verður sett á fót fastaráð þeirra, sem verður aðal- vettvangur samskiptanna. Það hefur störf ekki síðar en fjórum mánuðum frá undirritun sam- komulagsins. Sjálft ráðið skipa framkvæmda- stjóri NATO, fulltrúi rússneskra stjórnvalda og fulltrúi eins aðildar- ríkja NATO, en þau skiptast á um að eiga fulltrúa í ráðinu. Fundir verða haldnir á ýmsum stigum stjórnkerfisins; fundir utanríkis- ráðherra, varnarmálaráðherra, svo og leiðtogafundir, auk þess sem yfirmenn herráða og aðrir yfir- menn heija Rússa og NATO-ríkja munu eiga fundi. I hveijum mán- uði sitja sendiherrar NATO-ríkja og Rússlands fund fastaráðsins og boðað verður til aukafunda ef ástæða þykir til. A fundum fastaráðsins verður haft samráð um fyrrgreind atriði sem komið hafa fram, teknar ákvarðanir og gripið til aðgerða en stofnun ráðsins veitir hvorki Rússum né NATO-ríkjum neitun- arvald í málefnum hvers annars. Á fundum fastaráðsins verða hins vegar ekki rædd innanbúðarmál NATO, innanlandsmálefni ein- stakra aðildarríkja þess eða Rússa. Auk stofnunar fastaráðsins, leggja NATO og Rússar til að samstarf rússneska þingsins og Norður-Atl- antshafsráðsins, verði aukið. Fjallar um öryggismál Fastaráð Rússa og NATO mun fjalla í víðum skilningi um þau mál sem varða öryggi Rússa og NATO, m.a.: •Fyrirbyggjandi aðgerðir til að koma í veg fyrir átök. •Sameiginlegar aðgerðir, svo sem friðargæslu. •Þátttöku Rússa í sameiginlegu ráði NATO og aðildarríkja friðar- samstarfsir.s, sem til stendur að koma á fót. •Vopnaeftirlit. •Kjarnorkumál og öryggisaðgerð- ir þeim tengdar. •Fækkun vopna og vopnasölu •Mögulega samvinnu við þróun varna gégn flugskeytum. •Aðgerðir til að auka öryggi í flugi. •Gagnkvæmt upplýsingastreymi um hernaðaruppbyggingu NATO- ríkjanna og Rússlands. •Samvinna og skipti á upplýsing- um um kjarnorkuvopn. •Áætlun um aukna samvinnu á sviði hernaðar, efnahagsmála, umhverfismála og vísinda. •Samvinna á sviði björgunarað- gerða, t.d. i kjölfar náttúruham- fara. •Breytingar í vopnaiðnaði. •Baráttu gegn glæpum og hryðju- verkum. •Hvernig auka megi þekkingu almennings í Rússlandi og NATO- ríkjum á bættum samskiptum þeirra. Komið verði á fót upplýs- ingaskrifstofu NATO í Moskvu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.