Morgunblaðið - 16.05.1997, Blaðsíða 40
.40 FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 1997
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
BENEDIKT RAGNAR
BENEDIKTSSON
+ Benedikt Ragnar
Benediktsson
fæddist í Skálholt-
svík í Hrútafirði hinn
29. janúar 1921.
Hann lést á hjarta-
deild Landspítalans
10. maí síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru hjónin Benedikt
Ingimundarson frá
Staðarhóli í Saurbæ,
f. 1888, d. 1922, og
r Lilja Magnúsdóttir
frá Miðhúsum, Jóns-
sonar í Skálholtsvík,
f. 1893, d.1986. Síð-
ari eiginmaður hennar var Aðal-
steinn Jakobsson, bóndi á Neðri-
Brunná í Saurbæ, og gekk hann
Benedikt í föður stað.
Systkini Benedikts: 1) Emma,
f. 1916, d. 1952, húsfreyja í Ás-
garði í Dölum og fyrri eiginkona
Ásgeirs alþm. Bjarnasonar, þau
áttu tvó syni, 2) María, f. 1919,
húsfreyja, eiginkona Jóhanns
Hjálmarssonar bónda, sem er
látinn, þau bjuggu lengst á Ljó-
salandi í Skagafirði, þau áttu
átta syni, 3) Haraldur, f. 1923,
iðnaðarmaður í Reykjavík,
kvæntur Guðrúnu Elíadóttur,
þau eiga fjögur börn, 4) Ingi-
björg Aðalsteinsdóttir, f. 1926,
húsmóðir, gift Guðlaugi Sæ-
mundssyni, bifreiðasljóra í
Reykjavík, þau eiga fjóra syni,
5) Guðborg Aðalsteinsdóttir, f.
1933, húsfreyja, gift Eyþóri Ein-
arssyni bónda, sem er látinn, þau
bjuggu lengst á Kaldaðarnesi,
þau áttu sjö börn.
Benedikt kvæntist
10. júlí 1948 Bryn-
hildi Skeggjadóttur.
Foreldrar hennar
voru Vilborg Magn-
úsdóttir frá Hvalsá,
síðar húsfreyja að
Hvammi í Dölum, og
Skeggi Samúelsson
frá Miðdalsgröf á
Ströndum, bústjóri á
kúabúi Isfirðinga,
járnsmiður á Isafirði
og síðar í Reykjavík.
Þau voru ekki gift
og átti Vilborg
Magnús Sturlaugs-
son en Skeggi Ragnheiði Jóns-
dóttur frá Kollafjarðarnesi.
Bæði lifðu mörg síðari æviár sín
í Reylq'avík.
Benedikt og Brynhildur eign-
uðust þrjú börn. Þau eru: 1) Sig-
rún, f. 1949, sjúkraþjálfari í
Reykjavík, gift Gísla Einarssyni
yfirlækni, þau eiga tvö börn, Ásu
Björk, f.1979, og Einar Örn, f.
1983, 2) Lilja, f.1950, starfsmað-
ur Listasafns Islands, búsett á
Seltjarnarnesi, gift Sigurði Vil-
bergssyni raftækni, þau eiga
þrjú börn, Benedikt, f. 1972,
Arnar, f. 1975, og Hildi, f. 1981,
3) Benedikt Einar, f. 1958, tölv-
unarfræðingur í Reykjavík,
kvæntur Þórnýju Öldu Krisljáns-
dóttur sjúkraliða, þau eiga þijár
dætur, Berglindi Evu, f. 1982,
og tvíburana Ásdísi og Auði, f.
1984.
Utför Benedikts fer fram frá
Grensáskirkju, í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
- Látinn er í Reykjavík tengdafaðir
minn, Benedikt Ragnar Benedikts-
son, fyrrum leigubifreiðastjóri og síð-
ar starfsmaður Olíufélagsins hf.,
Esso.
Að leiðarlokum er mér bæði ljúft
og skylt að minnast þessa einstak-
lega ljúfa og grandvara manns sem
ekki í neinu efni mátti vamm sitt vita.
Benedikt var fæddur í Skálholts-
vík á Ströndum 29. janúar 1921 og
var hann því 76 ára gamall er hann
lést. Benedikt missti föður sinn hálfs
annars árs að aldri og var hann skírð-
ur yfir kistu hans en móðir hans
gekk þá með Harald, yngri bróður
hans. Eldri voru systurnar Emma og
María. Lilja móðir Benedikts bjó
áfram í Skálholtsvík hjá ættmennum
sínurn til ársins 1925 en þá gerðist
hún bústýra hjá Aðalsteini Jakobs-
syni, bónda á Neðri-Brunná í
Saurbæ. Fóru með henni börnin
Emma, Benedikt og Haraldur en
dóttirin María fór í fóstur að Ospaks-
eyri í Bitru. Lilja giftist síðar Aðal-
steini og gekk hann Benedikt og
systkinum hans öðrum en Maríu í
föður stað. Þau Lilja og Aðalsteinn
áttu síðan dæturnar Ingibjörgu og
Guðborgu. Ólst Benedikt upp að
Neðri-Brunná og gekk hann í skóla
í heimasveit og síðar í Héraðsskólann
að Reykjum í Hrútafirði. Vann hann,
eins og þá tíðkaðist, við ýmis sveita-
störf þar tii hann fluttist til Reykja-
_vvíkur 1945 er Lilja og Aðalsteinn
brugðu búi á Neðri-Brunná og fluttu
til_ Emmu dóttur sinnar sem þá bjó
í Ásgarði í Dölum. Þá hafði Benedikt
að vísu unnið tímabundið m.a. við
lagningu Reykjavíkurflugvallar
næstu árin á undan.
Eftir komuna til Reykjavíkur hóf
Benedikt störf hjá Ölgerðinni Agli
Skallagrímssyni og starfaði hann hjá
því fyrirtæki til 1952 að hann hóf
rekstur leigubifreiðar hjá BSR.
Stundaði hann það starf til ársins
1974 en hóf þá störf hjá Olíufélaginu
hf, ESSO. Hjá Olíufélaginu vann
Benedikt síðan tii starfsloka 1993,
þá 72 ára gamall.
Ég tel mér óhætt að fullyrða að
Benedikt rækti öll þau störf er hann
tók að sér af einstakri samviskusemi
og trúmennsku, þessi fornu giidi sem
honum höfðu verið innrætt og í bióð
borin sveik hann aldrei. Af flestu eða
öllu því sem Benedikt hefur sagt
j». mér frá gegnum árin get ég dregið
þá ályktun að hér fór maður sem
alltaf var áhugasamur um sögu, ör-
lög manna og mannlegt eðii, hann
var sögumaður með ágætum og hafði
skemmtilega kímnigáfu. Margar
skemmtilegar sögur átti hann í fórum
sínum, ekki síst frá bílstjóraárunum,
sögur um mannlegt eðli og breysk-
leika sem hann varð vitni að úr bíl-
stjórasætinu. Alltaf var þó frásögn
Benedikts full skilnings og hlýju og
aldrei sagði hann sögur sínar mönn-
um til hnjóðs eða minnkunar. Bene-
dikt var sannarlega margfróður og
víðlesinn, sérstaklega hafði hann
áhuga á samtímasögunni. Kynslóð
hans þykir mér einhver sú merkileg-
asta í sögu lands okkar og hann var
sannarlega góður fulltrúi þeirrar
kynslóðar.
Fæddur í landi fátæktar og fá-
breytni í atvinnuháttum var Benedikt
alinn upp við einstaklega kröpp kjör
eins og nærri má geta af frásögninni
um fyrstu ár hans hér að framan.
Hann og kynslóð hans gátu vart vit-
að annað en að hennar biðu svipaðar
aðstæður og ríkt höfðu kynslóð fram
af kynslóð í landinu. Næstu tvær
kynslóðir á undan bjuggu meira að
segja að nokkru leyti við krappari
kjör en oft áður vegna þess að fram-
an af nítjándu öldinni hafði árferði
verið með betra móti, fólki hafði
fjölgað meir en um langa hríð og
jarðnæði varð af skornum skammti.
Þetta varð til þess að menn leituðu
fram á afdali sem ekki höfðu áður
verið byggðir og brutu þar nýtt land.
Svo var einmitt um afa Benedikts í
móðurætt sem bjó í Miðhúsum á
Víkurdal, fram af Skálholtsvík. Síð-
ari hluti aldarinnar varð hins vegar
fimbulkaldur og var ís landfastur á
Norðurlandi flest ár áttunda og
níunda áratugarins með þeim afleið-
ingum að lífsskilyrði versnuðu til
muna og stórfelldur landflótti varð
til Vesturheims. Benedikt fæddist í
lok þessa erfiða tímabils og á upp-
vaxtarárum hans glímdi þjóð hans
auk þess við afleiðingar heimskrepp-
unnar miklu á fjórða áratug þessarar
aldar.
Þær geysilegu þjóðfélagsbreyting-
ar sem heimsstyijöldin síðari hafði í
för með sér urðu að ýmsu leyti um-
fangsmeiri á íslandi en í mörgum
öðrum löndum. Fólkið af kynslóð
Benedikts var rifið upp með rótum
úr þeim jarðvegi sem það spratt úr
og því bókstaflega kastað suður á
mölina, eins og kallað var. Þekkt er,
að mölin er hijóstrugri jarðvegur en
moldin og víst er að margir áttu erf-
itt með að festa rætur á nýjan leik.
Furðu mörgum tókst þó að fóta sig
í umrótinu og sannfærður er ég um
að þolgæði og seigla sú sem alda-
langt harðræði hafði innprentað ís-
lendingum gerði þeim kleift að halda
rósemd og jafnvægi á þeim tímum
gjörbreytinga sem fóru í hönd er
Benedikt og hans kynslóð voru að
komast til manns. Samt fínnst mér
stundum eins og munur sé á sonum
og dætrum hinna ýmsu byggðarlaga.
Þannig virðist fullkomið æðruleysi
gagnkvæmt hveiju því sem að hönd-
um bar hafa einkennt t.d. marga
Hornstrendinga en Saurbæingurinn
Benedikt bar alltaf nokkurn beig til
vetrarins og skammdegisins og
myrkrið var honum alltaf meinilla
við. Hið þreifandi myrkur tunglskins-
lausrar vetrarnætur í sveit skilja
ekki kynslóðir nútímans. Einhvern
veginn fannst mér alltaf sem Bene-
dikt væri viðbúinn því að vetrarfóðr-
in dygðu ekki til vors og best væri
því að vera við öllu búinn. Hann tefldi
því aldrei í tvísýnu í lífi sínu, enda
hefði það átt illa við hann að lenda
á vonarvöl.
Fáa eða enga hef ég þekkt sem
vissi betri skil en hann á sögu síðari
heimsstyijaldarinnar, þess hild-
arleiks sem svo mikil áhrif hafði á
líf Benedikts, tengdaföður míns. Hin
eðlislæga fróðleiksfýsn hans nýttist
honum hér vel. Greinilega hafði hann
tekið fádæma vel eftir fréttum sam-
tímans af orustum og pólitískri þrá-
skák forystumanna stríðsþjóðanna
og af atburðunum hafði hann dregið
sínar ályktanir um ætlan og vilja
stríðsherranna og fannst mér oft
gaman að heyra hann lýsa skoðun
sinni á herkænsku eða mistökum
hinna ýmsu herforingja styijaldar-
innar.
Hinn einlægi áhugi og forvitni
Benedikts á öllu nýju og framandi
kom glögglega í ljós er hann fór
utan í fyrsta sinn, en þá kom meðal
annars í minn hlut það ánægjulega
hlutverk að sýna honum merk mann-
virki, héruð, borgir og bæi. Mér er
minnisstætt hversu einlæga og
barnslega gieði hann sýndi í hrifn-
ingu yfir öllu merkilegu sem hann
sá og kannaði og mér varð þá skyndi-
iega einnig ljós sú staðreynd að
ferðalög, sjónvarp, kvikmyndir og
fjarskiptatækni nútímans hafa rænt
okkur nútímafólk þessari innilegu
uppgötvunargleði sem okkur er í
raun í blóð borin. Engum kemur nú
neitt á óvart lengur, jafnvel börnin
okkar hafa séð allt og ef ekki, þá
má bara leigja sér spólu og kanna
málið. í annarri ferð Benedikts til
útlanda tókst að fá leyfi til þess að
skoða flugstöð herflugvéla og Bene-
dikt, margfróðum um herflugvélar,
herskip, tæki og tól þótti ekki ónýtt
að geta sagt svila sínum hjá Land-
helgisgæzlunni að hann hefði fengið
að setjast í sæti flugmanns fullbúinn-
ar nýtísku orustuflugvélar. Þessi
fölskvalausa, jákvæða forvitni, þekk-
ingarleit og gleði Benedikts yfir öllu
stórkostlegu í tilverunni fannst mér
ávallt hans helsta og besta einkenni.
Benedikt var lengst af heilsu-
hraustur maður, hann var grannvax-
inn, vel á sig kominn og léttur á
sér. Honum veittist létt að hlaupa á
fjöll til að njóta útsýnis og fegurðar
landsins er hann var á ferð og gerði
hann það gjarna. Síðasta árið fann
hann í vaxandi mæli fyrir hjartveiki
sem gerði honum erfitt fyrir að lok-
um og það ásamt öðru heilsuieysi
varð til þess að mjög var af Bene-
dikt dregið síðustu vikurnar. Gerði
hann raunar sínum nánustu ljóst að
heilsuleysið ætti illa við hann og tel
ég mér óhætt að segja að Benedikt
hafi kvatt þennan heim sáttur við
guð og menn.
Að leiðarlokum er margs að minn-
ast og margt að þakka. Þegar á
fyrsta fundi okkar Benedikts tók
hann mér einstaklega vel og aldrei
fann ég annað en hlýju og velvild
streyma frá honum. Þannig var það
alla tíð, þrátt fyrir aldursmun okkar
tók hann mér alltaf sem jafningja
enda þótt mig skorti auðvitað þá lífs-
reynsiu sem hann hafði umfram mig.
Segja má að einkunnarorð lífs
Benedikts R Benediktssonar hafi
verið „hægt og hljótt". Þannig var
líf hans og þannig kvaddi hann þenn-
an heim. Hann skilaði sannarlega
sínu, án fyrirgangs eða hávaða. Eng-
um manni tróð hann um tær, öllum
ætiaði hann vel. Við hentum gaman
að því að ætla að ganga saman yfir
hina nýju Gils^arðarbrú fullbúna
ásamt nokkrum gömlum Saurbæing-
um, fyrrum sumarstrákum og bar-
áttumönnum um það mál. Af því
verður ekki en viss er ég um að
Benedikt verður með þeim okkar sem
fá að fara þá för. Hvað við ætluðum
að borða með guðaveigunum við þá
athöfn er í góðu samræmi við fína
kímnigáfu Benedikts en það geymum
við fyrir okkur. Um leið og ég þakka
tengdaföður mínum samfylgdina vil
ég senda Brynhildi tengdamóður
minni, börnum hennar, tengdabörn-
um og barnabörnum hlýjar samúð-
arkveðjur og óska henni guðs bless-
unar um ókomna tíð.
Gísli Einarsson.
Mig langar í örfáum orðum að
minnast hans afa míns.
Hann Benedikt afi er látinn. Hann
var góður maður. Ég minnist hans
mest sumarið 1994 þegar við fórum
í sumarbústaðarferðina. Þegar ég,
pabbi, mamma og Einar bróðir, afi
og amma komu með okkur í sumar-
bústað. Það var voða gaman. Það
var oft mikið fjör þegar fjölskyldan
hennar mömmu minnar kom saman
í jólaboð í Safamýri 48. Nú verður
tómlegt hjá henni mömmu minni.
Þín,
Ása Björk Gísladóttir.
Við heimför Benedikts vinar míns
og svila frá þessari jörð sem við
þekkjum, er mér efst í huga þakk-
læti fyrir að fá að hafa kynnst honum
og átt að vini í 45 ár.
Benedikt átti eitt viðkvæmasta
hjarta sem hefur slegið í bijósti nokk-
urs manns og átti oft erfitt með til-
finningar sínar ef sorg eða gleði bar
á góma.
Á þeim árum er hann stundaði
akstur spurði ég hann eitt sinn hvort
hann væri ekki þreyttur eftir langan
vinnudag. Ég kann ráð við því, svar-
aði hann. Þá set ég klassíska plötu
á fóninn, heyrnartækin á höfuðið og
leggst upp í sófa, en sjötta sinfónía
Beethovens er í sérstöku uppáhaldi.
Að vísu sofna ég stundum út frá
hljómlistinni, en þreytan hverfur og
ég endurnærist.
Þetta dæmi segir nokkuð mikið
um mann sem tileinkaði sér fegurð-
ina til betra lífs og þetta sagði hann
mér á sinn látlausa hátt, en stór orð
voru ekki til í hans orðabók.
Benedikt var hamingjusamur í
sínu einkalífi og Binna hans, börnin
þeirra, barnabörn og tengdabörn
voru honum allt og aldrei fékk hann
nógsamlega þakkað þá gæfu, sem
hann hafði orðið aðnjótandi.
Hann átti góða konu og fjölskyldu
sem endurgalt alla hans ástúð og
umhyggju.
Nú er löngu sjúkdómsstríði lokið
og svili minn kominn í þann heim
sem okkur er öllum búinn og það er
mín trú og vissa að á himnum ríki
sá friður og heilbrigði sem trú okkar
og vitund þráir.
í dag er því jafnframt hægt að
gleðjast yfir vistaskiptum vinar sem
fékk að lifa hér á jörð í mörg ham-
ingjusöm ár ásamt sínum ástvinum.
Skilningur okkar er svo takmark-
aður, en vonin og trúin er það ljós
sem lýsir og það ljós slokknar aldrei.
Þessi orð, sem hér eru rituð, eru
jafnframt orð konu minnar, sem
þakkar áratuga vináttu Benedikts
og óskum við honum heilla í ríki
Drottins.
Við biðjum góðan Guð að varð-
veita Binnu og alla fjölskyldu eins
besta drengs sem við höfum kynnst.
Grétar Marteinsson.
Senn er vor, um Breiðafjörð.
í dag er þar vor, þótt tímatal á
dagatali bendi okkur á að komið sé
sumar. Vor á Breiðafirði á engan
sinn líka á landi hér, þessi alda-
gamla matarkista þeirra sem við
fjörðinn hafa búið, þeir einir skynja
hvenær vorið við Breiðafjörð er kom-
ið, það er margradda hljóð ofar skeij-
um og eyjum, lætur vel í eyrum bú-
andans og linnir ekki meðan sól er
á lofti, hljóðnar um náttmál þar til
sólris verður aftur, þá hefst aftur
sami vorboðinn, kliðurinn sem allir
við fjörðinn bíða eftir og vita sem
er að þá er stutt í sumar.
Ég kenni mig betur við, þá þessi
heimur er kvaddur að allt sé hér í
dýrðarljóma, að hauður og haf skarti
sínu fegursta.
Vorið við Breiðafjörð minnir mig
á skaphöfn mannsins sem við kveðj-
um hér í dag, Benedikt Benedikts-
son, sem fæddur var í Strandasýslu
en uppalinn við Breiðaflörð, nánar
tiltekið á Neðri-Brunná. Þar óx hann
upp við venjuleg bústörf, sem geta
verið og eru göfgandi hveiju manns-
barni.
Lífsferill hans var að mestum
hluta leigubílaakstur á BSR. Þar kom
sér vel prúðmennskan og hógværðin
sem hann hafði í ríkum mæli. Samt
var hann ávallt glaður og viðræðu-
góður hvort var innan eða utan síns
hóps.
Svo ég vitni til ættfræðinnar kem-
ur þar til að faðir Benedikts var
Dalamaður, en móðir hans úr
Strandasýslu. Hún var systir Ragn-
heiðar á Fremi-Brekku, en hún og
maður hennar Magnús Ingimundar-
son áttu helminginn í Kvartettinum
Leikbræðrum, þá Torfa og Ástvald.
Þriðja systirin var Guðný Magnús-
dóttir kona séra Jóns Brandssonar,
prófasts á Kollafjarðarnesi.
Bróðir þeirra, Jón Magnússon, bjó
fyrst á Kirkjubóli, síðan í Skálhoit-
svík.
Sönggyðjan virðist með sprota sín-
um hafa snortið þessa ætt, því utan
þeirra sem í Leikbræðrum voru var
Magnús frá Kollaijarðarnesi lands-
frægur tónlistarmaður, sonur þeirra
Guðnýjar og séra Jóns.
Það hefur löngum verið talið að
umhverfið móti manninn þar sem
hann elst upp. Mér kæmi ekki á óvart
þótt Saurbærinn í Dalasýslu uppfóðr-
aði gott fólk svo fagurt sem þar er
um að líta. Há fjöll, mikið og slétt
undirlendi, landslag skeifumyndað
með opnu til vesturs þar sem Gils-
fjörður og Breiðafjörður renna sam-
an í eitt.
Ég minnist þess að á uppvaxtar-
árum Benedikts var fagurt mannlíf
í Dölum, þá var margt fólk á hveijum
bæ og gróska allsráðandi. Fullorðið
fólk í dag minnist ættstöðva sinna
með brosi á vör. Einmitt þá urðu
viss tengsl milli Neðri-Brunnár og
Hvamms í Dölum, þegar Brynhildur
frænka mín frá Hvammi batt lífs-
tryggð við Benedikt úr Saurbænum.
Þar hallaðist ekki á með prúð-
mennskuna sem um leið börnin hafa
tekið í arf.
Brynhildur mín! Ég votta þér mína
innilegustu samúð, svo og börnunum
og fjölskyldum þeirra.
Ekki kæmi mér það á óvart þegar
til baka er litið að þau Binna og
Bensi hafi átt sínar mestu sælustund-
ir undir Dalanna sól.
Sigurgeir Magnússon.
Ég vaknaði snemma morguns hinn
10. maí síðastliðinn, sól skein í heiði
og vorkoman leyndi sér ekki lengur.
I ljósi hennar leiðum við ógjarnan
hugann að því að skammt er milli
iífs og dauða. Þennan bjarta vor-
morgun hvarflaði ekki að mér að
nokkuð gæti raskað þessari vorgleði
og birtu. En skyndilega um hádegis-
bil sortnaði af skýjum er mér var
færð sú frétt að æskuvinur, frændi
og jafnaldri, Benedikt Benediktsson,
væri látinn.
Svo samofin eru bernsku- og
æskuár okkar Bensa frænda að ég
get ekki látið hjá líða að minnast
hans með nokkrum orðum. Ég rek
ekki æviferil hans með dagsetningum
og ártölum en minning æskuáranna
er áleitnust við þessi tímamót.
Við ólumst upp í sömu sveit, Saur-
bæjarhreppi í Dölum. Þar bjuggu
systur tvær, hvor á sínum bænum:
Lilja Magnúsdóttir, móðir Benedikts,
á Neðri-Brunná, og Ragnheiður,
móðir mín, á Fremri-Brekku. Mjög
kært var á milli þeirra systra og þær
um margt ákaflega líkar, bæði í út-
liti og innri gerð. Samgangur var
því mikill á milli bæjanna, Brekku
og Brunnár. Á Brekku vorum við
aðeins tveir bræður en á Brunná
fimm systkin, tveir bræður og þijár
systur, en fjórða systirin ólst upp
annars staðar. Þessi fimm barna
hópur á Brunná og við bræður tveir
á Brekku urðum strax í bernsku sem
einn systkinahópur þótt á milli bæj-
anna væri um klukkutíma gangur.