Morgunblaðið - 16.05.1997, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Þ
FRETTIR
Vinnuveitendur á Vestfjörðum
Kröfur ASV þýða tvöfalt
til þrefalt meiri hækkun
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjömsson
EINAR Jónatansson (t.h.) er formaður Vinnuveitendafélags Vest-
Qarða og Magnús Reynir Guðmundsson varaformaður.
HÆGT er að stunda verkfallsvörslu með bros á vör. Hér tekur
Kári Þór Jóhannsson verkfallsvörður Halldór Þórisson frá Súða-
vík tali. Halldór kom á olíubílnum á myndinni til Isafjarðar og
hugðist sækja birgðir en um það voru menn ekki á eitt sáttir.
Yfír 100 manns
á verkfallsvakt
„OKKUR sýnist að kröfur ASV
þýði tvöfalt til þrefalt meiri kaup-
hækkun en samið hefur verið um
hjá öðrum félögum og fyrirtækin
hér eru ekki í stakk búin að greiða
slíka hækkun. Geta okkar er ekki
meiri en annarra fyrirtækja.“
Þetta sögðu þeir Einar Jóna-
tansson formaður og Magnús
Reynir Guðmundsson varaformað-
ur Vinnuveitendafélags Vestfjarða
í samtali við Morgunblaðið. En er
ekki hugsanlegt að sum fyrirtækin
geti greitt hærra en samið hefur
verið um víðast hvar að undan-
förnu?
- „Það teljum við ekki. Fyrir-
tækin standa misvel eins og víða
annars staðar en það er alveg ljóst
að eins og kröfur ASV líta út í
dag kemur ekki til greina að sam-
þykkja þær og um það er algjör
samstaða meðal vinnuveitenda.
Við höfum fremur bent á þá leið
sem opnað hefur verið fyrir í
samningum að undanförnu að
svigrúm gefist innan hvers vinnu-
staðar til að mæta hugsanlega
einhveijum óskum um sérsamn-
inga.“
Veruleikinn er annar
Er ekki sums staðar verið að
greiða 90-100 þúsund króna laun
nú þegar og því mögulegt að setja
það í kjarasamningana?
- „Ef tryggt væri að vinnsla
væri stöðug, nýting og afköst í
hámarki og enginn skortur á besta
hráefni hefði það kannski verið til
umræðu. En veruleikinn er því
miður allt annar.“
Hvernig standa fiskvinnslu- og
útgerðarfyrirtækin eftir nærri
fjögurra vikna verkfall? Því svarar
Magnús Reynir:
- „Almennt talað stendur físk-
vinnslan hér tæpt og fyrirtækin
koma misvel eða öllu heldur mis-
illa út úr svona stöðvun. Bolfisk-
vinnslan skrimtir eftir að hafa ver-
ið rekin alllengi með tapi eftir sam-
drátt í þorskveiðum. Það væri vit-
anlega miklu auðveldara fyrir okk-
ur að hætta allri fiskvinnslu og
stunda bara útgerðina og selja afl-
ann alltaf á fískmörkuðum eða
beint út. En við erum að reyna að
byggja upp þessa vinnslu og höfum
trú á að bjartari tímar séu fram-
undan.
Við hugsuðum okkur þannig
gott til glóðarinnar með steinbíts-
vertíðina nú í vor, mars til maí,
en hún hefur algjörlega farið í
vaskinn. Undanfarin misseri hafa
menn verið að endurskipuleggja
mörg fiskvinnslu- og útgerðarfyr-
irtæki hér á norðanverðum Vest-
fjörðum og sameina en með svona
hörku er nánast kippt fótunum
undan slíkum tilraunum.
Ef við ætlum að halda byggð-
inni lifandi hér vestra verður að
vera hægt að reka fiskvinnslu og
við getum ekki horft uppá að
kröfugerð hluta félaga innan ASV
eyðileggi það.“
Óbilgirni
Talsmenn vinnuveitenda telja
fulltrúa ASV sýna óbilgirni og að
þeir vilji í engu slaka á kröfum og
því gangi viðræður svo hægt sem
raun ber vitni.
- „Við höfum boðið það sama
og aðrir og jafnvel teygt okkur
aðeins lengra en það er eins og
viðsemjendur okkar gangi út frá
því að við getum boðið margfalt
betur en í öðrum samningum og
það er einfaldlega útilokað.
Vinnuveitendur benda einnig á
að verði samið við ASV um meiri
hækkanir en þau félög innan ASV
fengu, sem þegar hafa samið,
muni það leiða til glundroða og
sem dæmi má nefna að þá þarf
Bakki sem rekur rækjuvinnslu
bæði í Bolungarvík og Hnífsdal
að greiða starfsfólki sínu misjöfn
laun.“
Er ekki hætta á að fiskiskipin
stöðvist á næstunni?
- „Það gæti gerst ef samúðarað-
gerðir verkalýðsfélaga annars
staðar leiða til löndunarbanns eins
og er yfirvofandi í Reykjavík og
Hafnarfirði. En við stöðvum ekki
skipin, frekar verða þau leigð öðr-
um útgerðum og skráð í öðrum
byggðarlögum. Þá gæti orðið erfitt
að færa þau hingað aftur.“
VERKFALL sex félaga innan Al-
þýðusambands Vestfjarða hefur um
helgina staðið í fjórar vikur. Milli
fjórar og fimm milljónir króna hafa
í dag verið greiddar í verkfallsbætur
til þeirra rúmlega 500 félagsmanna
sem í verkfalli eru. Framlög hafa
borist í verkfallssjóði félaganna víða
að. Lítið sem ekkert miðaði í samn-
ingaviðræðum í gær.
Verkfall ASV hefur einkum áhrif
á fiskvinnslu en hafnarvinna liggur
einnig niðri og starfsmenn á bensín-
stöðvum eru í verkfalli. Á skrifstofu
Baldurs við Pólgötuna eru verkfalls-
verðir á stöðugri vakt og bakvakt
og eru vel á annað hundrað manns
skráðir á vaktina. Þeir sem ekki eru
á vaktinni láta vita ef þeir telja að
verkfallsbrot sé í uppsiglingu. Þannig
hefur verið fylgst sérstaklega með
ísflutningum og þeir stöðvaðir, verk-
stjóri var stöðvaður þegar hann hugð-
ist flytja vörubretti frá vörugeymslu
að rækjuvinnslu og sorphirða er und-
ir smásjá. Verkfallsverðir sögðu að
vaktin væri róleg og afslöppuð meðan
viðræður stæðu en yrði þeim slitið
mætti búast við harðari afstöðu.
Fáar undanþágur
Undanþágur hafa einnig verið í
lágmarki. Veitt var undanþága fyrir
áburðarflutningum til bænda, ræst-
ingar eru leyfðar í bönkum og leik-
skólum en undanþága til ræstinga í ,
Stjórnsýsluhúsinu hefur verið aftur- I
kölluð. |
ASV hefur ekki verkfallssjóð held- L
ur hafa félögin sjálf slík mál með *
höndum. Þannig hafa rúmar þrjár
milljónir króna verið greiddar úr
verkfalissjóði Baldurs á ísafirði en
félagar eru kringum 300. Greiðslur
úr verkfallssjóði miðast við atvinnu-
leysisbætur, eru rúmar 53 þúsund
krónur fyrir fulla vinnu.
Verkalýðsfélagið Vaka á Siglu-
firði sendi hálfa milljón í verkfalls- )
sjóðinn í gær, Kennarasamband Is- k
lands tvær milljónir, Félag leikskóla- t
kennara 50 þúsund, svo dæmi séu P
tekin. Þá hafa borist baráttukveðjur
frá öðrum verkalýðsfélögum og frá
vinnustöðum verkafólks á Isafirði
og nágrenni þar sem ekki er verkfall.
Verkfallsverðir tjáðu óánægju sína
með að verkalýðsfélög skyldu ekki
vera afdráttarlausari í afstöðu sinni
vegna löndunar fiskiskipa frá Vest-
fjörðum. Útgerðarmenn hefðu komist
upp með það að láta skipin landa |
víða um land og sögðu félagar í t
Baldri það veikja stöðuna innan ASV ™
að veiðar gætu gengið ótruflaðar.
Fagnað var ákvörðun Dagsbrúnar og
Hlífar um samúðaraðgerðir sem
grípa á til frá miðri næstu viku.
Pétur Sigurðsson forseti ASV
Aðrir settu
markið of lágt
Eftir nærri fjögurra vikna verkfall félaga
innan ASV hafa samningaviðræður nánast
engan árangur borið. Hvorugur aðilinn
slakar nóg að mati hins. Jóhannes
Tómasson kynnti sér sjónarmiðin og
stöðuna á ísafirði í gær.
HÉR fara þeir Pétur Sigurðsson á ísafirði (t.h.) forseti ASV
og Helgi Ólafsson á Hólmavík varaforseti yfír stöðuna.
VIÐ settum kröfur okkar fram
með nokkuð öðrum hætti en
Verkamannasambandið sem setti
markið einfaldlega of lágt miðað
við væntingarnar í þjóðfélaginu og
miðað við efnahagslega getu fyrir-
tækjanna gagnvart verkafólki.
Þess vegna má kannski segja að
við séum í erfíðum aðstæðum en
stuðningur félaganna við foryst-
una er algjör.
Þetta eru í hnotskurn ummæli
Péturs Sigurðssonar forseta ASV
þegar rætt var við hann á Isafirði
í gær. Pétur segir að samsetning
verkalýðsfélaganna á Vestfjörðum
sé nokkuð önnur er víða á landinu
þar sem um 90% félaganna starfi
að fiskvinnslu.
70 þúsund krónum
of lágt
Þess vegna þyki mönnum
krafan um 70 þúsund króna
lágmarkslaun of lág og það hafi
í raun komið fram við afgreiðslu
samninganna í mörgum
félögunum hversu óánægja með
þá hafi verið útbreidd enda felldir
í 12 félögum. Sagði hann að komið
hefði í ijós að þeir sem hefðu
áunnið sér einna mesta reýnslu
bæru lítið úr býtum og dæmi
væru um launalækkun.
Meginkrafan stendur
Pétur sagði að meginkrafan um
100 þúsund króna dagvinnulaun
stæði og tekist væri á um útfærslu
á henni. Líta yrði á útgreidd laun
í dag og á þá staðreynd að 60 til
70% félaga hefðu nánast þessi
laun. Sagði hann að þeir fiskverk-
endur sem greiddu lægri laun, að-
allega vegna lægri bónusgreiðslna,
yrðu að laga rekstur sinn, reka
alvöru fiskvinnslu.
Þetta væri einnig raunin í
mörgum greinum sem stæðu fisk-
vinnslu og útgerð nærri, þar tíðk-
uðust yfirborganir og það eina
rétta væri að koma slíkum yfir-
borgunum í taxta. „Ef menn vilja
ekki semja um slíka hluti við
verkalýðsfélögin og frekar halda
sig við fyrirtækja- eða innanhúss-
samninga þá lýsir það áliti manna
á þýðingu verkalýðsfélaga,“ sagði
Pétur og hélt áfram: „Þess vegna
má segja að barátta okkar hér sé
að vissu leyti barátta fyrir til-
gangi og tilverurétti verkalýðsfé-
laga.“
En af hveiju ættu verkalýðsfé-
lög á Vestfjörðum að geta náð
lengra og samið um meira en það
sem flest önnur félög hafa samið
um? |
„Spumingin snýst ekki um það k
heldur erum við að segja að fyrir- ■
tækin geti borgað meira en þau
hafa komist upp með að segja að
þau geti. Ég tel að menn hafí ekki
látið nóg á það reyna í samningun-
um sem gerðir hafa verið hvort
félögin voru tilbúin að fylgja kröf-
unni fastar eftir.
Ég bendi líka á að Dagsbrún gj
hefur til dæmis náð ýmsum rétt-
indum fram fyrir vissa hópa innan t
sinna vébanda sem færir þeim 10
til 25% hækkun og við erum á
sama hátt að reyna að ná kjarabót-
um fyrir okkar sérhæfða fólk sem
einkanlega fæst við fiskvinnslu.“
Góð samstaða
„Hér voru samningaviðræður
komnar af stað með þessari kröfu-
gerð þegar aðrir sömdu,“ segir
Pétur. „Þá vorum við úti í miðri á
og gátum ekki snúið aftur til sama k
lands, við verðum að halda áfram ■
og standa á kröfunum."
Pétur segir að samstaðan sé góð
innan ASV og menn séu áfram
tilbúnir að beijast fyrir þessum
kröfum. „Við vorum ekki viss um
að slík samstaða næðist, héldum
að takast mætti að halda úti
kannski 20 manna hópi í verkfalls- ^
vakt en hér hafa um 150 manns .
staðið þessar vaktir og þar hafa
félagsmenn fengið góða tilfinningu |
fyrir baráttunni."