Morgunblaðið - 16.05.1997, Blaðsíða 48
48 FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
MESSUR
Messur á landsbyggð-
inni um hvítasunnu
HOLTSPRESTAKALL í Önundar-
firði: Hvítasunnudag: Ferming í
Flateyrarkirkju kl. 11. Prestur sr.
Gunnar Björnsson.
HÓLSKIRKJA, Bolungarvík:
Hvítasunnudag: Ferming kl. 14.
Prestur sr. Gunnar Björnsson.
HRAUNGERÐISKIRKJA í Flóa:
Annan hvítasunnudag: Hátíðar-
messa kl. 13.30. Kristinn Á. Frið-
finnsson.
MIÐDALSKIRKJA í Laugardal:
Hvítasunnudag: Messa kl. 11.
MOSFELLSKIRKJA í Grímsnesi:
Hvftasunnudag: Messa kl. 14.
BÚRFELLSKIRKJA i Grímsnesi:
Hvítasunnudag: Messa kl. 16.
REYKHOLTSPRESTAKALL:
Hvítasunnudag: Ferming í Gils-
bakkakirkju kl. 11. Ferming í
Reykholti kl. 14. Annan hvíta-
sunnudag: Messa á Stóra-Ási kl.
11 og í Síðumúla kl. 14.
VILLINGAHOLTSKIRKJA í Flóa:
Hvítasunnudag: Ferming kl.
13.30. Kristinn Á. Friðfinnsson.
BOURJOIS
-- P A R I S-
Gréta Boða.
förðunarmeistari,
kynnirvor-og
sumarlitina í dag í
HAGKAUP
Skeifunni
kl. 13-18.
FATMCK2
SKÓVERSLUN
DOMUS MEDICA / KRINGLUNNI
STEINAR WAAGE
ÍDAG
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags
Skunk Anansie-
tónleikarnir
og fjölmiðlar
BJÖRK skrifar: „Það vakti
athygli mína þegar ég
horfði á kvöldfréttir á báð-
um sjónvarpsstöðvum,
sunnudaginn 11. maí, að
eina umfjöllun fannst mér
vanta. Það var umfjöllun
um tónleikana, sem haldn-
ir höfðu verið kvöldið áður,
með bresku hljómsveitinni
Skunk Anansie. Það vant-
aði algjörlega alla umfjöll-
un og það var ekki sýnt
eitt brot af tónleikunum,
eða nokkru öðru sem teng-
ist _þeim.
Eg fór að rifja upp komu
Blur til íslands, og mig
minnti ekki betur en að
það hefði verið umfjöllun
um þá tónleika og að dag-
arnir til komu Damons
Albrans hefðu nánast verið
taldir frá því að vitað var
að þeir kæmu hingað að
halda tónleika.
Einnig minntist ég tón-
leikanna með Björk og
David Bowie, og þá var
umfjöllun um báða aðila í
sjónvarpi og dagblöðum.
En núna þegar Skunk
Anansie sté á svið í Laug-
ardalshöllinni, var ekki
neitt um tónleikana, né
hljómsveitina sjálfa í sjón-
varpsfjölmiðlum.
Ég var ein af 5000 gest-
um í höllinni og ég verð
að segja að Skunk Anansie
stóð sig frábærlega og
söngkonan Skin heillaði
mig með skemmtilegri
sviðsframkomu sinni.
Finnst fjölmiðlum hér á
íslandi þessi tónlistarvið-
burður svo ómerkilegur að
þeir geta ekki hugsað sér
að láta örfá orð falla um
tónleikana? Þetta olli mér
vonbrigðum og ég fór að
velta því fyrir mér hvort
svona lagað gæti ekki fælt
erlendar hljómsveitir frá
því að heimsækja „klak-
ann“ og flytja tónlist sína
fyrir íslenska tónlistarunn-
endur. Ef komandi tónlist-
armenn eiga von á því að
fá ekki neina umflöllun í
fjölmiðlum geta þeir allt
eins sleppt því að koma
hingað. Því að auðvitað er
tilgangurinn með því að
heimsækja landið ekki að-
eins að vekja athygli hjá
tónleikagestum heldur líka
hjá allri þjóðinni.
Mér finnst lágkúrulegt
af íslenskum fjölmiðlum
(fyrir utan útvarpsfjöl-
miðla) að sýna hljómsveit-
inni Skunk Anansie ogtón-
leikunum fyrirlitningu og
sleppa allri umfjöllun og
ég er viss um að tónleika-
gestir sem staddir voru á
tónleikunum laugardaginn
10. maí eru sammála mér.
Tapað/fundið
Brún leður-
skjalataska
MAÐURINN sem fann
brúnu leðurskjalatöskuna
fyrir utan Glæsibæ er beð-
inn að hafa samband í síma
553-7135.
Grá hliðartaska
tapaðist
GRÁ hliðartaska, Shortys,
með svörtum lakkskóm og
fötum í, tapaðist á tónleik-
um Skunk Anansie. Skilvís
fmnandi vinsamlega hringi
í síma 550-8851.
Giftingarhringur
fannst
Giftingarhringur karl-
manns fannst í Efra-Breið-
holti. Uppl. í síma
587-2549.
Dýrahald
Kettlingar
fást gefins
9 VIKNA kettlingar,
kassavanir, fást gefins.
Uppl. í síma 567-2856
eftir kl. 17.
Læða
fæst gefins
DALMATÍA er fimm mán-
aða læða, góð og þrifin,
og hana vantar gott heim-
ili. Eins og nafnið gefur
til kynna er hún hvít með
svörtum doppum. Uppl. í
síma 566-6036.
SVARTUR leikur og vinnur
SKÁK
Umsjön MarjJrir
l’rlursson
Staðan kom upp í Evrópu-
keppni landsliða sem nú
stendur yfir í Pula í Króa-
tíu. Stórmeistarinn Ivan
Sokolov (2.615), Bosníu,
var með hvítt, en ítalski
alþjóðameistarinn Arlandi
(2.470) hafði svart og átti
leik.
26. - Hc2+! 27. He2 (Eða
27. Dxc2 - Dxd4+ 28. Kg3
- Hxel 29. Dc3 - Dxgl
30. Dxel — Bb5 og svartur
vinnur mann) 27. — Bf5
28. Dxc2 - Dxd4+ 29.
Kg3 - Bxc2 30.
Hxe8+ - Kg7
31. Kh2 -
Dxb2 32. He7 -
a5 33. g3 -
Dxa3 34. Hxb7
- a4 35. Bb5 -
De3 36. Hg2 -
Bdl 37. f4 -
Bf3 og hvítur
gafst upp.
Heimalið Króata
hefur forystu á
mótinu eftir
fimm umferðir
með 12 vinn-
inga. Rússar og
Englendingar
hafa 10 ‘A v. og Hvít-Rúss-
ar, Lettar og Ungveijar
koma næstir með 10 v.
Víkveiji skrifar...
KALT VOR er nú um allt land
og snjóar víða norðanlands.
Greinilegt er að vetur konungur,
eins og hann er gjarnan kallaður,
ætlar ekki að víkja fyrir sumrinu
fyrr en í fulla hnefana.
Raunar er þetta ekki einsdæmi.
Kalt hefur einnig verið um norðan-
verða Evrópu og ekki eru nema
örfáir dagar síðan fréttir bárust
af kafaldssnjó í Noregi og voru
hreindýrabændur þar komnir á
yztu nöf vegna jarðbanna fyrir
hjarðir sínar. Svo mikil snjóalög
eru í norðanverðri Skandinavíu, að
dýpt snævarins skiptir metrum.
Þetta kalda vor og óvenjumikil
flóð í Bandaríkjunum nú leiða hug-
ann að því hvort einhverjar veður-
farsbreytingar séu að verða á jörð-
inni og þá dettur mönnum ósjálf-
rátt í hug loftslagsbreytingar
vegna mengunar. Vonandi eru
þetta þó aðeins eðlilegar sveiflur í
veðurfari, en ekki breytingar af
mannavöldum.
xxx
• •
OMURLEGAR fregnir berast
nú af skemmtanalífinu í borg-
inni. Þrír ungir menn frá Eyrar-
bakka, sem ætla að gera sér glað-
an dag á einum skemmtistaða
borgarinnar, verða þar fyrir tilefn-
islausri árás ribbalda og einn þre-
menninganna bíður bana af. Hvers
konar skemmtistaðir eru það, þar
sem líf og limir gestanna eru í
bráðri hættu?
Annar maður er á ferð í Austur-
stræti að kvöldlagi. Einhver
ribbaldi tekur þá upp stein, þar sem
verið er að gera við götuna, og
lemur manninn svo í höfuðið að
hann e_r enn í sjúkrahúsi stórslas-
aður. í báðum þessum tilfellum,
sem hér um ræðir bera sjónarvott-
ar að árásirnar hafði verið gerðar
af engu tilefni. Ofbeldishneigð
fólks er greinilega orðin svo mikil
að nauðsynlegt er fyrir stjórnvöld
að bregðast við af fyllztu hörku.
Menn sem sýna slíka ofbeldistil-
burði eiga þunga dóma skilda. Það
er á engan hátt forsvaranlegt að
sleppa þeim lausum að loknum
yfirheyrslum.
Oft hafa íslendingar gumað af
þjóðfélagi þar sem ofbeldi er sjald-
gæft, ef ekki óþekkt. Nú hins veg-
ar bregður svo við að halda mætti
að öruggara væri að vera að næt-
urlagi í stórborgum Evrópu en í
henni Reykjavík. Þurfi borgaryfir-
völd að skilja eftir lausa steina á
almannafæri í miðborg Reykjavík-
ur, virðist og einsýnt að nauðsyn-
legt sé að stórefla löggæzlu á
meðan þetta ástand varir.
Raunar er bráðnauðsynlegt að
stórauka löggæzlu í miðborg
Reykjavíkur. Stjórnvöld mega í
engu spara íjármuni sem nauðsyn-
legir eru til þess að halda uppi
öflugri löggæzlu. Gera þarf lög-
regluna mun sýnilegri í borginni.
Ótækt er að einu sýnilegu ein-
kennisklæddu mennirnir í mið-
borginni skuli vera stöðumæla-
verðir.
xxx
EINS OG komið hefur fram í
fréttum hafa áfengisútsölur
ATVR byrjað sölu á bjór án þess
að mönnum sé gert að kaupa 6
flöskur eða dósir í pakka. Þannig
geta menn farið inn og keypt sér
einn áfengan bjór, rétt eins og
hvern annan gosdrykk. Víkveiji
verður að viðurkenna, að honum
finnst þetta vera mikil afturför og
ástæðulaus breyting. Fyrir nokkr-
um áratugum var bönnuð vindl-
ingasala í lausu og mönnum gert
að kaupa heilan vindlingapakka
eða ekkert. Sala á stökum bjór-
flöskum eða dósum er furðuleg
ráðstöfun.
Hægt er að kaupa bjórinn í út-
sölunni í Austurstræti í nágrenni
kaffihúsa, þar sem menn sitja úti
á gangstéttum á góðviðrisdögum.
Einn kaffihúsaeigandinn sagði
Víkveija að eftir að smásalan á
bjórnum byijaði í ríkinu væri stöð-
ugur straumur fólks inn á kaffihús-
ið, sem eingöngu kæmi þangað til
þess að kasta af sér vatni. A kvöld-
in gengju unglingarnir um miðbæ-
inn og kvaðst hann þurfa að spúla
gangstéttina hverr. einasta morg-
un framan við kaffihúsið til þess
eins að viðskiptavinirnir gætu
hafzt við á gangstéttinni í sólinni
fyrir hlandlykt. Já, heimur versn-
andi fer.