Morgunblaðið - 16.05.1997, Side 22

Morgunblaðið - 16.05.1997, Side 22
22 FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 1997 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Fitulyf bráttá markað? RÁÐGJAFANEFND Banda- ríska matvæla- og lyfjaeftir- litsins (FDA) mælir með því að fyrsta offitulyfið, sem dreg- ur ekki úr matarlyst heldur hefur áhrif á meltingarfærin, verði sett á markað. Um er að ræða lyf sem kallast Xenic- al en það kemur í veg fyrir að líkaminn nýti um þriðjung þeirrar fitu sem neytt er. Tek- ið er fram að hér sé þó ekkert töfralyf á ferðinni, því töku þess fylgja aukaverkanir, sem aukast í réttu hlutfalli við fitu- neysluna. Búist er við að FDA ákveði innan mánaðar hvort lyfið verður leyft en þá yrði það selt gegn framvísun lyf- seðils. Veldur niðurgangi Lyfið kann að valda „nokk- urs konar þarmaóbeit" að sögn vísindamanna sem rannsökuðu lyfið. Meðal aukaverkana eru niðurgangur, þunnar og olíu- kenndar hægðir, sem erfitt er að hafa hemil á. Þá getur lyfið gengið mjög á d-vítamínbirgðir líkamans, svo og önnur næringarefni. Verður þeim sem neyta lyfsins ráðlagt að taka aukavítamín- skammt. Hins vegar virðist Xenical draga úr kólesteróli í blóði. Við rannsóknir á því kom ennfremur ( ljós aukning brjóstakrabba í konum sem tóku lyfið, en ekki er vitað hvort tengsl eru þar á milli. Verði lyfið leyft, verða þeir sem neyta þess, varaðir við því að taka önnur megrunarlyf samhliða, þar sem ekki er vit- að hvaða áhrif það kann að hafa. Reuter Bruton boðar til kosninga JOHN Bruton, forsætisráðherra ír- lands, rauf í gær þing og boðaði til kosninga 6. júní næstkomandi. Vonast hann til að efnahagslegur uppgangur dugi stjórn sinni til að halda velli en skoðanakannanir benda þó til þess að stjórnarand- stöðuflokkarnir njóti fylgis meiri- hluta kjósenda. -----♦ ♦ ♦-- Séð yfir landamæri á útleið LANDAMÆRI Kína og Hong Kong, speglast í hjálmi bresks þyrluflugmanns. Við landamærin breiðir borgin Shenzhen úr sér. Bresku herdeildirnar undirbúa brottflutning frá Hong Kong í sumar, er Kínverjar taka við borginni. Shalikashvili varar Kín- verja við Norður-Kóreu Peking. Reuter. JOHN Shalikashvili, yfirmaður bandaríska herráðsins, varaði Kín- veija við bandamönnum þeirra í Norður-Kóreu á miðvikudag og sagði það ríki mestu ógnunina við frið á Asíu- og Kyrrahafssvæðinu. í ræðu í háskóla kínversku heijanna sagði Shalikashvili Bandaríkjamenn staðráðna í að halda áhrifum sínum í þessum heimshluta og væru þeir tilbúnir til stríðsátaka á Kóreu- skaga ef með þyrfti. Shalikashvili, sem er æðsti mað- ur bandaríska heraflans sem heim- sækir Kína í 14 ár, sagði efnahags- ástandið í N-Kóreu og getuleysi stjórnarinnar til að fæða þjóð sína eiga sinn þátt ( þeirri hættu sem af ríkinu stafaði. „Óútreiknanleiki stjórnarinnar er þó mesta ógnunin." Kínveijar hafa löngum verið dyggustu stuðningsmenn Norður- Kóreumanna og börðust við hlið þeirra í Kóreustríðinu 1950-53. Ör- lítið hefur sambandið þó kólnað eft- ir að stjórnin í Peking tók upp stjórn- málasamband við S-Kóreu 1992. Shalikashvili, sem er í Kína til þess að efla hernaðarsamvinnu Bandaríkjanna og Kína, sagði Bandaríkjamenn hafa áhyggjur af stefnu Kínveija í varnarmálum, einkum vopnasölu þeirra til Pakist- an og íran svo og áróður þeirra og hernaðarumsvif vikurnar fyrir for- setakosningar á Taiwan í fyrra. Italía enn talin eig*a möguleika á EMU-aðild Milanó. Reuter. SÉRFRÆÐINGAR telja að Ítalía eigi enn möguleika á að uppfylla skilyrði fyrir aðild að Efnahags- og myntbandalagi Evrópu (EMU) þrátt fyrir að bæði framkvæmdastjórn og ráðherraráð Evrópusambandsins hafi að undanförnu gagnrýnt ráð- stafanir (talskra stjórnvalda í ríkis- fjármálum og sagt að þær dugi ekki til. ítalskir stjórnmálamenn hafa eflzt í þeim ásetningi að tryggja landinu sess í hópi stofn- ríkja EMU. Fjármálaráðherrar ESB sam- þykktu fyrr í vikunni skýrslu, þar sem segir að ýmsar þeirra aðgerða, sem gripið hefur verið til í því skyni að ná fjárlagahallanum niður, séu ekki varanlegar. Enn meira aðhald þurfí í fjárlögum næsta árs til að tryggja árangur til lengri tíma. Þarf að rétta af hallann til frambúðar Framkvæmdastjóm ESB hefur hvatt (tölsk stjórnvöld til að hverfa frá tímabundnum tekjuöflunarað- gerðum á borð við hinn óvinsæla „evróskatt" og grípa þess í stað til róttækari uppstokkunar til að leysa kerfisvanda ríkissjóðs til frambúðar. Talið er að Ítalía eigi möguleika á að ná fjárlagahallanum á þessu ári niður fyrir 3% þröskuldinn, sem kveðið er á um í Maastricht-sátt- málanum. í spá framkvæmda- stjórnarinnar, sem birt var í síðasta mánuði, var gert ráð fyrir að hallinn yrði 3,2% af landsframleiðslu en að ná mætti honum niður í 3% með frekara aðhaldi á árinu. Framkvæmdastjórnin spáir hins vegar 3,9% halla á næsta ári, verði ekkert að gert. Og þar stendur hnífurinn í kúnni, því að innan framkvæmdastjórnarinnar hafa menn litla trú á að ítölum takist að lækka fjárlagahallann til lengri tíma. Eigi stjóm Romanos Prodi að tak- ast að ná hallanum niður í fjárlaga- gerðinni fyrir næsta ár verður hún að skera niður lífeyris- og velferðar- greiðslur. Um siíkt kann að verða erfítt að ná pólitískri samstöðu, en sérfræðingar segja að hugsanlegt sé að Prodi takist að ná samningum við hægrimenn í stjómarandstöðu um slíkar aðgerðir. TILLÖGUR að útliti evró-seðla. Evró-mynt og seðlar fyrr í umferð Brussel. Reuter. YVES-Thibault de Silguy, sem fer með peningamál í framkvæmda- stjórn Evrópusambandsins, leggur til að evró-seðlar og mynt verði set.t í umferð nokkrum mánuðum fyrr en ætlað var, eða haustið 2001 í stað ársbyijunar 2002. Jafnframt falli gömlu gjaldmiðlar aðildarríkj- anna úr gildi fyrr en áformað var. Þetta kom fram í máli de Silguys á ráðstefnu um undirbúning Efna- hags- og myntbandalags Evrópu (EMU), sem haldin var í Brussel í gær. Ummæli hans eru talin til merk- is um æ staðfastari trú framkvæmda- stjórnarinnar á að sameiginleg mynt verði að veruleika í ársbyrjun 1999. í fyrstu munu þó aðeins bankar og fjármálafyrirtæki geta notað evróið í viðskiptum sín á milli, þar sem seðl- ar og mynt verða ekki í vösum og veskjum almennings fyrr en síðar. Samkvæmt núverandi áætlun verða evró-seðlar og mynt sett ( umferð 1. janúar árið 2002 en um sex mánaða skeið má nota gjald- miðla einstakra aðildarríkja jafn- framt evróinu. Sjálfsalaeigendur á móti því að flýta breytingunni Gagnrýnt hefur verið að almenn- ingur fái fyrst að kynnast nýjum myntinni um jólaleytið, þegar mest er að gera í verziun. Þá telja marg- ir að óþarfi sé að reka tvöfalt mynt- kerfi í hálft ár. De Silguy sagðist vilja stytta þennan tíma niður í „nokkrar vikur í mesta lagi.“ Evrópusamtök sjálfsalaeigenda eru hins vegar andvíg því að setja evró-mynt í umferð fyrr en nú er gert ráð fyrir. Samtökin benda á að þegar endanlegt útlit evró-myntar- innar hafi verið ákveðið þurfi þijú ár til að breyta myntsjálfsölum þannig að þeir geti tekið við henni. Breyta þurfí rúmlega þremur millj- ónum sjálfsaia og taki klukkustund að breyta hveijum og einum. Varar við fasisma í Bosníu CARL Bildt, sem stýrir upp- byggingarstarfí í Bosníu, hef- ur hvatt þjóðir heims til að bregðast við uppgangi þjóð- ernisfasista í Bosníu-Herzeg- óvínu, sem hann segir mikið áhyggjuefni. Hafa þjóðernis- sinnaðir Króatar gripið til slagorða sem Ustasha, lepp- stjórn nasista í heimsstyijöld- inni síðari notaði og segir Bildt ljóst sé að uppgangur þjóðern- isfasisma sé mikill og hraður. Taldi Rabin hryðjuverka- mann MORÐINGI Yitzhaks Rabins, forsætisráðherra ísraels, sagði nefnd sem vinnur að rannsókn málsins, að honum hafi fundist hann vera að myrða hryðju- verkamann, er hann skaut Rabin. Kvaðst morðinginn, Yigal Amir, ófær um að myrða saklaust fólk. 800.000 börn látin í írak ÍRÖSK yfirvöld segja að rúm- lega 800.000 börn hafi dáið vegna lyfjaskorts á þeim tæpu sjö árum sem viðskiptabann Sameinuðu þjóðanna hefur staðið. Flóðí Afghanistan UM fjörutíu manns hafa látið lífið í Norður-Afghanistan vegna flóða, sem hófust undir lok aprílmánaðar. Vegna flóð- anna hafa yfir 20.000 manns orðið að flýja heimili sin og hafa margir misst allar eigur sínar. Gyðingar heiðra Kohl HELMUT Kohl, kanslari Þýskalands, hlaut í gær æðstu viðurkenningu gyðinga fyrir framlag sitt til að end- urvekja samfélag gyðinga; trú, menn- ingu og siði í kjölfar sameining- ar þýsku ríkjanna. Gyðingum hefur fjölgað mjög í Þýska- landi í kjölfar sameiningar, þar sem fjölmargir innflytjendur frá Austur-Evrópu eru gyðing- ar, og sagði í þakkarorðum til Kohls, að það væri ekki síst honum að þakka. Tævanar til Hong Kong KÍNVERJAR buðu í gær full- trúum Tævan að vera við- staddir athöfnina þegar Kína fær Hong Kong í sínar hendur í sumar. Boðið er með því skil- yrði að Tævanir viðurkenni yfirráð Kínveija yfir Hong Kong og að Tævan hafi verið hluti Kína. Kohl

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.