Morgunblaðið - 22.05.1997, Side 1

Morgunblaðið - 22.05.1997, Side 1
88 SÍÐUR B/C 112. TBL. 85.ARG. FIMMTUDAGUR 22. MAI1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS íslendingarnir stóðu allir þrír saman á tindi Everest kl. 7:15 í gærmorgun „Komumst ekki hærra“ „REYKUR Hörður; reykur Björn kallar. Við verðum að valda ykkur vonbrigðum, strákar. Við komumst ekki hærra.“ Þannig tilkynnti Björn Olafsson Herði Magnússyni og Jóni Þór Víglundssyni, sem biðu í grunnbúðum, að íslendingar hefðu sigrað tind Everest. Það var klukkan 7:15 að íslenskum tíma sem Björn gaf yfirlýsingu um að hann, Einar K. Stefánsson og Hallgrímur Magnússon stæðu á toppi Everest, hæsta fjalls heims, sem er 8.848 metrar að hæð. Björn notaði kallmerki hjálpar- sveitanna þegar hann kallaði í grunnbúðir. Þegar hann sagði að þeir kæmumst ekki hærra átti hann ekki við að þeir yrðu að snúa við heldur að það væri ekki hægt að komast hærra. Toppnum hefði verið náð. Ferðin á tindinn tók um 13 klukkutíma og ferðin niður um 5 tíma. Þeir dvöldu í tæpan klukku- tíma á tindinum og samtals tók því ferðin frá Suðurskarði u.þ.b. 19 klukkutíma. Ólýsanleg tilfinning Morgunblaðið ræddi við Einar K. Stefánsson stuttu eftir að hann kom niður í Suðurskarð. Hann sagðist vera þreyttur en afskap- lega ánægður með að þeim hefði tekist að ljúka ætlunarverki sínu. Hann sagði að leiðin niður af tind- inum hefði verið erfiðasti hluti ferðarinnar. Vindur hefði verið töluvert sterkur og færið sums staðar erfitt. Einar var spurður hvernig til- finning það væri að standa á tindi hæsta fjalls heims. „Það er ekki hægt að lýsa því með orðum. Þetta hefur verið margra ára draumur og við höfum unnið þrotlaust mjög lengi að því að fá hann til að rætast. Það hefur gengið á ýmsu hjá okkur í ferð- inni. Við lentum í miklum veikind- um og þurftum að bíða lengi í óvissu vegna veðurs. Við gerðum okkur grein fyrir því að líkurnar á að við kæmumst upp væru að minnka. Ánægjan yfir því að okkur skyldi takast þetta er því enn meiri en ef þetta hefði gengið í samræmi við upphaflega áætlun.“ Með Einari, Hallgrími og Birni á tindinn komust Nick Kekos leið- angursstjóri og Sherparnir Ang Babu, Daeva og Pende. Þetta var sjöunda ferð Babu á tindinn. Fjöldi fólks, heima og erlendis, hefur óskað Everestförunum til hamingju með afrekið. Mikið álag var á Everestsíðu Morgunblaðsins í gær og margir notuðu hana til að senda fjallgöngumönnunum kveðjur. Þeirra á meðal var for- seti Islands, Ólafur Ragnar Gríms- son. Margir fjallgöngumenn, sem beðið hafa betra veðurs á Ever- est, hafa fært sig ofar í fjallið og ætla að feta í fótspor íslending- anna. ■ íslendingarnir/ 18,19, 36, 37 og 72 FJALLGÖNGUMENNIRNIR BjörnÓlafsson, Einar K. Stefánsson og Hallgrímur Magnússon urðu í gærmorgun fyrstir íslendinga til að ganga á Everest, hæsta fjall heims. Ned Gilletie 660 manns hafa komist á tindinn RÚMLEGA fjögur þúsund manns hafa reynt að klífa tind Everest á þeim rúmu 70 árum sem tilraunir til þess hafa staðið. Alls hafa 660 manns komist á tindinn en um 170 manns fallið í valinn. Það-var árið 1921 sem fyrsti leiðangurinn var gerður út og árið 1953 náði fyrsti maðurinn tindinum. Síðan hefur Everest verið sigrað eftir öllum leiðum sem taldar eru mögulegar. Á suðausturhlíð fjallsins er síðasti spölurinn upp mjóan fjallshrygg þar sem hyldýpi blasir við á báða bóga, eins og sést á myndinni. Sir Edmund Hillary í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi Oska íslensku fj allagörpunum til hamingju SIR Edmund Hillary, sem fyrstur komst á tind Everest ásamt Sherpanum Tenzing 29. maí 1953, hafði ekki frétt af því að íslensku fjallgöngu- mennirnir hefðu komist á tindinn þegar Morgunblaðið hringdi í hann á heimili hans í Auck- land á Nýja-Sjálandi í gærkvöldi, en fagn- aði afreki þeirra og kvaðst vildu óska fjallagörpunum og Islendingum öllum til hamingju með árangurinn. Aðspurður hvort ekki væri mik- ill munur á Everestferðum nú og þegar hann sjálfur kleif tindinn fyrstur manna fyrir 44 árum sagði hann að vissu- lega væru tímamir breyttir og búnaður- inn annar, en þó væri það eftir sem áður afrek að kom- ast á tindinn. „Kannski má segja að aðalmun- urinn sé sálfræðilegi þátturinn. Árið 1953 vissum við ekki einu sinni hvort það væri í mannlegu valdi að komast á tindinn en nú vita menn að það er mögulegt. En það er þó eigi að síður afrek og ekki á allra færi,“ sagði Hillaiy. Sir Edmund Hillary

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.