Morgunblaðið - 22.05.1997, Qupperneq 10
10 FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Myndaritsljóri Playboy staddur á Islandi til að undirbúa Islandsþátt
Leitar að fögrum íslensk-
um konum til að sitja fyrir
Myndaritstjórí bandaríska tímarítsins
Playboy kom til landsins í gær til að und-
irbúa myndatökur fyrir fyrirhugaðan
*
Islandsþátt í tímaritinu.
Morgunblaðið/Þorkell
ÍSLENSKAR konur eru margar ny'ög fallegar, segir
James Larson myndaritstjóri Playboy.
FYRIR skömmu var auglýst í
Morgunblaðinu eftir fyrirsætum til
að sitja fyrir í nektarmyndatökum
hjá Playboy. James Larson mynda-
ritstjóri segir að ekki hafí borist
mikið af umsóknum enn sem kom-
ið er, enda sé undirbúningur á byij-
unarstigi. Hann hefur rætt við
nokkrar stúlkur.
Larson hyggst dvelja hér á landi
fram á laugardag og hafa samband
við forsvarsmenn módelskrifstofa
hér á landi og aðra þá sem vísað
geta á fagrar íslenskar konur og
skoða hugsanlegar staðsetningar
fyrir myndatökur. Hann mun einn-
ig sækja Fegurðarsamkeppni ís-
lands sem haldin verður á föstudag.
íslenskar konur hafa ekki
hlotið verðskuldaða athygli
Myndatökur fyrir tímaritið munu
fara fram hér á landi í júlí, en
gert er ráð fyrir að ljósmyndaþátt-
ur um íslenskar konur birtist næst-
komandi vetur. „Það hefur verið
mikil umfjöllun um ísland í Banda-
ríkjunum upp á síðkastið og þannig
vaknaði áhugi okkar. Islenskar
konur hafa hingað til ekki vakið
verðskuldaða athygli þar, því þær
eru margar mjög fallegar."
Larson segir að reynt verði að
leggja áherslu á uppruna kvenn-
anna á myndunum. Myndimar
verða flestar teknar úti á landi, þar
sem er fögur náttúra eða sérís-
lenskt umhverfí. Einnig verður
reynt að hafa klæðnað fyrirsæt-
anna íslenskan, að svo miklu leyti
sem hann verður til staðar.
Að sögn Larsons er bandarískri
útgáfu Playboy dreift í þremur
milljónum eintaka. Oft getur mynd-
birting í tímaritinu verið stökkpall-
ur til frekari frama. Larson bendir
meðal annars á Jenny McCarthy
sem dæmi. Eftir að myndir af henni
birtust í Playboy varð hún kynnir
á MTV-sjónvarpsstöðinni og nú
stjómar hún eigin spjallþætti.
Einnig nefnir hann sænska fyrir-
sætu, fyrrverandi ungfrú Svíþjóð,
sem var leikfélagi ársins í Playboy
í fyrra og er nú komin með stóran
auglýsingasamning fyrir galla-
buxnaframleiðanda.
Vandað tímarit
Larson leggur áherslu á að Play-
boy sé vandað tímarit. „í löndum
þar sem tímaritið hefur litla út-
breiðslu er sú tilhneiging ríkjandi
að líkja því við önnur karlablöð sem
em í allt öðmm gæðaflokki. Það
er oft sagt sem brandari að Play-
boy sé keypt út af því hvað grein-
amar og skopmyndimar em góðar.
En sannleikurinn er sá að hvort
tveggja er mjög vandað."
Hann segir aðspurður að það
geti verið erfítt að fínna ljósmynda-
fyrirsætur í litlum samfélögum.
„Við höfum þó oft myndir af konum
úr háskólasamfélögum, litlum bæj-
um og jafnvel þorpum þar sem all-
ir þekkja alla. Nýlega vomm við
með myndaflokk sem nefndist
„smábæjarstúlkur". Ég hafði sam-
band við fyrirsætumar eftir á til
að kanna hvaða áhrif myndbirting-
in hefði haft fyrir þær. Engin þeirra
hafði átt við nein vandamál að
stríða þess vegna.“
Larson segir mismunandi ástæð-
ur vera fyrir því að konur sækist
eftir því að gerast fyrirsætur fyrir
tímaritið, enda komi þær úr öllum
mögulegum áttum og mismunandi
samfélagsstéttum. „Fyrir sumar er
þetta stökkpallur til annarra verk-
efna. Aðrar vilja einfaldlega fá
mynd af sér í Playboy, svo snúa
þær sér að öðram verkefnum, verða
læknar, iðnverkakonur eða hús-
mæður.“
Vildi hvíta límósínu
Larson segir að myndatökumar
séu þokkalega borgaðar og að
tímaritið sé tilbúið til að uppfylla
ýmsar séróskir. „Einu sinni var
kona sem aðeins vildi láta taka af
sér myndir ef hún yrði keyrð á
tökustaðinn í hvítri límósínu. Onnur
samþykkti eftir að við höfðum út-
vegað henni gæslumann fyrir
hundinn hennar. Þetta virðast frá-
leitar kröfur, en fyrir þessar konur
var þetta mikilvægt. Fyrst og
fremst reynum við að vera sann-
gjamir og koma fram við alla af
virðingu."
Larson segir að konur sem vilja
gerast fyrirsætur fyrir blaðið verði
að vera orðnar átján ára, enda em
um það ströng lög í Bandaríkjunum
að ekki megi taka nektarmyndir
af yngra fólki. Skila þarf ljósriti
af skírteini til sönnunar aldrinum.
Einnig þarf að fylgja ljósmynd af
fyrirsætunni í bikini og andlits-
mynd.
Larson leggur áherslu á að fyrir-
sætumar séu íslenskar að uppmna
og ættum, þó ekki þurfí þær að
vera ljóshærðar og bláeygar. En
fagrar skulu þær vera, enda hefur
Playboy efni á að gera kröfur.
Ógrynni af bréfum berst tímaritinu
á hverju ári frá konum sem vilja
láta birta af sér mynd.
Akureyri
Bærinn
selur ekki
malbikun-
arstöð
BÆJARSTJÓRN Akureyrar
samþykkti á fundi í vikunni
að Akureyrarbær reki áfram
núverandi malbikunarstöð, en
nokkur fyrirtæki hafa á und-
anförnum missemm óskað
eftir að kaupa stöðina.
Að sögn Gísla Braga Hjart-
arsonar bæjarfulltrúa og for-
manns framkvæmdanefndar
varð niðurstaðan sú að ein-
faldast væri að Akureyrarbær
ræki malbikunarstöðina
áfram eins og verið hefur.
Bærinn notaði ríflega helming
allrar framleiðslunnar, en
hann væri smám saman að
draga sig út úr lagningu mal-
biks nema rétt það sem færi
á götur bæjarins.
í norðanátt
og rigningu
Á fundi bæjarstjómar var
samþykkt að kaupa nýjan ryk-
hreinsibúnað í malbikunar-
stöðina áður en starfsemi
hennar hefst vorið 1998. Bún-
aðurinn kostar um 7 milljónir
króna. Mikið hefur verið
kvartað yfír mengun frá stöð-
inni, en strókinn frá henni
leggur gjarnan yfír bæinn á
góðviðrisdögum. Gámngar í
framkvæmdanefnd hafa lagt
til að starfsemi í stöðinni verði
einungis leyfð í norðanátt og
rigningu.
Ástæðu þess að ekki væri-
þegar búið að setja upp ryk-
hreinsibúnað í malbikunar-
stöðina sagði Gísli Bragi vera
þá að fyrirtæki í Danmörku
sem framleiddi stöðina hefði
orðið gjaldþrota fyrir einhveij-
um ámm. Nú hefði fyrirtæki
á Ítalíu tekið við umboðinu og
því opnast möguleiki á að
verða sér úti um viðeigandi
búnað í stöðina að nýju.
*
Umsögn lögfræðings Háskóla Islands um höfundarrétt að Vesturfaraskrá 1870-1914
Birting á al-
netinu brot á
höfundalögum
BIRTING upplýsinga úr bókinni Vesturfara-
skrá 1870-1914 á alnetinu brýtur gegn
ákvæðum höfundalaga, samkvæmt umsögn
lögfræðings Háskóla íslands, Harðar F.
Harðarsonar hdl. Á heimasíðu sem Hálfdan
Helgason útbjó í ágúst á síðasta ári um
vesturfarana og ber heitið „The Emigration
from Iceland to America" vora m.a. upplýs-
ingar úr bókinni um Vesturfara úr Skaga-
fjarðar- og Húnavatnssýslum.
Höfundur bókarinnar er Júníus H. Krist-
insson sagnfræðingur, en hann lést árið
1983. Bókin hefur að geyma Itarlega skrá
yfír þá 14.268 íslendinga sem fluttu til
Vesturheims á tímabilinu 1870-1914. Júníus
vann verkið fyrir Sagnfræðistofnun Háskóla
fslands.
Andleg sköpun eða samtíningur
staðreynda?
Ágreiningur hefur verið uppi um hvort
verkið falli undir fyrstu grein höfundalaga,
þar sem fram kemur að forsenda þess að
verk njóti vemdar höfundalaga sé að það
teljist til bókmennta eða lista. Samkvæmt
þriðju grein laganna hefur höfundur einka-
rétt til að gera eintök af verki sínu og til
að birta það í upphaflegri mynd eða breyttri,
þýðingu og öðmm aðlögunum. í athuga-
semdum sem fylgdu fmmvarpi til höfunda-
laga er að finna nánari afmörkun á hugtök-
unum bókmenntaverk og listaverk. Þar seg-
ir m.a. að í verkinu eigi að koma fram „and-
leg sköpun, sem sé ný og sjálfstæð, a.m.k.
að formi til“. Einnig segir að ekki séu talin
til bókmennta „rit, sem aðallega em samtín-
ingur staðreynda án sjálfstæðrar úrvinnslu".
Höfundur heimasíðunnar hafði samband
við ekkju bókarhöfundar og leitaði eftir af-
stöðu hennar til notkunar hans á upplýsing-
um úr bókinni á heimasíðunni. Hún svaraði
því til að honum væri óheimilt að nýta sér
upplýsingamar með þessum hætti, þar sem
höfundarrétturinn væri hjá henni. Að beiðni
ekkjunnar lokaði höfundur heimasíðunnar
fyrir aðgang að þeim upplýsingum sem hann
hafði þegar sett inn á síðuna.
Höfundarrétturinn eign
Sagnfræðistofnunar?
í kjölfarið leitaði hann álits Hildar Sól-
veigar Pétursdóttur hdl., sem komst að þeirri
niðurstöðu að ritið Vesturfaraskrá 1870-
1914 gæti ekki talist til bókmenntaverks I
skilningi fyrstu greinar höfundalaganna og
því væri heimilt að nota upplýsingar úr rit-
inu til miðlunar á öðram vettvangi. Til stuðn-
ings niðurstöðu sinni vísaði Hildur til þess
álits Jóns Torfasonar, sem starfar á Þjóð-
skjalasafni íslands, að í bókinni væri ekki
að fínna neina sjálfstæða úrvinnslu á efni
heldur væri fyrst og fremst um handavinnu
að ræða. Síðar hefur Ólafur Ásgeirsson þjóð-
skjalavörður reyndar tekið fram að þetta
álit Jóns sé einungis persónulegt álit hans
en ekki umsögn Þjóðskjalasafns íslands um
málið.
í framhaldi af þessu leitaði Hálfdan eftir
heimild Sagnfræðistofnunar Háskóla íslands
til þess að birta upplýsingar úr bókinni á
alnetinu. Ástæðu beiðninnar mun vera að
rekja til samtala hans við sagnfræðingana
Helga Skúla Kjartansson og Guðmund Hálf-
dánarson, en hann telur að þar hafí komið
fram það álit þeirra að höfímdarréttur að
verkinu væri fremur eign Sagnfræðistofnun-
ar en erfíngja Júníusar. í kjölfar beiðninnar
óskaði Anna Agnarsdóttir, forstöðumaður
Sagnfræðistofnunar, eftir því við háskóla-
rektor að leitað yrði eftir áliti lögfræðings
háskólans á erindi Hálfdans.
Árangur sjálfstæðrar andlegrar
sköpunar
í umsögn lögfræðingsins em leidd rök
að því að verk Júníusar H. Kristinssonar
sé þess eðlis að það njóti vemdar höfunda-
laga, enda sé um að ræða sjálfstæða úr-
vinnslu og framsetningu upplýsinga sem
krafíst hafí mikillar vinnu og kunnáttu auk
þekkingar á viðfangsefninu. Verkið sé
árangur sjálfstæðrar andlegrar sköpunar og
njóti sem slíkt verndar höfundaréttarreglna.
Bent er á að höfundarrétti fylgi einkaréttur
til eintakagerðar og birtingar verks sem
höfundarréttur nær til. Afritun verka í tölvu-
banka og dreifíng þeirra þaðan til almenn-
ings teljist til eintakagerðar og feli í sér
brot gegn þriðju grein höfundalaga. Brot
gegn ákvæðum höfundalaga geti varðað
sektum, varðhaldi eða fangelsi, allt að tveim-
ur áram og heimildir séu til upptöku eintaka
verka sem gerð séu eða birt með þeim
hætti að fari í bága við ákvæði laganna.
Hyggst ekki ganga í berhögg
við vilja ekkjunnar
Hálfdan fékk lögfræðiálitið nýlega sent
frá Sagnfræðistofnun, sem samkvæmt því
getur ekki veitt honum leyfi til birtingar á
upplýsingum úr Vesturfaraskrá, þar sem
stofnunin hafí einungis staðið að útgáfu rits-
ins en höfundarrétturinn sé alfarið hjá ekkju
höfundar. Sjálfur kveðst Hálfdan ekki hafa
hugsað sér að ganga í berhögg við vilja
ekkjunnar, jafnvel þó að sú umsögn sem
hann hafí fengið hjá lögfræðingi hafí verið
þess eðlis að honum væri birtingin heimil.
Hann hyggst því ekki aðhafast frekar I
málinu.