Morgunblaðið - 22.05.1997, Page 21

Morgunblaðið - 22.05.1997, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 1997 21 NEYTENDUR Gámasala í Holtagörðum Á MORGUN, föstudag, hefst árleg gámasala hjá Bónus, Rúmfatalag- ernum og Ikea í Holtagörðum. Salan hefst á hádegi og stendur síðan fram á sunnudag. Sem dæmi um verð má nefna að Bónus verður með einn gám fullan af fatnaði og kostar hver flík 199 krónur hvort sem um er að ræða undirfatnað eða gallabuxur. Þá verð- ur hægt að kaupa búsáhöld, hús- gögn, ýmis garðáhöld, rúmfatnað og margt fleira. Bæði er um nýjar og eldri vörur að ræða sem verða þarna seldar beint úr gámunum. Ýmislegt verður um að vera, grillað fyrir við- skiptavini, margskonar vörukynning- ar, lifandi tónlist og fleira. » ♦ ♦ Svartfugls- eggin komin FYRSTU svartfuglseggin eru komin í sölu hjá Hagkaupi í Skeifunni. Eggin eru tínd í Látrabjargi og er um þúsund langvíuegg að ræða. Að sögn Árna Ingvarssonar hjá Hag- kaupi koma álku-, og stuttnefjuegg í næstu viku. Til að byrja með fást eggin einungis í Hagkaupi í Skeif- unni en á næstu dögum verða þau fáanleg í öllum Hagkaupsverslunum. Eggin kosta 99 krónur og Árni seg- ir að það verð hafi verið á eggjunum frá árinu 1994. Tollar á rauðri og gulri papriku lækka í GÆR, miðvikudag, voru bæði magn-, og verðtollar lækkaðir á svokallaðri litaðri papriku. „í ljósi þess að ekki hefur verið hægt að fá nægilegt magn af innlendri, rauðri og gulri pa- priku að undanförnu ákvað ráðu- neytið að lækka gjöldin á litaðri papriku úr 22,5% verðtolli og 298 króna magntolli i 15% verðtoll og 199 króna magn- toll,“ segir Ólafur Friðriks- son, deildarstjóri hjá land- búnaðarráðuneytinu. Ólafur segir að það sem muni fyrst og fremst hafa áhif á verð litaðrar papriku á næstunni sé verðþróunin er- lendis. „Verðið á gulri papriku * viðunandi í Evrópu en rauð paprika er enn dýr. Menn gera sér hins vegar vonir um að hún lækki á næstu dögum.“ - Hvað um íslenska, litaða papriku? „Hún er seinna á ferðinni en í fyrra og er veðurfari aðallega kennt um. Menn telja að framboð verði orðið nægilegt af íslenskri, litaðrijiapriku í byrjun júní,“ segir Ólafur. Engu að síður hefur ráðuneytið tekið þá ákvörðun að þessi tollalækk- un gildi út júnímánuð. Norrænu neytendasamtökin Merking ef erfða- breyttar lífverur erunotaðar „ÞAÐ er sjálfsagður réttur neyt- enda að ákveða hvort þeir vilji kaupa matvæli sem framleidd hafa verið með erfðabreyttum lífverum að hluta eða að öllu leyti eða sem innihalda slíkar lífverur.“ Þetta er ályktun sem samþykkt var á fundi framkvæmdastjóra norrænu neyt- endasamtakanna sem haldinn var um miðjan mánuðinn. Jóhannes Gunnarsson fram- kvæmdastjóri Neytendasamtak- anna segir að gefin hafi verið út tilskipun Evrópusambandsins 15. maí sl. þar sem kveðið er á um hvernig slík matvæli skuli merkt. „Tilskipunin er engan veginn nógu fullnægjandi. Hún er óskýr og þar er að finna margar undanþágur. Við óttumst að með henni sé ekki verið að tryggja neytendum að geta valið hvort þeir kaupa þessar vörur eða ekki. Við teljum ástæðu til að ætla að aðeins lítill hluti verði merktur." Jóhannes bendir á að meginmálið sé að neytandinn hafí val um hvort hann vill kaupa þessar vörur eða ekki og það fæst með skýrum merk- ingum matvæla. Norrænu neyt- endasamtökin hafa því sett fram þær kröfur að ríkisstjórnir Norður- landa vinni að því að tilskipuninni verði breytt og öll matvæli með erfðabreyttum lífverum merkt. Far- ið er fram á að hrávörum með erfða- breyttum h'fverum verði haldið að- skildum frá hrávörum framleiddum á hefðbundinn hátt. Neytendasam- tökin fara fram á að framleiðendur og seljendur gangi til samninga við neytendasamtök í hveiju landi um merkingu á öllum matvælum þar sem erfðabreyttar lífverur koma nálægt. Slíkt samkomulag gildi uns opinberar reglur eru fullnægjandi. Baunir og korn í náttúruvænar umbúðir NÝJAR umbúðir eru komnar utan um þurrkaðar baunir og kornvöru Heilsuhússins. Um er að ræða nátt- úruvænar umbúðir úr endurunnum pappír. Um 20 tegundir af baunum og 30 tegundir af kornvöru eru fáanlegar hjá Heilsuhúsinu og er nú hægt að fá sumar þessara teg- unda í 2 kílóa pakkningum. Vörurn- ar eru fáanlega í ýmsum matvöru- vei-slunum. - kjarni málsins! Gróðurvinin er í Mörkinni • Ráðleggjum um plöntuval. • Sendum plöntur hvert á iand sem er. • Gerum ræktunarsamninga til lengri tíma. • Auðvelt að semja um hagstæð kjör ef um stærri kaup er að ræða. • Góð lausn fyrir fyrirtæki, félagasamtök, húsfélög og bæjarfélög. Tré og runnar LaufltÝ • Sknuilnumitr • ikin liv • Harðgerðar, stórar og fallegar plöntur eru aðalsmerki okkar. Þið fáið vel ræktuð lauftré skrautrunna og barrtré í miklu úrvali. • Til eru þrjú veggspjöld með myndum og upplýsingum um skrautrunna, lauftré og barrtré Opnunartímar: • Virkadagakl.9-21 • Um helgar kl. 9-18 ý GRÓÐRARSTÖÐIN STJÖRNUGRÖFIS. SÍMISS) 12HH, FAXSSl 222S m ö SíKkið smnarið til okkar *Skemmtilegt * Hátíðlegt* *Regnhelt * Auðvelt* RentaTent - TjaldaMgan . - . _ Skemmtilegt hj. ^____Krókhálsi 3, s. 58 7 6777_ s Garpur er kröftugur drykkur sem býr yfir miklu og hressandi ávaxtabragði og er ríkur að kalki og C-vítamíni. Uppistaðan er mysa en í henni eru öll helstu bætiefni mjólkurinnar. Garpur er góður á íþróttaæfinguna, í skólann, fjallið, bíltúrinn og bústaðinn. FÁÐU ÞÉR EINN - DAGLEGA W

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.