Morgunblaðið - 22.05.1997, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 22.05.1997, Qupperneq 24
24 FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 1997 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Námsmenn mótmæla Kabila í borginni Kisangani Rætt við Tshisekedi um stj órnarmyndun Kinshasa. Reuter. Spurningalisti SÞ Tekið á áreitni og mismunun Sameinuðu þjóðunum. Reuter. SAMEINUÐU þjóðirnar hafa oft setið undir ámæli fyrir að taka létt eða illa á kynferðislegri áreitni. í tilraun til að taka á því máli hafa samtökin nú sent spurn- ingalista til 50.000 starfsmanna sinna þar sem leitað er eftir skoð- unum þeirra og reynslu af kyn- ferðislegri, trúarlegri og menn- ingarlegri áreitni. Einnig er í spurningalistanum, sem er 13 síður, spurt um atriði sem tengjast aldri, kynþætti og þjóðerni auk þess sem spurt er um faglega mismunun. Engin skilgreining er gefin á orðunum „áreitni" og „mismun- un“ í listanum, enda vonast höf- undar hans til að fjölþjóðleg sér- staða stofnunarinnar komi fram í svörum starfsfólksins og að það muni með þeim gefa tóninn fyrir ný gildi. YFIRSAKSÓKNARI Tyrklands, Vural Savas, réðist í gær harka- lega á ríkisstjóm landsins, sem flokkur heittrúarmanna, Velferð- arflokkurinn, fer fyrir. Sagðist Savas myndu höfða mál fyrir stjórnlagadómstólnum til að fá flokkinn bannaðan á þeim forsend- um að hann stefndi hinni verald- legu stjórn ríkisins, sem kveðið er á um í stjórnarskránni, í hættu. Öll spjót standa nú á ríkisstjórn- inni, sem hefur verið sökuð um að halla sér æ meira að samtökum heittrúarmanna og múslimskum ríkjum. Þrátt fyrir að langflestir Tyrkir séu múslimar, er islam ekki opinber trúarbrögð ríkisins og stjórn Necmettins Erbakans, leið- toga Velferðarflokksins, er hin fyrsta sem heittrúarmenn eiga sæti í frá því að Tyrkland varð lýðveldi á fyrrihluta aldarinnar. Að undanfömu hafa þrír ráð- Ofbeldi í kosninga- baráttunni Jakarta. Reuter. OFBELDI hefur sett mark sitt á kosningabaráttuna fyrir þingkosningar í Indónesíu, sem fram fara hinn 29. þessa mán- aðar. Að mati stjórnmálaskýr- enda liggur orsök ofbeldisins í því, að fátækasta fólkið í borg- um landsins nýti tækifærið til að tjá óánægju sína með efna- hag og stjóm landsins. Stjórn Suhartos forseta leyf- ir aðeins þremur stjómmála- flokkum að taka þátt í kosning- um - stjórnarflokknum Golkar, Sameinaða framfaraflokknum, sem byggir á stuðningi músl- ima, og Lýðræðisflokki Indó- nesíu, flokki kristinna þjóðem- issinna. Öryggismálayfirvöld kenna liðsmönnum vinstrisinn- aðs stjórnmálaflokks, sem ekki er leyft að bjóða fram, um að óeirðirnar síðustu daga. LAURENT Kabila, sem náði völd- um í Lýðveldinu Kongó, áður Za- ire, á laugardag, vann í gær að því að mynda nýja ríkisstjórn í landinu. Á sama tíma efndu náms- menn í borginni Kisangani til mót- mæla, hinna fyrstu sem beinast að hinum nýju valdhöfum. Við- brögð erlendis við valdatöku Ka- bila hafa einkennst af varkámi og frönsk stjórnvöld „minntu" Kabila á að gæta öryggis útlendinga í landinu eftir að tveir Frakkar voru myrtir í höfuðborginni Kinshasa í gær. Gáfu Frakkar í skyn að þeir kynnu að veita Mobutu Sese Seko, fyrrverandi forseta, landvist, svo að hann geti leitað sér lækninga. Forsetinn fyrrverandi og fjölskylda hans eru nú í Togo. herrar samstarfsflokks Erbakans, Sannleiksstígsins, sagt af sér emb- ætti vegna ónánægju með stefnu Velferðarflokksins og á þriðjudag stóðst hann með naumindum at- kvæðagreiðslu í tyrkneska þinginu um vantraust. Hætta sögð á átökum Þá hafa yfirmenn hersins látið í sér heyra, en þeir saka Erbakan m.a. um að vera hallan undir stjómvöld í Sýrlandi og írak, sem herinn fullyrðir að styðji aðskilnað- arsinna Kúrda. Tyrkneski herinn hóf fyrir nokkrum dögum herferð inn í Norður-írak til að ráðast gegn Kúrdum. I ákæruskjali saksóknarans seg- ir að Ijóst sé að svo rammt kveði að aðgerðum gegn Velferðar- flokknum að það kunni að leiða til átaka, og slíkt stefni öryggi ríkis- ins í voða. Erbakan vísaði í gær ásökunum saksóknarans á bug. „EG ER engin hetja en ég er held- ur ekki hugleysingi," segir Marihisa Aoki, fyrrverandi sendiherra Japans í Perú. Aoki, sem rekinn var úr embætti í síðustu viku, svaraði gagnrýni fjöl- miðla í harðorðri grein í blaðinu „Asahi Shimbun“. Sagði hann að komið hefði verið fram við sig sem stríðsglæpamann frá því hann sneri heim til Japans. Breyttist í „hættulegan stríðsfanga" Aoki þótti standa hetjulegan vörð um samlanda sína og var hylltur sem þjóðhetja á meðan á umsátrinu stóð. Eftir frelsun gíslanna beindist athyglin hins vegar frá örlögum þeirra og að aðdraganda atviksins og féll Aoki þá af stallinum. • Er Kabila lýsti sig nýjan vald- hafa og tók upp fyrra nafn Zaire, lýðveldið Kongó, hét hann því að skipa ríkisstjóm innan þriggja sól- arhringa. Enn hefur ekki verið mynduð stjórn, en fulltrúi Kabila átti í gær fund leiðtoga stjómar- andstöðunnar í tíð Mobutus, Éti- enne Tshisekedi, um myndun ríkis- stjómar. Ráðgjafi Kabilas í utan- ríkismálum, Bizima Karaha, sagði hina nýju valdhafa stefna að „ósviknu lýðræði" og vísaði á bug fullyrðingum um að einn einræðis- herrann hefði tekið við af öðmm. Morði mótmælt Yfir 100 námsmenn í Kisangani efndu í gær til mótmæla vegna morðs á námsmanni, sem þeir sök- LIÐSMENN sérsveita svissnesku lögreglunnar leiða á brott banka- ræningja sem var yfirbugaður í borginni Lucerne í gær. Maðurinn ruddist vopnaður inn í banka, skaut einn starfsmannanna og tók tvo gísla. Krafðist hann lausnar- „Ég var hylltur sem „Samurai- sendiherra“ á meðan ég var í gísl- ingu en breyttist í hættulegan stríðsfanga við heimkomuna til Jap- ans,“ skrifaði Aoki. Auk þess sem japanskir fjölmiðl- ar hafa gagnrýnt framkomu hans á blaðamannafundi sem haldinn var eftir lausn gíslanna hefur hann ver- ið gagnrýndur fyrir að hafa ekki gengið fram í að semja við mann- ræningjana um lausn gíslanna. Aoki sagði hins vegar að sem gísl hefði hann ekki verið í neinni aðstöðu til samningaviðræðna og að það væri ekki hægt að krefja gísla um annað en að halda lífi. Eina ásökunin sem hann vísaði ekki á bug var að hafa boðið til fagnaðarins, boðið hættunni heim. uðu menn Kabila um að standa á bak við. Hrópuðu þeir m.a. „Túts- ar, farið heim“ að sögn hjálpar- starfsmanna. Æ fleiri ríki hafa viðurkennt valdatöku Kabila, m.a. Kúba. Vest- urlönd eru hins vegar varkár og segja forsendur fyrir stuðningi að lýðræðisumbætur verði tryggðar. Vangaveltur hafa verið uppi um hvort Mobutu verði veitt landvist í Frakklandi, en hann á glæsihýsi á Rivierunni. Hann þjáist af krabbameini í blöðruhálskirtli, og var fyrir skömmu í Frakklandi í læknisrannsóknum. Geta margir sér þess til að honum verði veitt landvist, eftir 1. júní, þegar seinni umferð frönsku þingkosninganna er lokið. fjár, einnar milljónar svissneskra franka, tæplega fimmtíu milljóna ísl. kr. ,fyrir fólkið. Er hann hugð- ist halda á brott, yfirbuguðu lög- reglumenn manninn og var hann fluttur fáklæddur, handjárnaður og með poka yfir höfðinu á brott. „Uppbyggi- legur“ fundur um N-Irland Belfast. Reuter. FULLTRÚAR Sinn Fein, stjóm- málaarms írska lýðveldishersins (IRA), áttu í gær fund með fulltrúum bresku stjórnarinnar og sagði Mo Mowlam, sem fer með málefni Norð- ur-írlands í stjórninni, að fundurinn hefði verið „uppbyggilegur". Tekið var fyrir þátttöku Sinn Fein í viðræð- um um frið á N-írlandi er IRA rauf vopnahlé sitt fyrir hálfu öðru ári. Martin McGuinnes, aðalsamn- ingamaður Sinn Fein, sem nýlega var kjörinn á breska þingið, fundaði með bresku embættismönnunum. Hann var varkár i yfirlýsingum eftir fundinn, sagði að þar hefði verið tæpt á mörgum þeirra atriða sem hefðu staðið friðarferlinu fyrir þrif- um en ekki væri enn ljóst hver yrði niðurstaðan. Solzhen- ítsyná sjúkrahús RÚSSNESKI rithöfundurinn Alexander Solzhenítsyn hefur verið fluttur á sjúkrahús í Moskvu vegna hjartakvilla, að sögn rit- ara hans í gær. „Hon- um líður vel og hann fékk ekki hjartaáfall," sagði ritar- inn, en vildi ekki skýra nánar frá veikindum Solzhenítsyns. Læknar á sjúkrahúsinu sögðu að „ekkert alvarlegt" amaði að rithöfundinum, sem er 79 ára og fékk bókmenntaverð- laun Nóbels 1970. Nýr flokkur í Suður-Afríku ROELF Meyer, sem var lengi bandamaður F.W. de Klerks, fyrrverandi forseta Suður-Afr- íku, kvaðst í gær ætla að stofna nýjan stjórnmálaflokk sem yrði til mótvægis við Afr- íska þjóðarráðið (ANC) og Þjóðarflokk Klerks. Meyer, sem gegndi mikilvægu hlut- verki í samningaviðræðunum um afnám kynþáttaaðskilnað- arins, sagði sig úr Þjóðar- flokknum á laugardag og lét af þingmennsku vegna deilu við de Klerk um framtíð flokks- ins. Bretar lofa að eyða jarð- sprengjum STJÓRN Verkamannaflokks- ins í Bretlandi lofaði í gær að eyðileggja allar jarðsprengjur breska hersins, sem beint er gegn hermönnum, ekki síðar en árið 2005. Stjóm íhalds- flokksins hafði lofað að eyða jarðsprengjunum en ekki sett nein tímamörk. Farsímar geta truflað gangráðina FARSÍMAR geta truflað hjartagangráði ef þeir em geymdir í vösum nálægt gang- ráðunum, samkvæmt banda- rískri rannsókn á 980 sjálf- boðaliðum sem nota tækin. Þegar símunum er haldið við eyrun valda þeir hins vegar ekki hættu á slíkum truflunum, samkvæmt grein um rann- sóknina í tímaritinu New Eng- land Journal of Medicine. Pólland og Ukraína friðmælast FORSETAR Póllands og Úkra- ínu undirrituðu í gær sáttayfir- lýsingu sem þeir sögðu að ætti að binda enda á þá tortryggni sem einkepnt hefur samskipti ríkjanna. Úkralnskir kósakkar, sem börðust fyrir sjálfstæði Úkraínu, háðu stríð við Pól- verja á 17. og 18. öld og dráp á 34.650 Pólveijum í uppreisn þjóðernissinna í vesturhluta Ukraínu á árunum 1942-43 vörpuðu einnig skugga á sam- skiptin. Saksóknari vill banna Velferð- arflokkinn Ankara. Reuter. Bankaræningi yfirbugaður Reuter Fyrrverandi sendiherra Japans í Perú Kveðst hvorki hug leysingi né hetja Tókýó. Reuter Solzhenítsyn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.