Morgunblaðið - 22.05.1997, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
BÆKUR
II u g ni y n d a s a g a
HUGMYNDAHEIMUR
MAGNÚSAR
STEPHENSENS
eftir Inga Sigurðsson.
Hið íslenzka bókmenntafélag.
Reykjavik 1996.211 bls.
SENNILEGA hefur engin einn
maður verið jafn valdamikill í ís-
lensku menningariífi og Magnús
Stephensen var á sínum tíma.
Magnús sat einn að íslensku prent-
verki í um það bil 40 ár, frá því á
síðasta áratug átjándu aldar til
dánardags árið 1833; hann réð
með öðrum orðum hvað var gefið
út á prenti, hverslags bókmenntir
skyldu koma fyrir augu lands-
manna, hvaða boðskap skyldi bera
þeim.
Áður hafði kirkjan haft þetta
vald í sínum höndum, en segja má
að á veldistíma Magn-
úsar hafi orðið til nýr
hópur valdamanna
sem beitti annars kon-
ar aðferðum við að
koma boðskap sínum
á framfæri, beitti öðru
tungumáli, bjó til nýj-
an orðræðuhátt. Þessi
nýi orðræðuháttur
einkenndist einkum af
fjölbreytilegri mennt-
un tiltekinna höfunda
en einnig af því að í
honum birtist ákveðið
heimspekilegt viðhorf,
það er að segja viðhorf
gagnrýnandans. Hlut-
irnir voru ekki einung-
is skoðaðir í ljósi kristinnar kenn-
ingar heldur voru þeir settir í ver-
aldlegt og söguiegt samhengi og
skoðaðir í gagnrýnu ljósi skynsem-
innar, sem hafði hlotið æðri sess
í heimsmynd og hugsun mannsins
með tilkomu upplýsingarinnar á
átjándu öld. Formbirting þessa
nýja orðræðuháttar var ritgerðin,
eða tímaritsgreinin, en hún var
helsta vopn Magnúsar og annarra
upplýsingarmanna í boðun hinnar
nýju stefnu - raunar varð ritgerð-
Afturhalds-
samur frum-
kvöðull!?
Ingi
Sigurðsson
og
in til sem sjálfstæð bókmennta-
grein á upplýsingaröld hér á landi,
enda ekki gefin út nein tímarit
fyrr. Helstu sporgöngumenn
Magnúsar í þessum efnum voru
Fjölnismenn sem tóku ekki aðeins
upp hinn nýja orðræðuhátt heldur
töluðu fyrir mörgum hugmyndum
Magnúsar og fyigismanna hans á
upplýsingaröld.
í bók sinni um hug-
myndaheim Magnúsar
Stephensens rekur
Ingi Sigurðsson hug-
myndir þessa helsta
forkólfs upplýsingar-
innar á íslandi. Hann
ber þær einnig saman
við skoðanir fyrri tíma
manna, samtíma-
manna og manna
seinni tíma. Magnús
hafði skoðun á flestum
málum. Ingi rekur
hugmyndir hans um
stjórnmál, lög og rétt-
arfar, atvinnumál,
stéttir og þjóðfélags-
hópa, trúmál, fræðslu-
uppeldismál, heilbrigðismál,
bókmenntir, íslenska tungu, sögu
og náttúruvísindi. Hér ber því
margt á góma sem ekki hefur ver-
ið skoðað mjög grannt áður. Ingi
segir að lífsviðhorf Magnúsar hafi
að miklu leyti mótast af upplýsing-
unni en einnig leggur hann áherslu
á að rætur hugmynda hans liggi
í kristinni trú, einkum lúterskum
rétttrúnaði, og uppruna hans í ís-
lenskri höfðingjastétt.
Hér að framan var talað um
Flogið á vit
ævintýranna
KVIKMYNPIR
Stjörnubíö
AMY OG VILLIGÆSIRN-
AR „Fly Away Home“
★ ★ ★
Leikstjóri: Carroll Ballard. Hand-
rit: Vince McKewin og Robert
Rodar. Byggt á bók Bill Lishman.
Kvikmyndataka: Caleb Deschanel.
Aðalhlutverk: Anna Paquin, Jeff
Daniels, Terry Kinney, Dana Del-
any, og Holter Graham. 110 mín.
Bandarísk. Columbia Pictures/
Sandollar Production. 1996.
AMY og villigæsirnar er í einu
orði sagt yndisleg. Fallega kvik-
mynduð, ágætlega leikin, og leik-
stýrt af næmni af Carroll Ball-
ard. Myndin segir sögu sem auð-
velt hefði verið að drekkja í
væmni og tilfinningaveilu, þess í
stað er á hæglátan hátt, og með
húmor, fjallað um ástvinamissi
og það hvernig ótrúlegir draumar
geta ræst.
Anna Paquin leikur Amy, 13
ára stelpu, sem missir mömmu
sína og flytur til pabba síns í
Kanada en hann hefur hún ekki
séð í tæp líu ár. Pabbinn, sem
leikinn er af Jeff Daniels, er sér-
vitur uppfinningamaður og eiga
þau feðginin fátt sameiginlegt.
Það breytist þegar 15 villigæsa-
ungar verða hluti af heimilisiíf-
inu.
Paquin túlkar mjög vel tilfínn-
ingasveiflur Amyar. Hún er á
erfiðum aldri og móðurmissirinn
er gífurlegt áfall. Hún finnur
aftur eitthvað til að lifa fyrir
þegar hún gerist gæsamamma í
orðsins fyllstu merkingu og ný
vandamál koma upp. Ef ungarnir
fá ekki leiðsögn í flugi geta þeir
ekki flutt sig um stað eftir árstíð-
um, og dýraverndunareftirlitið er
á höttunum eftir þeim og viil fá
þá í sína vörslu. Lausnin er að
eiga pabba sem er draumóramað-
ur með fiugdellu.
Kvikmyndatakan í kringum
gæsirnar, allt frá því að þær
koma úr eggjunum þangað tii
þær fljúga um loftin blá með
Amy, er ótrúlega vel af hendi
leyst. Eithvað var tölvutæknin
notuð en allt er svo eðlilegt og
sannfærandi að maður trúir því
einna helst að maður sé að horfa
á náttúrulífsupptöku frá National
Geographie, enda var Caleb
Deschanel útnefndur til Óskars-
verðlauna fyrir kvikmyndatök-
una.
Amy og viiligæsirnar er fjöl-
skyldumynd sem óhætt er að
mæla með. Hún fær áhorfandann
til að trúa á ótrúleg ævintýri og
snertir barnið í okkur öllum.
Anna Sveinbjarnardóttir
Magnús Stephensen
Magnús sem frumkvöðul, og það
var hann. En hann var jafnframt
afturhaldssamur um marga hluti
eins og Ingi rekur, til dæmis í við-
horfum sínum til atvinnumála, þar
sem hann lagðist gegn sjávarút-
veginum og í útgáfumálum, þar
sem hann hélt úti sömu stefnu og
kirkjan hafði gert um aldir. Magn-
ús vildi sýna meiri mildi í refsing-
um en hefðbundið var, en hann var
hins vegar að sumu leyti fordóma-
fullur gagnvart alþýðunni og taldi
hana ekki kunna sér hóf í einu eða
neinu; einkum var afstaða hans til
þurrabúðarmanna neikvæð. Og
hann var langt frá því að vera
róttækur í viðhorfi sínu til stöðu
kvenna, taldi að kröftum þeirra
væri best varið við húsmóðurstarf-
ið. Og þannig mætti lengi telja.
Það merkilegasta við Magnús
eru sennilega þessar mótsagnir,
sem endurspegla líka mjög vel
umbrotatímana sem hann lifði.
Upplýsingin var ekki einsleit
fræðslu- og skynsemisstefna, eins
og stundum er látið liggja að. Á
þessum tíma var margt að getjast
og er það til að mynda ekki fjarri
lagi að segja að rómantíkin hafi
orðið til í upplýsingunni. Má til
dæmis benda á að þrátt fyrir að
Magnús hafi rekið afturhaldssama
útgáfustefnu, sent aftraði örugg-
lega eðlilegri þróun í íslenskum
bókmenntum, setti hann fram hug-
myndir um bókmenntir í rituðu
máli sem voru í rómantískum anda.
Og Ingi bendir til að mynda einnig
á að Magnús hafi haft áhrif á Jón
Sigurðsson þótt þeir hafi verið ólík-
ir um flest.
Ingi rekur helstu æviatriði
Magnúsar og eðliseinkenni hans í
öðrum kafla. Bókin er ekki ævi-
saga Magnúsar heldur hugmynda-
saga skt'ifuð í eilítið þurrum fræði-
mannastíl þar sem nákvæmnin er
í fyrirrúmi. Þeir sem áttu von á
að þetta væri rit sem ijallaði á lif-
andi hátt um ævi og hugmyndir
Magnúsat' gætu því orðið fyrir
vonbrigðum. Það hefur raunat' ekki
ntikið verið gert af því hér á landi
að skrifa ítarlegar ævisögur lát-
inna manna - rithöfunda, lista-
manna, og annarra - þar sem
hugmyndum og verkum þeirra er
fléttað inn í frásögnina. Siíkar
ævisögur hafa bæði Bretar og
Bandaríkjamenn verið iðnir við að
færa í letur og hafa þar oft verið
á ferð bækur sem hafa endurvakið
eða ýtt undir áhuga á tilteknum
mönnum. Má nefna frjölda bóka
sem skrifaðar hafa verið um Jane
Austen undanfarin ár. Þessar bæk-
ur eru rnisvel unnar. Oft eru þær
ekki að fullu marktækar en yfir-
leitt vekja þær umræðu um mann-
inn sem fjallað er um og stuðia
jafnvel að endurmati. Skemmtilegt
væri að fá fleiri slíkar bækur á
íslenskan bókamarkað.
En þótt bók Inga sé kannski
síst skemmtilesning þá er hún gott
og raunar nauðsynlegt innlegg í
rannsóknit' á íslenskri upplýsingu.
Þröstur Helgason
Nemenda-
sýning Iðn-
skólans í
Hafnarfirði
NEMENDUR á hönnunarbraut
Iðnskólans í Hafnarfirði halda
sýningu á verkefnum sem unn-
in hafa verið í vetur. Munirnir
eru af ýmsu tegi, allt frá úrum
til húsgagna, og unnin í ýmis
efni, s.s. málm, plast, tré, o.fl.,
segir í kynningu.
Tilgangur sýningarinnar er
að kynna verkin og höfunda
þeirra, en jafnframt að kynna
hönnunarbrautina við Iðnskól-
ann í Hafnarfirði og það nám
sem þar er hægt að stunda.
Sýningin verður í Hafnar-
bot'g í Hafnarfirði og stendur
frá 24. maí tii 2. júní og er
opin frá kl. 12-18 alla daga
nema þriðjudaga.
Andblæs-
skáld lesa í
Gerðarsafni
FIMMTUDAGSUPPLESTUR
Ritlistarhóps Kópavogs í kaffi-
stofu Get'ðarsafns verður að
þessu sinni helgaður vorhefti
bókmenntatímaritsins And-
blæs, sem er nýkomið út.
Höfundar efnis í heftinu eru
22 á ýmsum aldri, sumir að
stíga sín fyrstu skref á ritvellin-
um, aðrir þjóðkunn skáld, og
koma nokkrir þeirra og lesa
úr verkum sínum fyrir gesti
kaffistofunnar.
Meðal þeirra sem ljóð eiga í
Andblæ nú, eru Kristján Karls-
son, Matthías Johannessen og
Þóra Jónsdóttir, ásamt norska
skáldinu Knut Odegárd sem
búið hefur hérlendis um árabil.
Einnig á fjöldi ungra skálda
ljóð í heftinu.
Dagskráin í kaffistofu Gerð-
arsafns verður haldin milli kl.
17 og 18 í dag.
Efnilegir listamenn
TONLIST
Listasafni Köpavogs
TVÍSÖNGUR
Þóra Einarsdóttir, Björn Jónsson
og Jónas Ingimundarson fluttu
söngverk eftir Britten, Schubert,
Strauss, Mascagni, Verdi og Puccini.
Þriðjudagurinn 20. maí, 1997.
SÖNGBYLTINGIN er í fullum
gangi og fjöldi efnilegra sönglista-
manna hafa haslað sér völl erlend-
is og trúlega er það á sviði söngs,
sem við íslendingar höfum besta
möguleika á að vera gjaldgengir í
hópi þeirra sem bestir eru taldir.
Á tónleikum í Listasafni Kópavogs
si. þriðjudag komu fram tveir ung-
ir og efnilegir söngvarar, sem eru
að stíga sín fyrstu skref sem sjálf-
stæðir sönglistamenn. Þóra Ein-
arsdóttir hefur þegar öðlast viður-
kenningu fyrir góðan söng og
Björn Jónsson, er í raun að „depút-
era“ á þessum tónleikum.
Tónleikarnir hófust á tveimur
dúettum, eftir Britten, sem gefnir
voru út 1937, undir heitinu Two
Ballads, sá fyrri, Mother Comfort,
er við texta eftir Montagu Slater,
sem gerði „librettóið" við óperuna
Peter Grimes. En seinni dúettinn
heitir Underneath the abject
willow og er textinn eftir Wystan
Hugh Auden. Ekki er hægt að
segja, að þessir dúettar séu eigin-
legir dúettar, nema helst sá seinni,
heldur miklu fremur minnir vinnu-
aðferðin á raddsetningu og eru
þessir dúettar ekki mikil söngverk
ÞÓRA Einarsdóttir, Björn Jónsson og Jónas Ingimundarson á
æfingu fyrir tónleikana.
en voru samt sungnir af þokka og
öryggi. Söngvar Ellenar, eftir
Schubert, eru sjaldan sungnir allir
þrír og nær aldrei sá fyrsti, Raste
Krieger en oftar þó nr. 2, Jáger,
ruhe von der Jagd. Hins vegar er
Ave María, þriðja lagið eitt af
frægari söngverkum meistarans.
Þóra söng þénnan „lagaflokk"
mjög vel og best Ave Maríuna.
Björn söng fjögur ljóð eftir
Strauss, Morgen, Stándchen, Fre-
undliche Vision og Cácilie og leið
söngur hans fyrir hversu ung og
nær óreynd rödd hans er og að á
lágsviðinu vantaði meiri dýpt í
hljóminn. Stándchen og Cácilie
voru best en þar naut hljómfögur
rödd hans sín best.
Það var í verkefnum úr óperum,
sem Björn náði sér virkilega upp,
í dúettum eftir Mascagni og Verdi.
í lokatriðinu úr fyrsta þætti óper-
unnar La boheme, eftir Puccini
blómstraði söngur hans og hljóm-
falleg rödd hans naut sín sérlega
vel. Þóra er þegar orðin reynd
söngkona og var söngur hennar
glæsilegur og er ekki nokkur vafi,
að Þóra og Björn eru einstaklega
efnilegir listamenn, sem eiga eftir
að „gera garðinn frægan“. Þrátt
fyrir nokkuð ójafna hljóman hjá
Birni, er röddin óvenju fögur og
hann er tónviss, músíkalskur en
það sem vantar í tækni hans, er
að syngja, syngja og syngja. Und-
irleik annaðist Jónas Ingimundar-
son og var hann í sínu besta, eink-
um í lögunum Stándchen og Các-
ilie, eftir Strauss.
Jón Ásgeirsson