Morgunblaðið - 22.05.1997, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 22.05.1997, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MAÍ1997 33 LISTIR AÐSENDAR GREINAR Háskóla- sagnfræði BOKMENNTIR S a g n f r æ ð i MENNTUN,ÁST OG SORG Einsögurannsókn á íslensku sveitasamfélagi 19. og 20. aldar eftir Sigurd Gylfa Magnússon. 339 bls. Háskólaútgáfan. Reykjavík, 1997. EINSÖGU kallar höfundur það sem á ensku nefnist microhistory. Aðferð sína kveður hann felast í því »að rannsaka einstök smáatriði í lífi hvers manns, en varpa um leið ljósi á sögu stærri heiida«. Að viðfangs- efni hefur hann valið dagbækur bræðra tveggja sem voru í heiminn bornir á seinni hluta 19. aldar. Hall- dór og Níels hétu þeir. Þetta er samt engin persónusaga. Enn síð- ur verður þetta flokk- að undir þjóðlegan fróðleik. Segir höfund- ur um rannsókn sína að hún sé »öll á dýpt- ina í stað lengdarinn- ar«. Með því á hann við - ef .rétt er skilið - að kafað sé í sálar- djúp alþýðunnar til að varpa ljósi á hið huglæga og tilfinningalega í stað þess að rekja atburðarás eina saman. Bræðurnir verði þó »algjör- ar aukapersónur í bókinni«. Höfundurinn er amerískmennt- aður og sér þess víða stað í verki hans. Hann hefur kynnt sér kenn- ingar erlendra fræðimanna um gildi bréfa og dagbóka fyrir sagnfræði- rannsóknir og vitnar óspart til þeirra, bæði í aðaltexta og neð- anmáls. Sá er raunar meginstyrkur ritsins hve kenningum ýmsum eru gerð þar viðhlítandi skil. Þetta er háskólasagnfræði fyrst og fremst, meiri á hæðina en dýptina, kjörið stuðningsrit fyrir stúdenta sem velja sér gömul bréf og dagbækur að rannsóknarefni. Þar að auki hefur höfundur dregið saman ær- inn fróðleik um íslensk skóla og heilbrigðismál á seinni hluta 19. og fyrri hluta 20. aldar. Þurr er sá fróðleikur en þarfur þeim sem skoða vilja. Að baki liggur venjuleg sögurannsókn hvað sem höfundur kýs að kalla það, og reyndar ágæt sem slík. Ályktanir hans ýmsar bera því hins vegar vitni að hann miði um of við tíðarandann á líð- andi stund fremur en fyrri tíma viðhorf; veitist því stundum erfítt að setja sig í spor þeirra sem mál- um réðu í sveitasamfélaginu gamla. Tregða sveitarstólpa og annarra ráðamanna andspænis nýjungum stafaði sjaldnast af íhaldssemi og þröngsýni, svo dæmi sé tekið, held- ur af hreinni og beinni fátækt og hræðslu við að valda ekki nýfengnu íjárfor- ræði. Þá telur höfund- ur að héraðsskólarnir, sem stofnað var til á þriðja og fjórða ára- tugnum, hafi verið tímaskekkja. Ef horft er til þess sem síðan hefur gerst má líta svo á. En stofnendum þeirra gafst ekki frem- ur en öðrum að skyggnast inn í fram- tíðina. Héraðsskólarnir voru mikil fyrirtæki á sinni tíð þó tími þeirra sé nú löngu liðinn. Augljóst er að mikil vinna liggur á bak við rit þetta, bæði rannsókn og samantekt. Fram kemur í inngangi að margir hafi með einum eða öðrum hætti aðstoð- að höfundinn við verkefnið. Svið það, sem ritið spannar, er líka harla vítt þegar alls er gætt eins og ráða má af nafna- og hugtakaskrá. Ekki er heimildaskráin heldur neitt smá- ræði. Þar sem gerðar eru strangar kröfur til rits af þessu tagi hefði höfundur á stöku stað mátt fara betur ofan í textann. Það heitir t.d. að menn séu samrýndir, ekki sam- rýmdir. Útgangspunktur er ágæt danska en lakari íslenska. Óhófleg notkun tískuslettunnar að upplifa sýnist vera með öllu óþörf. Fleira mætti lagfæra ef bókin verðut' gef- in út aftur. Þá hefði höfundur að skaðlausu mátt stytta texta sinn, meðal annars með því að forðast endurtekningar, beinar og óbeinar. Erlendur Jónsson Sigurður Gylfi Magnússon Sumardjassskóli á Akureyri DAGANA 26. maí - 30. maí verðut' haldið djassnámskeið á Akureyri á vegum Sumarháskólans á Akureyri og Sigurðar Flosasonat'. Sigurður sem er yftrkennari djassdeildar Tónlistarskóla F.Í.H, verður einnig faglegur stjórnandi námskeiðsins. Framkvæmdastjóri er Arna Ýrr Sigurðardóttir, verkefnisstjóri Sumarháskólans. „Námskeiðið verðut' niikið stílað inn á samspil. Dagskráin hefst á morgnana með sameiginlegum morgunverði, síðan tekur við þriggja tíma samspil. Eftir hádegi eru tímar í hljómfræði og spuna. í sérstökum hlustunartímum kynn- um við tónlist og ýmsar hugmynd- ir fyrir nemendunum. Einn „master class“ verður svo haldinn fyrir hvert hljóðfæri, og farið verður í skemmtilega ævintýraferð," sagði Sigurður Flosason í viðtali við Morgunblaðið. „Sérkennsla á þessu sviði hefur þróast á undanförnum árum í F.Í.H, og stðar á Akureyri. Nent- endur í tónlistarskólum úti á landi eiga sjaldnast kost á kennslu á þessu sviði, og er námskeiðið hugs- að fyrit' þau, en einnig fyrir full- ot'ðna sem vilja kynna sér þessi mál eða auka við færni sína á þessu sviði,“ sagði Sigurður. Kennarar á námskeiðinu eru nokkrir af okkar hæfustu djass- hljóðfæraleikurutn. Auk Sigurðar sem er landsþekktur saxófónleik- ari, verða þat' Einar Scheving trommuleikari, Hilmar Jensson gít- arleikari og Jón Rafnsson bassa- leikari. Jón er jafnframt yfirmaður alþýðutónlistardeildarinnar við Tónlistarskólann á Akureyri. „Þetta námskeið er haldið í mjög nánu og góðu samstarfi við Tónlist- arskólann á Akureyri. Við fáum húsnæði þar, hljóðfæralán, styrk og alla mögulega fyrirgreiðslu sem er geysilega gott,“ sagði Sigurður Flosason. Kennaratónleikar verða haldnir miðvikudagskvöldið 28.maí á Poll- inurn og hefjast þeir kl. 21.00. Námskeiðið endar einnig tneð nem- endatónleikum í Deiglunni föstu- dagskvöldið 30. maí, líklega einnig kl. 21.00. ÍSALog umhverfismál NÚ FER að líða að gangsetningu fyrstu keranna í umfangsmikilli stækkun álversins í Straumsvík. Eftir stækkun mun framleiðslan verða 162.000 tonn af áli á ári. Það er um 60% fram- leiðsluaukningu í verksmiðjunni frá því sem nú er. Undirbún- ingur þessarar stækk- unar hefur tekið nokk- urn tíma, en stækkun- in er liður í því að renna styrkari stoðum undir rekstur ISAL í framtíðinni. Svo er einnig um þá ákvörð- un stjórnenda fyrir- tækisins að taka upp markvissa umhverfis- stjórnun. Nú um miðj- an mars var stigið stórt skref í umhverf- ismálum ISAL er gerð var úttekt á umhverfisstjórnunar- ket'fi fyrirtækisins, úttekt sem er hliðstæð þeirri sem gerð var á gæðastjórnunarkerfinu 1992. Svissneska vottunarfyrirtækið SQS (Swiss Association for Quality and Management Systems) annaðist úttektina, en SQS er viðurkenndur og virtut' aðili á þessu sviði. Úttekt- in staðfestir að umhverfisstjórnun hjá ISAL er að öllu leyti í samræmi við kröfur alþjóðastaðalsins ISO 14001. ISO 14001 er staðall um umhverfisstjórnunarkerfi, sem var gefinn út af Alþjóðlegu staðlasam- tökunum í september 1996 og stað- festur af Staðlaráði Islands 1. mars 1997. Það er ánægjulegt að ISAL skuli hafa orðið fyrst fyrirtækja til að ná þessum árangri hér á landi og vera þannig í fararbroddi á vett- vangi umhverfismála á íslandi. Að fenginni reynslu af gæða- stjórnunarkerfinu samkvæmt ISO 9002 staðlinum, var tekin sú ákvörðun að koma á umhverfis- stjórnunarkerfi samkvæmt kröfum ISO 14001 staðalsins. ISO 14001 staðallinn um stjórnun umhverfis- mála er gott verkfæri til að reka skilvirkt umhverfisstjórnunarkerfi enda mikil reynsla innan fyrir- tækisins af því að koma á og við- halda hliðstæðu stjórnkerfi, þar sem unnið hefur verið samkvæmt gæðastjórnunarkerfi í nokkur ár. Umhverfisstjórnunarkerfið nær til alls fyrirtækisins og er samofið gæðastjórnunarkerfinu. Þannig er tekið kerfisbundið á tveimur af mikilvægustu þáttum í rekstri fyr- irtækisins, gæðum framleiðslunnar og umhverfismálum. Fyrirtækið hefur sett sér mark- mið á sviði umhvet'fismála og eru þau hluti af stefnu þess. Um- hverfisstjórnunarkerfið veitir þær upplýsingar og leggur til þau tæki sent þarf til þess að við getum unnið markvisst að því að bæta árangur okkar í umhverfismálum. Helstu markmiðin eru: • Að lágmaka röskun á jafnvægi í vistkerfinu með þeim efnum og orku sent verksmiðjan þarfnast eða skilar frá sér. • Bætt nýting og aukin endurnýt- ing með hringrásum, þar sem það er hægt. • Að haga starfseminni í samrænti við gildandi lög og reglur um umhverfismál. • Að auka áhuga starfsmanna, birgja og almennings á umhverf- ismálum. • Að farga óhjákvæmilegum úr- gangi, þannig að hann valdi sem minnstum umhverfisspjöl 1 um. Umhverfisstjórnun auðveldar stjórnendum yfirsýn yfir um- hverfismálin með kerfísbundinni rýni: • Á því hvaða efna verksmiðjan þarfnast (inntak). •Á því hvaða efnum verksmiðjan skilar frá sér (úttak). • Tengsla inntaks og úttaks við ákveðna starfsemi og ákveðin umhverfisáhrif. • Krafna sem gerðar eru til fyrirtækisins. Kröfurnar geta komið fram í lögum og reglu- gerðum ásamt þeim stöðlum eða samning- um sem ISAL hefur skuldbundist. Við nýtum okkur tölvutæknina og var sérstakur gagna- grunnur hannaður til að miðla þessum upp- lýsingum til viðkom- andi aðila innan fyrir- tækisins. Það skal tek- ið fram að slíkar mæl- ingar og skráningar, eru ekki nýlunda hjá ISAL. Allt frá upphafi starfseminn- ar hefur verið starfrækt umhverfi- seftirlit hjá fyrirtækinu þar sem fylgst hefur verið með mikilvæg- ustu atriðum, svo sem útsleppi frá Mikið starf hefur á und- anförnum árum verið unnið í umhverfismálum hjá ÍSAL, sefflr Rann- veig Rist. Frárennslis- mál verksmiðjunnar hafa verið endurbætt og er holræsalögn frá verksmiðjunni út fyrir stórstraumsfjöruborð. verksmiðjunni, og niðurstöður skráðar. Fella þurfti þennan þátt að umhverfisstjórnunarkerfinu. Upplýsingar úr gagnagrunninum eru aðgengilegar þeint starfsmönn- um sent þurfa að nýta sér þær og auðvelda skipulagningu einstakra þátta starfseminnar. Með því að rýna í niðurstöður mælinga er grip- ið til úrbóta ef með þarf. Upplýs- ingar úr umhverfisstjórnkerfinu eru innlegg í ákvarðanatöku stjórn- enda um frekari aðgerðir í unt- hverfismálum. Mikið starf hefur á undanförnum árum verið unnið í umhverfismálum hjá ISAL. Ft'árennslismál verk- smiðjunnar hafa verið endurbætt og er nú holræsalögn frá vet'ksmiðj- unni út fyrir stórstraumsfjöruborð. Þegar unnið er að mengunar- vörnum reka menn sig oft á það, að við það að ná tökum á einum mengunarvaldi verður til annar. Hávaðantengun frá verksntiðjunni er nú aðallega frá þurrhreinsistöðv- unum sem eru til þess að hreinsa reykinn frá kerunum. Hávaðinn frá súrálslöndunarbúnaðinum er vegna blásara sent er til þess að koma í veg fyrit' rykntengun vegna súráls. Nýverið var settur upp nýr hljóð- deyfir á löndunarblásarann. Hljóð- deyftt'inn, sern smíðaður var hér- lendis, er verulega til bóta og mælist hávaði nú til rnuna minni en áður. Töluverður árangur hefur náðst í að draga úr útblæstri frá verksmiðjunni. I samvinnu við opin- bera aðila hafa ntælingar verið gerðar frá því áður en vet'ksmiðjan hóf starfsemi sína og sýna niður- stöður síðastliðinna ára að mengunaráht'if álversins á gróður eru orðin það lítil að niðurstöðurn- ar, eins og sést á meðfylgjandi línu- riti, eru áþekkar þeim sem mæld- ust áður en álverið hóf starfsemi Rannveig Rist sína. Sögu mengunarvarna má lesa út úr línuritinu. Fjárfestingar í mengunarvarnar- búnaði hafa verið umtalsverðar og má nefna að vélknúnar felliþekjur voru settar á kerin. Þær og búnað- ur þeim tengdur kostaði tvöfalt á við nýjan frystitogara sent keyptur var til landsins á svipuðum tíma. Ástand umhverfismála í heimin- um heldut' áfram að versna þrátt fyrir viðleitni í átt til úrbóta og vitað er að auðlindir jarðar eru takmarkaðar. Þess vegna telja stjórnendur ISAL að umhverfismál séu meðal forgangsmála í rekstri fyrirtækisins. Það er keppikefli ISAL að ganga á undan nteð góðu fordæmi hvað umhverftsmálin varðar. Það er mikilvægt öllum þeim sem stunda stóriðjurekstur að missa aidrei sjónar á mikilvægi umhverfismála. Öryggi starfsmanna er ekki síð- ur miklvægt atriði í rekstri ISAL. Á vegum alþjóðlegu staðlastofn- unat'innar er í undirbúningi staðall um öryggismál. Við munum fylgj- ast vel með þeirt'i þróun og leitast við að innieiða kröfur þess staðals í okkar gæða- og umhverfisstjórn- unarkerfi þegar þær liggja fyrir. Með því að vinna samkvæmt slíku stjórnkerfi et' skipulega fylgt regl- um unt þá þætti sem skipta okkur öll mestu máli. Öryggismál, sem tengjast öllum starfsmönnum beint, umhverfismál, sent tengjast vilja okkar til að lifa og starfa í sátt við náttúruna og gæðamál, sem tengjast viðskiptavinum okkar, stöðu okkat' á heimsmarkaði og afkomumöguleikum. Ef litið er á þróunina á stöðlum og stjórnkerfum sem þeint tengj- ast, er ljóst að fleiri atriði sem hafa verið á starfssviði opinberra aðila eru að falla inn í alþjóðlega staðla. Fyrir nokkrum áratugum var t.d. gæðamat útflutningsvara meira og minna á ábyrgð opinberra aðila. Fyrst komu gæðamálin á staðlaformi, síðan umhverfismálin og nú eru öryggismálin í undirbún- ingi. Ef horft er fram á veginn er ekki óhugsandi að ýmis félagsleg málefni þróist á hliðstæðan liátt í hinu alþjóðlega viðskiptaumhverfi og þau mál sem tengjast vilja okk- ar til að lifa og starfa í sátt við hvert annað. Liður í umhverfisstjórnun hjá ISAL er að koma upplýsingum til almennings, því verður „Opið hús í Straumsvík" sunnudaginn 25. maí, frá kl. 10 til 17. Þetta er ein- stakt tækifæri fyrir þá sem áhuga hafa - sérstaklega börn - til að skoða nýja kerskálann sem gang- settur verður í júlí. Þar sem í álver- inu er unnið með fljótandi málm - ál - er umhverfið hættulegt fyrir börn og munurn við því aka með fólk í strætisvögnum í gegnum aðra hluta verksmiðjunnar, þannig fá allir tækifæri til að sjá sem mest af verksmiðjunni og fræðast um starfsemina í Straumsvík, en jafnframt er leitast við að gæta fyllsta öryggis. Höfundur er forstjóri Islenska álfélagsins hf. *Skemmtilegt * Hátiðlegt * * Regnhelt * Auðvelt * Tjaldaleigan bkemmtilegt hj. Krókhálsi 3, s. 587 6777
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.