Morgunblaðið - 22.05.1997, Side 48

Morgunblaðið - 22.05.1997, Side 48
48 FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ELINEDDA GUÐMUNDSDÓTTIR + EIín Edda Guð- mundsdóttir fæddist í Reykjavík 2. október 1946. Hún lést á Sjúkra- húsi Reykjavíkur 10. maí siðastliðinn og fór útför hennar fram frá Dómkirkj- unni 21. maí. I dag kveðjum við okkar kæru vinkonu Eddu Guðmundsdótt- ur. En undanfarnar vikur þurfti hún að tak- ast á við illvígan sjúkdóm. Hún sýndi mikið hugrekki og bjartsýni í þeirri baráttu. Hún hélt stöðugt í vonina um bata og vildi alls ekki gefast upp, fyrr en yfir lyki. Þar naut hún aðstoðar eiginmanns síns Þorsteins, sem stóð eins og klettur við hlið hennar til hinstu stundar. Allt var gert sem í mannlegu valdi stóð, en því miður án árangurs. Það er erfitt að þurfa að sætta sig við að hún skuli vera horfin okkur svona fljótt. i Hún sem var yngst í okkar hópi. Edda var glæsileg kona og það var mikil reisn yfir henni. Hún hafði sterkan persónuleika til að bera. Hún hafði ákveðnar skoðanir og hafði alltaf eitthvað til málanna að leggja. Hún var góð heim að sækja og sérlega gestrisin. Ber heimilið í Akraseli vott um smekkvísi þeirra hjóna jafnt innan dyra sem utan. Margs er að minnast þegar litið er til baka. Við stofnuðum saman hjónaklúbb sem hafði það markmið að hittast reglulega og ferðast sam- an jafnt innanlands sem utan. Það má eiginlega segja að upphaf þessa alls hafi verið á árinu 1978 í tengsl- um við skákferð íslenskra unglinga ásamt foreldrum og fararstjórum til Bandaríkjanna. Ferðimar til Banda- ríkjanna urðu allmarg- ar svo og heimsóknir bandarískra unglinga ásamt fararstjórum til Islands. I tengslum við þessi samskipti bund- umst við vináttubönd- um. Við ferðuðumst einnig saman vítt og breitt um landið okkar með tjöld og tjald- vagna. Það má segja að hvert ferðalag hafi verið heilt ævintýri. Það var samveran með góðum vinum sem skipti mestu máli, ekki hvert farið var. Við minnumst t.d. ferða til Stykkishólms sumarið 1991. Þar slógum við upp tjaldbúð- um og þar var sérlega glatt á hjalla og mikið sungið. Eitt lag átti þó hug okkar allra, en það var lagið „Þrek og tár“. Þetta lag hefur ætíð fylgt okkur síðan enda er það fallegt og textinn góður. Og nú þegar við kveðj- um Eddu verður okkur enn frekar ljós sú staðreynd að „sama rósin sprettur aldrei aftur“ eins og segir í textanum. 13. ágúst 1996 fóru þau Þor- steinn, Edda og dóttir þeirra Guð- björg í námsferð til Bandaríkjanna. Þorsteinn og Guðbjörg höfðu áætlað að koma heim til Islands um miðjan júní, en Edda hafði gert ráð fyrir heimkomu þann 10. maí, en vegna veikinda hennar varð dvölin ytra styttri en ráðgert var. Örlögin réðu því hins vegar svo, að þann 10. maí fór hún í sína hinstu ferð, ferð sem við öll þurfum að fara að lokum, ferðina yfir móðuna miklu. Svona er lífið. Við fáum litlu ráðið. Allir verða að sætta sig við örlögin, þótt stundum sé það erfitt. Við viljum að lokum þakka henni Eddu fyrir samfylgdina á liðnum árum og þá miklu vináttu og tryggð sem hún sýndi okkur. Minningin um hana mun ávallt lifa í hjarta okkar. Þorsteini og bömum þeirra, Guð- björgu, Þorsteini, Bergljótu og Guð- mundi, tengdabörnum, barnabörn- um, foreldrum og systkinum svo og öðrum nákomnum sendum við okkar dýpstu samúðarkveðjur. Jóna, Sigurður, Eygló, Þórhallur, Hulda og Kristinn. Edda kom til starfa sem lækna- fulltrúi við Heilsugæsluna í Garðabæ í byijun árs 1994. Það var sem vorið kæmi snemma til okkar það árið. Hún bar með sér fersk- leika, sem blés lífi í vinnustaðinn og hreif okkur hin með sér. Engum blöðum var um það að fletta, að þar fór kona, sem hafði til að bera frá- bæra eiginleika, sem vöktu aðdáun og traust. Krafturinn, vinnusemin, glaðværðin, einlæg og hispurslaus framkoma voru aðalsmerki hennar. Oft gustaði af henni og ákveðin var hún, en alltaf sanngjöm. Hún vat tilfinningarík kona og skynjaði um- hverfi sitt af næmi. Edda féll strax inn í starfsmanna- hópinn eins og hún hefði verið með frá fyrstu tíð. Ef skipuleggja þurfti árshátíð Heilsugæslunnar eða gönguferð starfsfólks á Helgafell var undirbúningurinn í ömggum höndum Eddu. Hún var potturinn og pannan í öllu slíku. Þegar Edda kvaddi okkur síðsum- ars í fyrra og hélt til stuttrar dvalar í Bandaríkjunum ásamt Þorsteini og Guðbjörgu kom berlega í ljós hversu veigamiklu hlutverki hún hafði að gegna í litlu samfélagi okkar í Heilsugæslunni. Með nú- tímatækni símbréfa og tölvupósts urðu samskiptin oft á tíðum þó svo lífleg, að engu var líkara en Edda væri stödd hjá okkur í Garðabænum. Á útmánuðum var ljóst, að Edda gekk ekki heil til skógar og þurfti að binda enda á dvöl sína ytra fyrr en ætlað var. Máttvana fylgdumst við með því úr fjarlægð hvemig hún háði sitt stríð af æðruleysi og full af baráttuvilja. Það var einfaldlega ekki hennar stíll að gefast upp. Eddu var saknað mjög meðan hún dvaldi vestanhafs, en vissan um að hún kæmi aftur gerði biðina létt- bærari._ í einu bréfa sinna ,skrifaði hún: „Ég kem heim 10. maí eins og krían.“ Hinn 10. maí hélt Edda hins vegar til nýrra heimkynna. Hennar er sárt saknað af okkur öll- um, en góðar minningar um frábær- an félaga létta okkur sorgina. Við vottum Þorsteini, börnunum, foreldrum og öðrum vandamönnum okkar dýpstu samúð. Guð blessi minninguna um Eddu Guðmunds- dóttur. Starfsfólk Heilsu- gæslunnar í Garðabæ. Edda Guðmundsdóttir kom inn í Soroptimistaklúbb Hóla og Fella í Reykjavík í desember árið 1992. í öllum soroptimistaklúbbum í heim- inum eru tveir þættir nauðsynlegir og gerðir að skilyrði fyrir því að geta orðið soroptimisti - að búa yfir bestu eiginleikum í lífi og starfi - og að vilja gera sitt besta og nota orku sína til að láta gott af sér leiða í þágu þeirra sem minna mega sín. Edda varð strax sannur soroptimisti, athugul, gjöful og fús til starfa og hafði einlægan vilja til að láta gott af sér leiða. Hún gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir klúbbinn af mikilli alúð og vand- virkni, átti létt með að skrifa og sagði frá atburðum á litríkan og glettinn hátt. Edda naut virðingar í klúbbnum og var allt í senn, traust- ur félagi, kát, hress, nærgætin, blíð og góð. Þegar Edda fór í ársleyfi sl. haust, vegna dvalar erlendis, hvarflaði ekki að okkur að kveðjustundin væri svona nærri. Við viljum þakka hina sönnu gjöf, sem hún færði okkur. Hún gaf af sjálfri sér. Við erum þakklátar fyrir að hafa notið gleð- innar og ljúflyndisins sem hún bar með sér og deildi með okkur á dýr- mætum samverustundum í leik og starfí. Við soroptimistasystur sjáum á bak yndislegum félaga með söknuði og trega. Minningin um Eddu Guð- mundsdóttur mun lifa í hjarta okkar björt og fögur og lýsa fram á veginn. Við vottum eiginmanni Eddu, Þorsteini Þorsteinssyni, og allri fjöl- skyldunni okkar dýpstu samúð. Systrakveðja, Soroptimistaklúbbur Hóla og Fella, Reykjavík. Er ég minnist Eddu frænku minnar, sem lést í blóma lífsins, kemur mér fyrst í hug glæsileg kona með hljómfagra rödd. Röddin var sérstök og gerði það að verkum að fólk lagði við hlustir þegar hún tók til máls. Þó var það ekki aðeins röddin sem fékk fólk til að hlusta því Edda var skarpvel gefin með svo mikið af heilbrigðri skynsemi að margt mátti af henni læra. Mér eru sérstaklega minnisstæðar umræður um velferð barna, en hún hafði áhyggjur af því að ekki væri lesið nóg fyrir börn í okkar stressaða samfélagi og benti réttilega á að börn sem ekki væri lesið fyrir hefðu lítinn vilja til að þjálfa sig í lestri þar sem þau skynjuðu ekki tilgang- inn með kunnáttunni. Hún sinnti börnum sínum vel og var stolt af þeim, enda full ástæða til, því öll eru þau foreldrasómi. Ekki er mér grunlaust um að eiginmaður Eddu, Þorsteinn Þorsteinsson skólastjóri í Fjölbrautaskóla Garðabæjar, hafi haft góðan styrk af konu sinni í sínu ábyrgðarmikla embætti. Edda var svo lánsöm að alast upp í stórfjölskyldu, í hópi systkina sem lærðu að elska hvert annað og gleðj- ast saman á góðum stundum. Þessir góðu eiginleikar voru innrættir böm- unum af kærleiksríkum foreldrum frá blautu bamsbeini. Að tilheyra stórum hópi í gleði hefur í för með sér að syrgjendur verða margir á kveðjustund, foreldrar, systkini, ætt- ingjar og vinir. Þannig er því farið í dag þegar hún Edda er borin til grafar. Þó mun sorgin sámst hjá lífs- fömnaut, bömum og bamabömum hennar frænku minnar. Ég bið góðan guð að gefa þeim styrk í sárri sorg. Margrét M. Ragnars. 'N HILDIG UNNUR HALLSDÓTTIR + Hildigunnur Hallsdóttir fæddist á Gríshóli í Helga- fellssveit á Snæfellsnesi 19. októ- ber 1916. Hún lést á sjúkrahúsinu í Stykkishólmi 26. apríl síðastlið- inn og fór útför hennar fram frá Stykkishólmskirkju 3. maí. Það var alltaf svo mikill heiðríkjulblær yfír Hiddu. Hvar sem hún fór var sama reisnin og alltaf geymist brosið hennar samferða- mönnum, já, fram til seinustu stund- ar. Hún vann á saumastofu kaupfé- lagsins hér þegar ég kom í Hólminn og auðvitað fór ekki framhjá neinum sem þangað kom, að góð framkoma og alúðlegheit vakti sérstaka athygli. Hógværðin leyndi sér ekki og traustið bak við hana. Þannig kynnt- ist ég henni og þannig var hún alla tíð. Tók öllu með sama geðinu og seinustu árin, þegar veikindin gerðu vart við sig, sá enginn annað en æðruleysi og að allt væri í lagi, eins og hún orðaði það, þegar seinustu samfundi okkar bar að. Þá má ekki gleyma því að hún eignaðist traustan förunaut sem mat hana mikils og sýndi það í verki. Og þau fylgdust að. ^rniiiixiy ErfidrykkjurH H H H H H H H H H H ÖL Sími 562 0200 IITXXIIII H H H H H H H H H a Bjarni Lárusson, eiginmaður Hildigunnar, varð mér fljótt kær. Við störfuðum saman í Góðtempl- arareglunni og eins í Lúðrasveit Stykkishólms, og þar var hann af heilum huga og ekki spilti hans góða kona fyrir því að hann verði tóm- stundum sínum í menningar- og þjónustustörf, frekar ýtti hún þar á. Það var vissulega mikið í ráðist að stofna lúðrasveitina og svo þegar við í sjálfboðavinnu byggðum hljóm- skálann, sem var stórvirki þá, dró Bjarni ekki af sér, og það var virki- lega gaman, þegar hljómskálinn var vígður og við sáum þar umbun erfið- is. Þessara stunda er ljúft að minn- ast. Þá voru þau hjón styrkir félagar skógræktarfélagsins og naut Hólm- urinn þar starfa þeirra hjóna. Og garðurinn við húsið þeirra á Skóla- stíg ber þeim vitni um smekkvísi og fegurðarkennd. Þau hjón virtust allt- af hafa tíma til að fegra og prýða. Ég kom oft á heimili þeirra, sér- staklega seinustu árin, og það var alltaf alúðlegt að líta inn og handtak þeirra hjóna varð alltaf sterkara þegar tíminn leið. Útför Hildigunnar fór fram að viðstöddu fjölmenni laugardaginn 2. þ.m. og var hin stóra og veglega kirkja okkar Hólmara þéttsetin og fór ekki framhjá neinum, hve Hidda átti hug þeirra sem þar kvöddu góð- an íbúa Stykkishólmsbæjar, og einn- ig hvernig sólin sendi hlýja geisla sína yfir athöfnina. Ég vil ljúka þessum fáu orðum með sérstöku þakklæti til Bjarna og Hildigunnar fyrir þau góðu kynni sem ég átti af þeim, og bið góðan guð að vera þeim blessunarríkur. Hólmur- inn var þeim mikils virði, það fer ekki á milli mála. Guð blessi góða konu. Árni Helgason. + Björn Bjarna- son var fæddur á Neðri-Svertings- stöðum i Miðfirði 3. júní 1921. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Hvammstanga 13. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Margrét Sig- fúsdóttir frá Upp- sölum og Bjarni Björnsson frá Núpsdalstungu. Bjarni ólst upp í Núpsdalstungu frá tveggja ára aldri hjá afa sínum og ömmu, Ás- gerði Bjarnadóttur og Birni Jónssyni. Hann stundaði nám við Búnaðarskólann á Hvann- Foreldrar Bjöms Bjarnasonar, Margrét Sigfúsdóttir frá Uppsölum og Bjarni Bjömsson frá Núpsdals- tungu, bjuggu á ýmsum stöðum í Miðfírði, lengst á Uppsölum. Síðustu árin áttu þau heimili í Reykjavík. Kornungur var Björn tekinn til fósturs að Núpsdalstungu. Þar bjuggu þá amma og afi okkar beggja, þau Ásgerður Bjarnadóttir og Björn Jónsson. Þau hjón eignuð- ust og ólu upp átta börn. Þegar sá hópur var uppkominn bættu þau við tveimur fósturbörnum, þeim Birni sonarsyni sínum og Herborgu Ólafs- dóttur frá Þverá í Núpsdal, ólu þau upp sem sín börn og veittu þeim menntun er þau uxu upp. í Núpsdalstungu bjuggu einnig frá árinu 1921 þau Ragnhildur Jóns- dóttir og Ólafur Björnsson. Þau eign- uðust þijú börn. Allur þessi hópur ólst upp í sama bænum, urðu sam- rýnd sem systkini og nutu jafnt eyri árin 1939-1941. Hinn 21. ágúst 1949 kvæntist Björn Karínu Blöndal. Þau ólu upp eina fóstur- dóttur, Þorgerði Traustadóttur, f. 5. júli 1952. Hennar maður er Guðjón Jónsson, vélstjóri, f. 18. nóvember 1948. Þau eiga fjögur böm og eitt barna- bam. Bjöm var bif- reiðasljóri lengst af starfsævinni. Karín og Björn bjuggu lengst af á Lækjargötu 13 á Hvammstanga. Útför Björns fór fram frá Hvammstangakirkju 21. maí. umhyggju fullorðna fólksins. I Núpsdalstungu var fundarstaður hreppsins, póstafgreiðsla og land- simastöð, heimilið fjölmennt og gest- risni mikii. Á þessu mikla menning- arheimili ólst Björn upp til fullorðins- ára. Hann naut venjulegrar barna- skólagöngu, sem á þeim tíma var farkennsla. Síðar nam hann í Búnað- arskólanum á Hvanneyri og lauk þar búfræðiprófi vorið 1941. Dvaldi eftir það stutt í Núpsdaistungu en stund- aði vinnu á ýmsum stöðum, m.a. í Reykjavík. Hinn 21 ágúst 1949 kvæntist Björn glæsilegri og vel gefinni stúlku, Karínu Blöndal. Foreldrar hennar voru Rósbjörg Þorgrímsdótt- ir og Björn P. Blöndal póstmeistari á Hvammstanga. Björn og Karín byggðu upp heimili sitt á Hvamms- tanga. Margir forfeður og ættmenn Björns voru smiðir og orðlagðir hag- Ieiksmenn. Þessa ættarfylgju hlaut Björn í ríkum mæli, um það bera vitni reisulegar byggingar þeirra á Hvammstanga. Ekki munu lærðir smiðir hafa komið að þeim fram- kvæmdum, en Karín átti einnig mörg handtök í þeim. Atvinna Björns var vörubílaakst- ur. Hann annaðist vöruflutninga og einnig vann hann lengi hjá Vega- gerðinni við uppbyggingu og viðhald vega hér í Vestur-Húnavatnssýslu þ.á m. veginn fram Miðfjörð. Hér ofan við túnið á Staðarbakka var og er mikil malartekja í vegi. Lengi var fátt um heimiiisbíla hér í sveit. Börnin mín, sem þá voru ung að árum, sóttust mjög eftir að fá að sitja í bílnum hjá Birni og hænd- ust þau að frænda sínum, sem var sérlega barngóður, hafði hlýja og rólega framkomu. Karín og Björn eignuðust ekki börn, en tóku til fósturs systurdóttur Karínar, Þorgerði Traustadóttur og veittu henni hið besta uppeldi. Hún er búsett í Reykjavík. Hennar maður er Guðjón Jónsson vélsmiður. Þau eiga fjögur börn og einn dótturson. Öll hafa þau notið mikillar ástar og umhyggju þeirra Karínar og Björns, enda eflaust verið þeim miklir gleði- gjafar. Ég hygg að sveitin hafí alltaf átt sterk ítök j Bimi, hann var mikill dýravinur. í mörg ár áttu þau hjóp kindur og var umhirða þeirra eins og best verður af hendi leyst og kett- imir þeirra lifðu miklu sældarlífí. Nú, þegar lífí Björns frænda míns er lokið, minnist ég með þakklæti allra okkar kynna frá fyrstu tíð. Hann var traustur og vandaður, hafði skemmtilega kímnigáfu og komst oft vel að orði. Á heimili þeirra hjóna ríkti mikil gestrisni eins og verið hafði á bernskuheimilum þeirra beggja. Margir sóttu þau heim og munu nú sakna Björns eftir góð kynni. Ég sendi fjölskyldu hans allri sam- úðarkveðjur. Ásdís Magnúsdóttir, Staðarbakka. BJÖRN BJARNASON

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.