Morgunblaðið - 22.05.1997, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ
SIGURÐUR
HALLDÓR GÍSLASON
+ Sigurður Hall-
dór Gíslason
fæddist á Hóli í Ól-
afsfirði 25. desem-
ber 1923. Hann lést
á heimili sínu í
Kópavogi 13. maí
síðastliðinn og fór
útför hans fram frá
Digraneskirkju 21.
maí.
Með nokkrum orðum
langar mig að kveðja
Sigurð Gíslason og
varpa litlu ljósi á ævi-
skeið hans.
Það er höggvið stórt skarð, þegar
kvaddur er maður eins og Sigurður,
maður af þeirri kynslóð sem man
tímanna tvenna, alinn upp í torfbæ
í sveitinni, mikið náttúrubarn og
stórkostlegur persónuleiki.
Siggi fæddist að Hóli í Ólafsfírði,
á jóladag árið 1923, þriðja barn
foreldra sinna, sem höfðu þá nýlega
bytjað búskap á þeim bæ og var
íbúðarhúsið torfbær. Ekki hefur
verið auðvelt að eiga til hnífs og
skeiðar á þeim tíma, enda þurfti
faðir hans að stunda sjóinn með
búskapnum til að byrja með.
Barnahópurinn varð stór, eins og
algengt var á þeim tíma, alls urðu
börnin 11, tvö dóu ung úr kíghósta,
9 komust á legg, fjórir bræður og
fimm systur, en ein systranna bjó
hjá föðurforeldrum. Bræðurnir voru
ekki gamlir þegar þeir fóru á sjóinn
eða í aðra fiskvinnu og
þá gjarnan systurnar
líka, til að leggja björg
í bú og lét Siggi ekki
sitt eftir liggja í því,
hann bytjaði sjó-
mennskuna ungur með
móðurbróður sínum,
sem var þá skipstjóri á
síldarbát, sem gerður
var út frá Sigluftrði.
Ári 1942 flutti fjöl-
skyldan í nýtt íbúðar-
hús, sem stendur enn á
jörðinni, snoturt stein-
hús, sem hefur aldeilis
verið mikil upplyfting
og tilvistarbreyting fyrir fjölskyld-
una að flytja í úr torfbænum, en
Siggi tók ekki síst þátt í að koma
upp nýja húsinu. Siggi sýndi bú-
skapnum einnig mikinn áhuga, enda
var hann sá sem tók við búi for-
eldra sinna.
Siggi kynntist Fjólu, eiginkonu
sinni, árið 1955, þegar leið hans lá
í Kópavoginn, þar sem hann hafði
ráðið sig í vinnu við frystihús þar í
bæ. Bytjuðu þau búskap í foreldra-
húsum Pjólu, Dvöl við Hlíðarveg,
en fluttu síðan á Hlíðarveg 55 og
bjuggu þar, þangað til þau ákváðu
að taka við búi foreldra Sigga, norð-
ur í Ólafsftrði, en meðan þau bjuggu
á Hlíðarveginum, stundaði hann sjó-
mennsku, en vann seinna í mörg ár
í Vibró, verksmiðju í Kópavoginum
sem framleiðir einangrunarplast og
einnig við múrarastörf.
MINNINGAR
Árið 1965 ákváðu Fjóia og Siggi
að flytja til Ólafsfjarðar með börnin
sín fjögur, við tóku sveitastörfin.
Ég átti því láni að fagna að fá að
dvelja hjá þeim í sveitinni um tíma
sem unglingur, það er mér ógleym-
anlegur tími. Ekki leyndi sér bónd-
inn í Sigga, atorkan óendanleg og
hafði við hlið sér Fjólu sína, sem
vann bústörfm af einstakri prýði.
Yfirleitt vaknaði maður á morgnana
við bökunarilminn úr eldhúsinu, því
á þeim bæ bytjaði dagurinn
snemma. Sveitastörfin kölluðu og
komst unglingurinn ekki upp með
að slá slöku við. „Drífa í því“ voru
orð Sigga, þegar honum fannst
verkið unnið með hangandi hendi,
eða þegar laumast var upp að suð-
urvegg til að sleikja sólskinið. Já,
fyrir ómótaðan ungling var góð
kennslustund að vinna undir leið-
sögn Sigga, hann kunni svo'vel að
vera vinur manns og jafningi, alltaf
svo skilningsríkur.
Búskaparár þeirra hjóna í sveit-
inni urðu ekki mörg og vegna
slæmra skilyrða lá leið þeirra aftur
í Kópavoginn, eftir u.þ.b. fjögurra
ára búsetu á Hóli.
Nokkrum árum seinna festu þau
kaup á húsinu Dvöl við Hlíðarveg,
sem var eign foreldra Fjólu. Fylgdi
því húsi mikill skógur, sem foreldrar
hennar höfðu ræktað. Siggi hóf
störf í Straumsvík og vann þar, þar
til hann komst á eftirlaunaaldur.
Hann sagði eitt sinn við mig: „Ekki
er ástæða til þess að kvíða því að
komast á eftirlaunaaldur, því það
er yndislegur tími.“ Siggi var alltaf
mjög heimakær og naut þess sér-
staklega að fá bamabömin í heim-
sókn og fá að fylgjast með þeim
vaxa úr grasi. Hann fylgdist vel
+ Vilborg Sveins-
dóttir var fædd
á Bakka í Borgar-
firði eystra 5. októ-
ber 1918. Hún Iést í
Reykjavík 2. maí
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Magnea Stefáns-
dóttir frá Sænautas-
eli á Jökuldalsheiði,
f. 11.5. 1894, d. 8.10.
1968, og Sveinn
Gíslason sjómaður
frá Hofströnd, f. 1.1.
1872, d. 4.1. 1926.
Systkini Vilborgar
voru: 1) Magnús, dó í bernsku.
2) Gísli, f. 20.1.1909, d. 6.3.1951.
3) Sesselja, f. 9.5. 1911. 4) Sig-
urborg, f. 26.11. 1912, d. 26.4.
1986. 5) Una Guðlaug, f. 23.8.
1914. 6) Þórhallur, f. 22.3. 1916,
Ég kveð vinkonu mína Villu.
Margs er að minnast. Lífið lék ekki
við hana í æsku. Hún var ung þeg-
ar hún missti föður sinn og mamma
hennar varð ekkja á Bakka í Borg-
arfirði eystra, með sjö börn. Það
varð að taka upp heimilið og hópur-
inn tvístraðist. Vilborg fór ásamt
Boggu systur sinni og Halla bróður
að Hofströnd til föðurbróður síns.
Þar tengdist hún föðursystur sinni
Halldóru Sigfúsdóttur tryggða-
böndum, sem aldrei rofnuðu og var
Halldóra henni alla tíð eins og besta
systir, sem fjölskyldan virti mikils.
Föðurmissirinn var sár og upp kom
beiskja og Vilborg gat ekki sætt
sig við hlutskipti sitt. Hún strauk
í örvæntingu sinni frá Hofströnd,
berandi Halla bróður sinn, sem var
Iamaður, heim til mömmu. Hún
varð að snúa aftur. Þannig var líf-
ið. „Hlýða skaltu, heillin góð.“
Vilborg gekk í Húsmæðraskóla
á Staðarfelli í Dölum. Sú menntun,
er hún hlaut þar, kom henni til
góða er hún gerðist húsmóðir á
Brandagili í Hrútafirði. Þangað
fluttist hún með dóttur sína Sig-
fríði fjöurra ára gamla árið 1954.
Vilborg bjó þar ásamt sambýlis-
manni sínum Sigmundi Sigur-
björnssyni og þau eignuðust dóttur-
ina Maríu. Árið 1963 var Vilborg
d. 25.12. 1995. 7)
Berta Magna, f. 3.3.
1923. 8) Sigríður
Þórlaug, f. 1.9.1924.
Börn Vilborgar
eru: 1) Sigfríður
Védís Ásbjörnsdótt-
ir kennari, f. 28.04.
1950, maki Kristinn
Jónsson stýrimaður,
f. 21.1. 1953, d.
26.10. 1995. Börn
þeirra: Jón Gunnar,
f. 3.1. 1974, Svavar
Knútur, f. 21.1.
1976, og Vilmundur
Torfi, f. 27.6. 1990.
2) María Aðalheiður Sigmunds-
dóttir landfræðingur, f. 3.10.
1958, maki Gianpiero Venditto,
f. 29.6. 1954.
Utför Vilborgar fór fram frá
Háteigskirkju 9. maí.
orðin of heilsulitil til að búa í sveit.
Stofnað var heimili í Lönguhlíð 19
hér í borg. Þar komu þau dætrunum
til mennta og bjuggu þar, þar til
Sigmundur lést árið 1990. Vilborg
bjó síðan í Lönguhlíðinni meðan
heilsa og kraftar leyfðu.
Hjá Sigfríði og Kristni tengdasyni
sínum átti Vilborg ljúfar stundir og
naut samvista við barnabömin. Þau
fluttust til Flateyrar 1994, þar sem
Sigfríður var kennari við grunnskól-
ann. Vilborg dvaldi á öldrunarheim-
ilinu Sólborg á Flateyri, þar sem
hún fékk sérlega góða umönnun og
gat notið samvista við fjölskylduna
í fríum. En svo reið aldan yftr og
snjóflóðið á Flateyri tók ástkæran
tengdason. Vilborg kom suður og
dvaldi í Hátúni lOa, en þar naut
hún ómetanlegrar umhyggju starfs-
fólks sem dætumar fá seint full-
þakkað. Sumir sem eiga um sárt
að binda eftir snjóflóðið hafa líkt
því við Persaflóastríðið og sagt að
hlutimir hafi gerst í beinni útsend-
ingu. Þrátt fyrir það er mér þó einn
atburður minnisstæðari en aðrir.
Það var þegar ég heimsótti Vilborgu
í Hátúnið og við skruppum til Sig-
fríðar. Þar var fjöldi fólks saman
kominn. Kemur Vilmundur litli sól-
argeislinn hennar ömmu sinnar
hlaupandi, grípur utan um ömmu
og hrópar: „Amma, amma, þú dóst
ekki í snjóflóðinu." Enginn hafði
haft hugsun á að segja honum hvar
amma var. Seinna um veturinn,
þegar Sigfríður og Villi litli vom
farin aftur í Önundaríjörðinn, þar
sem hún lauk kennslu það árið,
sagði Vilborg mér að hún væri
áhyggjufull og teldi dagana þar til
þau kæmu aftur suður. Ég kveð
Vilborgu að sinni. Guð blessi minn-
ingu hennar.
Nú ertu laus úr líkamstötrum,
létt er sárum þungum Qötrum.
Nýir geislar ná til þín.
Um leiðir þínar ljósið streymi,
og lýsi þér í nýjum heimi.
Vertu blessuð, Vilborg mín.
(Kristján Ámason.)
Þín vinkona,
Marín Guðveigsdóttir.
í stórum og rúmgóðum sýningarsal okkar
eigum við ávallt íyrirliggjandi margar gerðir
legsteina og minnisvarða úr íslenskum og
erlendum steintegundum.
Verið velkomin til okkar eða hafið
samband og fáið myndalista.
SKEMMUVEGI 48, 200 KOP., SIMI: 557-6677/FAX: 557-8410
VILBORG
SVEINSDÓTTIR
FIMMTUDAGUR 22. MAÍ1997 51
með heimsmálunum og hafði sterk-
ar skoðanir í pólitík og var alltaf
tryggur sínum flokki.
I frístundum eyddi hann ófáum
stundum í að hlúa að garðinum,
enda áttu útistörfín vel við hann,
minntu hann sjálfsagt á sveitina og
hann naut þess að fylgjast með
fuglalíftnu í garðinum og ekki naut
hann síst vorsins, sem var hans
uppáhalds árstími, núna í vor var
hann búinn að snyrta rifsbetjatrén
sín, sem var alltaf hluti af hans
fyrstu vorverkum og eyddi hann í
það síðustu kröftum sínum, áður en
sjúkdómurinn tók yfirhöndina, en
Fjóla og bömin sáu til þess að Sigga
liði eins vel og hugsast gæti, alveg
fram í andlátið, með aðstoð yndis-
legs hjúkrunarfólks frá heimahlynn-
ingu Krabbameinsfélagsins, en það
var einmitt í hans anda að skilja
við á heimili sínu.
Ég og fjölskylda mín vottum Fjólu
og öðrum aðstandendum dýpstu
samúð.
Ingunn Hauksdóttir.
í dag kveðjum við vin okkar og
heiðursmann, Sigurð Gíslason.
Það var alltaf eitthvað sérstakt
við að heimsækja heiðurhjónin Fjólu
Bjarnadóttur og Sigurð Gíslason í
Dvöl, það minnti mig á ftjálsræðið
í sveitinni. Þegar gengið var út úr
bílnum, flugu fuglarnir á grasblett-
inum í snjónum, það var búið að
gefa þeim ætið sitt. Það þurfti ekki
alltaf að banka á dyrnar, því yngstu
barnabörnin skriðu út um dyrnar
við fætur afa og ömmu og fylgdust
með fuglunum.
Sigurður var mikill fjölskyldu-
maður, það var fágætt að horfa upp
á jafn samrýnda íjölskyldu og fjöl-
skylduna í Dvöl. Það er hollt vega-
nesti bömum og barnabömum að
sitja við þann heimilisarin, eins og
hjá þeim heiðurshjónum.
Gott var til Sigurðar að leita og
gaman heim að sækja, enda gest-
risni þeirra hjóna rómuð. Sigurður
var fæddur í Ólafsfirði og ólst upp
með stórri fjölskyldu. Hann átti því
láni að fagna að eignast góða eigin-
konu og era börn þeirra fjögur.
Sigurður átti mjög sterkar taugar
til Ólafsijarðar. Þegar leið að sum-
arfríi hans var tilhlökkun að fara
að Hóli í fjallaloftið og náttúrafeg-
urðina, tæra ána með spriklandi sil-
unga og beijalautum góðum, þar
þekkti hann hvern hól. Sigurður og
Fjóla vora búendur á Hóli í nokkur
ár. Þá kynntust bömin þeirra aldeil-
is sveitinni og sveitalífinu.
Þau fluttu aftur í Kópavog.
Lengst vann Sigurður í Straumsvík.
Hann var samviskusamur, áræðan-
legur og sérlega glöggur á alla
hluti.
Síðast þegar ég sá Sigurð á fótum
á góðvirðisdegi, stóð hann með
skæri við trén og var að huga hve
mikið þyrfti að klippa, Fjóla kom
og aðstoðaði bónda sinn. Snyrti-
mennskan í Dvöl, úti og inni, kom
ekki af sjálfu sér. Gleðin fólst í því
að hafa alla hluti í lagi.
Þegar liðið var að lokum, skrifuðu
bamabörnin bréf til afa, hann átti
að varðveita þau í vasanum í kist-
unni. Að eiga góðar minningar er
mikill fjársjóður.
Þessum góða vini okkar óskum
við Guðs blessunar.
Ég votta fjölskyldu hans innilega
samúð.
Hólmfríður Bjarnadóttir.
+
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og bróðir,
ÓSKAR KRISTJÁNSSON
lögreglumaður,
Lækjarási 14,
Reykjavík,
sem lést á heimili sínu 17. maí, verður
jarðsunginn frá Grafarvogskirkju mánudaginn
26. maí kl. 13.30.
Þeim, sem vilja minnast hans, er vinsamlega
Krabbmeinsfélags íslands.
Emilía Björg Möller,
Arna Óskarsdóttir,
Anna Margrét Óskarsdóttir, Valdemar Haukur Hilmarsson,
Emilía Björg Óskarsdóttir,
Guðmundur Sveinn Krístjánsson, Sóley Gróa Einarsdóttir.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
SIGURÐUR GUTTORMSSON
fyrrverandi bílstjórí,
Mánagötu 25,
Reyðarfirði,
lést á Sjúkrahúsi Neskaupstaðar að morgni
þriðjudagsins 20. maí.
Helga Sveinsdóttir,
Guðlaugur S. Sigurðsson,
Anna Þ. Sigurðardóttir,
Hulda B. Sigurðardóttir, Guðmundur Ágúst Pétursson,
Arndís Sigurðardóttir, Vilberg Einarsson,
Guttormur Sigurðsson, Laufey Brekkan,
barnabörn og barnabarnabörn.
KATRÍN JÚLfUSDÓTTIR
frá Húsavik,
verður jarðsungin frá Húsavíkurkirkju laugar-
daginn 24. maí kl. 14.00.
Júlíus Stefánsson, Pétur Stefánsson,
Katrín Júlíusdóttir, Sigríður Ingólfsdóttir,
Lúðvfk Júllusson,
Stefán Júlfusson.