Morgunblaðið - 22.05.1997, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 1997 55
FRÉTTIR
Héraðsdómur Reykjavíkur í máli þrotabús gegn Islandsbanka
Banka óheimilt að skulda-
: jafna af reikningi þrotabús
ÍSLANDSBANKA var óheimilt að skuldajafna
af gjaldeyrisreikningum þrotabús vegna skuld-
ar búsins við bankann, samkvæmt niðurstöðu
Héraðsdóms Reykjavíkur. Héraðsdómur sagði,
að innstæðan hefði verið eign þrotabúsins sem
hafi mátt ráðstafa henni að vild. Því yrði ekki
talið að bankinn skuldaði þrotabúinu fé það sem
var á reikningunum og því hefðu ekki verið
i forsendur til skuldajöfnunar.
Málavextir voru þeir, að bú íslensks berg-
vatns hf. var tekið til gjaldþrotaskipta í janúar
1 árið 1994. Þá átti þrotabúið innstæður á þrem-
ur reikningum í íslandsbanka, um 145 þúsund
krónur á sparisjóðsbók og samtals 288 þúsund
krónur á tveimur gjaldeyrisreikningum. ís-
landsbanki lýsti tæplega 28 milljóna kröfu í
þrotabúið og lýsti jafnframt yfir skuldajöfnuði
á innistæðum þrotabúsins og hinni lýstu kröfu.
Skiptastjóri þrotabúsins féllst á að innstæða á
sparisjóðsbók færi til skuldajöfnuðar, en krafð-
ist þess að bankinn greiddi þrotabúinu innistæð-
ur á gjaldeyrisreikingunum.
Bankanum gert að
endurgreiða 288
þúsund krónur auk
dráttarvaxta o g
málskostnaðar
íslandsbanki taldi skuldajöfnuð heimilan
samkvæmt gjaldþrotalögum og sagði viður-
kennd sjónarmið í norrænum rétti að við gjald-
þrot viðskiptamanna sinna væri innlánsstofnun-
um heimill skuldajöfnuður við innstæður á al-
mennum viðskiptareikningum þeirra, svo fremi
ráðstöfunarheimildir reikningseiganda sjálfs
væru ekki háðar takmörkunum, annað hvort
samkvæmt samningi hans við þriðja mann eða
samkvæmt lagaboði.
Héraðsdómur vísaði til þess, að samkvæmt
gjaldþrotalögum gæti hver sá, sem skuldaði
þrotabúi, dregið það frá, sem hann ætti hjá
því, hvernig sem skuld og gagnkröfu væri
varið, en innstæðan hafi verið eign þrotabús-
ins og yrði ekki talið að bankinn hefði skuldað
þrotabúinu hana.
„Óumdeilt er í máli þessu að enginn samn-
ingur var í gildi milli aðila um tryggingu
stefnda [íslandsbanka] í innistæðum á gjald-
eyrisreikningunum fyrir skuldum stefnanda
[þrotabúsins] við stefnda," sagði Héraðsdóm-
ur. Þar sem skuldajöfnuður yrði hvorki reistur
á samningi aðila né ákvæðum laga um við-
skiptabanka og sparisjóði yrði ekki talið að
málið væri þannig vaxið að túlka bæri lög um
gjaldþrotaskipti þannig, að réttur til skulda-
jafnaðar hafi orðið til við gjaldþrotið.
íslandsbanki var dæmdur til að greiða þrota-
búinu rúmar 288 þúsund krónur, auk dráttar-
vaxta frá júní 1994, auk þess að greiða
þrotabúinu 120 þúsund krónur í málskostnað.
Firma-
keppni TR
og Hellis í
hraðskák
TAFLFÉLAGIÐ Hellir og
Taflfélag Reykjavíkur standa
í sameiningu fyrir Firma-
keppni í hraðskák 1997.
Keppnin hefst í húsnæði T.R.
í kvöld, fimmtudaginn 22.
maí.
Mótið verður til skiptis á
hvorum keppnisstað sem hér
segir: Fimmtudagur 22. maí
T.R., þriðjudagur 27. mai
Hellir, fimmtudaginn 29. maí
T.R. og mánudagur 2. júní
Hellir.
Mótinu verður framhaldið
á fimmtudögum í T.R. og á
mánudögum í Helli. Keppnin
hefst ávallt kl. 20. Félags-
heimili T.R. er að Faxafeni
12 og félagsheimili Hellis er
að Þönglabakka 1, Mjódd-
inni. Mótið er öllum opið.
Veitt verða verðlaun fyrir
besta samanlagða árangur.
SKÓGARBÆR, hið nýja hjúkrunarheimili aldraðra í Suður-Mjódd,
PP
Þrír með föls-
uð vegabréf
ÞRÍR einstaklingar af austur-
lensku bergi brotnir voru stöðvað-
ir í flugstöð Leifs Eiríkssonar um
miðjan dag á sunnudag og lagt
hald á vegabréf þeirra þar sem
þau voru talin fölsuð. Fólkið hafði
komið hingað til lands með vél
Flugleiða frá Danmörku og ætlaði
að halda áfram för til Bandaríkj-
anna samdægurs.
Samkvæmt upplýsingum frá
lögreglunni á Keflavíkurflugvelli
voru það árvökulir starfsmenn
Flugleiða sem töldu eitthvað grun-
samlegt við vegabréf fólksins, en
bréfin voru frá Japan og Hol-
landi. Fólkið var í vörslu lögreglu
til næsta morguns, þegar það var
sent aftur til Danmerkur þar sem
lögregla tók á móti þeim.
Samkvæmt upplýsingum frá
lögreglu hafa nokkur önnur sam-
bærileg tilvik komið upp á flug-
vellinum í vetur, en samkvæmt
bandarískum lögum eru þau flug-
félög sektuð sem flytja einstakl-
inga með fölsuð vegabréf eða án
vegabréfa.
Það er því talsvert mikið í húfi
fyrir fyrirtækin að flytja ekki ein-
staklinga til Bandaríkjanna sem
svo er háttað um.
Algengt er að þeir einstaklingar
sem reyna að komast til Banda-
ríkjanna með þessum hætti fargi
vegabréfum sínum í flugvélinni á
leið til Bandaríkjanna, en vega-
bréfslausir ferðalangar eru vistað-
ir í sérstökum búðum ytra sem
þeir telja nægjanlegt til að reyna
að fá frekari inngöngu og landvist
þar.
Vígsla nýs
hj úkrunarheimilis
Mikil óánægja fréttamanna RÚV með starfskjör
Fréttamenn að örmagn-
ast vegna vinnuálags
FYRSTI áfangi hjúkrunarheimil-
isins Skógarbæjar að Arskógum
2 í Suður-Mjódd hefur verið tek-
inn í notkun.
Reykjavíkurborg og Reykja-
víkurdeild Rauða kross íslands
standa sameiginlega að bygg-
ingu þessa hjúkrunarheimilis
fyrir aldraða. Sjálfseignarstofn-
un mun standa að rekstri heimil-
isins og stofnaðilar að henni eru,
auk Reykjavíkurborgar og
Reykjavíkurdeildar Rauða kross-
ins, Verkamannafélagið Dags-
brún, Kvennadeild Reykjavíkur-
deildar Rauða kross íslands,
Starfsmannafélagið Sókn og
Verkakvennafélagið Framsókn.
MIKIL óánægja er meðal frétta-
manna á fréttastofum Ríkisút-
varpsins með starfskjör sín og í
ályktun aðalfundar Félags frétta-
manna sem nýlega var haldinn
kemur fram að reyndir fréttamenn
séu að örmagnast vegna vinnu-
álags sem m.a. sé afleiðing af lág-
um launum.
I ályktuninni sem send hefur
verið útvarpsráði, útvarpsstjóra,
framkvæmdastjórum og frétta-
stjórum RÚV, segir m.a. að borið
hafi á því að undanförnu að reynd-
ir fréttamenn á fréttastofum RÚV
hafi sagt upp og farið í önnur störf.
„FF lýsir áhyggjum sínum
vegna þessa og fullyrðir að blóð-
takan lýsi fyrst og fremst því að
reyndir fréttamenn sem hafa haft
metnað fyrir hönd RÚV um langt
árabil og haldið tryggð við stofnun-
ina hafi nú fengið sig fullsadda
af tómlæti og sinnuleysi yfirstjórn-
ar RÚV varðandi starfskjör sín,“
segir í ályktuninni.
Þá segir að fréttamenn RÚV
hafi ekki orðið varir við mikinn
Viðræður í gangi
um kaup og sam-
skiptamál innan
útvarpsins
stuðning yfirstjórnar RÚV árum
saman. Stundum hafi hún jafnvel
reynst þeim harðdræg t.d. varðandi
launuð og ólaunuð leyfi frétta-
manna, að ekki sé minnst á óskir
þeirra um kjarabætur sem þrátt
fyrir allt séu á valdi yfirstjórnar
RÚV.
Ekki sama frelsi í
kaupgreiðslum
Pétur Guðfinnsson útvarpsstjóri
sagði í samtali við Morgunblaðið
að af hálfu stjórnenda RÚV yrðu
í sjálfu sér ekki nein viðbrögð við
ályktun Félags fréttamanna þar
sem í gangi væru samningaviðræð-
ur milli FF annars vegar og samn-
inganefndar ríkisins hins vegar,
um nýtt launakerfi, eins og reynd-
ar hefði verið boðið fleiri ríkis-
starfsmönnum.
„Hins vegar er líka í gangi við-
ræðunefnd innan Ríkisútvarpsins
til þess að fjalla um önnur mál
varðandi samskiptin. Það er nefnd
sem myndi svo fara í það að laga
nýjan samning ef hann yrði sam-
þykktur af Félagi fréttamanna og
raða mönnum í þá nýju flokka og
þau nýju hólf sem þar kæmu. Þetta
er því hvort tveggja í gangi og
heldur áfram, og vonandi skilar
það árangri áður en langt um líð-
ur,“ sagði Pétur.
Hann sagði það rétt að góðir
fréttamenn hefðu horfið frá RÚV
upp á síðkastið og stofnunin hefði
oft orðið að búa við það áður að
einkafyrirtæki hafi getað boðið vel
í einstaka starfsmenn stofnunar-
innar. „Auðvitað er þetta vont, en
við búum við þetta launakerfi ríkis-
ins og höfum ekki sama frelsi hér
í kaupgreiðslum eins og einkafyrir-
tæki geta haft. Þetta má segja að
sé vandkvæði allra ríkisfyrir-
tækja,“ sagði Pétur.
Morgunblaðið/Golli
ÞÓR Halldórsson, öldrunarlæknir og fulltrúi Reykjavíkurdeildar
Rauða krossins, tekur við lyklum að Skógarbæ úr hendi for-
manns byggingarnefndar, Torbens Friðrikssonar.