Morgunblaðið - 22.05.1997, Page 57

Morgunblaðið - 22.05.1997, Page 57
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 1997 57 Málþing- um gróð- ureyðingu og íslenska hestinn DÝRAVERNDUNARFÉLAG Reykjavíkur og Dýraverndarsam- band íslands halda málþing að Hótel Örk, Hveragerði, föstudaginn 23. maí nk. kl. 13 til að ræða stöðu íslenska hestsins í ljósi gróðureyð- ingar. Eftirtaldir flytja framsöguerindi og svara spurningum fundargesta: Hjörleifur Guttormsson, alþingis- maður, dr. Ólafur Dýrmundsson, landnýtingarráðunautur, Andrés Arnalds, Landgræðsla ríkisins, Bergur Pálsson, formaður Félags hrossabænda, Sigurður Þórhalls- son, Landssamband hestamannafé- laga, Loftur Þorsteinsson, oddviti Hrunamannahreppi, Kristján Gestsson, búfjáreftirlitsmaður. For- sæti, Grétar h. Harðarson, héraðs- dýralæknir, Hellu, Sigurður Sigurð- arson, dýralæknir, Tilraunastöð Háskólans í meinafræði, Keldum og Árni Matthiesen, formaður, Dýraverndarráði. Umræðustjóri er Þorgeir Ást- valdsson. Sigríður Ásgeirsdóttir, formaður, setur fundinn og stefnt er að því að honum ljúki fyrir kl. 17. Haft verður stutt fundarhlé eft- ir framsöguerindin á meðan kaffi verður borið í fundarsalinn, síðan hefjast almennar fyrirspurnir og umræður. Helgarferð til Grænlands kynnt LANDNÁMA efnir til helgarferðar til Grænlands 5. júlí nk. I ferðinni gefst kostur á að kynnast austur- strönd landsins. Lent er í Kulusuk og farið þaðan með þyrlu yfir til Ammassalik. Dvölin í Grænlandi er þrír dagar og tíminn verður nýttur til skoðunarferða til að fræðast um jarðfræði, náttúrufar og mannlíf. Leiðsögn í ferðinni er í höndum Ara Trausta Guðmundssonar, jarð- eðlisfræðings, sem þekkir Græn- land í gegnum rannsóknir og ferða- lög um landið. Ari Trausti verður á skrifstofu Landnámu, Vesturgötu 5, í dag, fimmtudaginn 22. maí, frá kl. 15.30-18 til að veita upplýs- ingar um Grænland og férð Land- námu. LEIÐRÉTT Athugasemd við fréttir fjölmiðla af löndun úr Páli Pálssyni í FRÉTTUM fjölmiðla 20. og 21. maí hefur því verið haldið fram ít- rekað að fastir starfsmenn Löndun- ar hf. sem séu Dagsbrúanrmenn hafi unnið við löndun úr skipinu Páli Pálssyni í Reykjavíkurhöfn. Þetta er rangt. Hið rétta er að þarna var um svokallaða lausamenn að ræða en hluti þeirra er félags- menn í Dagsbrún. Stjórn Dagsbrúnar lítur það mjög alvarlegum augum ef félagsmenn hlíta ekki samþykktum félags- stjórnarinnar um bann við löbndun úr vestfirskum skipum frá stöðum þar sem landverkafólk á í vinnudeil- um. Fastráðnir starfsmenn Löndun- ar hafa hlýtt þeim fyrirmælum. Gagnvart þeim félagsmönnum Dagsbrúnar sem þarna áttu hlut að máli og brutu samþykktir félags- ins mun stjórnin beita fyllstu hörku og skoða hvort ekki eigi að svipta þá félagsaðild sem felur í sér m.a. að öðrum félagsmönnum er bannað að vinna með þeim. ■■ ■ Halldór Bjötnsson, fQrm^ður.. FRÉTTIR FARIÐ verður frá Undirhlíðum í svokölluðum Skólalundi og gengið að Kaldárseli. um Græna trefilinn“ FYRSTA skógarganga skóg- ræktarfélaganna, Ferðafélags Islands og Búnaðarbankans um „Græna trefilinn" hefst í dag, fimmtudaginn 22. maí. Gengin verður raðganga um útmörk höfuðborgarsvæðisins og hefst fyrsta gangan í Undirhlíðum í svokölluðum Skólalundi og verður gengið að Kaldárseli. Mæting og rútuferðir frá Mörkinni 6, húsi Ferðafélagsins, kl. 19.40 og við kirkjugarðinn í Hafnarfirði við Kaldárselsveg kl. 20 en þaðan verður ekið með göngumenn í Skólalund. Að göngu lokinni verða göngumenn teknir upp í Kaldárseli og ekið á upphafsreit. Þátttökugjald er 500 kr. úr Mörkinni en 300 kr. úr Hafnarfirði. Næstu vikurnar í sumar verð- ur svo gengið á fimmtudags- kvöldum í júní, júlí og fram í miðjan ágúst. Staðkunnugir leiðsögumenn frá skógræktarfé- lögunum og Ferðafélaginu verða með í för og segja frá því sem fyrir ber. Síðasta skógar- gangan verður svo á Mógilsá þann 16. ágúst. Göngurnar eru við allra hæfi og allir velkomnir. Biskup í Strassborg BISKUP íslands, herra Ólafur Skúlason, sækir þessa viku fundi í Strassborg, þar sem guðfræði- stofnun Lúterska heimssambands- ins hefur aðalstöðvar sínar. Ólafur hefur verið stjórnarfor- maður stofnunarinnar frá árinu 1990 þegar hann tók við af fyrrver- andi forseta Lúterska heimssam- bandsins, dr. Hanselmann, biskupi lútersku kirkjunnar í Bæjaralandi. Þetta kjörtímabil hefur Hansel- mann biskup verið varaformaður stjórnarinnar. Guðfræðistofnunin annast ýmis mál fyrir höfuðstöðvar Lúterska heimssambandsins í Genf og stýr- ir viðleitni samtakanna til þess að efla samstarf milli ólíkra kirkjudeilda. Starfsfólkið í Strass- borg átti þannig stóran hlut í undirbúningi að svokallaðri Porvoo-samþykkt þar sem lút- erskar kirkjur Norðurlanda og Eystrasaltslandanna og Anglik- önsku kirkjunnar á Bretlandseyj- um efla samstarf sín í milli með gagnkvæmri viðurkenningu á vígslum og sakramentum. Á þessum fundi verður einnig rætt um þingið í Hong Kong í sumar en þangað fara þrír fulltrú- ar íslensku kirkjunnar, einn karl, ein kona og einn ungur maður undir þrítugu. Til þess að halda sig innan ramma þessarar skil- greiningar samtakanna um fulltrú- aval, sækir Ólafur biskup ekki þingið sem fulltrúi íslensku kirkj- unnar heldur sem stjórnarmaður í Lúterska heimssambandinu, segir í frétt frá Biskupsstofu. Ferðakynning Útivistar FERÐAF'ÉLAGIÐ Útivist stendur fyrir ferðakynningu fimmtudaginn 22. maí. Kynningin verður haldin í Fóstbræðraheimilinu að Lang- holtsvegi kl. 20. Kynnt verður dag- skrá sumarsins og áhersla lögð á fjölbreytt ferðaúrval. ,Á meðal ferða sumarsins má nefna Hornstrandaferðir Útivistar en á ferðaáætlun sumarsins eru fimm ferðir sem skipulagðar eru á þær slóðir. Þá eru fjölmargar ferðir yfir Fimmvörðuháls á boð- stólum í sumar. Einnig eru í boði styttri ferðir svo sem dagsferðir og er þar helst að nefna fjalla- syrpu Útivistar og Árgöngur. Fjallasyrpan er samansett af níu dagsferðum þar sem gengið er á fjöll í nágrenni Reykjavíkur svo sem Móskarðashnúka, Skarðs- heiði, Ingólfsfjall, Botnssúlur o.fl. Samhliða fjallasyrpunni stendur Útivist fyrir árgöngum en það eru rólegar göngur þar sem gengið er meðfram ám á láglendi. Allt er þetta og fieira tjl kynn- ingar á ferðakynningu Útivistar sem er öllum opin. Námskeið um landgræðslu- og skógrækt á rýru landi G ARÐ YRKJU SKÓLI ríkisins, Reykjum í Ölfusi, í samvinnu við Landgræðslu- og Skógrækt ríkis- ins standa fyrir námskeiði um Landgræðslu- og skógrækt á rýru landi, í Garðyrkjuskólanum laugar- daginn 24. maí kl. 10-17. Námskeiðið er ætlað einstakl- ingum, sumarbústaðafólki, starfs- mannahópum, félagasamtökum og verkstjórum í vinnuskólum sem áhuga hafa á að taka að sér verk- efni á sviði landgræðslu- og skóg- ræktar. Fjallað verður um ræktun á rýru landi, ræktunaraðferðir, notkun belgjurta og áburðar. Kennsla fer fram innahúss og á vettvangi þar sem sýndar verða með dæmum mismunandi jarðveg- ur, plöntutegundir og ræktun- araðferðir. Leiðbeinendur verða þrír, Jón Guðmundsson, plöntulíf- eðlisfræðingur hjá RALA, Gunnar Freysteinsson, skógfræðingur hjá Skógrækt ríkisins og Guðjón Magnússon, starfsmaður Land- græðslu ríkisins. Skráning og upplýsingar um námskeiðið fer fram á skrifstofu Garðyrkjuskól- ans. Fimm staðir í N orður-Atlants- hafi vinna sam- an með nýjustu samskiptatækni NORRÆNA Atlantshafsnefndin NORA gengst fyrir ráðstefnu fimmtudaginn 22. maí milli kl. 12 og 16 með þátttöku frá Grænlandi, íslandi, Færeyjum og Vestur- og Norður-Noregi um möguleika á að hagnýta nýja fjarskipta- og upplýs- ingatækni í þágu íbúa dreifðari byggða. Ráðstefnan er fjarráðstefna. Það þýðir að þátttakendur frá þessum löndum og landshlutum hittast ekki allir á einum stað heldur safnast saman í hvetju landi fyrir sig. Alls er um fimm staði að ræða: Nuuk (Norræna húsið), Reykjavík (Land- símahúsið við Austurvöll), Þórshöfn (Norræna húsið), Stavanger (Roga- land Distriksykehus) og Tromsö (Tromsö Regionssykhus). Fluttir verða tveir fyrirlestrar. Auk Kvarn, námsráðgjafi í fjar- kennslu á háskólastigi frá „Sentral- organet for fjernundervisning“ mun halda fyrirlestur um fjarkennslu og Þorgeir Pálsson, yfírverkfræðingur á Landspítalanum í Reykjavík mun halda fyrirlestur um fjarlækningar. Eftir fyrirlestrana munu sérfræði- ingar innan heilbrigðis- og mennta- mála hafa tækifæri til að fjalla um hvort hér sé um að ræða leið til sparnaðar eða betri þjónustu. Munu þátttakendur frá öllum fimm stöð- unum taka þátt í umræðunum. Ráðstefnan fer fram á skandin- avísku. Tæknileg hlið ráðstefnúnn- ar er skipulögð af „Telofonverk Föroya Lögtings, Færöerne televæsen" ásamt öðrum norrænum stofnunum (Pósti og síma hér á- landi). Námskeið um notkun GPS-tækja BJÖRGUNARSKÓLI Landsbjargar og Slysavarnarfélag íslands í sam- vinnu við Ferðafélag Islands stend- ur fyrir opnu námskeiði um notkun GPS staðsetningartækja dagana 26. og 27. maí og hefst námskeiðið kl. 20 bæði kvöldin. Námskeiðið verður haldið í húsi Ferðafélags íslands, Mörkinni 6, og er opið almenningi en gengið er út frá því að þátttakendur kunni tölu- vert fyrir sér í notkun áttavita og landakorta og kemur námskeiðið ekki til með að nýtast öðrum. MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd Gunnlaugs Geirssonar, prófessors í réttarlækn- isfræði, vegna frétta af málum Ewu Klonowski í Bosníu: „í útsendingu frétta Stöðvar 2 að kvöldi 16. maí 1997 um málefni Ewu Klonowski, var sagt að hún hafi orðið að hætta störfum sínum í Bosn- íu sökum þess að hún hafi hlotið ótilhlýðilega umsögn af minni hálfu um störf sín hérlendis. Af þessu til- efni óska ég að taka fram eftirfar- andi: Mál þetta er í raun afar einfalt. í febrúar sl. óskuðu rannsóknaaðilar í Bosníu eftir upplýsingum um störf Ewu Klonowski hérlendis og var gefin starfslýsing á vinnu hennar á Rannsóknastofu í réttarlæknisfræði. Nokkru síðar kom beiðni frá Physic- ians for Human Right sem réð Ewu til starfa í Bosníu þar sem enn var beðið um upplýsingar um störf henn- ar hér og vinnu við beinarannsóknir. Upplýsingar voru þá veittar um það er varðaði störf hennar á Rann- sóknastofu í réttarlæknisfræði en ráðlegt að leita umsagnar próf. Y. Þátttökugjald er 1.800 kr. og er hámarksfjöldi 15 þátttakendur. Þar sem fullt hefur verið á undanfarin námskeið eru vætanlegir þátttak- endur vinsamlega beðnir um að skrá sig á skrifstofu Ferðafélagsins í síðasta lagi fyrir hádegi mánudag- inn 26. maí. Gámasala í Holtagörðum FYRIRTÆKIN í Holtagörðum, IKEA, Bónus og Rúmfatalagerinn, taka saman höndum við gámasölu um helgina sem hefst á föstudaginn. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þessi fyrirtæki starfa saman að gámasölu því hún hefur verið haldin í nokkur ár. í boði verður úiwal vara frá þessum fyrirtækjum á verulegum afslætti, eða alit að 70%. Meðal vara verður Klippan-sófí frá IKEA á 19.900 kr., barnaróla frá Bónus á 6.900 kr. og sæng frá Rúmfatalagernum á 990 kr. Þessar vörur ásamt mörgum öðr- um verða til boða þannig að allir ættu að geta gert góð kaup. Fræðsla um matjurtir í heimilisgarðin- um í Keflavík GARÐYRKJUSKÓLI ríkisins, Reykjum í Ölfusi, stendur fyrir nám- skeiði um matjurtir í heimilisgarðin- um í Fjölbrautaskóla Suðurnesja í Keflavík laugardaginn 24. maí kl. 13-18. Leiðbeinandi verður Gunn- þór Guðfinnsson, kennari við Garð- yrkjuskólann. Hann mun fjalla um allt það helsta sem viðkemur ræktun á matjurtum í heimilisgarðinum og lífrænni rækt- un, safnhaugagerð og fleira. Allir þátttakendur á námskeiðinu fá upp- lýsingabækling um matjurtir sem Gunnþór hefur tekið saman. Skrán- ing og nánari upplýsingar um nám- skeiðið fást á skrifstofu Garðyrkju- skólans. Fyrirlestur um margfaldan missi NÝ dögun, samtök um sorg og sorg- arviðbrögð, gangast fyrir fræðslu- fundi í Gerðubergi í kvöld, fímmtu- dagskvöldið 22. maí, kl. 20 í Gerðu- bergi. Þar flytur Páll Eiríksson geðlækn- erindið Margfaldur missir - vááhrif. Efni þetta höfðar fyrst og fremst til þeirra sem misst hafa fleiri en einn ástvin, segir í frétt frá samtökunum. Allir eru velkomnir. Iscan við Háskólann í Flórída sem þekkti til kunnáttu Ewu um beina- rannsóknir og hefur það væntanlega verið gert. Ekkert var það sagt um störl' hennar I Rannsóknastofu í réttar- læknisfræði annað en staðreyndir og unnt er að vottfesta ítarlega í hveiju þau voru fólgin. Um ráðningu hennar til starfa í Bosníu og starfslok hennar þar hef- ur undirritaður ekkert að segja þar sem það er að sjálfsögðu í valdi vinnuveitenda að ráða og segja upp starfsfólki sínu. Rannsóknaaðilar í Bosníu höfðu frumkvæðið að því að afla upplýsinga um starfsferil henn- ar þérlendis. Ég vísa á bug öllum ásökunum um að hafa haft horn í síðu Ewu Klonowski og hef aðeins vottað það sem rétt er en hef að öðru leyti ekki haft nein afskipti af málum hennar þar. Ég fagna því og finnst drengilegt af fagfélagi hennar að veita henni lögfræðiaðstoð í máli þessu og ég tel að sjálfsögðu eðlilegt að leggja málið fyrir dómstóla, ^e.rjstjiess.þörf.t- Athugasemd frá Gunnlaugi Geirssyni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.