Morgunblaðið - 22.05.1997, Side 58
58 FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Dýraglens
[ EtrmLW>S£jfþfr)
1//LT H0&F4 4? j
~7 ~
£/Q/MlFpn=&yJ
'W-J S7^FA/PI/FF£>/ÆL)
4P kOA^At
]T
1 3j
Oo -I
©1997Tribune Media Services,
All rights reserved.
Inc.
'■3-16
Grettir
Tommi og Jenni
Ferdinand
Jæja þá, hver tók síóustu Hver tók í rauninni fyrstu Ég tók þá tólftu .. .
smákökuna?! kökuna?!
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329
Sjónvarpið
grefur undan
hornsteini
fj ölsky ldulífsins
Frá Sigurði Sigurðarsyni:
í MÖRGUM fjölskyldum er það
lenska að kveikja á sjónvarpinu
þegar komið er heim eftir langan
vinnudag og sjónvarpið látið
ganga þangað til farið er að sofa
og með fjarstýringunni er farið á
milli sjónvarpsstöðvanna. Það
bregst sjaldan að eitthvað finnst
sem fólki líkar eða það er tekin
spennandi spóla eða spólur.
Ég veit það bara af eigin reynslu
að það er kveikt á sjónvarpi eða
verið að horfa á spólu og það er
aðeins barnafólk sem ég þekki sem
gestur og tala ég auðvitað við
húsráðendur, en mér finnst börnin
ansi afskipt á nokkuð mörgum
heimilum eða hreinlega vanrækt.
Ég á afskaplega bágt með að
trúa því að nútímamaðurinn geti
það sem mjög fáir hafa getað, að
skipta athyglinni og bæði tala við
og hlusta á börnin og samtímis
horfa á „imbann“.
Allir vita að ekkert blóm þrífst
án næringar, nákvæmlega það
sama á við um lífsblómið. Það vant-
ar ekki að við vöxum og döfnum
líkamlega en það barn sem alið er
upp til að þegja fyrir framan „im-
bann“ eða sagt að fara að leika
með dúkkurnar eða nýja fjarstýrða
bílinn sinn, þar sé ég litla von til
að þau börn nái nokkurn tíma and-
legum þroska eða málþroska.
Það hefur oft gengið fram af
mér að heyra hve lítinn málþroska
unglingarnir hafa. Það er varla
von á stórræðum svo fljótt sem
barnið hefur lært að tala, þá er
því stundum sagt að þegja. Þó að
flest börn séu á leikskólum og
gangi síðar í skóla, þá kemur ekk-
ert í staðinn fyrir umræður um
atburði dagsins. Leyfa á börnun-
um að tjá sig og hlusta á þau af
athygli og ekki reka það ofan í
börnin þegar þau segja eitthvað
vitlaust heldur endurtaka það og
leiðrétta.
Tilgangurinn með vinnunni er
að hafa ofan í sig og á, ekki að
keyra á dýrum bílum og fara í
sólarlandaferð árlega. Enginn skil-
ur upp eða niður í eiturlyfjaneyslu
unglinganna í dag. Fyrir mér er
það eðlileg afleiðing sjónvarps7
gláps fjölskyldunnar. Afskipta-
leysið sem hlýst af miklu sjón-
varpsáhorfi fjölskyldunnar og
unglingsins elur á einmanakennd
unglingsins. Einmanakenndin,
sem er stærsti hornsteinn eitur-
lyfjavandans, verður ekki leyst
fyrr en byijað verður að auglýsa
auglýsingar eins og það að það
er athygli þín sem er það dýrmæt-
asta sem þú getur gefið barni þínu
og fleira í þeim dúr.
Eiturlyfjasalar sjá oftast hvaða
unglingar eru óhamingjusamir,
útundan eða einmana og þeir vita
að þeir unglingar eru líklegir við-
skiptavinir og tekst nokkuð oft að
afla sér viðskiptavina úr þeirra
hópi til að fjármagna eigin neyslu.
SIGURÐUR SIGURÐARSON,
Langagerði 100,
108 Rvík.
Iþróttir og Alfurinn
Frá Kolbeini Pálssyni:
ÍÞRÓTTABANDALAG Reykjavík-
ur (IBR) samþykkti þá stefnu á síð-
asta þingi sínu að hefja markvisst
vímuvarnastarf innan félaganna
sem standa að bandalaginu.
ÍBR ákvað að leita faglegrar
aðstoðar við þetta verkefni. For-
varnadeild SÁÁ varð fyrir valinu,
vegna mikillar þekkingar og
reynslu. Forvarnadeildin setti sam-
an dagskrá sem miðar að því að
aðstoða forystumenn íþróttafélag-
anna við stefnumótun, leiðbeina
þjálfurum og fræða foreldra.
Vímuvarnastarfið hófst í febrúar
síðastliðnum og mun standa til ioka
þessa árs. Óhætt er að segja að
forráðamenn reykvísku íþróttafé-
laganna séu afar ánægðir með þá
aðstoð sem þeir hafa fengið frá
SÁÁ í þessju verkefni.
Það að IBR fékk forvarnadeild
SÁÁ sér til aðstoðar kom af sjálfu
sér. Enginn annai' aðili hér á landi
býður upp á jafn öfluga þjónustu
og þekkingu í þessum efnum.
Starfsmenn foi-varnadeildarinnar
eru sálfræðingar og ráðgjafar sem
gjörþekkja viðfangsefnið. SÁÁ
leggur mikinn metnað í þessa starf-
semi.
Um helgina verður álfasala SÁÁ.
Líkt og áður fer hagnaðurinn til
forvarnastarfs SÁÁ. Vonandi sjá
sem flestir sér fært að styrkja þetta
mikilvæga starf í þágu barnanna
okkar.
KOLBEINN PÁLSSON,
framkvæmdastjóri IBR.
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Rcykjavík. SÍMAR: Skipliborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1 122. SÍMBRÉF: Ritstjórn 569 1329, fróttir 569 1181, íþróttir 569 1 156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 11 10, skrifstofa 568 181 1, gjaldkori 569 1 115. NETKANG:
MBL(á-.CKNTRUM.lS / Áskriflargjald 1.700 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 125 kr. cintakið.