Morgunblaðið - 22.05.1997, Qupperneq 68
68 FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
MYNDBÖIUD/KVIKMYNDIR/ÚTVARP-SJÓNVARP
,v
->
MYNDBÖND
Rugluð rómantík
Strákar
(Boys)________________________
D r a m a
★
Framleiðendur: Peter Frankfurt,
Paul Fletcher og Erica Huggins.
Leikstjóri: Stacy Cochran. Hand-
ritshöfundur: Stacy Cochran byggt
á smásögunni „Twenty Minutes"
eftir James Salter. Kvikmyndataka:
Robert Elswit. Tónlist: Stewart
Copeland. Aðalhlutverk: Winona
Ryder, Lucas Haas, John C. Reilly,
James LeGros og Skeet Ulrich. 82
mín. Bandaríkin. Háskólabíó 1997.
Útgáfudagur 13. maí. Myndin er
bönnuð börnum innan 12 ára.
„STRÁKAR“ er undarleg mynd.
Hún fjallar um það þegar lífinu í
frekar súrrealískum drengjaskóla
er snúið á rönguna þegar einn
nemandinn, John Baker jr. (Haas),
kemur með meðvitundarlausa
stelpu (Ryder) inn á herbergið sitt
á heimavistinni. Hann verður þeg-
ar ástfanginn af þessari 25 ára
gömlu snót, en það kemur í ljós
að hún er stúlka
með villta fortíð
að baki.
Þetta virðist
kannski vera
hefðbundinn
söguþráður, en
öll framsetningin
á honum er ger-
samlega í rugli,
sem gæti þótt
kostur í sumum tilfellum, en ekki
þessu. Það virkar nákvæmlega
ekki neitt í þessari mynd, ekki leik-
urinn, handritið, og síst af öllu leik-
stjórnin. Leikararnir sýna litlaus-
um illa skrifuðum persónum sínum
lítinn sem engan áhuga á meðan
leikstjórinn virðist halda það að
áhorfendur hafi mikinn áhuga á
því sem er að gerast í myndinni
(kannski engin furða, því hún
skrifar handritið), sem er alger
misskilningur af leikstjórans hálfu.
Það er enginn ljós punktur í þess-
ari vandræðalegu gelgjuskeiðs-
fantasíu. _,.. „ . _
Otto Geir Borg
Andraé Crouch
á Hótel íslandi 27. maí kl. 20.00
Auk hans koma fram:
Páll Rósinkrans, íris Guðmundsdóttir
og Lofgjörðahópur Fíladelfíu
Miðaverð 1.500,- kr.
Sala og dreifing miða verslunin Jata
Hátúni 2 sími 552 5155
maítilboð @
“wmp
Hvar er ástríðan?
Líf eftir Picasso
(Surviving Picasso)
Sannsöguicg
m y n d
Framleiðandi: Merchant
Ivory/Wolper. Leikstjóri: James
Ivory. Handritshöfundur: Ruth
Prawer Jhabvala eftir bókinni Pic-
asso: Creator & Destroyer eftir
Ariönnu Stassinopoulos Huffing-
ton. Kvikmyndataka: Tony Pierce
Roberts. Tónlist: Richard Robbins.
Aðalhlutverk: Anthony Hopkins og
Natascha McElhone. 120 mín.
Bandaríkin. Warner Bros./Skífan
1997.
Picasso var ástríðufullur í einka-
lífi sínu og listum. Hann var mikill
kvennamaður, átti margar konur,
og hélt framhjá þeim öllum. Þær
hjálpuðu honum að skapa og í stað-
inn eyðilagði hann þær. Nema
Francoise. Hún átti með honum tvö
börn og fann að lokum í sér kjark
til að yfirgefa hann. Hér er það
Francoise ' sem
segir sögu
meistarans. Eg
verð að segja að
mér finnst mjög
sorglegt að ekki
tókst betur til við
þessa mynd. Þeg-
ar nöfn eins og
Ivory, Merchant,
Jhabvala og
Hopkins eru annars vegar býst mað-
ur við miklu. Enn meiru þegar þau
velja sér annað eins efni og Picasso
sjálfan. Picasso var ástríðan ein út
í gegn, en henni er ekki fyrir að fara
í þessari mynd. Líf hans var einstak-
Iega viðburðaríkt og bókin sem
handritið er skrifað upp úr spannar
mörg hundruð blaðsíður. Útgangs-
punktur myndarinnar er ein af eigin-
konum Picassos og finnst mér það
ágæt hugmynd. Þessi kona komst í
kynni við allar þær konur sem Pic-
asso elskaði og höfðu á hann áhrif.
Samt sem áður hefði verið gaman
að sjá ævi hans frá upphafi. Það
hefði eflaust hjálpað til að gefa heil-
steyptari mynd af Picasso sem lista-
manni, því margfaldur ástvinamissir
hans á yngri árum hafði mikil áhrif
á hann.
Handritið er í raun ekki annað
en glefsur úr lífi hans valdar með
það í huga að allir þekki persónu-
leika og líf þessa listamanns vel, en
við því er ekki hægt að búast. Pic-
asso sést aldrei við ástríðufulla list-
sköpun. Eina sem hann gerir er að
vera leiðindapúki, og ekki einu sinni
nógu mikill leiðindapúki! Anthony
Hopkins er frábær leikari og er full-
kominn í þetta hlutverk, því það er
ótrúlegt hvað hann í rauninni er lík-
ur meistaranum. Þeir eru meira að
segja eins vaxnir! Hér tekst honum
því miður ekki að skapa trúlegan
Picasso. I hann vantar allan kraft
og ástríðu. Ég vil þó trúa því að það
sé handritshöfundi að kenna.
Francoise kemur ágætlega út, og
Natascha McElhone á sjálfsagt eftir
að fá mikið að gera eftirleiðis. En
persóna hennar er einnig heldur lit-
laus, og við skynjum því miður ekki
hennar tilfinningar né líðan.
Myndatakan hefði mátt vera
miklu meira lifandi. Hún hefði getað
tekið meiri þátt í því (litla) sem er
að gerast, í stað þess að horfa bara
á það sem fyrir augu ber. Myndin er
í alla staði yfirborðskennd og
ástríðulaus með öllu. Því miður.
Hildur Loftsdóttir
Stelpur gegn strákum
Stelpuklíkan
(Foxfíre)
Drama ★★>/2
Framl.: Jeffrie Lurie, John Bard
Manulis og John P. Marsh. Leik-
stjóri: Annette Haywood-Carter.
Handritshöf.: Elizabeth White eftir
skáldsögu Joyce Carol Oates. Kvik-
myndataka: Newton Thomas Sigel.
Tónlist: Michel Colombier. Aðal-
hlutverk: Hedy Burgess, Angela
Jolie, Jenny Lewis, Jenny Shimizu
og Sarah Rosenberg. 100 mín.
Bandaríkin. Sammyndbönd 1997.
Útgáfudagur: 5. maí. Myndin er
bönnuð börnum innan 16 ára.
FIMM unglingsstúlkur stofna með
sér eins konar stelpuklíku, þegar
þær sameinast í
að beija á einum
kennara sínum,
sem hefur sýnt
tveimur þeirra
kynferðislega
áreitni. Sú sem er
kveikjan af þessu
er uppreisnar-
seggurinn og of-
urhuginn „Legg-
ir“ Sadovsky. En hún umturnar lífi
fjögurra hversdagslegra stúlkna svo
að öll fyrri gildi þeirra hverfa og
ný femínískari taka við.
Þetta er mjög vel gerð kvikmynd
í marga staði og þá sérstaklega leik-
urinn hjá stúlkunum fimm. Jolie er
frábær sem hörkutólið og er öruggt
að hún eigi eftir að gera góða hluti
í framtíðinni. Burgess, Shimizu,
Rosenberg og Lewis leika stúlkunar
fjórar og þrátt fyrir nokkra van-
kanta á því hvernig persónur þeirra
eru skrifaðar, gera þær hlutverkum
sínum góð skil. Atriðin þar sem klík-
an er að myndast og byijar starf-
semi sína eru vel útfærð, þó svo að
helst til mikið sé notað af tónlistar-
myndböndum til þess að tjá líðan
stúlknanna. Karlpeningurinn sam-
anstendur af algerum ruddum og
hormónadrifnum heimskingum.
Þessi einfeldningslega framsetning
á karlmönnum, er einn af helstu
vanköntum myndarinnar. Einnig
fannst mér að kvikmyndagerðar-
mennirnir hefðu mátt gera djarfari
mynd, ekki í erótískum skilningi
orðsins heldur hugmyndafræðileg-
um.
Ottó Geir Borg
(to 'ólcf/hc, ^/ú ey ðir
Aldamótaverð
kr. 2000
^pda/í
'/rain i
Þriggja rétta
matseðill
ijmimw.it—
Súpa eða salal
-mmm-
Léttsteiktur lambavöðvi
eða
kjúklingabringa með
villisveppasósu
eða
fískfang dagsins
eða
grænmctislasagne
-imtmaim—
llnetumousse
eða
kati'i og sælindi
Og bíillið innifíilið
I Borðapanlanir sími 55 í-9636
MYNDBÖND
SÍÐUSTU VIKU
Beint í mark
(Dead Ahcad)-k k
Jarðarförin
(The Funerafí-k k
Fræknar stúlkur
í fjársjóðsleit
(Gold Diggers: The Secret
of Bear Mountain)k k 'h
Sú fyrrverandi
(TheEx)-k
Lokaráð
(Last Resort)'h
Varðeldasögur
(Campfire Tales)k k
Vörðurinn
(The Keeper)k
Verndarenglarnir)
(Les Anges Gardiensk
Reykur
(Smoke)k k k'/i
Eyðimerkurtunglsýki
(Mojave Moonjk k 'h
Marco Polo
(Marco Polo)k k
Tækifærishelvíti
(An Occasionai Helfík k
Adrenalín
(Adrenalin)
Golfkempan
(Tin Cup)k k k
Drekahjarta
(Dragonheart)k k k
Meðeigandinn
(The Associate)k 'h
Ráðgátur: Hverfull tími
(The X—Files: Tempus Fug-
it)k k'h
Kekkir
(Curdled) k'h