Morgunblaðið - 05.06.1997, Síða 6
6 FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
HÚSIÐ hefur verið endurbyggt í þeirri mynd sem það var
árið 1890. Að innan hefur húsið verið innréttað með hlið-
sjón af lýsingu frá árinu 1873 en þá var það auglýst til
sölu. Allt timburverk í húsinu, strik á gluggum, brjóstþil,
hurðir og frágangur lofta er upprunalegt en þar sem lítið
var vitað um val á litum og veggfóðri var miðað við mynd-
ir af heimilum í Reylgavík frá því um síðustu aldamót.
Morgunblaðið/Ól.K.M.
ÁRIÐ 1950 voru við afgreiðslu í Verslun Ingibjargar Johnson þær
Gunnhildur Guðmundsdóttir, Guðrún Guðmundsdóttir, Unnur Magn-
úsdóttir, Jóhanna Guðlaugsdóttir, Lovísa Eiríksdóttir og Anna Valdi-
marsdóttir, sem jafnframt var verslunarsljóri. Sagði Lovísa að versl-
unin hafi þá verið á tveimur hæðum. Til sölu voru efni og fatnaður
en á neðri hæð var undirfatnaður, hanskar og snyrtivörur.
Húsið sem áður stóð við Lækjargötu 41 Reykjavík endurbyggt í Árbæjarsafni
Verslun fram
til ársins 1980
HÚSIÐ sem stóð við Lækjargötu
4, hefur verið gert upp og opnað
á ný í Árbæjarsafni. Elsta hluta
hússins má rekja til þess að
Gustav Ahrens, þýskur timbur-
maður, fékk úthlutað lóð við
Lækinn árið 1852 og var hún
með fyrstu lóðum, sem bærinn
seldi.
Síðar var byggt við húsið og
það stækkað og þrátt fyrir ýmsa
atvinnustarfsemi í húsinu var
þar rúm fyrir tvær til þrjár fjöl-
skyldur. Þar bjó biskupinn um
sinn eftir að hann fluttist til
Reykjavíkur, þar var eitt fyrsta
kaffihúsið, Verslunarmannafé-
lag Reylyavíkur var stofnað í
húsinu og Verslunarskóli rekinn
í tvo vetur. Þar var síðan sam-
felldur verslunarrekstur frá
aldamótum fram til ársins 1980
þegar Hagkaup hætti að reka
þar verslunfyrir unglinga.
í yfirliti Árbæjarsafns yfir
sögu hússins kemur fram, að
fjölskylda Gustavs Ahrens hafi
verið fyrstu íbúar hússins en
hann var í hópi þeirra manna
S WISSCARE
pour G I V E N C H Y
sem settust hér að eftir að hafa
unnið við byggingu Dómkirkj-
unnar. Arið 1856 keypti Helgi
G. Thorderson biskup húsið þeg-
ar hann flutti frá Laugarnesi og
var húsið þá kallað biskupshúsið.
Biskup bjó í húsinu til dauðadags
árið 1867 en ritari hans var Jón
Árnason þjóðsagnasafnari, sem
einnig bjó þar.
Miðstöð félags- og
menntamála
Eftir fráfall Helga gekk húsið
í arf til barna hans en árið 1875
eignaðist Bjarni Bjarnason frá
Esjubergi húsið. Ingibjörg, dótt-
ir Bjarna og Kristinar Bjarna-
dóttur konu hans, settist að í
húsinu ásamt manni sínum Þor-
láki Ó. Johnson árið 1876. Árið
1886 opnaði Kristín Bjarnadóttir
eitt fyrsta kaffihús bæjarins í
Lækjargötu 4. Hét það Café &
Conditori Hermes og varð þar
brátt miðstöð félagsmála og
mennta í bænum en þangað
vöndu embættis- og mennta-
menn komur sínar.
Verslunarmannafélag Reykja-
víkur var stofnað árið 1891 í
kaffihúsinu Hermes og var Þor-
lákur Ó. Johnson einn stofnenda
þess. Notaði hann kaffihúsið
undir starfsemi verslunarskóla,
sem komið var á fót árið 1890
og var þar starfræktur í tvo
vetur. Af öðrum félögum sem
stofnuð voru í húsinu má nefna
stúkuna Einingu árið 1885 og
sjómannafélagið Báruna, sem
stofnað var árið 1894. Heild-
verslun Ó. Johnson & Kaaber var
stofnuð í húsinu árið 1906 en það
mun vera næst elsta heildverslun
landsins. Var Ólafur, sonur Ingi-
bjargar og Þorláks, annar aðal-
stofnandi fyrirtækisins og var
það starfrækt í húsinu um al-
langt skeið.
Ingibjörg Johnson stofnaði
hannyrða- og vefnaðarvöru-
verslun í húsinu skömmu fyrir
aldamótin 1900. Við fráfall Ingi-
bjargar tóku dætur hennar við
versluninni og síðan aðrir úr
fjölskyldunni og var verslunin
rekin fram til ársins 1960. Af
fyrirtækjum sem síðar voru í
húsinu má nefna Flugfélag ís-
Iands á árunum 1946-1962 og
Hagkaup sem rak þar verslun
frá 1964-1980.
Enginn
niðurstaða
hjá kenn-
urum
FUNDI fulltrúa Kennarasam-
bands íslands og Hins íslenska
kennarafélags og viðsemjenda
þeirra lauk hjá ríkissáttasemj-
ara um hádegisbil í gær án
þess að samningar næðust. Nýr
fundur var ráðgerður klukkan
9 í morgun.
Samningafundur kennara
hafði staðið frá því klukkan 10
á þriðjudagsmorgni eða í rúma
26 tíma. Töldu samningamenn
ráðlegt að fá hvíld áður en
næsta lota yrði tekin, hugsan-
lega lokatörnin.
Af öðrum hópum sem fund-
uðu hjá sáttasemjara í gær má
nefna starfsfólk í veitingahús-
um, hjúkrunarfræðinga, póst-
og símamenn, þjónustufólk hjá
feijunni Heijólfi, náttúrufræð-
inga og flugfreyjur.
Vinnustaðasamningur samþykktur í einni verslun Hagkaups
Kynning í dag, fimmtudag,
kl. 14-18
I
Kynnum nýja
Natural Glow kremið.
Krem, sem kallar fram
náttúrulegan Ijóma
húðarinnar, eykur sólbrúnku,
uinnur gegn öldrun húðar og
er rakagefandi.
Spennandi kaupauki.
«3>
APÓTEK
AUSTURBÆJAR
Háteigsvegi 1, s. 562 1044.
Vaktavinna til að draga úr
álagi og auka framleiðni
STARFSFÓLK verslunar Hagkaups
við Eiðistorg hefur samþykkt með
85% atkvæða fyrirtækjasamning
sem samninganefnd þess gerði við
fyrirtækið. Samningurinn felur í sér
vaktavinnuskipulag þar sem fólk
vinnur annars vegar 6 tíma og hins
vegar 7 tíma vaktir og fær jafnhá
laun fyrir 12-15% minni vinnu en
áður, að sögn Arnar Kjartanssonar
sölustjóra Hagkaups.
Samningurinn öðlast gildi 1. sept-
ember og gildir út samningstíma á
aimennum vinnumarkaði en þó eru
ákvæði um endurskoðun eftir íjóra
mánuði og einnig eftir eitt ár. Eftir
fjóra mánuði er jafnframt ætlunin
að útfæra sams konar samninga
fyrir aðrar verslanir Hagkaups í ljósi
fenginnar reynslu.
6 og 7 tíma vaktir
Örn Kjartansson segir að samn-
ingurinn feli í sér byltingu á vinnu-
skipulagi með vaktavinnufyrirkomu-
lagi og dragi úr yfirvinnu verslunar-
fólks sem hafi unnið hvað lengstan
vinnudag allra launþega. Annars
vegar vinnur fólk 6 tíma vaktir frá
kl. 9-15 og frá 15-21 og hins vegar
7 tíma vaktir frá 8-15 eða 15-21.45.
Örn segir að þeir sem muni ganga
styttri vaktirnar skili 165 klst. vinnu
í mánuði en þeir sem ganga lengri
vaktirnar 186 klst. á mánuði. Órn
segir að fólk muni áfram eiga kost
á einhverri aukavinnu á álagstímum
og um helgar ef það kýs.
Örn segir að markmið fyrirtækis-
ins með samningnum sé að ná fram
vissu hagræði og ávinningnum af
því sé skipt milli starfsfólksins og
fyrirtækisins. Með nýja kerfinu vilji
Hagkaup draga úr álagi og auka
framleiðni starfsfólks með styttri
vinnudegi en Örn vildi ekki upplýsa
hver kostnaðarauki yrði af samn-
ingnum.
„Við teljum að starfsmaður sem
vinnur 6-7 tíma vakt muni vinna
betur og skila viðskiptavinum betri
þjónustu en starfsmaður sem er á
15. eða 16. tíma á vinnudeginum. Á
þennan hátt getum við boðið jafn-
góða þjónustu klukkan 9 og klukkan
20, hvort sem er um virka daga eða
helgar. Þetta er hægt þegar fyrir-
tæki og starfsmenn fá að ræða sam-
an og taka tillit til þess hveijar að-
stæður eru í hveiju fyrirtæki fyrir
sig,“ segir Örn Kjartansson.
Launakerfi verður einnig nokkuð
breytt með samningnum, þannig að
í stað þess að byijunarlaun verði
greidd fyrsta árið kemur nýtt þrep
eftir þriggja mánaða starf með
Morgunblaðið/Þorkell
ÖRN Kjartansson. sölustjóri
Hagkaups, og Steinar Órn
Sigurðsson, trúnaðarmaður
starfsmanna.
frammistöðumati og fastráðningu
sem felur í sér talsverða launahækk-
un fyrir þá sem standast frammi-
stöðumat.
Föstu starfsfólki í versluninni
verður fjölgað en fólki í hlutastörfum
fækkað og segir Örn að fyrirtækið
vilji með breytingunum renna stoð-
um undir það að fólk geri verslunar-
starf að framtíðarstarfi.
Samningurinn gildir fyrst ein-
göngu á Eiðistorgi, sem Hagkaups-
menn telja hæfílega stóran vinnu-
stað til að halda utan um verkefnið
en þar starfa 40-50 manns.
Vinnutími styttist
Steinar Örn Sigurðsson, trúnaðar-
maður starfsmanna Hagkaups á
Eiðistorgi, sagði að starfsfólk væri
viljugt að prófa að vinna samkvæmt
nýju fyrirkomulagi og enginn fast-
ráðinn starfsmaður hafi greitt at-
kvæði gegn samningnum heldur
aðeins fólk í hlutastörfum sem ynni
í aukavinnu á kvöldin og um helgar.
Hann sagði að fólk sæi fyrir sér
að þessi samningur færði styttri vin-
nútíma og hærri laun. Hann segir
að varla sé nokkur fastráðinn maður
í versluninni með skemmri vinnuviku
en 60 klst á mánuði. Útreikningar
fyrirtækisins sýna hins vegar að
starfsmaður með 220-230 klukku-
stunda vinnu í mánuði skili sam-
kvæmt nýja kerfinu 186,5 klukku-
stundum á mánuði fyrir svipuð laun.
Steinar sagði að í samningnum
væri líka ákvæði um frammistöðu-
mat og námskeiðahald og ábata-
kerfi sem skipti fastráðið fólk miklu
máli og gefi því tækifæri til að vinna
sig upp innan fyrirtækisins.
Gunnar Páll Pálsson hjá VR, sem
sat samningafundi starfsmanna og
Hagkaups ásamt fulltrúa VSÍ, sagði
að VR liti svo á að með þessum
fyrsta fyrirtækjasamningi væri gerð
heiðarleg tilraun til þess að auka
verulega framleiðni í verslun í land-
inu.
i
i
L
I
l