Morgunblaðið - 05.06.1997, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 1997 7
FRÉTTIR
Bændakosningar á Suðurlandi
Stórsigur S-listans
S-LISTI, Sunnlenski bændalistinn,
hlaut 72,4% atkvæða og fimm full-
trúa í kjöri fulltrúa sunnienskra
bænda á Búnaðarþing sem fram fór
á þriðjudag. F-listi, sjálfstæðis-
manna hlaut 24,48% atkvæða og
einn mann kjörinn.
Kosningaþátttaka var dræm í
blíðviðrinu á þriðjudag. Af 1709 á
kjörskrá kusu 870 eða 50,9%. 25,
2,9%, atkvæði reyndust auð og
ógild, S-listinn hlaut 632 atkvæði
eða 72,64% og F-listi 213 atkvæði
eða 24,48%.
Kjörnir fulltrúar S-listans eru
því: Hrafnkell Karlsson á Hrauni,
Kristján Ágústsson á Hólmum, Sig-
rún Ólafsdóttir á Kirkjubæjar-
klaustri II, Eggert Pálsson á Kirkju-
læk og María I. Hauksdóttir í Geira-
koti.
Fulltrúi F-listans er Kjartan Ól-
afsson í Hlöðutúni.
í síðustu búnaðarþingskosning-
um á Suðurlandi var kosningaþátt-
taka um 60%.
Þá hlaut Sunnlenski bændalistinn
þijá fulltrúa, sjálfstæðismenn tvo
og búgreinalistinn, sem ekki bauð
fram að þessu sinni, einn fulltrúa.
Morgunblaðið/Jón Sigurðsson
Þrestirnir
undirbúa varp
Blönduósi. Morgunblaðið.
Skógarþrösturinn er nú búinn að
koma upp einni kynslóð og undir-
býr varp í annað sinn á þessu
sumri. Það er mikið að gera hjá
þessum söngelska fugli við leit að
hreiðurstæði og hafa t.d. starfs-
menn og eigendur í atvinnuhús-
næðinu Húnabraut 13 ekki haft
undan að vísa þessum ágæta fugli
frá gluggasyllum. Ekki er það gert
af neinni mannvonsku heldur fylg-
ir þessum spörfugli nokkur óþrifn-
aður og er það álit manna að trén
á Blönduósi séu náttúrulegi'a um-
hverfi fyrir þá eins og þessi mynd
sýnir og nóg er til af þeim.
Vatnsdalsvegur
Steypustöð
Blönduóss
bauðlægst
STEYPUSTÖÐ Blönduóss ehf.
var með lægsta tilboð í vega-
gerð á Vatnsdalsvegi og hljóðaði
tilboð fyrirtækisins upp á
8.860.200 kr., en kostnaðará-
ætlun Vegagerðarinnar var
11.812.000 kr. Alls buðu níu
aðilar í verkið.
Næstlægsta tilboðið var frá
Steingrími Ingvarssyni á Litlu
Giljá sem bauð 9.415.000 kr. í
verkið. Fylling ehf. á Hólmavík
bauð 9.852.175 kr. og var einn-
ig með frávikstilboð upp á
9.979.675 kr., Steypustöð
Skagaíjarðar ehf. bauð
10.638.540 kr., Sigurður Hjálm-
arsson o.fl. á Blönduósi buðu
10.936.640 kr., Fjörður sf.
Sauðárkróki bauð 10.939.200
kr., Haukur Kristjánsson á Ak-
ureyri bauð 12.112.645 kr. og
Jarðverk ehf., Nesi, bauð
13.178.725 kr.
Sendifulltrúi
RKÍ kominn
til Pakistans
INGA Margrét Róbertsdóttir,
sem starfað hefur _sem sendifull-
trúi Rauða kross Islands í Afg-
hanistan sl. hálft ár, er komin
heilu og höldnu til borgarinnar
Peshawar í Pakistan, skammt
frá afgönsku landamærunum.
Vegna ástandsins var henni
orðið illmögulegt að starfa þar
og var því kölluð heim. Hún
hefur þó að undanfömu unnið
við að hlúa að særðum eftir inn-
rásina í Mazar-i-Sharif.
Inga Margrét er væntanleg
frá Peshawar heim til íslands
innan skamms, að sögn Garðars
Guðjónssonar, kynningarfull-
trúa RKÍ.
Siglufjarðarvegur
Haukur
Kristgánsson
bauð lægst
HAUKUR Kristjánsson á Akur-
eyri var með lægsta tilboð í
vegagerð á Siglufjarðarvegi
milli Hraunadals og Almenn-
ingsnafa. Haukur bauð
30.071.300 kr. í verkið, en
kostnaðaráætlun Vegagerðar-
innar var 30.215.000 kr.
Fjögur önnur tilboð bárust í
verkið og voru þau öll hærri en
kostnaðaráætlun Vegagerðar-
innar. Fjörður sf. á Sauðárkróki
bauð 30.469.700 kr„ Fylling
ehf. á Hólmavík bauð
33.228.000 kr„ Rögnvaldur
Árnason á Sauðárkróki og Stef-
án Einarsson á Siglufirði buðu
35.479.500 kr. og G. Hjálmars-
son hf. á Akureyri bauð
37.000.000 kr.