Morgunblaðið - 05.06.1997, Síða 8
8 FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 1997
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
HVAÐ segir þér um Kína, væri það nógu langt frá yður, herra Biskup . . .
Sérleyfisþjónusta á Aust-
fjörðum að leggjast niður?
INDRIÐI Margeirsson á Breiðdals-
vík, sem rekur Sérleyfisbíla Suður-
fjarða, íhugar að skila inn sérleyfi
sínu á leiðinni milli Breiðdalsvíkur
og Egilsstaða eftir að póstflutning-
ar voru teknir frá honum. „Rekstr-
argrundvellinum er kippt undan
mér þegar 70% teknanna eru horfn-
ar,“ sagði Indriði í samtali við Morg-
unblaðið í gær.
Indriði Margeirsson segir að
samningurinn við Póst og síma hafi
gefið sér um 70% teknanna og far-
þega- og pakkaflutningar, m.a. fyr-
ir Flugleiðir, afganginn. Telur hann
útilokað að reka þessa þjónustu
áfram nú eftir að Póstur og sími
flytur póstinn um Austfirði eftir
útboð. Fara þeir flutningar fram
að næturlagi og segir Indriði erfitt
fyrir sérleyfishafa að bjóða í slíkt.
Hann hefur farið fram á viðræður
við samgönguráðuneytið vegna
málsins. Hann segir að annað atriði
sem veiki rekstrargrundvöllinn sé
að hætt sé að endurgreiða sérleyfis-
höfum 70% af þungaskatti eins og
verið hafi um árabil.
Indriði rekur tvo bíla, 11 og 38
manna, og segir engin verkefni fyr-
ir þá nema lítilsháttar hópferða-
akstur, m.a. fyrir skólana, en legg-
ist sérleyfisakstur niður sjái hann
ekki annað ráð en selja. Indriði seg-
ir að sami vandi sé uppi hjá sérleyf-
ishafanum sem ekur á leiðinni milli
Djúpavogs og Hafnar.
Skafti Ottesen, sem rekur Hótel
Bláfell á Breiðdalsvík, sagði slæmt
ef Indriði hætti því hann hefði veitt
mikilsverða þjónustu, „reddað"
ýmsu fyrir menn og annast útrétt-
ingar, t.d. í ferðum sínum til Egils-
staða. Nú yrðu t.d. aldraðir, sem
margir ættu ekki eigin bíl, háðir
því að snapa sér far hjá öðrum ef
þeir þyrftu að bregða sér milli
ijarða.
Víðar breytingar
Breytingar eru að verða á nokkr-
um leiðum sérleyfishafa á landinu,
m.a. í Dölunum, á Vestfjörðum,
Vesturlandi og hugsanlega á Aust-
fjörðum. Hafa nokkrir sérleyfishaf-
ar skilað leyfum og aðrir sótt í
þeirra stað.
Jóhannes Ellertsson, sem rekur
Vestfjarðaleið, sagði fyrir nokkru
upp sérleyfi sínu frá Reykjavík í
Dalina og hafa Sérleyfisbílar Helga
Péturssonar sótt um að taka við
þeim leiðum. Þá hefur AJlrahanda
sótt um sérleyfið milli ísafjarðar
og Brjánslækjar svo og til Tálkna-
fjarðar og Patreksfjarðar og milli
Reykjavíkur og ísafjarðar. Var síð-
asttalda leiðin rekin að nokkru í
samvinnu Allrahanda og Guðmund-
ar Jónassonar. Allrahanda og ísa-
íjarðarbær hafa sótt um sérleyfi eða
strætisvagnaþjónustu milli Þingeyr-
ar og ísafjarðar en leiðin er nú inn-
an sama bæjarfélags, ísafjarðar-
bæjar. Leiðin milli Reykjavíkur og
Borgarness var einnig laus og sótti
Sæmundur Sigmundsson, sérleyfis-
hafí á þeirri leið í áratugi, einn um,
en Akurnesingar hafa óskað eftir
sérstökum viðræðum um aukna
þjónustu þegar Hvalfjarðargöngin
koma til og ferðir Akraborgar leggj-
ast niður.
Magnús Valur Jóhannsson hjá
Vegagerðinni og formaður úthlut-
unarnefndar sérleyfanna segir
nefndina vera að vinna í þessum
málum en hún er ráðgefandi fyrir
samgönguráðherra sem veitir sér-
leyfin. Veita á sérleyfin frá 1. sept-
ember næstkomandi en nokkur þarf
að veita fyrr þar sem sérleyfishafar
eru þegar hættir akstri.
Ekki ástæða til íhlutunar
vegna samnings um hljóðkerfi
EKKI er talin ástæða til íhlutunar
Samkeppnisráðs vegna kvörtunar
fyrirtækisins Kastljóss yfir samn-
ingi íþrótta- og tómstundaráðs
Reykjavíkur og Extón-Hljóðs um
rekstur Hljóðkerfis Reykjavíkur-
borgar þar sem ekki hafi verið
sýnt fram á að hann hafi skaðleg
áhrif á samkeppni.
Kvörtun Kastljóss var þess efnis
að Extón-Hljóð greiddi óeðlilega
lágt leigugjald fyrir afnot af Hljóð-
kerfi Reykjavíkurborgar og að það
gæti því undirboðið aðra á mark-
aðnum. Kastljós og Extón eru með-
al fjögurra til fimm fyrirtækja sem
leigja út ljósabúnað en oft er hann
leigður út samhliða hljóðkerfum.
Taldi kvartandi að samkeppnis-
staða sín gagnvart Extóni versnaði
þar sem Extón gæti í samvinnu við
Extón-Hljóð boðið bæði hljóð- og
ljósaleigu í einum pakka.
í greinargerð Samkeppnisráðs
segir að Kastljós sé ekki á sama
markaði og Extón-Hljóð og hafi
þar af leiðandi ekki getað sjnt
fram á að rekstrarsamningur ITR
og Extón-Hljóðs um rekstur Hljóð-
kerfis Reykjavíkurborgar skaði
samkeppnisstöðu fyrirtækisins og
hvorki hafi verið sýnt fram á að
leigugjald fyrir hljóðkerfið, þegar
tekið sé tillit til viðhaldskostnaðar,
sé óeðlilega lágt né að rekstrar-
samningurinn skapi Extón-Hljóði
forskot á aðra í viðskiptum við
Reykjavíkurborg.
Samkeppnisráð segir það í sam-
ræmi við markmið samkeppni-
slaga að Reykjavíkurborg hafi nú
hætt rekstri hljóðkerfis í hennar
eigu og ieigt það til einkafyrirtæk-
is. Megi hins vegar benda á að
æskilegra hefði verið frá sjónar-
miði samkeppni að reksturinn
hefði verið boðinn út á almennum
markaði.
Stofnun samtaka myndskreyta
Aukin réttindi
myndskreyta
Kristín Ragna Gunnarsdóttir
FYRIRMYND nefn-
ast nýstofnuð
samtök mynd-
skreyta. Markmið fé-
lagsins er m.a. að vinna
að hagsmunamálum,
faglegum málum og
upplýsingadreifingu
meðal myndskreyta á
íslandi. Einnig stefnir
Fyrirmynd að skipulagn-
ingu námskeiða og sýn-
inga.
Að sögn Kristínar
Rögnu Gunnarsdóttur,
formanns félagsins, er
Fyrirmynd samtök innan
FIT (Félags íslenskra
teiknara) og er ætlunin
með þeim að styrkja
stöðu myndskreyta, auð-
velda samningsstöðu
þeirra og koma myndskreytum á
framfæri.
- Hefur þörfin verið brýn?
„Það má segja því að staða
myndskreyta á Islandi hefur ekki
verið góð. Myndskreytar í ná-
grannalöndum eru komnir miklu
lengra á leið en við í sínum mál-
um. Myndskreytar hér hafa ekki
haft réttindamál sín á hreinu og
ekki hefur verið borin næg virðing
fyrir myndskreytingum. Brotið
hefur verið á höfundarrétti
margra og verk hafa verið notuð
í öðrum tilgangi en um var sam-
ið. Fólk fær oft ekki greitt fyrir
verk sín af sanngirni og greiðslur
vilja dragast á langinn. Staða
myndskreyta á auglýsingastofum
hefur verið óljós.
- Hver er tilgangur félagsins
í fáum orðum?
„Tilgangur félagsins er að vera
vettvangur skoðanaskipta milli
myndskreyta, starfa að hags-
munamálum þeirra og leitast við
að efla og styrkja greinina á hvern
þann hátt sem við verður komið.
Félagið vill leiðbeina um fagleg
og lögfræðileg atriði og kynna
mynskreytum réttindi sín. Það
stuðlar að aukinni menntun mynd-
skreyta með námskeiðum, sýning-
um og fyrirlestrum og vinnur að
almennum skilningi og þekkingu
fyrirtækja og almennings á starfi
myndskreyta, réttarstöðu þeirra
og mikilvægi myndskreytinga í
nútíma upplýsingaflæði. Félagið
er fulltrúi gagnvart innlendum
stofnunum ásamt sambærilegum
stofnunum erlendis."
- Hvað hefur verið gert?
„Nú þegar höfum við útbúið
verksamning, kynnt afhending-
arskilmála NT sem
eru regnhlífarsamtök
grafískra hönnuða og
teiknara á Norður-
löndum, kynnt höf-
undarrétt í samvinnu
við Knút Bruun hjá
Myndstefi og einnig siðareglur
myndskreyta og grafískra hönn-
uða á Norðurlöndum. Það er okk-
ur styrkur að við höfum aðgang
að fréttabréfi FÍT.“
- Siðareglur ykkar eru ítar-
legar?
„Skyldur og réttindi myn-
skreyta og grafískra hönnuða
kveða á um margt. Meðal þess
má nefna að hafna skal verkefn-
um sem stríða gegn birtingar-
rétti, siðareglum, afhendingar-
skilmálum eða samkeppnisregl-
um. Hveijum og einum er heimilt
að hafna verki eða stöðva verk
sem ekki er í samræmi við lög
og reglur. Óheimilt er að stæla
eða herma eftir annarra verkum
eða að fallast á óskir verkkaup-
enda ef þær fela í sér þess háttar
stuld á annarra verkum. Sá sem
► Kristín Ragna Gunnarsdóttir
er fædd í Reykjavík 1968. Hún
útskrifaðist úr grafískri hönn-
un frá Myndlista- og handiða-
skóla íslands 1992. Kristín
Ragna stofnaði Auglýsinga-
stofuna XYZETA ehf. 1995 og
starfar þar sem myndskreytir
og grafískur hönnuður. Hún
situr í stjórn FÍT (Félags ís-
lenskra teiknara) og er formað-
ur Fyrirmyndar, samtaka
myndskreyta innan FÍT. Krist-
ín Ragna er gift Gunnari
Smárasyni framkvæmdastjóra.
notar annarra verk til að búa til
nýtt verk í eigin nafni skal gera
það af góðri dómgreind, t.d. þeg-
ar notuð er tölvutækni. Þetta er
fátt eitt.“
- Það er líka grein um skyldur
og réttindi gagnvart verkkaup-
endum.
„Þar er meðal annars getið að
án samþykkis verkkaupanda skal
ekki samtímis vinna að verkefn-
um fyrir aðra sem reka viðskipti
í beinni samkeppni við hann.
Annað er að þegar í stað skal
upplýsa verkkaupanda um sér-
stakar kringumstæður sem haft
geta áhrif á hlutlausa afstsöðu
hönnuðar til verksins. Þetta gildir
til dæmis um eigin fjármálahags-
muni eða íjölskyldubönd."
- Afhendingarskilmálar fyrir
myndskreyta oggrafíska hönnuði
er viðamikið plagg.
„Það á að taka af öll tvímæli.
Meðal þess sem þar stendur er
til dæmis krafa um endurgerð.
Verk höfundar má aðeins birta í
þeirri stærð, í þeim litum og með
þeirri aðferð endurgerðar sem
samið hefur verið um,
og skal eins og fram-
ast er unnt taka tillit
til útfærslu frum-
verksins, litar, tækni
o.s.frv. Höfundur hef-
ur, að svo miklu leyti
sem mögulegt er, rétt til að fylgj-
ast með endurgerð verks síns.
Höfundur hefur rétt á því að vera
nafngreindur við sérhveija end-
urgerð verks síns. Geymsla verka
höfundar á stafrænu formi um-
fram það sem nauðsynlegt er
vegna umsaminnar notkunar má
ekki eiga sér stað án þess að
höfundur hafi samþykkt það af-
dráttarlaust og skriflega. Verk
sem geymt er á stafrænan hátt
má ekki nota í neinu öðru sam-
hengi og höfundur þarf að hafa
samþykkt það afdráttarlaust og
skriflega ef verk eða hlutar af
því er notað í mynd eða á stafræn-
an hátt.“
- Er þetta félag fjölmennt?
„Félagar eru 24 talsins, en félag-
ar FÍT eru 150. Skrifstofa okkar
er að Hverfisgötu 12.“
Hafa ekki
verið með
réttindamál
sín á hreinu