Morgunblaðið - 05.06.1997, Qupperneq 14
14 FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
LANDIÐ
Veðurblíða á
sjómannadag
Þórshöfn - Veðurguðirnir
sýndu á sér sparihliðina um síð-
ustu helgi hér á Þórshöfn þegar
hátíðahöid vegna sjómanna-
dagsins stóðu yfir. Hiti var um
20 stig og hlýr sunnan andvari
svo fólk hélt sig utan dyra og
fjölmenni var á hafnarsvæðinu
meðan skemmtidagskrá fór
fram þar.
Hátíðahöldin voru með nokkuð
hefðbundnu sniði; á laugardegin-
um var skemmtidagskrá við
höfnina þar sem m.a. var keppt
í stakkasundi og karadrætti,
reiptogi og koddaslagur fyrir
börnin var vinsæll. Það var einn-
ig kraftakeppni þar sem keppt
var um titilinn „sterkasti maður
Þórshafnar" og var það Pólverji,
búsettur á Þórshöfn, sem að
þessu sinni hreppti titilinn. Slysa-
varnakonur voru með kaffihlað-
borð í húsi deildarinnar eftir
skemmtidagskrá og var það vel
sótt. Um kvöldið var fjölmennur
dansleikur í félagsheimilinu
Þórsveri.
A sjómannadaginn var messa
í Sauðaneskirkju og að henni lok-
inni var farið í skemmtisiglingu.
Hátíðahöldum lauk með fótbolta-
keppni fyrir breiðan aldurshóp,
þar sem bæði börn og fullorðnir
spreyttu sig í boltanum.
Veðrið á alltaf stærsta þáttinn
í því að útiskemmtanir heppnist
vel og er skemmst að minnast
sjómannadagsins í fyrra þegar
allri skemmtidagskrá var aflýst
hér á Þórshöfn því norðan garri
og kuldi næddi þá um byggðina.
Sumarið er ioksins komið á Norð-
urlandi.
Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir
BÖRN i koddaslag á bryggjuplaninu á Þórshöfn.
n /n n i r%
uQnrtwm
Ármúla 1, sími 588 2030 - fax 588 2033
Safamýri - sérinngangur
Vorum að fá í sölu góða ca 75 fm 3ja herb. íb. á jarðh.
Sérinngangur, forstofa, gott hol og rúmgóð stofa, 2
svefnherb. Hús í góðu ástandi nýtt gler o.fl. íbúðin
getur verið laus fljótlega. Verð 6,9 millj.
Iðnaðarhúsnæði í
Hafnarfirði
Til sölu gott og bjart ca 550
fm iðnaðarhúsn. við Mela-
braut 19 (Suðurbrautarm.).
Góð skrifstofa og starfs-
mannaaðst. Mögul. á að
skipta húsnæðinu upp í
smærri einingar. Langtíma-
leiga mjögul. Laust strax.
- kjarni málsins!
Morgunblaðið/Sigríður Ingvarsdóttir
SERA Vigfús Þór Arnason afhendir hér Agli Rögnvaldssyni, formanni björgunarsveitarinnar Stráka
á Siglufirði, Biblíu Gústa guðsmanns og mun hún verða um borð í Sigurvin.
, .6'0\
Nafn Gusta guðsmanns
tengt nýju björgunarskipi
Siglufirði - Nýtt björgunarskip kom
tii Siglufjarðar sl. föstudag. Eitt af
markmiðum Slysavarnafélags ís-
lands er að öflugt björgunarskip
verði í hveijum landshluta og er
þessu skipi ætlað að þjóna Norð-
urlandi.
Við hátíðlega athöfn, sem fram
fór á Hafnarbryggju í tilefni af komu
skipsins, var tilkynnt að það hlyti
nafnið Sigurvin og litli björgunarbát-
urinn fékk nafnið Gústi. En bátur
sá er Gústi guðsmaður átti og gerði
út til margra ára frá Siglufirði bar
þetta nafn. Gústi guðsmaður er hálf-
gerð þjóðsagnapersóna á Siglufirði
og víðar en í samvinnu við drottin
stýrði hann útgerð sinni til fjölda
ára og allt það fé sem hann aflaði
sendi hann til bágstaddra barna víðs-
vegar um heiminn en sjálfur bjó
Gústi í gömlum síldarbragga og
veitti sér lítið sem ekkert. Á sunnu-
dagsmorgnum mátti sjá hann á torg-
inu á Siglufirði predika og kvrja
sálma.
Sr. Vigfús Þór Árnason, fyrrver-
andi prestur á Siglufirði en núver-
andi prestur í Grafarvogi, hélt ræðu
við komu björgunarskipsins og af-
henti gamla Biblíu sem Gústi átti
og hafði beðið Vigfús um að varð-
veita og fannst mönnum við hæfi
að Biblía þessi yrði um borð í Sigur-
vin. Sr. Bragi J. Ingibergsson, sókn-
arprestur á Siglufirði, blessaði skip-
ið.
Áhöfn skipsins verður sjálfboða-
liðar með mikla reynslu af sjó-
mennsku. Þeir verða í stöðugri þjálf-
un við leitar- og björgunarstörf á
sjó. Með komu skipsins verður gjör-
bylting í öryggi björgunarmanna og
sæfarenda. Skipið var í rekstri hjá
þýsku systurfélagi Slysavarnafé-
lagsins áður en það var keypt hing-
að til lands.
Skipið er mjörg grunnrist og því
hentugt til flutnings björgunar-
manna á afskekkt svæði þar sem
landleiðin er ófær eða sjóleiðin fljót-
farnari. Hönnun skipsins gerir því
kleift að komast á sjó við mjög erfið-
ar aðstæður og sjóhæfni þess er
mikil. Einnig er siglingaþol skipsins
mikið sem er ómetanlegt við erfið
leitarstörf.
Kaup og rekstur þessa öfluga
björgunarskips er fjárfrekt verk-
efni þrátt fyrir að að baki standi
fórnfúst starf sjálfboðaliða frá
björgunarsveitum og slysavarna-
deildum Slysavarnafélags Islands
á Norðurlandi en kaup og rekstur
þessa skips er samstarfsverkefni
þessara aðila.
Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason
BRETARNIR Nigel Hanchard og dr. Henry Sanford ásamt Jósef Blöndal, sjúkrahúslækni í Stykkis-
hólmi, og þátttakendur á námskeiði í stoðkerfisfræði sem haldið var í Stykkishólmi.
Námskeið í stoðkerfis-
fræði í Stykkishólmi
Stykkishólmi - St. Fransiskusspít-
alinn í Stykkishólmi stóð fyrir nám-
skeiði í stoðkerfisfræði eða
„Orthopedisk Medicin“ dagana
26.-30. maí sl. Námskeiðið er
framhald frá námskeiði sem haldið
var hér í fyrra.
Á þessu námskeiði voru fengnir
sérfræðingar á þessu sviði frá Eng-
landi, þeir Nigel Hanchard, lektor
í sjúkraþjálfun við háskólann í
Aberdeen, og dr. Henry Sanford,
sérfræðingur við Crownwell Hospit-
al og St. Thomas Hospital í Lond-
on. Auk þeirra kenndi Jósef Blön-
dal, yfirlæknir á St. Fransiskus-
spítalanum í Stykkishólmi.
Þetta er sjötta námskeiðið sem
St. Fransiskusspítalinn stendur fyr-
ir á þessu sviði og hafa um 100
manns tekið þátt í námskeiðunum
og þeir komið víða af að landinu.
Námskeiðin eru ætluð fyrir lækna
og sjúkraþjálfara.
Það er Jósef Blöndal, sjúkrahús-
læknir í Stykkishólmi, sem hefur
skipulagt öll námskeiðin. Jósef er
talinn standa framarlega í meðferð
á baksjúklingum og hefur starf hans
skilað góðum árangri. Deildin á
sjúkrahúsinu sem annast baksjúkl-
inga hefur verið fullnýtt síðustu ár
og nú eru sjúklingar á biðlista.