Morgunblaðið - 05.06.1997, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 05.06.1997, Qupperneq 20
20 FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT Reuter Olga meðal franskra hægrimanna París. Morgunblaðið. JÓHANNES PÁLL páfi gengnr upp að altari í miðborg Kalisz, þar sem hann flutti messu í gær, á fimmta degi heimsóknar sinnar til heimalands síns, Póllands. Var páfi harðorður í garð þeirra er fylgjandi eru fóstureyðingum og hvatti alla, er játa rómversk- kaþólska trú, til að fylkja liði í baráttu „menningar lífsins gegn menningu dauðans." Búist er við Páfi harðorður að afstaða til fóstureyðinga verði eitt helsta deiluefnið í þingkosn- ingum sem fara fram í Póllandi I september. Jóhannes Páll ávarpaði um eitt hundrað þúsund manns við messuna i Kalisz og féllu harkaieg orð hans vel í geð kaþólskum íhaldsmönnum sem vilja bola frá völdum stjórn jafn- aðarmanna, sem fyrrum komm- únistar leiða. „Þjóð sem myrðir sín eigin börn er þjóð án framtíð- ar,“ sagði páfi og endurtók þar orð sem hann mælti fyrst er lög um fóstureyðingar voru rýmkuð í Póllandi í október síðastliðnum. MIKIÐ umrót er nú á hægrivæng franskra stjórnmála eftir ósigur hægriflokkanna í þingkosningum á sunnudag. Lýðræðisbandalagið (UDF) hefur þegar ákveðið að stokka upp forystumál sín. Francois Léotard verður áfram formaður UDF til ársins 1999 en Francois Bayrou tekur við formennsku þing- flokksins. Þá tekur fijálshyggjumað- urinn Alain Madelin við forystuhlut- verki eins þeirra flokksbrota, sem aðild á að UDF, nú í sumar. Mun meiri ólga er í flokki nýgaul- lista (RPR). Þar er allt í háalofti eftir kosningaósigurinn og kröfur uppi um að Aiain Juppé, fyrrum forsætisráðherra, láti af for- mennsku. Það var Jacques Chirac forseti sem gerði Juppé að forystu- manni RPR og forsætisráðherra fyr- ir tveimur árum. Nú lokar Chirac sig af í forsetahöll- inni en vitað er að hann vill að Juppé haldi formannssætinu enn um sinn. Fjölmiðlar segja Chirac skella skolla- eyrum við röddum fólksins. Stjórn- kænska forsetans er dregin í efa í Frakkiandi og Frakkar óttast að traust til hans minnki í öðrum ríkjum. Raymond Barre, fyrrum forsæt- isráðherra, er meðal þeirra sem segja forsetann verða að gjalda fyrir mi- stök sín. Chirac talar opinberlega í Lille á laugardag í fyrsta skipti eftir kosningarnar. Öll spjót stóðu á Juppé fyrri hluta vikunnar innan RPR. Philippe Ségu- in notar tækifærið til að sækjast eftir flokksformennsku og hann hef- ur öflugan stuðning. Eftir að Jupppé afhenti Jospin lykla að forsætisráðu- neytinu á þriðjudag átti hann fund með flokksbræðrum sínum á þing- inu. Sex þingmenn af 140 þing- mönnum 140 reyndust styðja Juppé. 26 þingmenn, margir þeirra hliðholl- ir Chirac, hafa opinberlega lýst því yfir að þeir vilji að Séguin taki við formennskunni. Charles Pasqua, fyrrum innanrík- isráðherra, sakaði í fyrradag Juppé um að sprengja flokkinn í loft upp. Jafnvel Nicolas Sarkozy, sem telst til stuðningsmanna Edouards Ballad- urs innan RPR, tekur þátt í leiknum. Chirac er einangraður í bili og er ekki talin getað hugsað sér marga sem formenn í flokknum nema þá kannski helst Jean-Louis Debré eða Bernard Pons. Forsetinn virðist hafa efasemdir um Séguin, sem þó var teflt fram í lok kosningabaráttunnar. í byijun vikunnar bauð hann Séguin þingflokksformennsku í RPR gegn því að Juppé yrði áfram leið- togi flokksins. Séguin þótti þetta slæmur kostur og fær Debré starf- ann á meðan mál eru að skýrast. Juppé hefur lofað að draga það ekki lengur en til hausts að boða til lands- fundar RPR. Þingkosningar á Irlandi munu væntanlega leiða til umtalsverðra breytinga Sljórn Brut- ons í hættu írar kjósa nýtt þing á morgun og segir Davíð Logi Sigurðsson, fréttarítari Morg- unblaðsins í Belfast, að ekki sé víst að stjóm Johns Brutons haldi velli þrátt fyrir efna- hagslega uppsveiflu. Reuter. JOHN Bruton tekur við innsigli forsætisráðherra úr hendi Mary Robinson írlandsforseta. Hugsanlegt er að hann verði að skila því aftur að loknum kosningum. IRAR ganga til þingkosninga á föstudag og svo virðist sem samstarfsstjórn Fine Gael, Verkamannaflokksins og Vinstri demókrata undir stjórn Johns Bruton forsætisráðherra, eigi undir högg að sækja. Ef marka má skoð- anakannanir eru líkur á því að ný samsteypustjórn Fianna Fáil og Rót- tækra demókrata taki við stjórnar- taumunum að kosningum loknum. Samkvæmt skoðanakönnun sem birt var um síðustu helgi í dagblað- inu The Irish Times myndi Fianna Fáil hljóta 42%, Fine Gael 26%, Verkamannaflokkurinn 11%, rót- tækir demókratar 7%, Græningjar 4%, Vinstri demókratar 2% og minni framboð samanlagt 8%. Samstarf milli stóru flokkanna tveggja, Fianna Fáil og Fine Gael, kemur víst ekki til greina fremur en fyrri daginn og þar sem Verka- mannaflokkurinn hefur útilokað samstarf við Fianna Fáil er hætta á því að erfitt verði að mynda ríkis- stjórn að ioknum þessum kosning- um, sérstaklega ef Bertic Ahern, leiðtoga Fianna Fáil, tekst ekki að mjaka þeim 49% sem flokkur hans og Róttækir demókratar hljóta sam- kvæmt The Irish Times yfir helm- ingslínuna. Smærri flokkar eins og Græningjar kæmu við þær aðstæður til með að skipta sköpum að kosning- um loknum. Andstæðir pólar Eins og venjulega mynda Fine Gaei og Fianna Fáil andstæða póla í stjórnmálum á írlandi, sem eiga rætur sínar í þeim klofningi sem átti sér stað meðal írskra sjálfstæð- issinna árið 1922 þegar sjálfstæði frá Bretlandi hafði verið náð. Blóð- ugt borgarastríð fylgdi í kjölfar klofningsins og skildi eftir djúp sár í írskri þjóðarsál sem hafa mótað mjög öll stjórnmál í landinu. Hlut- verk kaþólsku kirkjunnar sem leið- andi afls hefur verið eitt af kennileit- um Fianna Fáil, auk mikillar skír- skotunar til írskrar þjóðernishyggju. Fine Gael hefur á hinn bóginn að- hyllst meiri hófsemi í hugmynda- fræði sinni, ekki síst í tengslum við málefni Norður-írlands og sjónarmið sambandssinna þar. Báðir flokkarnir myndu sennilega teljast íhaldssamir í samfélagsmálum en samt sem áður er flokkurinn Fianna Fáil staðsettur talsvert til vinstri við Fine Gael sem oft og tíðum hefur verið talinn full- trúi fjármagns- og viðskiptaafla. Fianna Fáil hefur allt frá 1932 haft mun betur í slagnum við Fine Gael og var enn í ríkisstjórn lengst af. í þau fáu skipti sem flokkurinn tapaði meirihluta á árunum 1932- 1981 leiddi Fine Gael jafnan sam- steypustjórnir sem oftar en ekki sameinuðust um það eitt að koma Fianna Fáil frá völdum. Þetta stjórn- armynstur tók loks að breytast á níunda áratugnum þegar Fianna Fáil gekk æ verr að ná hreinum meirihluta og árið 1989 tók flokkur- inn í fyrsta skipti þá dramatísku ákvörðun að taka þátt í samsteypu- stjórn. Sú ákvörðun markaði ekki aðeins þáttaskil í sögu þess flokks heldur olli um leið byltingu í lands- lagi írskra stjórnmála því smærri flokkar spila nú stærra hlutverk við stjórnarmyndanir og eiga ekki leng- ur þann eina valkost að vera með eða á móti Fíanna Fáil. Verka- mannaflokkurinn, undir leiðsögn Dick Spring, hefur á undanförnum árum gegnt lykilstöðu og myndaði ríkisstjórn með Fianna Fáil eftir kosningarnar 1992. Flokkurinn sleit hins vegar því stjórnarsamstarfi í desember 1994 og gekk til núver- andi samstarfs eftir að hneykslismál höfðu hrakið Albert Reynolds, leið- toga Fianna Fáil, úr embætti forsæt- isráðherra. Stjórnarflokkarnir heyja nú þessa kosningabaráttu á þeirri forsendu að samstarfinu verði haldið áfram að kosningum loknum ef meirihlutanum er haldið. Á sama hátt hafa Fianna Fáil og Róttækir demókratar gert sáttmála sín á milli um stjórnarsamstarf að loknum kosningum, en síðarnefndi flokkur- inn varð til árið 1985 við klofning í Fianna Fáil. Litlaus kosningabarátta Kosningabaráttan hefur annars verið býsna litlaus sem kemur nokk- uð á óvart þar sem allt leit út fyrir að hneykslismál sem upp komu ekki alls fyrir löngu myndu lita baráttuna mjög. í vetur þurfti Michael Lowry, ráðherra Fine Gael, að segja af sér embætti eftir að upp komst að hann hafði tekið við dágóðum summum frá Ben Dunne, efnuðum viðskipta- manni sem í fyrri tíð rak Dunnes- verslunarhúsin. í ijós kom hins veg- ar að fleiri mál voru í farvatninu og nú er Charlie Haughey, ieiðtogi Fianna Fáil frá 1979-1992 og for- sætisráðherra írlands á árunum 1979-1981, 1982 og 1987-1992 sakaður um að hafa tekið við 1,3 milljónum írskra punda, rúmlega 130 milljónum íslenskra króna, á tímabilinu 1988-1991 þegar hann átti í fjárhagserfiðleikum. Þótt Haughey hafi neitað þessum ásök- unum virðast margir tilbúnir að trúa þeim enda er haft á orði að kjósend- ur hafi aldrei treyst Haughey full- komlega því framganga hans í stjórnmálum þótti oft mjög í anda Machiaveilis. Rætt er um að Haug- hey hafí í gegnum tíðina ekki alltaf slegið hendi á móti persónulegum framlögum og sú kenning hlýtur byr undir báða vængi ef haft er í huga að Haughey hefur aldrei útskýrt hvernig honum hlotnuðust auðæfi sín sem samanstanda meðal annars af heilli eyju útivið vesturströnd ír- lands og veglegri jarðareign nálægt Dublin. Halda mætti að hneyksli sem þetta hefði áhrif á fylgi Fianna Fáil. Svo virðist hins vegar sem Bertie Ahern hafí tekist að standa af sér storminn. John Bruton telur þar að auki að hans flokkur gæti sjálfur hlotið skaða ef hann tæki upp árás- ir á Fianna Fáil enda hefur Michael Lowry viðurkennt að hafa tekið við greiðslum frá Ben Dunne á meðan hlutdeild Haugheys hefur enn ekki verið sönnuð og verður kannski aldr- ei. Stjórnmálaflokkarnir hafa því ekki getað nýtt sér þetta mál í kosn- ingabaráttunni. Málefni Norður-íriands hafa ekki spilað stórt hlutverk í kosningabar- áttunni en geta þó á tíðum skipt máli. í bresku þingkosningunum fyr- ir mánuði sendi Bruton kjósendum á Norður-írlandi þau skilaboð að atkvæði til handa Sinn Fein væri stuðningsyfirlýsing við ofbeldi og ófrið. I síðustu viku hafði Dick Spring utanríkisráðherra hins vegar á orði að hann teldi íbúa Norður- írlands hafa verið að styðja friðar- umleitanir þegar þeir kusu tvo Sinn Fein fulltrúa á breska þingið. Þetta ósamræmi milli samstarfsráðherra í írsku ríkisstjórninni þykir hafa skað- að möguleika stjórnarinnar á end- urnýjun lífdaga. Sinn Fein myndi sennilega vilja sjá Fianna Fáil aftur við völd þar sem sá flokkur hefur jafnan haft best tengsl við þjóðern- issina og John Bruton hefur auk þess verið sakaður um að hafa ekki farið nægilega varlega í aðgerðum sínum. Sérstaklega sakar Bertie Ahern Bruton um að hafa klúðrað þeim tækifærum sem sköpuðust við vognahlé IRA árið 1994. írsku þingkosningarnar snúast hins vegar að langmestum hluta um málefni sem snerta íbúa heimafyrir. Þar hefur efnahagsmál og framtíð Evrópusamstarfs borið hæst þótt Fianna Fáil hafi reynt að höfða til kjósenda með því að boða róttækar ráðstafanir við aukinni eiturlyfja- notkun og glæpum þeim tengdum. Inni á milli skjóta síðan upp kollinum gamalkunnug kosningamálefni eins og fóstureyðingar sem jafnan þykja umdeild í samfélagi svo mjög byggðu á kaþólskum kenningum. Sérstak- lega er þó deilt um hveijum sé að þakka núverandi góðæri en írskur efnahagur er í mikilli uppsveiflu um þessar mundir og telur núverandi ríkisstjórn það skiljanlega vera sitt sterkasta tromp. Það kemur því kannski dálítið á óvart að þrátt fyr- ir efnahagsuppgang lítur út fyrir stjórnarskipti á írlandi og að enn einu sinni taki Fianna Fáil við stjórn- artaumunum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.