Morgunblaðið - 05.06.1997, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 1997 21
ERLENT
Ehud Barak kjörinn leiðtogi Verkamannaflokksins í ísrael
Hyggst skáka Netan-
yahu í öryggismálum
Jerúsalem. Reuter.
EHUD Barak, fyrrverandi hershöfð-
ingi, var kjörinn ieiðtogi Verka-
mannaflokksins í fyrradag og er þriðji
forystumaður flokksins í 23 ár. Bar-
ak, sem er 55 ára, starfaði innan
hersins í 35 ár, var sæmdur fleiri
orðum en nokkur annar hermaður í
ísrael og stjómaði ijölmörgum leyni-
legum aðgerðum hersins. Hann von-
ast til þess að með þennan feril að
baki geti hann skákað Benjamin
Netanyahu forsætisráðherra í örygg-
ismálum, sem réðu úrslitum um sigur
Likud-flokksins í síðustu kosningum.
Netanyahu, sem er 47 og gat sér
einnig góðan orðstír sem hermaður,
bar sigurorð af Shimon Peres, fyrr-
verandi forsætisráðherra, í kosning-
unum fyrir ári með loforðum um að
standa vörð um öryggishagsmuni
ísraela eftir mannskæð sprengjutil-
ræði herskárra araba.
Barak kvaðst í sigurræðu sinni
vera sannfærður um að kjör hans
væri fyrsta skrefið í átt að sigri
Verkamannaflokksins í næstu kosn-
ingum. Kosið verður ekki síðar en
árið 2000 en Barak kvaðst vonast
til þess að kosningunum yrði flýtt
um eitt eða tvö ár. Hann áréttaði
einnig að hann væri andvígur því
að Verkamannaflokkurinn myndaði
stjórn með Likud-flokknum.
Hyggst feta í fótspor Rabins
Barak lét af störfum innan hers-
ins fyrir aðeins tveimur árum og
varð þá innanríkisráðherra í stjórn
Yitzhaks Rabins, fyrrverandi forsæt-
isráðherra. Eftir að Rabin var myrt-
ur árið 1995 tók Barak við embætti
utanríkisráðherra af Peres.
Kjör Baraks markar tímamót fyr-
ir Verkamannaflokkinn, sem hefur
verið undir stjórn Rabins og Peres
í 23 ár. Rabin var formaður flokks-
ins á árunum 1974 til 1977, Peres
frá 1977 til 1992, þegar Rabin komst
aftur til valda. Peres tók síðan við
stjórnartaumunum eftir morðið á
Rabin.
Barak þykir að mörgu leyti gjör-
ólíkur Peres, sem margir ísraelar
telja að hafi sýnt of mikla linkind
í öryggismálum. Jafnvel ekkja Rab-
ins, Leah, hefur líkt honum við
eiginmanninn sáluga, sem var her-
foringi í sex daga stríðinu árið
1967.
Barak minntist Yitzhaks Rabins
við grafreit hans í gær og lofaði
að halda áfram baráttu hans fyrir
friði. „Yitzhak var yfirmaður minn
í áratugi og lærifaðir. Eg leyfi mér
að segja að hann hafi verið vinur
minn síðustu 30 árin. Hann er mað-
urinn sem kom mér í stjórnmálin,"
sagði Barak og kvaðst ætla að reyna
að feta í fótspor Rabins.
Barak hefur sagt að Israelum
beri að taka „útreiknaða áhættu“
til að tryggja varanlegan frið. Hann
sagði á blaðamannafundi á mánu-
dag að ísraelar yrðu að virða sjálfs-
ákvörðunarrétt Palestínumanna, en
það gæti leitt til þess að þeir stofn-
uðu sjálfstæjtt ríki á hluta þess land-
svæðis sem ísraelar hernámu í stríð-
inu við araba 1967.
Var yfirmaður Netanyahus
Barak fæddist í samyrkjubúi og
nam eðlis- og stærðfræði við Hebr-
eska háskólann í Jerúsalem og
stundaði framhaldsnám við Stan-
ford-háskóla í Kaliforníu.
Barak var eitt sinn yfirmaður
Netanyahus í úrvalssveit hersins og
varð landsþekktur árið 1973 þegar
hann tók þátt í leynilegri árás í
Beirút, dulbúinn sem kona. Þrír af
leiðtogum Frelsissamtaka Palestínu-
manna (PLO) voru ráðnir af dögum
í tilræðinu.
„Hann hefur verið á vígvellinum
í 35 ár og stjórnað tugum að-
gerða,“ sagði Barak í sjónvarpsvið-
tali fyrir tveimur árum og talaði
um sjálfan sig í þriðju persónu.
„Það hefur verið skotið á hann,
ekki aðeins einu sinni, af nokkurra
metra færi. Hann hefur skotið menn
af svo stuttu færi að það sást í
augnhvítu þeirra.“
Heimildarmenn innan hersins
segja að Barak hafi skipulagt marg-
ar af þeim aðgerðum sem beitt var
til að kveða niður uppreisn Palest-
ínumanna. Skömmu áður en hann
lét af störfum fyrir herinn kvaðst
hann stoltur yfir því að hafa látið
vega tíu af tólf hættulegustu
skæruliðum Palestínumanna. Er-
lendir heimildarmenn segja að hann
Reuter
EHUD Barak, nýkjörinn leiðtogi Verkamannaflokksins í ísrael,
ásamt konu sinni við leiði læriföður síns, Yitzhaks Rabins, fyrr-
verandi forsætisráðherra.
hafi stjórnað árás í Túnis þar sem
skæruliðaforingi PLO, Khalil al-
Wazir, betur þekktur undir nafninu
Abu Jihad, var drepinn.
Barak varð forseti herráðsins árið
1991 og stjórnaði fyrstu brottflutn-
ingum ísraelskra hermanna frá her-
numdu svæðunum samkvæmt frið-
arsamningunum við PLO. Hann átti
einnig þátt í friðarsamningnum við
Jórdani árið 1994. Hann ræddi við
yfirmann sýrlenska hersins en þær
viðræður báru ekki árangur.
Ferill Baraks innan hersins er þó
ekki flekklaus. Um tíma átti hann
undir högg að sækja vegna ásakana
um að hann hefði yfirgefið hermenn,
sem slösuðust á heræfingu, en hann
kvaðst ekki hafa farið frá þeim fyrr
en þeir hefðu verið komnir um borð
í þyrlur þar sem læknar hefðu hlynnt
að þeim.
Barak var einnig gagnrýndur þeg-
ar hann skýrði frá því árið 1991 að
hermenn hefðu beitt þeirri aðferð
að dulbúa sig sem araba. Herinn
sagðist hafa skýrt frá þessu til að
fyrirbyggja árásir araba, en þeir sem
gagnrýndu Barak sögðu að hann
hefði gert þetta opinbert af pólitísk-
um ástæðum.
Skjólstæðingur Peres
í öðru sæti
Um 70% skráðra félaga í Verka-
mannaflokknum tóku þátt í leið-
togakjörinu og Barak fékk 51% at-
kvæðanna. Peres gaf ekki kost á
sér en skjólstæðingur hans, Yossi
Beilin, sem mótaði stefnu Verka-
mannaflokksins í friðarmálunum,
varð í öðru sæti í kjörinu, með 28%
fyigi-
Israelskir fjölmiðlar segja að Per-
es hafi átt í erjum við Barak en
forsætisráðherrann fyrrverandi
reyndi að gera lítið úr þeim fréttum.
„Það er engum vafa undirorðið að
hann er hæfur maður og greindur,
með mikla reynslu og ég sé ekkert
því til fyrirstöðu að við störfum
saman.“
Á FASTEIGNAMARKAÐI
75.000 króna inneign og
40.000 frípunktar
h|á Húsasmiðjunni við ibúðarkaup hjá Ármannsfelli
Ef þú festir kaup á íbúð frá Ármannsfelli býður Húsasmiðjan þér að opna reikning með
mjög hagstæðum kjörum, sem fela m.a. í sér 75.000 króna inneign á reikningnum.
Auk þess hlýtur þú 40.000 Mpunkta um leið og þú gengur frá kaupunum.
Kaupendum stendurtil boða Framkvæmdalán Húsasmiðjunnarog aðgangur að
þjónustufulltrúa sem sér um að aðstoða við fjármögnun og val á vörum.
Þegar reikningshafar hafa velt einni milljón í gegnum reikninginn á 12 mánuðum,
fá þeir 10.000 aukapunkta frá Húsasmiðjunni.
Ármannsfell hf og Húsasmiðjan hafa sameinast um að
hjálpa þér við íbúðarkaup og er það í fyrsta skipti á
íslenskum fasteignamarkaði sem byggingarverktaki og
smásali taka höndum saman um að bjóða nýjan og ferskan
kost í íbúðarkaupum.
w/
í boði eru rúmgóðar 3ja og 4ja herbergja íbúðir á
glæsilegum útsýnisstað í Vættaborgum og Trölla-
borgum. Allar íbúðir afhendast tilbúnar undir tréverk og
málningu en án gólfefna, innréttinga, hurða, hreinlætis-
tækja, Ijósa og raftækja í eldhúsi, þannig að kaupandinn
hefur frjálsar hendur með að innrétta sína eigin íbúð.
STOFIMAÐ 1965
Armannsfell hf.
Leggur grunn að góðri framtíd
HUSASMIÐJAN
Sími: 525 3000
Hringdu I síma 577 3700