Morgunblaðið - 05.06.1997, Side 22

Morgunblaðið - 05.06.1997, Side 22
22 FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR JOSEPH Ognibene blæs í hornið á æfingu. í bakgrunni mundar Robert Henderson tónsprotann. Ferðin sem skipti sköpum Sinfóníuhljómsveit íslands sækir ekki vatnið yfir lækinn á síðustu áskriftartónleikum starfsársins, sem verða í Háskólabíói í kvöld. Einleikari verður nefnilega Joseph Ognibene, fyrsti homleikari sveitarinnar, en verkið sem hann flytur, Annar homkonsert Richards Strauss, ber, að því er Orri Páll Ormars- son komst að raun um, ábyrgð á því að tónlistarmaðurinn hefur verið búsettur hér á landi undanfarin sextán ár. ÞEGAR annar hornkonsert Ric- hards Strauss var fluttur í fyrsta sinn á tónleikum Sinfóníuhljóm- sveitar íslands árið 1981 fékk hljómsveitin til liðs við sig hinn nafnkunna þýska einleikara Her- mann Baumann. Sveitin var þá á leið í tónleikaferð um Þýskaland og Austurríki og vantaði illilega homleikara, þannig að Baumann var spurður hvort hann gæti orðið að liði. Benti meistarinn þá á ung- an skjólstæðing sinn, bandaríska hornleikarann Joseph Ognibene, sem boðið var upp á Frón til æf- inga. Ákvað pilturinn að slá til enda hafði hann lengi rennt hýru auga til íslands á landakortinu og hugsað með sér: „Þangað væri gaman að koma.“ Tilboðið var því kærkomið, tíu dagar á Islandi, sérstaklega þar sem Joseph gerði ekki ráð fyrir að fá annað tækifæri til að kynn- ast þessu framandi landi í norðri. Enginn má hins vegar sköpum renna og nú, sextán árum síðar, er hann hér enn, kvæntur ís- lenskri konu og orðinn íslenskur ríkisborgari. Allan þennan tíma hefur Joseph haldið tryggð við Sinfóníuhljóm- sveit Íslands, verið dyggur liðs- maður og nokkrum sinnum komið fram sem einleikari. í kvöld mun aftur á móti mæða meira á honum en nokkru sinni fyrr, þegar hann fetar í fótspor meistara síns og leikur einleik í Öðrum homkonsert Strauss á tónleikum hljómsveitar- innar — verkið sem „ber ábyrgð á því“ að hann er hingað kominn! En verkið hefur jafnframt aðra þýðingu í huga Josephs — það er einfaldlega „meistaraverk horn- bókmenntanna", besta verkið sem samið hefur verið fyrir hljóðfærið. „Ég hef komið fjórum sinnum áður fram sem einleikari með Sinfó- níunni og ástæðan fyrir því að þetta verk hefur ekki fyrr orðið fyrir valinu er einfaldlega sú að ég hef ekki talið mig nógu reyndan til að flytja það — fyrr en nú!“ Mikið mæðir á Þorkeli Hornkonsert nr. 2 skrifaði Strauss í miðju seinna stríði, árið 1942, liðlega sextíu árum eftir að hann samdi Hornkonsert nr. 1. Evrópa var þá í uppnámi og heldur farið að síga á ógæfuhliðina hjá löndum tónskáldsins, Þjóðverjum. Að sögn Josephs fer því engu að síður fjarri að verkið endurspegli eymd stríðsins, þvert á móti sé það uppfullt af bjartsýni. „Ekki nóg með það heldur samdi Benjamin Britten annað meistaraverk, Serenöðu fyrir tenórsöngvara, horn og strengjasveit, um svipað leyti. Tvö af bestu verkum horn- bókmenntanna eru þannig samin á þessum umbrotatímum í Evrópu, sem hlýtur að teljast athyglisvert.“ Joseph segir að konsertinn sé mikið kammerverk í þeim skilningi að meira reyni á hljómsveitina en venjan er í einleiksverkum, ekki síst hina homleikarana tvo. Annar þeirra er Þorkell Jóelsson, sem stendur í ströngu þessa dagana, þar sem eiginkona hans, Sigrún Hjálmtýsdóttir söngkona, á von á sér í vikunni en svo undarlega vill til að um líkt leyti og Joseph flutti Fyrsta homkonsert Strauss fyrir tólf árum eignuðust Þorkell og Sigrún tvíbura. „Þorkell hefur sagt við mig í gríni að það sé eins gott að Strauss samdi ekki fleiri horn- konserta.“ Joseph er fæddur í Los Angeles en fjölskylda hans býr nú í San Francisco, „fallegustu borg í heimi, sem minnir um margt á Reykja- vík“. Hann lagði stund á nám í hornleik, fyrst í heimalandi sínu en síðan hjá Baumann í Þýska- landi. Árið 1978 vann Joseph til verðlauna í tónlistarkeppninni Vor í Prag í Tékkóslóvakíu og þremur árum síðar réðst hann, svo sem fram hefur komið, til Sinfóníu- hljómsveitar íslands sem fyrsti hornleikari. En hvers vegna festi hann rætur á íslandi? „Mér leist strax vel á land og þjóð — og ekki síður hljóm- sveitina. Þá kynntist ég konunni minni, Júlíönu Kjartansdóttur fiðluleikara í Sinfóníunni, fljótlega eftir komuna. Þannig að það varð eiginlega ekki aftur snúið,“ segir hornleikarinn og brosir í kampinn. Á fleygiferð inn í framtíðina Að áliti Josephs hefur íslenskt samfélag tekið stakkaskiptum á síðastliðnum sextán árum — vaxið og dafnað. „ísland var svolítið „hrátt“ þegar ég kom hingað fyrst, malbikið náði ekki nema rétt út fyrir þéttbýlið, vöruúrval var tak- markað og ekkert sjónvarp á fimmtudögum, svo dæmi séu tekin. Nú er öldin önnur — ísland er á fleygiferð inn í framtiðina." Joseph staðhæfir að sama máli gegni um Sinfóníuhljómsveit ís- lands — hún hafi tekið stórstígum framförum á undanförnum hálfum öðrum áratug. Reyndar kveðst hann ekki vita nein dæmi þess að hljómsveit hafi farið svona mikið fram á ekki lengri tíma. „Við erum komin á tónlistarlandakortið, á því leikur enginn vafi. Vinir mínir í Bandaríkjunum segjast til að mynda heyra oft í mér í útvarpinu. Þökk sé Chandos-plötum Sin- fóníunnar en þær eru mikið spilað- ar á klassískum útvarpsstöðvum vestra.“ Að sögn Josephs hefur góðum hljóðfæraleikurum jafnframt fjölg- að verulega undanfarin ár. „At- vinnuleysi meðal hljóðfæraieikara þekktist ekki á íslandi árið 1981, allir sem eitthvað var í spunnið gátu fengið vinnu hjá Sinfóníunni. Það er hins vegar tímanna tákn að nú bíða mjög góðir hljóðfæraleikar- ar í röðum eftir að komast að hjá hljómsveitinni. Þetta aukna mann- val og þessi aukna samkeppni hafa þrýst á gæði Sinfóníuhljómsveitar Islands og í dag hefur hún á að skipa fjölmörgum tónlistarmönnum á heimsmælikvarða.“ En Joseph hefur látið til sín taka víðar en á vettvangi Sinfóníunnar. Hann er til að mynda einn af stofn- félögum Blásarakvintetts Reykja- víkur, sem getið hefur sér gott orð, bæði hér á landi og erlendis, auk þess sem hann hefur um nokk- urt skeið fengist við kennslu í Tón- listarskólanum í Reykjavík. „Fyrsta kynslóð nemenda minna er nú að verða að atvinnumönnum og nokkrir þeirra hafa þegar hlotið eldskírn sína með Sinfóníuhljóm- sveitinni." Gamall kunningi Joseph var ekki hár í loftinu þegar hann ákvað að gerast horn- leikari. Segir hann ákvörðunina hafa verið tekna á tónleikum Lund- únafílharmóníunnar í íþróttahúsi í útjaðri Los Angeles. Var það öðr- um fremur fyrsti hornleikari sveitarinnar á tónleikunum, Bandaríkjamaðurinn Robert Hend- erson er hlaupið hafði í skarðið vegna forfalla, sem heillaði piltinn. Hann átti síðar eftir að verða einn af áhrifamestu kennurum Josephs á unglingsárum. Þar með er reyndar ekki öll sag- an sögð því Henderson er nú hing- að kominn til að stjórna tónleikun- um í Háskólabíói í kvöld. Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá því hann leiðbeindi Joseph og langt um liðið frá því hann skipti á horninu og tónsprotanum. Henderson var aðalstj órnandi sinfóníuhlj ómsveit- arinnar í Arkansas frá 1982-1992 og frá árinu 1980 hefur hann verið aðalhljómsveitarstjóri sinfóníu- hljómsveitarinnar í Salt Lake City í Utah. Auk þess hefur hann tekið þátt í um fjögur þúsund upptökum á kvikmyndatónlist í Hollywood. Á efnisskrá kvöldsins eru aukin- heldur Háskólaforleikurinn eftir Johannes Brahms, sem saminn var árið 1879 i tilefni af því að tón- skáldið hafði hlotið heiðursdoktors- nafnbót við hákólann í Breslau, og Fjórða sinfónía Tsjajkovskíjs, sem samin var 1877 ogtileinkuð penna- vinkonu hans Nadeshu von Meck. Arbók Ferða- félags Islands ÁRBÓK_ Ferðafélags íslands 1997, „í fjallhögum milli Mýra og Dala“, er komin út og er hin 70. í röðinni af árbókum Ferða- félagsins. Höfundar árbókarinnar eru þau Guðrún Ása Grímsdóttir sagnfræðingur er ritar þáttinn „Opnast land til fjalla frammi" og Árni Bjömsson þjóðhátta- fræðingur en hans þáttur nefnist „Dalaheiði, kringum hæl Hvammsfjarðar frá Krosshellu að Guðnýjarsteini“. Haukur Jó- hannesson, jarðfræðingur og forseti Ferðafélagsins, ritar yfir- lit um jarðfræði Mýrasýslu og yfir til Dala. Höfundur flestra litmynda er Bjöm Þorsteinsson líffræðingur og skýringarkort eru unnin af Guðmundi 0. Ing- varssyni. Bókin er um 280 bls. að stærð og aftast er birt ársskýrsla Ferð- afélagsins og efni frá deildum. Árgjald Ferðafélagsins er kr. 3.400. Til að vekja athygli á bókinni og svæðinu sem hún fjallar um mun Ferðafélagið efna til ferða á slóðir árbókarinnar. Ashkenazy ráðinn til tékknesku Fílharmoníuhljómsveitarinnar VLADIMIR Ashkenazy var ráðinn aðalstjómandi tékknesku Fíl- harmóníusveitarinnar í gær. Ashk- enazy sagði á fréttamannafundi, að hann hygðist fylgjast með öllum daglegum þáttum í starfsemi hljómsveitarinnar enda væri til- gangslaust að vera aðalstjórnandi að öðrum kosti. „Ég vil taka þátt í öllum umræðum um efnisskrár sveitarinnar, um ferðalög hennar og óskir, en framar öllu vil ég að sveitin verði í hópi bestu hljóm- sveita heims.“ Samningur As- hkenazys tekur gildi næstkomandi janúar og stendur yfir í hálft fjórða ár. Hann felur í sér tónleikahald innanlands sem utan og að Ashkenazy leiði sveitina til hljóðvers í upptökur auk þróun- arstarfs. Ashkenazy mun dvelja í tvo mán- uði í Prag sérhvert ár og stjórna allt að tíu tónleikum. „Takist okkur að leika vel og bjóða upp á fjöl- breytta efnisskrá er ég ánægður,“ sagði Ashkenazy. í upphafi síðasta árs reið áfall yfir Fíl- harmóníusveitina Vladimir Ashkenazy, þegar Gerd Albrecht, aðalstjórnandi henn- ar, hætti eftir lang- vinnar deilur við framkvæmdastjórn sveitarinnar, litaðar þjóðernislegum undir- tón. Ashkenazy gaf lítið út á þær og sagði sem fyrr að tónlistin skipti höfuðmáli. „Ég er fæddur tónlistar- maður og mér ber að leika góða tónlist. Ég geri mitt besta og fel mig síðan Guði á vald.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.