Morgunblaðið - 05.06.1997, Síða 24
24 FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Draumurmn o g veruleikinn
Á norrænni bókmenntahátíð nýlega var sjón-
um beint út í heim og að Jerúsalem, bæði
borginni og draumnum. Böðvar Guðmunds-
son rithöfundur kynnti vesturfarabækur sín-
ar, en komst ekki hjá að mæta hefðbund-
inni skammsýni danskrar menningarbölsýni
í spumingum kynnisins, eins og Sigrún
Davíðsdóttir heyrði.
NORÐURLÖNDIN og Jerú-
salem, fyrirheitna landið,
voru til umræðu á bók-
menntahátíðinni „Ord i Nord“, sem
norræna bókmenntatímaritið Nor-
disk litteratur og Politiken stóðu
fyrir í Kaupmannahöfn í síðustu
viku. Böðvar Guðmundsson rithöf-
undur sat fyrir svörum, sagði frá
verkum sínum á þann hátt sem
honum er lagið og las upp og sama
gerðu aðrir rithöfundar, meðal ann-
ars hinn sænski Göran Tunström.
En Jerúsalem, bæði borgin og tákn-
ræn merking hennar sem fyrirhe-
itna landið, og fyrirheit almennt
virtist síður höfða til gesta en um-
ræðuefnið í fyrra, sem var Norður-
löndin og norræn ímynd. Samfara
hátíðinni voru Jóni Karli Helgasyni
einnig afhent norrænu blaða-
mannaverðlaunin fyrir kynningu
norræna bókmennta. Sjálfur segir
hann að norrænar bókmenntir eigi
ekki endilega að kynna vegna þess
að þær séu norrænar, heldur bara
eins og aðrar góðar bókmenntir.
Hornherbergið var ramminn
utan um upplestur Böðvars
Guðmundssonar. Þetta er
ritstjóraskrifstofa Politiken með
Georg Brandes á veggnum og út-
sýni yfir Ráðhústorgið og ef veg-
girnir mættu tala hefðu þeir frá
mörgu að segja. En þetta síðdegi á
bókmenntahátíðinni var það Böðvar
Guðmundsson, sem hafði frá ein-
hveiju að segja og svaraði hann
spurningum Janusar Kodals skálds.
Það fyrsta sem Kodal datt í hug
var að spyija Böðvar hvernig það
væri að vera íslenskur rithöfundur
og hafa sagnahefðina, vísast með
íslendingasögur í huga, til að skrifa
á móti. Böðvari hafði greinilega
aldrei dottið í hug að hann hefði
hefðina á móti sér og svaraði því
að bragði að honum liði hið besta
með hefðinni.
Næsta áhyggjuefni Kodals var
hvarf hins epíska ljóðs og hvort
aðrir miðlar hefðu kannski komið
þar í staðinn. Líklega spurði hann
af því Böðvar er einnig skáld og
kannski heldur Kodal að íslensk
skáld gangi ekki til sængur án þess
að gráta það að Edduhættir séu
ekki lengur í öndvegi. En a.m.k.
kippti Böðvar sér ekki upp við hvarf
hins epíska ijóðs. Og hann kippti
sér heldur ekki upp við áhyggjutal
Kodals um að ljóðið hefði misst rím,
stuðla og höfuðstafi. Og þegar Kod-
al spurði hvað væri þá eiginlega
eftir af ljóðinu varð Böðvari heldur
ekki svarafátt og svaraði með glotti
á vör: „Lýríkin er þó a.m.k. eftir.“
Böðvar hafði ekki hugsað út í
hvort og hvernig skáld gætu end-
urunnið fornan sess sinn, eins og
Kodal spurði hvort þau gætu ekki
gert og þar með hafði Kodal ekki
fleiri atriði til að hafa áhyggjur af
fyrir hönd skálda almennt og Böð-
var komst að til að segja frá bókum
sínum tveimur um íslensku vestur-
farana og lesa upp úr þeim við
góðar undirtektir áheyrenda. En
kostulegt samtal Kodals og Böðvars
var enn eitt dæmið um hvernig út-
lendingum dettur sjaldnast neitt
annað í hug varðandi íslenskar bók-
menntir en hefðin og fornöldin. En
það er bara ekki alltaf sem íslensk-
ir rithöfundar geta svarað jafnvel
fyrir sig og Böðvari tókst. Einn ís-
lenskur áheyrandi hvíslaði því á
eftir að spurningar Kodals staðfestu
alla fordóma hans um það hvernig
útlendingar litu á íslenskar bók-
menntir og menningu. í samtali
þeirra Böðvars og Kodals laust
skemmtilega saman danskri menn-
ingarbölsýni og íslenskri hnyttni og
áhyggjuleysi yfir afdrifum menn-
ingarinnar, enda hefur hún bjargað
sér á íslandi í rúm þúsund ár.
Norrænu blaðamannaverðlaunin
eru veitt af Norrænu ráðherra-
nefndinni til blaðamanna sem hafa
lagt sig fram um að kynna norræn-
ar bókmenntir. í ávarpi þegar hann
tók við verðlaunum forðaðist Jón
Morgunblaðið/Sigrún Davíðsdóttir
BÖÐVAR Guðmundsson les úr bók sinni á ritstjóraskrifstofu
Politiken með Georg Brandes á veggnum.
Karl Helgason að vera málsvari
norrænna bókmennta, heldur lagði
áherslu á að það væri nær að huga
að kynningu bókmennta almennt.
Hins vegar lagði hann áherslu á
að það væri þörf á að sinna norræn-
um bókmenntum, því vélin sem
knýr bókamarkaðinn gangi fyrir
öðru en bókmenntagildinu. Það
væri tilhneiging í fjölmiðlum til að
sinna heldur dægurbókmenntum,
sem væru studdar fjársterkum út-
gefendum. Metsölubækur væru
kynntar - af því þær væru met-
sölubækur, en síður af því að þær
væru metnar út frá bókmenntalegu
gildi.
ótt Jón Karl væri að taka á
móti verðlaunum og hafi
sjálfur setið í nefndum til
að velja verðlaunahafa sagðist hann
vera gagnrýninn á verðlaun, þegar
bókmenntir væru annars vegar, því
þar í fælist tilhneiging til að að fjalla
um bókmenntir eins og íþróttavið-
burð. Það væri ekki fréttnæmt að
bók kæmi út, en hins vegar væri
það fréttnæmt hvernig þær röðuð-
ust í 1., 2. og 3. sætið. Verðlauna-
hafínn Jón Karl vildi því gjarnan
brýna fyrir sér og öðrum að greina
bæri á milli verkanna sjálfra og svo
þeirrar vélar, sem að baki kynningu
þeirra lægi, þegar íjármagnið réðj
oft meiru en bókmenntagildið.
Jerúsalem hefur verið á dagskrá
víða undanfarið, meðal annars í,
mynd Bille August, Jerúsalem,
byggðri á bók Selmu Lagerlöf. En
Jerúsalem getur einnig verið tákn
draumsins og útópíunnar og
draumsins og stjórnmálanna, eins
og andans menn ræddu á tveimur
umræðufundum á bókmenntahátíð-
inni. Og efnið gaf einnig tilefni til
að ræða tengsl stjórnmála og trúar-
bragða. Ástráður Eysteinsson pró-
fessor í bókmenntum og fulltrúi
Íslands í ritnefnd Litteratur i Nord-
en var ekki sannfærður um að val
á umræðuefni hefði tekist sérlega
vel og benti á að aðsókn að um-
ræðufundunum hefði verið minni
en í fyrra, þegar sjáif Norðurlöndin
voru umræðuefnið.
Nýtt tölublað tímaritsins er ný-
komið út og Ástráður er ekki í vafa
um að tímaritið, með greinum á
dönsku, sænsku og norsku, auk
þess sem sem hver grein er þýdd á
ensku, sé gott framtak til að gefa
yfirlit yfir norrænar bókmenntir.
Þátttakan í ritnefndinni segir hann
þó að hafi verið sér ofurlítil stað-
festing á hve Dönum, Svíum og
Norðmönnum sé tamt að líta á
Norðurlöndin sem þessi þijú lönd
eingöngu, þar sem bæði ísland,
Finnland og önnur málsvæði liggi
gjarnan handan við sjóndeildar-
hringinn.
í ritinu nú er fjallað um bækur
Böðvars, Híbýli vindanna og Lífsins
tré, Hjartastað Steinunnar Sigurð-
ardóttur og Kyijálaeiði Hannesar
Sigfússonar og stuttlega sagt frá
ellefu öðrum bókum.
Smíðis-
gripir í
Skotinu
í SÝNINGARAÐSTÖÐUNNI
Skotinu í Félagsmiðstöð aldr-
aðra, Hæðargarði 31, stendur
nú yfir sýning á smíðisgripum
eftir Leif Sigurðsson.
Leifur fæddist 1921 á
Stokkhólma í Skagafirði og
ólst þar upp. Hann lærði renni-
smíði og starfaði við það en
hefur fengist við margs konar
sköpun í gegnum tíðina og eru
elstu verkin frá því árið 1945.
Síðastliðin ár hefur hann m.a.
nýtt sér aðstöðu og félagsskap
sem býðst við útskurð í félags-
miðstöðvunum og eru á sýn-
ingunni verk unnin í tré og
málma. Útskornir og renndir
munir, s.s. loftvogir, klukkur,
skrín og lampar úr reyniviði,
birki og mahóníi og marghátt-
uð málmsmíði, s.s. skartgripir,
neftóbaksdósir, ístöð, beislis-
stangir og svipur gerð úr ýms-
um málmum og góðmálmum.
Langflesta munina hefur Leif-
ur hannað og smíðað út frá
eigin hugmyndum.
Sýningin stendur til 21. júní
og er opin þegar félagsmið-
stöðin er opin, alla virka daga
kl. 10-16.
Kirkjusýning
framlengd
SÝNING Kirkjulistahátíðar
1997 á hugmynd að nýjum
myndverkum í kirkjur hefur
verið framlengd til 10. júní.
Þarna eru sýndar tillögur
listamanna að myndverkum í
nýjustu kirkjur Reykjavíkur-
prófastsdæma ásamt skýring-
um arkitekta á kirkjubygging-
um sjálfum. Sýningin er unnin
þannig að mynd af módeli af
tillögunni er skönnuð inn f
mynd úr kirkjunni.
Sýning í
Ferstiklu
REBEKKA Gunnarsdóttir er
með sýningu á litlum vatnslita-
myndum í Ferstikluskála í
Hvalfirði.
Þetta er sjöunda einkasýn-
ing hennar, síðast sýndi hún í
Jónshúsi í Kaupmannahöfn
1994. Myndirnar eru allar til
sölu. Sýningin verður til l.júlí.
habitat
K R I N G L U N N I
/