Morgunblaðið - 05.06.1997, Side 28
28 FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Sumarfrí á hlandi
Sunnudaginn 15.júní nk. verður sérblaðið Ferðalög helgað
sumarfríum á íslandi. Veitt verður innsýn í hvað hægt
er að gera í fríinu, hvort sem er fyrir einstaklinga, hópa,
ævintýrafólk eða fjölskyldur. Litið verður á ýmsa ferða-
og gistimöguleika og athyglisverðir áningarstaðir skoðaðir.
Meðal efnis: • Siglingar • Hestaferðir • Jöklaferðir
Gönguferðir • Tjaldsvæði • Sundstaðir • Fugla- og
hvalaskoðun • O.fl.
Þá verður undirbúningurinn fyrir fríið skoðaður, hvort sem eru
gönguskórnir, fatnaðurinn eða bíllinn. Sumarbústaðaeigendur verða sóttir heim og
rætt verður við ýmsa þaulreynda ferðalanga, umhirða umhverfisins skoðuð og
girnilegar grilluppskriftir birtar.
Sumarfrí á ísiandi - með í ferðalagið!
í blaðinu verður stórt íslandskort með gagn-
legum upplýsingum fyrir ferðamenn á faralds-
fæti. Þar er einnig að finna krossgátur og annað
efni fyrir börn og fullorðna, til gagns og gamans
í fríinu.
M
Skilafrestur auglýsingapantana er til kl. 12.00 mánudaginn 9. júní.
Allar nánari upplýsingar veita starfsmenn atiglýsingadeildar
í síma 569 1111 eða í bréfasíma 569 1110.
- kjarni málsins!
AÐSEIMDAR GREIIMAR
Er refsivert
að aka bíl?
Flestir mundu ekki
hugsa sig mikið um
ef þeir stæðu frammi
fyrir því að svara of-
angreindri spurningu,
svarið væri eflaust á
þá leið að undir venju-
legum kringumstæð-
um sé refsilaust að
aka bíl ef ökumaður-
inn er allsgáður með
full réttindi og innan
hraðatakmarkana.
Þegar farið er að
skoða þær álögur sem
ríkið leggur á bíla og
eldsneyti dettur
mönnum hins vegar
helst í hug að löggjaf-
anum þyki eðlilegt að fólki sé refs-
að fyrir að keyra bíl. Tökum dæmi
af vörugjaldi af ökutækjum sem
lagt er á bíla við innflutning.
Ofurskattar ríkisins
á ökutæki annó 1997,
nema, að sögn Soffíu
Kristínar Þórðar-
dóttur í skattadags-
grein, rúmum fjórtán
milljörðum króna.
Gjaldið, sem er á bilinu 30%-65%,
ræðst af vélarstærð, því stærri vél
þeim mun hærra er vörugjaldið.
Hugsun löggjafans hefur án efa
verið hin sama og alltaf, að krækja
í hlutfallslega mest hjá þeim efna-
mestu. En eins og yfiríeitt þegar
ríkið ætlar að deila lífsgæðunum
eftir geðþótta sínum með mis-
þungum álögum verður niðurstað-
an að stórum hluta önnur en til
er ætlast. Stórar fjölskyldur líða
helst fyrir gjaldið auk þess sem
það dregur úr öryggi fólks í um-
ferðinni, því smáir bílar eru yfir-
leitt síður öruggir en stórir. Ef
fólk kaupir að jafnaði minni bíla
vegna stighækkandi vörugjalds af
ökutækjum eftir stærð
þeirra þýðir það ein-
faldlega að fólk er að
jafnaði í minna örugg-
um bílum en ella.
Lítum nú framhjá
því hversu illa löggjaf-
anum hefur tekist til
við að hanna sérstaka
skatta á ökutæki og
skoðum helstu rök-
semdina fyrir því að
leggja á skatta af því
tagi, en hún er í stuttu
máli að þeir sem nota
bíla greiði kostnaðinn
sem bílunum fylgir, en
sá kostnaður er aðal-
lega nýbygging og
viðhald vega. Samkvæmt fjárlög-
um þessa árs eiga vörugjald af
ökutækjum og almennt vörugjald
af bensíni að skila ríkinu samtals
9.595 milljónum króna. Olíugjald,
þungaskattur, og bifreiðagjald
eiga svo að skila samtals 4.635
milljónum króna. Allt saman gerir
þetta litlar 14.230 milijónir króna!
Standist röksemdin um að sérstak-
ar álögur séu á bíla vegna kostnað-
arins sem þeir valda ætti vegagerð
í ár því að kosta ríflega 14 millj-
arða króna, en svo er alls ekki.
Vegagerð í ár, þar með taldar
nýframkvæmdir, viðhald, þjónusta
o.s.frv., kostar „ekki nema“ 6.406
milljónir króna. Þetta þýðir að rík-
ið hyggst í ár skattleggja bílnot-
endur sérstaklega um tæpa átta
milljarða króna, eða sem svarar
um það bil 60.000 krónum á hvern
bíl umfram það sem þarf til að
standa straum af kostnaði vegna
notkunar bílsins.
Það þarf því vart að undra að
stundum hvarfli að mönnum að
það sé ekki aðeins ölvunar- eða
hraðakstur, heldur allur akstur,
sem er refsiverður, fyrst segja má
að allir ökumenn séu í raun sektað-
ir um stórar fjárhæðir á hveiju ári.
Höfundur er í stjórn
Heimdallar, FUS
í Reykjavík.
Soffía Kristín
Þórðardóttir
fyóenÍ^
Brúðhjón
Allur boröbiinaður Glæsiletj tjjafdvara Briíðarhjtína listar
VERSLUNIN
Langavegi 52, s. 562 4244.
sEHP,r40
VP-H65 sjónvarpsmyndavélin
sEHP,r4G
VP-K60 sjónvarpsmyndavélin
er8mm, með14x-aðdrætti,einstaklegaljósnæm
- aðeins 2 lux, fjórum mismunandi forstillingum
á upptöku, þremur mismunandi myndáhrifum
(Art Effect), dags/tíma, Edit- innsetningu og
fjölmörgu fleira. J
Auðveld í notkun - mikil sjálfvirkni. ^smÆ
Sfcv**'-
VP-K80 sjónvarpsmyndavélin
er 8mm, með 16 x -aðdrætti, einstaklega Ijósnæm
- aðeins 2 lux, með HiFi-stereo-upptöku, Edit-
innsetningu, dags./tíma, þráðlausri fjarstýringu,
fimm mismunandi forstillingum á upptöku, Macro-
nærlinsu, innbyggðu Ijósi og fjölmörgu fleira.
Auðveld í notkun - frábær sjálfvirkni. A
Taktu Samsung-
sjónvarpsmyndavé
með í sumarfríið !
er Hi-8,12 x -aðdrætti, einstaklega Ijósnæm -
aðeins 3 lux, þráðlausri fjarstýringu, dags./tíma,
fimm mismunandi fastillingum á upptöku, þremur
mismunandi myndáhrifum (Art Effect), Edit-
innsetningu ogfjölmörgufleira.AuðveldíJ
notkun -stórkostleg sjálfvirkni.
mm
Grensásvegi 11
Sími: 5 886 886