Morgunblaðið - 05.06.1997, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ1997 29
AÐSEIMDAR GREIIMAR
Háskólaspítali og
læknisfræðibókasafn
FAGBÓKASÖFN
hafa ávallt verið talin
ein af forsendum
fræðaiðkunar við
æðri menntastofnanir
og fram að tímum
tæknivæddrar
margmiðlunar nútím-
ans voru bækur og
tímarit leiðin til að
geyma og útbreiða
þekkingu.
Ætli nokkur sem í
dag leggur stund á
lækningar, lækna-
nám eða rannsóknir í
læknisfræði gæti
hugsað sér slík störf,
án þess að hafa að-
gang að bókasafni. Ekki aðeins
bókum og tímaritum, heldur einnig
að gagnagrunni, sem veitir aðgang
að því sem skrifað er og hefur
verið skrifað um þau efni sem við-
komandi er að fást við hveiju sinni,
bæði heima og heiman.
Læknaskóli var stofnsettur, hér
á landi með reglugerð 9. ágúst
1876 og árið 1911, þegar Háskóli
Islands er stofnaður, varð hann
deild innan háskólans. Lækna-
kennsla var þó á hrakhólum allt
til ársins 1930 þegar Landspítalinn
var tekinn í notkun, en var þröng-
ur stakkur skorinn þar til hluti
námsins var fluttur í aðalbyggingu
Háskólans árið 1938.
Það sem er sérstakt við sögu
íslenskrar læknakennslu frá byijun
er, að hér varð ekki til læknisfræði-
bókasafn fyrr en komið er fram
yfir miðja þessa öld og fyrsti vísir
að slíkum söfnum varð til á
stofnunum, sem tengdust sérsvið-
um í læknisfræði.
Þegar sá sem þetta ritar var við
nám í læknadeild HÍ lærðu menn
læknisfræðina sína af kennslubók-
um, sem oftar en ekki voru keypt-
ar notaðar og sumar voru orðnar
svo slitnar, að þær
héngu varla saman.
Það fór lítið fyrir
læknatímaritum, hvað
þá að menn lærðu að
lesa og notfæra sér
greinar _um læknis-
fræði. Á einstökum
deildum voru að vísu
til kennslubækur í við-
komandi sérgreinum,
en þær voru oftast í
eigu yfirlæknanna og
ekki endurnýjaðar
reglulega, þannig að
sjaldnast var um nýjar
útgáfur að ræða. Svip-
að gilti um tímarit.
Háskólabókasafnið
keypti eitthvað af tímaritum og
bókum um læknisfræði, en ekkert
var gert til að kynna læknanemum
hver þessi ritverk væru og um
hvað. Þau munu því hafa legið
mest óhreyfð og líklega hefur lítið
verið leitað til sérfræðinga í lækna-
stétt um aðföng eða endurnýjun
þeirra. Lestur tímarita og mat á
læknisfræðilegu lestrarefni hafði
því næsta lítið vægi í læknakennsl-
unni. Þeir læknar sem vildu við-
halda þekkingu sinni og auka hana
með lestri fræðigreina urðu að
kaupa tímarit sín sjálfir. Það sem
bjargaði var að tímarit voru miklu
færri en nú og það þýddi ekki sama
og gjaldþrot að afla sér þeirra
helstu. Það að íslenskir læknanem-
ar ólust ekki upp við að nýta sér
fræðilegan bókakost í náminu,
hefur vafalaust gert mönnum erf-
iðara að notfæra sér þau gæði,
þegar þeir hófu framhaldsnám við
háskólastofnanir erlendis.
Fyrsta alvöru bókasafn um
læknisfræði varð til á Rannsóknar-
stofu Háskólans undir stjórn próf.
Níelsar Dungal. Fyrsti bókavörður
á því safni var dr. Karl Croner,
landflótta gyðingur, sem síðar
Bókasafnsfræðingar á
Landspítala leiðbeina
notendum safnsins, seg-
-----------------------
ir Arni Björnsson, og
auðvelda þeim upplýs-
ingaöflun.
flutti til Bandaríkjanna. Þá var
gott bókasafn á Rannsóknarstöð-
inni á Keldum en þar stjórnaði dr.
Bjöm Sigurðsson. Eftir að dr.
Croner flutti af landi brott tók
Páll Sigurðsson við gæslu beggja
safnanna og hefur raunar enn
umsjón með rannsóknarstofusafn-
inu. Á öðrum lækningastofnunum
urðu einnig til vísar að fræðibóka-
söfnum, sem byggðust fyrst og
fremst á áhuga einstakra yfir-
manna, en ekkert samband eða
samráð var milli þeirra um efni eða
efnisöflun.
Eftir að Landspítalinn tók til
starfa árið 1930, varð hann aðal-
kennsiuspítali landsins. Því hefði
mátt ætla að þar yrði fljótt stofnað
bókasafn. Sú varð þó ekki raunin
því 38 ár liðu áður en spítalinn
eignaðist bókasafn, en það var
formlega stofnað árið 1968.
Reyndar varð Borgarspítalinn fyrri
til að stofna formlegt bókasafn og
ráða bókavörð en Landspítalinn.
Fyrsti bókavörður bókasafns
Landspítalans var Krístín Þor-
steinsdóttir, en hún stjórnaði safn-
inu ötullega við erfið skilyrði til
ársins 1986.
Allt til ársins 1986 var læknis-
fræðibókasafn Landspítalans til
húsa á 4. hæð í tengiálmu gamla
spítalans og hafði til umráða 60
fermetra herbergi, þar sem öll
starfsemi þess fór fram. Má nærri
geta að það húsrými var frá upp-
Björnsson
hafi alls ófullnægjandi. Þetta vissu
bæði ráðamenn og starfsmenn
spítalans, en þó þess sjái víða stað
í fundargerðum yfirlæknaráðs og
síðar læknaráðs, að mönnum var
þetta ljóst, var mjög erfitt um vik,
því segja má að barist hafi verið
um hvern fermetra sem losnaði í
byggingunni. Um miðjan 8. ára-
tuginn voru uppi umræður um að
flytja safnið í hluta af húsnæði ljós-
mæðraskólans i fæðingardeildinni
en þær hugmyndir urðu aldrei að
veruleika vegna þess að fæðingar-
og kvensjúkdómadeildin þurfti á
þessu plássi að halda fyrir nýja
starfsemi. Sú mikla þensla í lækn-
ingastarfsemi sem varð á þessum
tíma átti sinn þátt í að hefta þróun
bókasafnsins þótt allir viður-
kenndu í orði nauðsyn þess. Fyrstu
hugmyndir um að flytja bókasafn
Landspítalans í hluta af húsnæði
hjúkrunarskólans komu fram í árs-
skýrslu læknaráðs 1980-1981, en
þar segir: „Stjórn læknaráðs beitti
sér fyrir því fyrrihluta ársins 1980
að læknadeild HÍ, Stjórnarnefnd
ríkisspítalanna og læknaráð athug-
uðu möguleika á samnýtingu hús-
næðis Hjúkrunarskóla íslands á
Landspítalalóðinni fyrir hann,
læknadeild og Landspítalann.
Var hér um að ræða:
a) húsrými tii kennslu og funda-
halda;
b) lestraraðstöðu fyrir stúdenta;
c) aðstöðu fyrir stjórn læknadeild-
ar og kennara, einkum þá er
við Landspítalann starfa eða í
námunda við hann;
d) húsrými fyrir bókasafn Land-
spítalans, sem nýtast mundi
læknadeild og starfsfólki henn-
ar, starfsfólki Landspítalans,
Hjúkrunarskólanum og e.t.v.
fleiri aðiium.
Eftir langar og strangar viðræð-
ur milli allra aðila, sem hlut áttu
að máli, kom loks að því að bóka-
safnið flytti í hluta af húsnæði
Hjúkrunarskólans, en það gerðist
þegar Hjúkrunarskólinn var lagður
niður árið 1986. Þar með hafði
bókasafn Landspítalans fengið
varanlegan samastað og gat orðið
að alvöru læknisfræðibókasafni.
Það hefur síðan stækkað og aukið
starfsemi sína á öllum sviðum
fræðamiðlunar, jafnt og þétt, und-
ir traustri forystu Sólveigar Þor-
steinsdóttur bókasafnsfræðings
sem verið hefur forstöðumaður
þess frá 1986 en auk hennar starfa
nú við safnið 8 bókasafnsfræðing-
ar í fullu eða hlutastarfi.
Eftir 10 ára starfsemi í núver-
andi húsnæði er bókasafnið orðið
ein traustasta stoð undir sívaxandi
fræðslu og vísindastarfi á Land-
spítalanum og í læknadeild Há-
skóla íslands, og er erfitt að gera
sér það í hugarlund, hvernig spítal-
inn hefur getað starfað sem
kennslustofnun, áður en það varð
til. Auk venjulegrar bókasafns-
þjónustu er á safninu veitt öflug
upplýsingastarfsemi og notendur
sjálfir geta leitað í innlendum og
erlendum gagnagrunnum. Hægt
er að tengjast gagnagrunnum
safnsins innan spítalans og utan
um alnetið. Þá hefur það aukist
mikið að notendur sjálfir geri leiti
upplýsinga í gagnagrunnum og á
alnetinu. Bókasafnsfræðingar á
bókasafni Landspítalans hafa
mætt þessum breyttu þörfum og
lögð er æ meiri áhersla á að leið-
beina notendum og kenna þeim
árangursríkar leiðir við upplýs-
ingaöflun. Enn er safninu nokkuð
þröngur stakkur skorinn og það
hefur gengið hægt að fá aukið
húsrými innan byggingarinnar.
Það er að hluta til vegna þess að
hlutverkaskipting Háskólans og
Landspítalans hefur ekki verið
skýr og að hluta til vegna þess að
á tímum niðurskurðar og sparnað-
ar hefur safnið og húsnæði þess
setið á hakanum fyrir uppbygg-
ingu og þróun lækningadeilda.
Enginn efast þó lengur um gildi
þess fyrir Landspítalann og lækn-
isfræðina í landinu og það er löngu
orðið ljóst að vel búið læknisfræði-
bókasafn er ein af forsendum fyrir
því að hægt er að stunda nútíma
læknisfræði á íslandi.
Þess og þeirrar starfsemi sem
þar er rekin er þó sjaldnast getið
þegar íslensk heilbrigðisþjónusta
er rómuð, en til þess að vekja at-
hygli á einum hinna hljótlátu þátta
hennar, er þessi grein rituð.
Höfundur er fv. yfirlæknir.
Innkaupastj ór n: lausn á
fjármálum heilbrigðiskerfisins?
ÞEGAR fyrirtæki
og stofnanir viija
bæta afkomu sína
þarf að horfa í tvær
áttir. Á tekjuhliðina
annars vegar og út-
gjaldahliðina hins
vegar. Tekjurnar er
oft hægt að auka með
markaðsátaki eða
söluherferð. Þessar
aðferðir hafa þann
ókost að þeim fylgir
kostnaður. Kostnað-
urinn verður jafnvel
meiri en ávinningur-
inn ef ekki er rétt að
málum staðið. Hins
vegar heyrist oft að
fyrirtæki séu að hagræða í rekstri
sínum eða séu að endurskipuleggja
Ijármál sín. Þegar litið er á þetta
svið þarf að skoða liði eins og íjár-
magnskostnað, starfsmannakostn-
að og annan rekstrarkostnað. Ef
þessir kostnaðarliðir eru skoðaðir
nánar og hugað að þeim sem helst
er hægt að breyta með tilliti til
hagræðingar kemur í ljós að fjár-
magnskostnaði er erfitt að hreyfa
við nema til lengri tima sé litið.
Sé reynt að lækka starfsmanna-
kostnað annaðhvort með launa-
breytingu eða með uppsögnum
bregst starfsfólk yfirleitt illa við
og snýst gegn fyrirtækinu.
Sá þáttur sem vert er að skoða
þegar hagræða þarf er kostnaður
sem skapast vegna rekstrar fyrir-
tækisins ásamt þeim
kostaaði sem hlýst af
útvegun aðfanga. Fyr-
irtæki sem kaupa inn
fyrir nokkur hundruð
milljónir á ári hljóta að
geta sparað upphæðir
ef nægum tíma er varið
í innkaup og birgða-
stýringu þ.e. að sérs-
takir innkaupastjórar
séu látnir sjá um þessi
mál.
Einhverra hluta
vegna eru innkaupa-
stjórar ekki til staðar í
öllum þeim fyrirtækj-
um og stofnunum sem
þeirra er þörf í.
Kannski er hægt að leita orsak-
anna fyrir því hve innkaupastörf
hafa lítinn virðingarblæ yfir sér
miðað við ýmis önnur störf. Starfs-
heiti eins og fjármálastjóri eða
markaðsstjóri hafa töluvert meiri
virðingarblæ yfir sér hjá almenn-
ingi en innkaupastjóri. Hugsanlega
stafar það af því að öll kunnum
við að kaupa inn því við kaupum
inn nánast daglega á leið heim úr
vinnu og okkur finnst þetta auð-
velt og einfalt. Látum vera þótt
almenningi finnist innkaupastörf
ekki merkileg. Verra er þegar
starfsmenn fyrirtækja og jafnvel
yfirmenn eru sama sinnis. Yfir-
menn sem stýra sínu fyrirtæki á
þann hátt að innkaup séu fram-
kvæmd af starfsmönnum i hjáverk-
Góður innkaupastjóri
getur, segir Jón Arnar
Siguijónsson, sparað
mjög í innkaupum.
um eru að horfa fram hjá miklum
möguleikum í sparnaði og hag-
stæðum innkaupum. Við innkaup
er ekki nóg að lyfta símtólinu rétt
fyrir lokun og panta. Huga þarf
vel að því hvort verð hafi hækkað
óeðlilega frá síðustu kaupum,
hvort ekki sé hægt að gera hag-
stæðari innkaup annars staðar, hve
mikið er hagstæðast að kaupa inn
í einu, hvort magnafsláttur er
veittur, hvenær tímabært er að
panta, hvort hægt er að panta
mismunandi vörur á sama tíma
til að spara flutningskostnað
o.s.frv. Einnig þarf að forðast að
senda pöntun frá sér of seint því
skortur á vöru getur skapað tekju-
missi og jafnvel kostnaðarauka
ef útvega þarf vöruna með hraði.
Þótt ráðinn sé innkaupastjóri
og honum falið að sjá um öli inn-
kaup fyrirtækis eða stofnunar
hafa oft aðrir starfsmenn tilhneig-
ingu til að sjá um „sín“ innkaup
samt sem áður. Sem dæmi má
nefna að starfsmaður eins fyrir-
tækis keypti eitt sinn vöru sem
hann vantaði án þess að fela inn-
kaupastjóra kaupin. Þegar starfs-
maðurinn var inntur eftir því hvers
vegna hann hefði ekki farið eftir
reglum fyrirtækisins og falið inn-
kaupastjóra að sjá um innkaupin
voru svörin á þessa leið: „Mig
vantaði vöruna og sölumaðurinn
bauð mér vöruna með svo góðum
afslætti að ég gat ekki með
nokkru móti hafnað tilboðinu.“
Það vildi svo til að á sama tíma
og þessi kaup fóru fram var inn-
kaupastjóri með tilboð á borðinu
í sams konar vöru frá öðru fyrir-
tæki sem var um 21% lægra. Hin
hagkvæmu innkaup starfsmanns-
ins voru því ekki eins hagkvæm
og hann taldi þegar upp var staðið.
Innkaupastjórar fá smátt og
smátt reynslu í því að kaupa inn
og hvar vænta má hagstæðra inn-
kaupa. Auk þess sem fyrirtæki
sem mikið er verslað við veita oft
fastan afslátt sem almennir
starfsmenn vita ekki um og eru
jafnvel trúnaðarmál. Það verður
því seint metið til fjár hve góður
innkaupastjóri getur sparað í inn-
kaupum og birgðahaldi þvi sjaldn-
ast er hægt að þreifa beint á þeim
sparnaði. Ættu því aðrir starfs-
menn ávallt að leita fyrst til inn-
kaupastjóra þegar huga þarf að
innkaupum.
Á innkauparáðstefnu sem var
haldin fyrir stuttu á vegum Ríkis-
kaupa og stjórnar opinberra inn-
kaupa kom fram að eingöngu tvö
sjúkrahús á landinu eru með sér-
stakan starfsmann sem annast
innkaup. Það kom mér mjög á
Jón Arnar
Sigurjónsson
óvart að heyra að sjúkrahús sem
kaupa inn fyrir nokkur hundruð
milljónir á ári hafa ekki sérstakan
innkaupastjóra til að annast inn-
kaupin. Er það virkilega svo að
starfsmönnum sjúkrahúsanna sé
falið að annast og sinna innkaup-
um og birgðastýringu með öðrum
störfum? Hvernig stendur á því að
í öllu tali um sparnað og aðhald í
heilbrigðisgeiranum hefur mönn-
um ekki dottið í hug að taka á
innkaupamálum þessara stofnana
af alvöru? Stofnun sem kaupir inn
fyrir 400 mkr. á ári, sem dæmi,
og nær að minnka innkaupakostn-
að þó ekki væri meira en um 2%
sparar 8 mkr. á ári. Raunhæfara
er að áætla að markviss innkaupa-
stýring geti sparað fyrirtækjum
allt að 5-10% í innkaupum. Hér
er nær öruggt að kostnaður við
ráðningu innkaupastjóra er langt-
um minni er sparnaðurinn sem af
því hlýst.
Við val á innkaupastjóra þarf
aðallega að líta á tvö atriði. Ef
innkaup eiga við sérhæfðan búnað
er æskilegt að innkaupastjóri hafi
sérmenntun á því sviði sem um er
að ræða. Fyrirtæki sem hafa yfir
að ráða sérfræðingum sem varða
vörukaupin minnka þörf á sérfróð-
um innkaupastjóra á því sviði. Hins
vegar hafa rekstrarfræðingar og
viðskiptafræðingar hlotið þá
menntun sem þarf til innkaupa-
og birgðastýringar og eru að því
leyti með bestu almennu þekking-
una sem þarf. En að sjálfsögðu er
það í þessu starfi sem öðrum að
hæfni hvers einstaklings ræður
úrslitum um árangur.
Höfundur er tæknifræðingur og
rekstrarfræðingur og starfar við
innkaup.