Morgunblaðið - 05.06.1997, Side 40

Morgunblaðið - 05.06.1997, Side 40
‘40 FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 1997 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Aðför að sparnaði NÚ HEFUR ríkis- stjórnin lagt til að líf- eyrissjóðir hátt í fimmtán þúsund manna verði lagðir nið- ur. Þessi aðför að sparnaði og frjálsræði einstaklinga til að stýra sínum sparnaði er merkileg og í raun stórfurðuleg ef menn skoða yfirlýstar stefn- ur þeirra flokka sem . v að þessu frumvarpi " standa. Það er ekki einleikið með blessaða alþingismennina okkar og ótrúlegt að við telj- um okkur til hins vest- ræna heims, hér er um að ræða hreina aðför að sparnaði, eitthvað sem búsast mætti við í Suðuramer- íku, fyrrverandi austantjaldslönd- um og þá helst Albaníu. Hvað kemur vinnuveitendum við hvernig lífeyrissjóðsfélagar ávaxta sitt fé og hvernig úthlutað er úr sjóðum, að mínum dómi eru greiðsi- ur í lífeyrissjóð óijúfanlegur hluti af launum. Ég get í fljótheitum nefnt ijórar ástæður þess að ég vil x greiða í séreignarlífeyrissjóð. Þegar ég hafði lokið námi var ég búinn að greiða í sex mismun- andi lífeyrissjóði. Þegar ég fór að skoða málið, þá var þarna 10% af mínum tekjum í 10 ár og þetta var glatað fé. Sumsstaðar var hægt að færa á milli sjóða, og þá stofnupp- hæð, oft á tíðum ekki vísitölu- tryggða, og hvergi með neinu sem minnti á markaðsvexti. Þarna hafði ég verið hafður að fífli eins og flest ungmenni og hlunnfarinn um eitt- + hvað sem nálgast eins árs tekjur á þessu tímabili. Seinna, undir lok náms, ætlaði ég að sækja um hús- næðislán, en þá var mér tjáð að ég gæti ekki fengið lán þar sem ég hafði ekki greitt tvö ár samfleytt í lífeyrissjóð. Það var því til ráða að ég greiddi beint í söfnunarsjóð líf- eyrisréttinda til þess að vera láns- hæfur í gamla húsnæðismálakerf- inu. Einni viku áður en ég hefði fengið lánsloforð í hendur kom Jó- hanna Sigurðardóttir, þáverandi fétagsmálaráðherra, í sjónvarp og sagði að þeir sem ekki hefðu fengið lánsloforð í gamla húsnæðismála- kerfinu í hendurnar mættu fá hús- bréf, eða með öðrum orðum éta það sem úti frýs, a.m.k. miðað við afföll á hús- bréfunum þá. Ég gat þó lengi huggað mig við það að ég fengi kannski að sjá aurana mína aftur um sjötugt! Nú á að taka fyrir það. Eftir að ég gekk í lífeyrisjóð tæknifræð- inga taldi ég þessar hörmungar á enda. Árs ávöxtun er mjög há og rekstur sjóðsins í alla staði til fyrirmyndar. Því valdi ég þann kost í samningum mínum við mína vinnuveitend- ur að leggja ríka áherslu á að fá greiðslur af öllum mínum launum í lífeyrissjóð, einnig af eftirvinnu og þessháttar. Þessir samningar voru að sjálfsögðu að Tillaga ríkisstjórnar að leggja niður lífeyris- sjóði, segir Einar Kristján Haraldsson, er aðför að sparnaði og frjálsræði einstaklinga. hluta til á kostnað annarra kjara. Nú á að gera þetta fé upptækt! Ég tel það vafasamt að siík eignaupp- taka standist ákvæði stjórnarskrár- innar, sem varða eignarrétt. Skipan stjórna flestallra sam- tryggingalífeyrissjóða vekur einnig furðu mína. Þær virðast nefnilega oftast vera allfurðulega samansett- ar, þannig að launþegar eiga þar jafnan fjölda fulltrúa og atvinnu- veitendur en lífeyrisþegar hinsveg- ar engan. í fyrsta lagi vekur það furðu að þeir sem gi'eitt hafa í sjóð- inn og en farnir að fá greitt úr honum fá engan fulltrúa í stjórn. Einnig er það stórfurðulegt að at- vinnurekendur eiga jafn marga full- trúa og launþegar í stjórn og er það í raun mesta furða því sjóðurinn á að tryggja starfsmönnum ellilífeyri, og er í mínum huga eign sjóðsfé- laga og kemur atvinnuveitendum því ekkert við. Sterk staða atvinnu- rekenda í þessum sjóðum veldur því að í gegnum árin hafa oft aðrir hagsmunir en hagsmunir lífeyris- þegar orðið ofaná. Hagsmunir líf- eyrisþega eru að sjálfsögðu að fá sem hæsta vexti á inneignina til að tryggja sem stærstan sjóð og hæsta ellilífeyri. Hagsmunir vinnu- veitenda hafa ekkert að gera með háan lífeyri og er gleggsta dæmið um það hvernig ríkið hefur tekið lífeyrissjóð ríkisstarfsmanna að láni í krafti sterkrar stöðu í stjórn sjóðs- ins án þess að borga vexti. í mínum huga er það ekki spurning að sér- eignarsjóður er eina leiðin til að fyigjast með og vinna að skynsöm- um sparnaði. Því þarna er leið tii að tryggja sér það fé sem lagt er í sjóðinn, ekki punktar, stig eða hvað þetta heitir sem hægt er að breyta með einu pennastriki eða breyttum úthiutunarreglum! Éf menn á hinn bóginn ætla að takmarka svona frelsi einstaklinga til að velja sér sinn eigin lífeyrissjóð þá hlýtur það að vera spurning hvort ekki eigi að stíga skrefið tii fulls, afnema stéttarfélagsánauð í lífeyrissjóði, og stofna einn stóran lífeyrissjóð algerlega á ábyrgð ríkis- ins, svokallaðan ríkissjóð, síðan er einhver hópur manna, stjórn ríkis- sjóðs, svokölluð ríkisstjórn, sem sér um að deila út lífeyri og getur breytt því fram og til baka eftir stöðu ríkis- sjóðs. Gallin við þetta er að þá kem- ur berlega í ljós hvað er á bak við þessar tillögur; þetta er einfaldlega skattur. Ef menn ákveða að fara þessa leið og hirða af allt að 15 þúsund manns lífeyrinn þá tel ég að þessir menn séu með lausa samn- inga, þar sem lífeyrir var hluti af þeirra kjörum. Þessir menn þurfa þá að fá launahækkun sem nemur 10 prósentum að viðbættum skatti. Þetta gæti farið í tilvikum jaðar- skattgreiðenda hátt í 25% launa- hækkun! Það vekur samt furðu mína og í annan stað aðdáun á þeim alþingis- mönnum sem þora að fara með slík- ar tillögur fram þegar styttast fer í kosningar. Eða gera þeir sér ekki grein fyrir því að hátt í 15 þúsund fyrirvinnur munu beijast gegn þeim á öllum vígstöðum fram yfir næstu kosningar. Ef svo er þá er ekki of- sagt að greindarskorturinn ríði ekki við einteyming á Alþingi íslendinga. Höfundur er byggingatæknifræðingur. Einar Kristján Haraldsson Opið bréf til umhverfis- og landbúnaðarráðherra Hjarðbúskapnum verður að ljúka UM ALLAN heim eru umhverfísmálin áhyggjuefni flestra hugsandi manna og ekki að ástæðulausu, því að víða hefur verið farið illa með jörðina okkar. Ekki áttum við ís- lendingar þó von á því • fí blindri sjálfsánægju að við slægjum næstum met í illri meðferð á landi okkar. Nú erum við búin að fá óyggjandi vísindalegar sannanir fyrir að svo sé. Enn þann dag í dag erum við að gera landið okkar örfoka með rányrkju. Hún felst í því að allt of margir bændur eru með allt of mikinn búpening á lausagangi um gjörvallt landið frá fjöru til hæstu fjalla. Þar að auki eru hestar þéttbýl- ismanna orðnir of margir. Engir þess- ' ara aðila þurfa að bera ábyrgð á land- skemmdum sem þeir valda eða borga eyri meira í landgræðslu en við hin, sem ekki nýtum iandið. Gróður og gróðurmold sem hefur verið að mynd- ast síðan eftir ísöld hefur eyðst, næstum um helming, síðan landið var numið. Eftir því sem sárin stækka blæðir örar úr þeim. Það tekur sjálf- ^ sagt aldir að græða eyðimerkurnar upp. Milljarðatuga landgræðsia hefur ekki undan eyðingaröfl- unum. Svona er staðan í dag. Hr. ráðherra, Guð- mundur Bjarnason! Enginn ráðherra hefur áður haft annað eins tækifæri með bæði um- hverfis- og landbún- aðarráðuneytið undir sinni stjóm til að gera eitthvað sem dugir til að stöðva þessa óheilla- þróun, sem versnar með hveiju ári, ef ekkert er aðhafst. Við erum búin að rýra svo landkosti að komandi kynslóðir munu spyija hvort við höfum verið með réttu ráði eða blind- uð af stundarhagsmunum. Allir vita að við verðum að græða sárin með sáningu ef til vill næstu tvö til þijú hundruð árin eða lengur. En það dugir ekki nema byijað sé strax á fyrirbyggjandi aðgerðum til að stöðva eyðingu á náttúrulega gróðrinum okkar, lynginu og kjarrinu. Hjarðbú- skap verður að ljúka. Það þarf að girða af búpening, eins og aðrar þjóð- ir gera. Búið er að fullreyna þá að- ferð að sá í skemmdir, en um leið aukast þær annars staðar. Slík að- ferð er of kostnaðarsöm fyrir skatt- borgarana okkar og gengur ekki upp. Byija verður á byijuninni, að friða fyrir bitvarginum. Við eigum að stjórna því hvar hann bítur en ekki skepnurnar sjálfar. Það er í rauninni grátbroslegt að horfa upp á þær naga undan okkur gróðurlendið niður í gijóturð án þess að afstýra Milljarðatuga landgræðsla hefur ekki undan eyðingar- öflunum, segir Herdís Þorvaldsdóttir. Svona er staðan í dag. vandanum með skynsamiegum ráð- stöfunum. Eða hvað finnst þér, hátt- virtum umhverfis- og landbúnaðar- ráðherranum, um þetta ástand? Fróð- legt væri að heyra hvað þú hyggst gera í þinni ráðherratíð í þessu máli, sem er mál málanna og þolir enga bið. Sá stjórnmálamaður sem hefði dug og áræði til að vinna að því að koma búskap okkar í það horf að hann ylli ekki landinu meiri skaða, yrði talinn í sögunni framsýnn bjargvætt- ur landsins og hetja. Hvenær birtist nýr „sómi landsins, sverð þess og skjöidur"? Höfundur er leikkona. Herdís Þorvaldsdóttir Vörugjald á byssur I GEGNUM tíðina hefur almenningsálit á skotveiðiíþróttum oft verið heldur lítið og er þar eflaust mörgu um að kenna. Af skotveiði- mönnum hafa heyrst misjafnar sögur, og er þar næsta víst að heim- færa má upp á skot- veiðimenn, líkt og aðra í landinu, -hinn vel þekkta málshátt um „misjafnan sauð í mörgu fé“. En oft á tíð- um finnst okkur sem tii þekkjum, utanað- komandi aðilar hafa helst til ákveðnar mein- ingar um skotveiðar, og þá einkum og sér í lagi þeir sem virðast lítið þekkja til málefna þessa útivistar- hóps. Öll þekkjum við margumrædd- ar „húsmæðurnar í Vesturbænum" sem hafa stundum hátt um meinta „villimennsku" skotveiðimanna, og eiga bágt með að skilja hvernig menn geta drepið yndisleg dýr og fallega fugla með köldu blóði og haft gaman af í þokkabót! Sömu húsráðendum er hins vegar mikið kappsmál að fá ijúpurnar sínar fyrir jólin, og standa auk þess vikulega framan við glæsileg kjötborð stór- markaða og velja úr hinu mikla úr- vali af kjöti og fiski sem landsmönn- Afnám vörugjalds á byssur, skot og skyldar vörur, o.fl. málefni, segir Guðmundur Jón Björgvinsson, eru baráttumál félagsins Skotvís. um stendur þar til boða. Og það án þess að svo mikið sem leiða hugann að því með hvaða hætti þessi dýr dóu, nú eða hver deyddi þau. Auðvit- að vitum við öll að það eru ekki all- ir veiðimenn, og ekkert nema eðli- legt að einhveijum þyki sú tilhugsun ógeðfelld að drepa dýr. En við verð- um þó jafnframt að hafa í huga hvernig maðurinn sem dýrategund hefur komist af í gegnum aldirnar, allt frá því að hann hætti að ganga á ijórum fótum, reis upp á tvo jafn- fljóta og fór að geta útbúið sér vopn til veiða. Við megum ekki verða svo mikil borgar- og menningarbörn að við gleymum uppruna okkar, gleym- um því hvernig forfeður okkar (fyrir tíma kjötborða stórmarkaða!) háðu oft á tíðum grimma baráttu við veið- ar til að fæða sig og sína. íþróttir tengdar veiðum hafa fylgt mannkyni svo lengi sem menn vita. Áhöld og tæki þessu tengd eru í dag notuð í Ólympíuleikum nútímans, t.d. kringlur, sleggjur, spjót, bogar, sverð og byssur. Því finnst okkur sem þekkjum til skotveiðimanna eðiilegt að þeim sé sýnt umburðar- lyndi gagnvart áhugamáli þeirra, líkt og við sýnum öðrum útivistarhópum í okkar þjóðfélagi umburðarlyndi gagnvart áhugamálum þeirra. Við megum því ekki leyfa okkur að taka það sem gefið að allt sem tengist skotveiðum sé hrein drápsfýsn og villimennska. En því miður verður ekki sagt að stjórnvöld á íslandi séu á ailan hátt réttsýn í garð skotveiðimanna. Fyrir þá sem ekki vita, er skotveiði eina frístundaiðjan sem skattlögð er með beinum hætti. Á byssur, skot og skyldar vörur er lagt 25% vörugjald af hálfu íslenska ríkisins, og sleppa aðrir frístundahópar við þetta vöru- gjald, s.s. golfarar, skíðamenn og stangveiðimenn. Skotveiðimenn sleppa ekki við þetta vörugjald þrátt fyrir að greiða auk þess árlega sér- stakt gjald svo þeir megi stunda áhugamál sitt, en það er gjald fyrir veiðikort' sem nemur 1.500 krónum árlega. Rétt er þó að ítreka að skotveiðimenn amast ekki við veiðikorta- gjaldinu enda eru þeir fúsir til samstarfs við stjórnvöld um rann- sóknir og eftirlit með villtum dýrum í ís- lenskri náttúru. Þess má geta að árið 1995 nam fjárhæð vöru- gjaldsins 13,5 milljón- um og var þá vörugjald- ið 30%. íslenskir skot- veiðimenn eru því að greiða háar fjárhæðir til ríkissjóðs umfram annað útivistarfólk, og lýðum því ljóst að hér er skotveiðimönnum gróflega mismunað af ríkisvaldinu. I trausti þess að hæstvirtur fjár- málaráðherra sé réttsýnn maður sem löngum hefur barist fyrir af- námi ósanngjarna skatta, fór stjórn Skotveiðifélags íslands þess á leit við hann að ríkið felldi niður þetta óréttláta vörugjald hið fyrsta, en því miður höfum við ekki haft árangur sem erfiði. Rétt er þó að benda á að þetta vörugjald var lækkað nýlega úr 30% í 25% og er það áfangi út af fyrir sig. Alþingis- maðurinn Kristján Pálsson bar fram fyrirspurn til fjármálaráðherra nú á vorþingi (fyrirspurn 524) um álagningarstuðla vörugjalda á sportvörur, hver ástæðan væri fyrir þessari óréttlátu skattlagningu og hvort hann væri tilbúinn að lækka þessa álagningarstuðla til samræm- is við annan sportbúnað. Skemmst er frá því að segja að hæstvirtur fjármálaráðherra telur erfitt að breyta þessu og þá af ýmsum ástæðum. Þó álítur hann eðlilegt að málið verði skoðað ásamt öðru þegar næst verður gerð breyting á vörugjaldskerfinu og hljótum við hjá SKOTVÍS að fagna því. Áætlað er að íslenskir skotveiði- menn séu a.m.k. 12.400 talsins, en það er sá fjöldi veiðikorta sem útgef- inn var af veiðistjóraembættinu á síðasta ári. Glögglega má því sjá að hópur skotveiðimanna er mjög stór á íslenskan mælikvarða, og má til samanburðar sjá að í golfíþróttinni eru skv. upplýsingum frá ÍSÍ u.þ.b. 5.700 menn. Skotveiðifélag íslands er landsfélag um skynsamlega skot- veiði og berst af krafti fyrir hags- munum skotveiðimanna. Félags- menn eru í dag u.þ.b. 1.200 talsins og eru þeir því nálægt 10% skotveiði- manna á íslandi. Félagið er í örum vexti og sífellt aukast umsvifin. Eins og hér hefur verið sagt frá þarf að huga að mörgu í hagsmunabaráttu íslenskra skotveiðimanna, og er óhætt að fullyrða að á vegum félags- ins er unnið mikið og óeigingjarnt starf fyrir þennan útivistarhóp. Af- nám vörugjalds á byssur, skot og skyldar vörur, landréttarmál og mörg fleiri ínálefni er baráttumál félagsins og er á brattann að sækja í mörgu. Auk þess að beijast fyrir hagsmunum skotveiðimanna heldur félagið uppi öflugu félagsstarfi, út- gáfustarfsemi, og vinnur að upp- byggingu menntakerfis fyrir skotá- hugamenn. Því verður ekki séð að stjórn SKOTVÍS eigi á hættu að skorta verkefni næstu árin. Félagið starfrækir skrifstofu til að geta veitt félagsmönnum sínum aukna þjón- ustu, og þar er starfsmaður í hluta- starfi. Á skrifstofunni er tekið á móti nýskráningum félagsmanna og allar nánari upplýsingar veittar um starfsemi félagsins. Skrifstofan er opin þriðjdaga og fimmtudaga klukkan 13-17 og er síminn þar 551 4574. Vil ég hvetja alla skotveiði- menn til að kynna sér starfsemi okkar öfluga félags. Höfum í huga að sameinuð stöndum vér, sundruð föllum vér. Greinarhöfundur er félagi í Skotveiðifélagi íslands. Guðmundur Jón Björgvinsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.