Morgunblaðið - 05.06.1997, Side 42
42 FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
+ Bóas Arnbjörn
Emilsson fædd-
ist á Stuðlum i
Reyðarfirði 17. júní
1920. Hann andað-
ist á Selfossi 28.
maí síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru Emil Tómas-
son og Hildur Þur-
íður Bóasdóttir.
Hildur fæddist í
j Borgargerði við
Reyðarfjörð hinn
24. ágúst 1886 og
lést í Reykjavík 11.
desember 1933.
Emil fæddist hinn 8. ágúst 1881
í Hraukbæjarkoti við Eyjafjörð.
Emil og Hildur giftust árið
1912 og eignuðust níu börn.
Bóas var sjöundi í systkinaröð-
inni. Systkini hans eru: 1)
Sigurbjörg, f. 1912, 2) Guðrún,
f. 20. apríl 1913 á Borg í Skriðd-
al, húsfreyja. 3) Kristjana Elín,
f 7. júlí 1914, d. 1962. 4) Borg-
hildur, f. 2. ágúst 1915, d. 1929.
5) Regína, f. 29. aprfl 1917 á
; Stuðlum. 6) Tómas, f. 14. maí
1918 á Stuðlum. 7) Bóas Arn-
björn, sem hér er kvaddur. 8)
Jón Pálmi, f. 23. október 1923
á Stuðlum, 9) Óskírður dreng-
ur, f. 20. apríl 1926, d. 20. apríl
1926.
Arið 1941 kvæntist Bóas
Guðrúnu Ingibjörgu Björns-
dóttur frá Hátúni á Eskifirði,
f. 2. október 1922 á Eskifirði.
Börn Þeirra eru 1) Hildur Þur-
íður, fæddist 4. desember 1941
> í Reylqavík, látin 1987, maki
Hlöðver Kristinsson, véliðnað-
armaður og verksljóri frá
Reykjavík. Kjörsonur þeirra
er Hermann Clausen Hlöðvers-
son stýrimaður, nú búsettur í
Danmörku. 2) Ingi, fæddist 12.
maí 1946 í Reykjavík. 3) Emil,
fæddist 18. janúar 1955 á Eski-
firði. Hinn 22. júlí 1987 giftist
Emil Wang Chao, nú með ís-
lenskan ríkisborgarrétt og
nafnið Vigdís Wang Chao Bó-
asson, (Beijing) í Peking í Kína.
4) Guðrún Valgerður, fæddist
3. mars 1957 á Eskifirði. Sam-
býlismaður hennar er Elvar
Ástráðsson, vélfræðingur hjá
b- Veðurstofu íslands. 5) Guðlaug
Elísabet, fæddist hinn 16. októ-
ber 1967 á Eski-
firði. Dóttir Guð-
laugar og Guð-
mundar Róberts-
sonar, Bóel, fædd-
ist 7. desember
1989 í Reykjavík.
Bóas vann alla
venjulega verka-
manna vinnu á
Reyðarfirði, Siglu-
firði og í Reykjavík
auk íþróttakennslu
fram undir 1940.
Hann útskrifaðist
úr íþróttaskóla Sig-
urðar Greipssonar
í Haukadal 1939. Á árum
heimsstyrjaldarinnar síðari
var hann starfsmaður Mjólk-
ursamsölunnar í Reykjavík og
síðar Sölunefndar setuliðs-
eigna. Hann var erindreki og
framkvæmdastjóri Ung-
menna- og iþóttasambands
Austurlands UIA 1946-1951
og starfaði þá sem iþrótta-
kennari, umsjónarmaður
íþróttamóta og sem dómari á
kappmótum tii 1951. Hann var
framkvæmdastjóri Landsmóts
Ungmennafélags íslands sem
halda átti á Eiðum vorið 1949.
Árin 1952-1965 rak Bóas
Byggingarfélagið Snæfell hf.
og var aðaleigandi þess. Fisk-
verkandi á Eskifirði var hann
1966-1976. Hóf starfrækslu
síldarsöltunar og síðar fisksölu
er hann á árinu 1969 varð far-
andfisksli á Fljótsdalshérað
allt árið. Setti á stofn harðfisk-
verkun BE á Eskifirði 1972 og
verkaði harðfisk og harðfisk-
bita. Árið 1978 hóf Bóas fisk-
verkun á Selfossi og fram-
leiddi þar harðfisk og Selfoss-
bita. Þennan rekstur stundaði
Bóas til 1993 er hann var orð-
inn of veikburða til að annast
reksturinn lengur. Hann hafði
verið öryrki allt frá því 1972
en lét það ekki á sig fá og lagði
mikla áherslu á að reka fyrir-
tæki sitt og skapa atvinnu fyr-
ir fólk.
Eftirlifandi sambýliskona
Bóasar frá 1976 er Sigríður
Kristjánsdóttir frá Bár í Flóa.
Utför Bóasar fer fram frá
Selfosskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
BÓAS ARNBJÖRN
EMILSSON
Marmari ♦ Granít ♦ Blágrýti ♦ Gabbró
íslensk framleiðsla
MOSAIK
tiamarshöföi 4 - Revkjavík
simi: 587 1960 - fax: 587 1986
Sendum
myndalista
í stórum og rúmgóðum sýningarsal okkar
eigum við ávallt fyrirliggjandi margar
gerðir legsteina og minnisvarða.
Hvergi meira úrval. Yfir 45 ára reynsl;
Yerið velkomin til okkar,
eða fáið myndalista.
ÍTÍ
V.. * ák«i4'S> "
SKEMMUVEGI 48, 200 KOP., SIMI: 557-6677/FAX: 557-8410
MINNINGAR
Æðarfuglinn er yndislegur fugl.
Hæglátur og rólegur situr hann á
hreiðri sínu og reytir af sér dúninn
til að veita ungum sínum hlýju. í
líkingamáli fortíðarinnar táknar
æðarfuglinn innileika og trúnaðar-
traust. Orðið æður var hið sama
og blóðæður. Þess vegna táknaði
æðarfuglinn kristna kirkju. Þetta
var á meðan gamla platónska lík-
ingamálið stjórnaði hugsun lærðra
manna. Meðal fuglanna var æðurin
tákn kristinnar kirkju, meðan ljón-
ið var konungur dýranna, en örn-
inn konungur fuglanna. Það var í
tengslum við þennan fugl, sem
kynni okkar Bóasar Emilssonar
urðu mest og best. Hann var síður
en svo opinber játari kristinnar
trúar, eða svo fannst þeim sem
töluðu við hann. Hann hafði sínar
forsendur til þess, og tengdust þær
upphaflega tilraunum ömmu hans
frá Grenjaðarstað við að kenna
honum að biðja. Engu að síður
varð Bóas aðstoðarmaður við að
skapa vatnaskil í íslenskri kirkju-
sögu varðandi hlunnindamál kirkj-
unnar. Þar réð mest einlægur
áhugi hans á umhverfisvernd, og
réttlætiskennd sem sá hvar rangt
var unnið. Núverandi sóknarprest-
ur á Eskifirði hefur alla sína tíð
notið góðs af vinnu Bóasar Emils-
sonar, sem studdi mig á sínum tíma
með ráðum og fyrst og fremst með
dáð, þegar ég um skamma hríð
var sóknarprestur á þeim stað.
Þetta krefst útskýringa. Öldum
saman var Hólmaprestakall í Reyð-
arfírði eitt helsta dúntekjupresta-
kall landsins. Séra Matthías Joc-
humsson talaði einhvers staðar um
það, að ætlunin hafi verið að leggja
hann í dún á Hólmum. Kringum
1930 flutti þáverandi sóknarprest-
ur inn á Eskifjörð, en um leið var
Hólmajörðin leigð Eskifjarðar-
hreppi sem bithagi fyrir kýr
þorpsbúa. Frá ráðherra hálfu var
nákvæmlega tekið fram, að hlunn-
indin fylgdu prestinum áfram, og
það gerðu þau. Nú bar svo við að
prestur dó, og eitthvert hlé varð á
milli presta, og um leið tók hrepps-
félagið sér það bessaleyfi að út-
hluta öðrum hlunnindunum án
nokkurrar lagastoðar. Þegar næsti
prestur grennslaðist fyrir um málið
var honum vísað frá af þáverandi
ráðuneytisstjóra, sem menn vita
nú, að var manna duglegastur við
að svipta kirkjuna eignum sínum.
Einnig kom breski herinn í presta-
kallið og tók upp á því að nota
varphólmana sem skotskífu. Hvað
sem um það má segja, þá fékk
prestur ekki aðgang að hlunnind-
um sínum í tæp 40 ár. Þá kom ég
í kallið, af nýrrri kynslóð presta.
Nágrannapresturinn á Kolfreyju-
stað benti mér á þetta mál, sem
væri óleyst. Samræður við hann
urðu til þess að ég skrifaði suður
í ráðuneytið og óskaði eftir að sjá
hinn upprunalega samning. Síðan
leitaði ég réttar míns við sveitar-
stjórnina, sem að sjálfsögðu þum-
baðist við, og taldi prest í algjörum
órétti. Þá varð ég að leita réttar
míns með öðrum hætti, og þar kom
Bóas Emilsson til sögunnar. Hann
aðstoðaði mig við að fara út í hólm-
ana og Seley og athuga málið.
Þessar ferðir, sem áttu sér stað á
austfirskum góðviðrisdögum eins
og þeir gerast bestir og alltaf í
maí og júní, meðan fuglinn var að
setja sig upp og lá á dúni, eru
sælar minningar frá mínum prest-
skaparárum. um þetta mætti segja
ýmsar sögur, m.a. um það þegar
veraldleg yfirvöld, sýslumaður og
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
Erfidrykkjur
M
H
H
H
H
H
H
H
H
H
^ Sími 562 0200 ^
LXIXXXIXXXXXl
tveir ráðuneytisfulltrúar stóðu uppi
á Hólmahálsi og fylgdust með ferð-
um okkar af áhuga, því að ekki
var grunlaust um að kynni að slá
í nýjan Flóabardaga. En það varð
nú ekkert af því. Þessa sögu alla
skrifaði ég síðar og lét Ólaf Jó-
hannesson forsætisráðherra lesa.
Það tók nokkur misseri að kippa
þessu máli í liðinn, en síðan hefur
ekki leikið nokkur vafi á því, hvaða
rétt Eskiíjarðarprestur á í þessu
máli, og hefur hann neytt þess til
hins ýtrasta, að því er ég hefi haft
spurnir af.
Sem aðstoðarmaður minn í þessu
máli varð Bóas Emilsson fram-
kvæmandi við gerð þeirra vatna-
skila, sem síðar hafa beint spurn-
ingunni um eignir kirkjunnar í aðr-
ar áttir en áður var. Mér ber að
þakka þessa aðstoð bæði sem ein-
staklingur, og líka hlýt ég sem
gamall sóknaiprestur á Eskifirði
að þakka honum fyrir kirkjunnar
hönd, því að ég bæði veit og man
það sem öðrum er nú ókunnugt um.
Aldarfjórðungur er tímalengd, sem
kveikir eld í arni gleymskunnar.
Hafi Bóas Emilsson hjartans
þakkir mínar fyrir drengskap hans
í þessu verki. Guð blessi alla fjöl-
skyldu hans, sem hafa verið vinir
mínir æ síðan. Vitið, að nú er
æðurin sest upp í hólmunum fyrir
austan. Eins og æðurin hylur unga
sína dúni, svo hjúfrar jörðin barnið
sitt að sér að lokum.
Kolbeinn Þorleifsson.
Það er mikil eftirsjá í Bóasi
frænda; við kveðjum góðan og
mikinn mann. Veröldin er fátæk-
legri og ég held að við stöndum
eftir í heimi sem er örlítið verri
og miklu leiðinlegri. Hann var orð-
inn heilsulaus og mikið af hans
þreki horfið. En hann hafði skoð-
anir og þær lét hann í ljós oft með
miklum og ljótum orðum, þannig
að þeir sem ekki þekktu var brugð-
ið. Bóasi var leyfilegt að bölva og
segja ljóta hluti - sem barn man
ég eftir honum þannig og mínar
stelpur sögðu „en hann Bóas afi
sagði svona“ þegar þær voru
áminntar um að bölva ekki hátt.
Ég get tengt hann mörgum af
mínum bestu og kærustu bernsku-
minningum. Hann var góður vinur
föður míns og náfrændi móður
minnar. Það var víst fyrir hans
tilstuðlan að þau kynntust. Og eitt
er víst að fljótt lærði ég að meta
hann og elska sem góðan frænda.
Margar hátíðlegar minningar
eru tengdar heimsóknum Bóasar
til Reykjavíkur, en í þá daga bjó
hann á Eskifirði. Stundum og þá
enn eftirminnilegra í barnshugan-
um er þegar við vorum gestir hans
á Hótel Borg á afmælisdegi þjóðar-
innar og Bóasar á 17. júní. Það
var eins og allur heimurinn snérist
um hans gesti og gyllti salurinn á
Hótel Borg var verðug umgjörð
utan um Bóas frænda sem var
bestur og skemmtilegastur allra. í
fótspor hans og samhliða fylgdu
þó margir bræður og frændur
móður minnar sem nú eru horfnir,
má þar nefna Bjarna og Bóas Jón-
assyni og Bóas Jónsson. Kynslóð
frændsystkina sem deildu Stuðlum
við Reyðarfjörð sem bernskuheim-
ili. Kærleikur og samgangur á
milli móður minnar og Bóasar var
ekki minni en á milli samrýndra
systkina og þannig hef ég lært að
líta á börn Bóasar sem frændsystk-
ini og á tímum sem mín systkini.
Bóasi var einstaklega ljúft að
gefa og veita og var alltaf gott
að koma á hans heimili og aldrei
skorti á gestrisni og góðan mat
þar sem hann bjó og bauð, í Hát-
úni á Eskifirði á heimili hans og
Guðrúnar og seinna var ekki í kot
visað á Reynivöllum, Selfossi, þar
sem Bóas bjó með eftirlifandi sam-
býliskonu sinni, Sigríði Kristjáns-
dóttur. Minnist ég hversu vel og
innilega móðir mín gladdist með
frænda sínum, þá ekkli, þegar
hann hóf sambúð með Sigríði. Það
var svo kátt á hjalla og fór vel á
með öllum - skemmtilegt fólk og
veitingar sem verða að kallast ís-
lenskt góðgæti. Ekta súkkulaði að
hætti Bóasar með miklum ijóma,
rjómakökur, ijómapönnukökur,
landsins besta rúllupylsa, kæfa og
Bóasarharðfiskur, alit gert af hans
eigin höndum. Hann var ekki gam-
all, og þó, hann átti mikið líf að
baki og mörg viðfangsefni. Hann
hafði verið póstur, lögreglumaður,
verktaki, útgerðarmaður, fisksali
og harðfiskverkandi og er þó
eflaust fátt eitt nefnt. Hann var
stórhuga athafnamaður, sem valdi
sjaldnast troðnar slóðir. Eftir að
ég fór að líta á flöll og fjallaleiðir
til göngu sem mitt áhugamál hef
ég oft litið til austfirskra fjalla og
hugsað um allar þær leiðir á milli
fjarða og dala sem gaman væri
að skoða í frítíma sínum og hugsað
til Bóasar sem hljóp allar þessar
leiðir, sigldi bát eða sat hest allt
til þess að koma sendingu eða
skilaboðum á sem skemmstum
tíma á milli byggðarlaga. Bóas sem
mér fannst ekki gamall og þekkti
betur sem bílstjóra í stórum amer-
ískum drossíum. Fjöllin sem mér
virðast svo há og erfið atlögu þau
hefur Bóas öll lagt að fótum sér.
Bóas elskaði heiminn, en þurfti
oft að bölva og skammast yfir allri
þeirri vitleysu sem viðgengst.
Hann var oft reiður yfir því hvað
margir detta í forina og týna reisn-
inni og gleyma hinum mannlegu
gildum. Hann þurfti að hafa sterka
skel utanum allar sínar róttæku
skoðanir og þrátt fyrir að lungun
og hjartað hafi strítt honum á
seinni árum stóð hann alltaf upp-
réttur og þannig getum við minnst
hans sem sigurvegara. Hann spil-
aði kannski oft eftir eigin reglum
en hann var heiðarlegur og
skemmtilegur.
Samúðarkveðjur til Sigríðar
Kristjánsdóttur, Inga, Emils,
Systu, Guðlaugar, Einars og nöfnu
hans Bóelar.
Fríða Björg Eðvarðsdóttir.
Birting afmælis- og
minningargreina
Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endur-
gjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringl-
unni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1,
Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi
(5691115) og í tölvupósti (MBL@CENTRUM.IS).
Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfi-
legri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við
eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða
2200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða
ljóð takmarkast við eitt til þijú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir
að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar
greinar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmæl-
isfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra.
Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða
tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi út-
prentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir
tvíverknað. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í
daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin
Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu.