Morgunblaðið - 05.06.1997, Page 44

Morgunblaðið - 05.06.1997, Page 44
44 FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ JÚLÍUS SÆVAR > BALD VINSSON -4- Júlíus Sævar ■ Baldvinsson, til heimilis að Skaga- braut 44, Garði, fæddist á Siglufirði 28. ágúst 1947. Hann lést á Sjúkra- húsi Reykjavíkur 27. maí síðastliðinn. Foreldrar hans eru Baldvin Jóhannsson, f. 21.6. 1921, og Anna Hulda Júlíus- 'J dóttir, f. 10.6. 1925, búsett á Siglufirði. Systkini Júlíusar eru Theodóra Haf- dís, f. 20.1. 1945, Konráð Karl, f. 15.4. 1946, maki Erla Ingi- marsdóttir, Sigurður Orn, f. 8.10. 1948, maki Halldóra Jörg- ensen, Ásdis Eva, f. 28.2. 1951, maki Hörður Hjálmarsson, Mar- ía Gíslína, f. 2.5. 1954, maki Ari Trausti Guðmundsson, hálfsyst- ir Júlíusar er Júlía Jónsdóttir. Júlíus kvæntist 15. ágúst 1970 eftirlifandi eiginkonu sinni, Hafrúnu Ólöfu Víglundsdóttur, f. 10.11. 1949. Foreldrar hennar > eru Víglundur Guðmundsson og Ólöf Karlsdóttir frá Stokkseyri, nú búsett í Keflavík. Börn Júl- íusar og Hafrúnar eru: 1) Krist- ín Jóhanna, f. 18.6. 1968, sam- býlismaður Guðmundur Þór Skarphéðinsson, synir þeirra eru Skarphéðinn, f. 4.5. 1988, og Július Rún- ar, f. 14.4. 1995. 2) Anna Hulda, f. 11.12. 1970, sambýl- ismaður Sveinn Þór Þorsteinsson. 3) Karl, f. 15.1. 1973, og 4) Júlíus, f. 9.11. 1978, unnusta Kol- brún Ágústsdóttir. Sonur Júlíusar frá fyrra hjónabandi er Baldvin Haukur, f. 5.9. 1965, sambýlis- kona Lucia Lund, synir þeirra eru Jóhann, f. 7.9. 1992, og Haukur Örn, f. 3.12. 1994. Á unglingsárum flutti Július í Garðinn og vann við fisk- vinnslu og var til sjós, síðan sem verkstjóri Gerðahrepps og hjá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja. Siðustu árin var hann aðstoðar- stöðvarsljóri Sorpeyðingar- stöðvar Suðurnesja. Júlíus var mjög virkur í fé- lagsmálum og gegndi ýmsum ábyrgðarstöðum hjá knatt- spyrnufélaginu Víði til margra ára. Útför Júlíusar fer fram frá Útskálakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku pabbi rninn, nú kveð ég þig í hinsta sinn. Ég á þér svo mik- ið að þakka; alltaf gat ég hringt í þig eða komið til þín þegar eitthvað hvíldi þungt á mér. Hvort sem það •^var til að tala eða gráta við öxl þér. Þú varst hetjan okkar allra, • stóðst alltaf uppi eftir allt sem á dundi og þú kenndir okkur að vera bjartsýn. Það verður erfitt að kom- ast ekki með vínarbrauð í morgun- kaffi til þín. Hjónaband ykkar mömmu var einstakt og það er gott að eiga slíka fyrirmynd. Ég veit að þú lifir ávallt í hjarta henn- ar. Drengirnir mínir, sem þú átt svo mikið í, eiga yndislegar minningar um þig sem ég hjálpa þeim að varð- veita um ókomin ár. Guð geymi þig elsku pabbi. Við hittumst seinna. Ó, hve heitt ég unni þér! Allt hið besta í hjarta mér vaktir þú og vermdir þinni ást. Æskubjart um öll mín spor aftur glóði sól og vor, og traust þitt var það athvarf, sem mér aldrei brást. (Tómas Guðmundsson) Eisku mamma, Guð gefi þér styrk til að standast allt sem á þig hefur verið lagt og styrk í þinni miklu sorg. Þú átt dásamlegar minningar sem eiga eftir að hlýja þér um hjartarætur á erfiðum tím- um. Guð veri með okkur öllum. Ykkar dóttir Kristín. J Ástkær faðir minn, ég þakka þér allar okkar yndislegu stundir. Ég kveð þig, elsku pabbi, með ljóðlín- unum sem ég samdi forðum daga er ég var lítill. Lífið er fuglinn fljúg- andi, lífið er að heyra þögnina, lífið er grátandi heimur, lífið deyr smátt og smátt, lífið er yndislegt. Þinn sonur, Július. Vinur minn og félagi til margra ára Júlíus Baldvinsson, er fallinn 1 frá, langt fyrir aldur fram. Kynni okkar Júlla, eins og hann var alltaf kallaður, hófust fljótlega eftir að hann kom hér í Garðinn sem ungur maður. Hann kom hing- að á vertíð frá Siglufirði, en þar var hann fæddur og upp alinn. Við kynntumst mjög vel og vorum mjög góðir vinir og minnist eg þess ekki & að nokkurn tíma hafi skuggi fallið þar á. Það var sameiginlegt áhuga- mál okkar, knattspyrnan, sem varð til að vinskapur okkar hófst. Endur- reisn Knattspyrnufélagsins Víðis var að hefjast og var Júlli einn þeirra sem lagði mikið af mörkum svo það mætti verða. Hann er sam- tvinnaður þeirri sögu og eigum við Víðismenn honum mikið að þakka. Júlli gegndi mörgum ábyrgðar- stöðum hjá Víði. Hann var formað- ur þess í nokkur ár, leikmaður og þjálfaði marga flokka þess. Margar ferðir fórum við saman á vegum Víðis, en fyrsta utanlandsferð meistaraflokks var farin 1969 og vorum við með í henni. Minnisstæð er mér Færeyjaferð er við fórum tveir saman með 4. og 5. flokk Víðis, alls 26 stráka. Þá voru ekki aga eða umgengnisvandamál, aldrei þurftum við að hafa áhyggjur af því að reglur okkar væru ekki virt- ar. í hartnær tvo áratugi vorum við Júlli í árshátíðarnefnd Viðis. Þar sungum við og lékum ásamt félög- um okkar. Júlli hafði góða söngrödd og var einnig góður leikari. í þá daga var allt efni á árshátíð frum- samið af Víðisfélögum og hófst undirbúningur venjulega í byijun janúar og stóð fram til 20. febrúar. Frá þessum dögum á 'ég góðar minningar sem ég ylja mér við. Fyrir mörgum árum missti Júlli fjóra fingur vinstri handar í slysi á sjó, en hann hafði þá ráðið sig á bát, en fór aðeins þessa einu sjó- ferð. Ég veit að hann var mjög kvalinn og hann þurfti að gangast undir marga uppskurði, en aldrei kvartaði hann, það var ekki hans stíll. Á síðasta ári varð Júlli fyrir slysi enn á ný við störf sín í Sorpeyð- ingarstöð Suðurnesja en þá missti hann næstum því hægri höndina. Höndin var grædd á eftir að hand- leggurinn hafði verið styttur. Mér er minnisstætt er við hjónin heim- sóttum hann á spítalann, þá var svarið það sama: Þetta lagast allt, það er allt í lagi með mig. Alþjóð gafst síðan tækifæri á að fylgjast með því í sjónvarpinu er umbúðirn- ar voru ijarlægðar af handlegg hans. Hann Júlli var svo harður af sér að stundum fannst manni það ofur- mannlegt. Það var eflaust það sem fór með þennan góða dreng. Hann var orðinn svo vanur að finna t.il, en undanfarnar vikur hafði hann mikinn verk í vinstri öxl og hand- legg og taldi að það stafaði af áreynslu vegna veikleika hægri handleggs. Þó að hann gæti ekki lagst út af fyrir kvölum í öxlinni og handleggnum, þá svaf hann bara í „lazy“-stólnum sínum eða sófan- um. Hann ætlaði hvort eð er að vaka og horfa á handbolta eins og svo margir íslendingar. Júlli náði ekki að horfa á síðustu leikina á meðal okkar, en ég veit að hann hefur fagnað eins og við hin. Hann Júlli átti sérlega góða konu og börn og yndisleg barnabörn, þau eru búin að þola margt. Stundum hefur manni fundist nóg um hvað hægt er að leggja á eina fjölskyldu. Þau hafa öll staðið eins og klettur við hlið hans og eflst við hveija raun. Kæri vinur, ég kveð þig með söknuði og tár á hvarmi. Ég og mín fjölskylda biðjum góðan Guð að geyma þig og varðveita eigin- konu þína og fjölskyldu alla og gefa þeim styrk. Ég kveð þig með broti úr texta uppáhalds lags okk- ar, „Söknuðar", sem við sungum svo oft saman. Eitt sinn verða allir menn að deyja, eftir bjartan daginn kemur nótt ég harma það, en samt ég verð að segja að sumarið líður allt of fljótt. (Vilhj. Vilhj.s.) Sigurður Ingvarsson. Kveðja til okkar elskulega afa. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt hafðu þar sess og sæti signaði Jesús mæti. Elsku afi, við vitum að þú átt alltaf eftir að passa okkur. Guð blessi þig. Afastrákarnir þín- ir. Skarphéðinn og Júlíus Rúnar. Okkar kæri vinur Júlli. Þá ertu farinn í síðustu sólarferð- ina öllum að óvörum, þar sem eilíf sól skín og engar mótbárur trufla hina hinstu hvíld. Við óskum þér góðrar ferðar og eilífrar blessunar. Söknuður okkar er mikill er við kveðjum þig í hinsta sinn. Við sem vorum að safna í okkur kjarki fyrir haustið, til að endurgjalda þér öll lögin og vísurnar sem þú hefur sungið fyrir okkur í afmælisboðum. Það var ekki að því að spyija er þú mættir í afmælin, það var sem gleðigjafi gengi í hús og bros færð- ist yfir andlit allra viðstaddra. Mikið mótlæti hefur þú mátt þola, en aldrei bugaðist þú, enda hafðir þú traustan maka og börn þér við hlið. Það var frekar að þú veittir þeim styrk er samferða þér gengu. Er sárasta sorg okkur mætir, og söknuður huga vom grætir, þá líður sem leiftur af skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (Hallgrímur J. Hallgrimsson) Okkur langar til að rifja upp nokkrar af þeim mörgu góðu stund- um er við áttum saman. Ógleyman- leg er ferðin er við keyrðum öll um Norðurlöndin og Þýskaland og heimsóttum m.a. systur þína í Nor- egi. Slík ferð verður aldrei aftur farin. Upplitið á Þjóðveijunum er þú sagðist hafa komið akandi frá Islandi. Tröllastígurinn, mikið var hann brattur og hlykkjóttur. Eða stóra ferðataskan, mikið gat hún verið þung. Bæði lærdómsríkt og skemmti- legt var að smíða sumarbústaðinn með þér í grenjandi páskahreti fyr- ir tíu árum og með ólíkindum hveiju þú áorkaðir þá eins og endranær. Eða hvað þér þóttu pönnukökurnar góðar hjá henni Höllu, er við fórum inn í kaffi og náðum mesta hrollin- um úr okkur, áður en við héldum áfram að smíða. Já, það var ýmis- legt brallað saman sem vekur upp ljúfar minningar. Við kveðjum þig, Júlli minn, með söknuði og hlýhug. Við vonum að þessi sólarferð verði best þeirra allra. Megi Guð geyma þig. Hans líf var sem vonin er vornóttin ól, í vetrarins gróandi sárum. Hann var eins og ljómi frá logandi sól, á ljósvakans fjarlægu bárum. Hann var eins og geisli frá guðanna stól, sem glitrar í mannanna tárum. (Steinn Steinarr.) Kæra Hafrún, Kristín, Anna Hulda, Kalli, Júlli og fjölskyldur, vinir, foreldrar og ættingjar. Missir ykkar er mikill. Við vottum ykkur okkar innilegustu samúð. Guð styrki ykkur. Sigurður, Halla og börn. Nú er söngurinn hljóður og svan- urinn nár á tjörnu. I dag kveðjum við ástkæran vin og góðan félaga. Við trúum því að þeir látnu séu ekki horfnir að fullu, heldur eru þeir aðeins farnir á undan okkur. Á kertinu mínu ég kveiki í dag við krossmarkið helgi og friðar, því tíminn mér virðist nú standa í stað, en stöðugt þó fram honum miðar. Ég finn það og veit að við erum ei ein, að almættið vakir oss yfir, því ljósið á kertinu lifir. Við flöktandi logana falla nú tár, það flýr enginn sorgina lengi. Hún braut allar vonir, hún braut allar þrár hún brýtur þá viðkvæmu strengi, er blunda í hjarta og í bijósti hvers manns. Nú birtir, og friður er yfír, því ljósið á kertinu lifir. Sá einn þekkir gleðinnar gáska og fjör sem gist hefur þjáning og pínu. Sá einn getur sigrast á ótta og kvöl, sem eygir í hugskoti sínu, að sorgina við getum virkjað til góðs, í vanmætti sem er oss yfir, ef Ijósið á kertinu lifir. (Kristján Stefánsson) Elsku Júlli, okkar hjartans þakkir fyrir samveruna í þessu lífi. Þú hefur gefið okkur öllum margar gleðistundir um dagana. Þrátt fyrir mótlæti hélst þú ætíð til móts við Ijósið. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sig.) Elsku Hafrún okkar og íjölskylda, Baldvin, Anna og fjölskylda. Við biðjum algóðan Guð að styrkja ykk- ur og blessa í ykkar miklu sorg. Víglundur og Ólöf Guðbjörg, Sverrir, Inga, íris, Lilja, Ragnheiður, Nanna og fjölskyldur þeirra. Kveðja frá Víði Það er margt í þessum heimi sem erfitt er að skilja og á það við um ótímabært fráfall vinar okkar Júl- íusar Baldvinssonar. Við trúum því þó að allt hafi ákveðinn tilgang og treystum því að á öðru tilverustigi verði líðan hans sem best og góðir eiginleikar fái áfram notið sín. Knattspyrnufé- lagið Víðir hefur misst einn sinn traustasta félagsmann. Við Víðisfé- lagarnir erum nú daprir og gerum hið eina sem unnt er við slíkar að- stæður, við leitum í sjóð minning- anna sem ylja okkur. Þar er af nógu að taka því Júlli Bald. var mikilvirkur félagsmaður. Hann lék knattspyrnu með Víði um langt árabil og af vellinum og úr ferðum eigum við afar góðar minningar. Svo sem margir þekkja var félags- skapurinn sennilega nánari á þess- um árum, því yfirleitt var það liðið sjálft sem þurfti að sjá um völlinn, laga, bæta og merkja. Á móti urðu samskipti meiri og nánari. Með Júlíusi var einstaklega ánægjulegt að starfa á þessum tíma. En að því kemur að yngri menn taka við af þeim eldri. En Júlíus lagði ekki árar í bát hjá Víði því á næstu árum tók til hann við að þjálfa. Hann þjálfaði kvennalið Víð- is til nokkurra ára, lið sem síðar vann sér sæti í 1. deild og einnig lagði hann hönd að þjálfun yngri flokka. Hann var í stjórn Víðis um árabil og sem formaður frá 1983 til 1986 og aftur frá 1988-1990. Á þessum árum lék lið Víðis knatt- spyrnu í fyrstu deild karla og voru umsvif félagsins þá eðlilega mikil. Júlíus var ein aðaldriffjöður árs- hátíða og skemmtana félagsins, við undirbúning og sem skemmtikraft- ur. Er hér aðeins stiklað á því tíma- frekasta í starfi Júlíusar og leik fyrir Víði. Frá öllu sem hann kom áð lýstu góðir eiginleikar hans. Hann var ákaflega athafnasamur og traustur félagi. Það þurfti ekki að biðja oft um hlutina til þess að þeir væru framkvæmdir. Létt lund, jafnaðargeð og festa voru líka meðal góðra eiginleika hans og hafði góð áhrif á samverka- fólkið. Á kveðjustund þökkum við Víðis- félagar allt hið mikla og óeigin- gjarna starf sem Júlíus lét félaginu og Garðinum í té. Ljúfar minningar um góðan og starfsaman mann verða okkur leiðarljós til öflugra starfs og betra félags. Víðisfélagar votta eftirlifandi eiginkonu og öðrum aðstandendum sína dýpstu samúð. Finnbogi Björnsson, form. Víðis. Kæri vinur, það er sárt að þurfa að kveðja þig í hinsta sinn. Hvers vegna fórstu svona fljótt? Þú sem alla bættir, hrókur alls fagnaðar. En enginn ræður sínum nætur- stað, sumt skilur maður aldrei, ekki kvartaðir þú þó oft hafi á móti blás- ið. Það voru einhveijir aðrir sem höfðu það verra en þú. Júlli okkar, þín verður sárt sakn- að af börnum erkiengilsins á Eyrar- bakka, eins og þú kallaðir móður okkar, en við viljum trúa því að einhver tilgangur sé með þessu og þér hefur verið ætlað stórt hlutverk handan við móðuna miklu, við þökk- um allar þær mörgu ánægjustundir sem við áttum með þér. Guð blessi og varðveiti minningu þína. Nú lyftir hann hendinni, signir sig, svo á hann erindi, Guð, við þig, ég veit það, því varirnar bærast. Hann flýtir sér ekkert, hann er hjá þér, nú er hann að biðja fyrir sér og öllu sem er honum kærast. (Oddný Kristjánsdóttir) Þegar þú ert sorgmæddur skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. (Úr spámanninum) Elsku Hafrún, börn, foreldrar, tengdaforeldrar, og aðrir ástvinir Júlla. Við biðjum góðan Guð að styrkja ykkur og blessa. Minningin lifir. Hjördís, Víglundur, Guðjón og Gerða. Kæri vinur. Að hryggjast og gleðjast hér um fáa daga, að heilsast og kveðjast, það er lífsins saga (Páll J. Árdal) í dag kveð ég þig, góði vinur. Þó kynni okkar hafi verið stutt voru þau innileg og gefandi. Handtak þitt varð mér kærara með hveiju skiptinu sem við hittumst. Járn- harður vilji þinn, en um leið barns- leg einlægni, sýndu mér fljótt hvaða mann þú hafðir að geyma. Baráttu- andinn sem þú barst í bijósti gerði okkur kleift að ná þeim árangri sem þú því miður fékkst ekki að njóta nógu lengi. Eftir sitjum við vinir þínir með sorg en dásamlega minn- ingu um góðan dreng. Tryggðin há er höfuðdyggð, helst ef margar þrautir reynir; hún er á því bjargi byggð, sem buga ekki stormar neinir. (Sigurður Breiðfjörð) Kæra Hafrún og fjölskylda. Ég vona að góður Guð veri með ykkur. Látum góðu minningarnar ráða

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.