Morgunblaðið - 05.06.1997, Side 48
48 FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 1997
MIIMIMINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
t
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
HELGA KRABBE,
fædd 25.8.1904,
átti hægt andlát í Viborg 2. júní 1997.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Birte og Desmond Deakin,
Kirsten og Tony Overton,
Ole og Evalyn Gad.
Útförin fer fram frá Viborg Kirkegárdskapel laugardaginn 7. júní
kl. 15.30.
t
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
SIGURGEIR BENEDIKTSSON
fyrrverandi brunavörður,
Hæðargarði 35,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju föstu-
daginn 6. júní kl. 13.30.
Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á
Gigtarfélag íslands.
Ingibjörg Sigurgeirsdóttir,
Einar B. Sigurgeirsson, Bára Angantýsdóttir,
Elín B. Sigurgeirsdóttir, Guðbjörn Magnússon,
Sígríður Sigurgeirsdóttir, Halldór Valdimarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý-
hug við andlát og jarðarför elskulegrar móður
okkar, tengdamóður og ömmu,
MÁLFRÍÐAR BENEDIKTSDÓTTUR,
Stóru-Sandvík,
Sandvíkurhreppi.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Sjúkra-
húss Suðurlands fyrir góða hjúkrun og
umönnun hinnar látnu.
Benedikt Jóhannsson, Lára Hjördís Halldórsdóttir,
Hannes Jóhannsson, íris Sigrid Guðmundsdóttir,
Sigríður Kristín Jóhannsdóttir, Samúel Smári Hreggviðsson,
Magnús Jóhannsson, Margrét Ófeigsdóttir
og barnabörn.
t
Hugheilar þakkir til allra, sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs
eiginmanns míns, föður okkar og tengda-
föður,
ÓSKARS KRISTJÁNSSONAR
rannsóknarlögreglumanns,
Lækjarási 14.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Heimahlynningar Krabbameins-
félags íslands og deildar 7A á Sjúkrahúsi Reykjavíkur.
Guð blessi ykkur öll.
Emilía Björg Möller,
Arna Óskarsdóttir,
Anna Margrét Óskarsdóttir, Valdemar Haukur Hilmarsson,
Emilía Björg Óskarsdóttir,
t
Þökkum af alhug alla þá samúð, hlýhug og
virðingu, sem okkur var sýnd, við andlát og út-
för elskulegrar eiginkonu minnar, móður
okkar, dóttur og systur,
GUNNAR HÖNNU ÁGÚSTSDÓTTUR,
Miðtúni 11,
Höfn, Hornafirði.
Gunnlaugur Sigurðsson,
Sigurður Gunnlaugsson,
Melkorka Gunnlaugsdóttir,
Kristbjörg Gunnarsdóttir, Ágúst Jónsson,
Jóna Ágústsdóttir,
Anna Ágústsdóttir
og fjölskyldur þeirra.
OLAFUR HELGASON
+ Ólafur Helga-
son fæddist á
Isafirði 2. desember
1924. Hann lést á
heimili sínu í
Reykjavík 24. maí
siðastliðinn og fór
útför hans fram frá
Dómkirkjunni 3.
júní.
Ljóst varð seint í
aprílmánuði sl. að
veikindi Ólafs voru
miklu alvarlegri en tal-
ið hafði verið. Ekki bar
á því að honum væri brugðið. Mið-
vikudaginn 30. apríl sl. kom hann
í félagahópinn til spilamennsku
eins og ekkert hefði ískorist. Þegar
einn félaganna, sem ekki vissi um
aðstæður, spurði hann hvernig hon-
um liði, svaraði Ólafur honum hik-
laust hvernig komið væri. Hann
færi hvorki í aðgerð né fengi sér-
stök lyf. Ólafur var þarna að kveða
upp úr um sinn líklega dauðdaga
án þess að bregða. Vitnar þetta
um karlmennsku hans og æðru-
leysi. Komi það sem koma skal.
Leiðir okkar hafa legið saman
samfellt frá 1940. Tengsl milli fjöl-
skyldna byrjuðu þó miklu fyrr.
Afar okkar feðramegin voru nánir
vinir. Helgi, faðir Ólafs og bræður,
Ásmundur og Guðmundur, voru
heimamenn í Laufási afa míns Þór-
halls um tíma eftir aldamótin á
skólaárum sínum hér í Reykjavík.
Það va_r þó ekki þetta sem dró
okkur Ólaf saman.
Kristín, systir Ólafs, var frá upp-
hafi í árgangi okkar 1938 í Mennta-
skólanum í Reykjavík og Ólafur
bættist við eftir gagnfræðapróf
1940. Fór hann í stærðfræðideild
en ég í máladeild. Að sjálfsögðu
voru það gáfnaljósin sem treystu
sér til að fara í stærðfræðideildina.
Þrátt fyrir það voru böndin ávallt
sterk. Ólafur fór í nám til Kaup-
mannahafnar strax eftir stríð í
raungreinar. Síðan í hagfræði í
Prag. Hann var róttækur á þeim
árum en var reyndar hafinn yfir
pólitík eftir það. Var á togara og
síld á sumrin þar til hann fór í
bankann. Þegar hann festi ráð sitt
við bekkjarsystur okkar, Sigríði
Helgadóttur, árið 1953 var hann
kominn í Utvegsbankann hér í
Reykjavík og átti þar skjótan
frama. Var snemma orðinn yfir-
maður ábyrgðadeildar bankans _og
starfaði þar m.a. með Jakobi Ár-
mannssyni, sem nú er látinn. Ólaf-
ur og Jakob voru einna gleggstu
bankamenn, sem ég hef starfað
með. Jukust nú samskipti okkar
Ólafs verulega báðir komnir á hlið-
stæða hillu, ég Landsbankamegin,
hann í Utvegsbanka. Háði það á
engan hátt vináttu okkar, þó að
bankarnir hefðu elt grátt silfur allt
frá 1904. Meira af því átti eftir að
koma í Ijós er fram í sótti.
Ólafur var skipaður útibússtjóri
í Útvegsbankanum í Vestmanna-
eyjum árið 1968. Naut hann sín
mjög í því starfi og var hann fá-
dæma vinsæll í Eyjum. Var fróð-
iegt og gaman að heyra Ólaf greina
frá reynslu sinni í störfum í Vest-
mannaeyjum. Það merkilega var,
að hann með þessu var að greina
frá þeim vettvangi, sem við alls
ekki vissum þá að yrði stærsti sam-
starfsvettvangur okkar Ólafs nefni-
lega við að hjálpa Vestmannaeying-
um yfir gostímann í Heimaey. Stóð
það starf frá 1973 til 1976 fyrir
okkar sem bankamenn og liðsmenn
Rauða krossins. Ólafur var jafn-
framt framkvæmdastjóri Viðlaga-
sjóðs (Villa frænda) og var t.d. sá
aðili, sem af opinberri hálfu studdi
við útgerð og fiskvinnslu Eyja-
manna hér á fastalandinu meðan á
gosinu stóð og hélt utan um allan
vélbúnað Eyjamanna, sem tekinn
var niður í heild og fluttur í geymsl-
ur hér í Kópavogi og Keflavík.
Þessu var öllu skilað til Eyja fyrir
næstu vertíð 1974 og var það fyrst
og fremst verk Ólafs,
að það tókst.
í gosbyijun var Ein-
ar Guttormsson, hér-
aðslæknir Eyjamanna,
formaður Vestmanna-
eyjadeildar Rk. Fannst
honum ekki yit í öðru
en að skipa Ólaf form-
ann Vestmannaeyja-
deildar strax eftir að
gosið hófst, ekki á
fundi. Einar bara
skaust inn til Ólafs hér
í Reykjavík og skipaði
hann formann og því
tók hann vel. Samstarf
okkar á þessu sviði stóð í nokkur
ár. Eftir þetta kölluðu Vestmanna-
eyingar okkur bankavaldið sem við
stóðum vel undir, held ég?
Ólafur kom aftur í aðalbankann,
fyrst sem eftirlitsmaður útibúa, og
varð síðan fljótlega bankastjóri. Því
starfi hans lauk 1987 eftir að hann
var settur af með kollegum sínum
eftir árekstrarmál við stjórnvöld.
Þetta var kallað Hafskipsmálið
sem kannski var notað til þess að
kalla fram einkavæðingu viðskipta-
bankakerfisins. Um þetta vil ég
ekki dæma en ég fylgdjst með at-
burðarás frá sjónarhóli Ólafs. Hann
og félagar hans fengu fulla upp-
reisn með sýknudómi. Ólafur var
ekki bugaður, langt í frá. Hann tók
upp kennslu í stærðfræði við Fjöl-
brautaskólann í Garðabæ og átti
þar gott starf. Kannski ofaukið
atriði í minningargrein þá finnst
mér Útvegsbankinn oft hafa verið
haldinn meira umburðarlyndi gagn-
vart erfiðum viðskiptaaðilum sínum
en gerðist vestar í götunni. Sam-
hliða kistulagningu Utvegsbankans
fylgdi einstæð löggjöf um ríkis-
ábyrgðir skuldamála og t.d. erfða-
réttarmál starfsmanna o.fl. allt í
mildum tón, eins og ráðamenn
hefðu viljað bæta ráð sitt.
Ólafur var hörkugreindur,
óborganlegur félagi og hvers
manns hugljúfi. Kímni hans og
gleði var allsráðandi í öllum sam-
skiptum við aðra. Hann var gríðar-
iega vel að sér, glöggur og vel Ies-
inn. í sjötugsafmælisgjöf færðum
við spilafélagarnir honum hefilbekk
að gjöf, að hans ósk. Hve mikið
hann notaði bekkinn veit ég ekki,
en þessi ósk gat boðað að kannski
færi félagi okkar einhvern tíma að
setjast í helgan stein. Við áttum
ótal veiðiferðir saman félagarnir.
Aldrei snerti Ólafur byssu en hann
var natinn við silungsveiðar. Út-
hald hans var einstakt í hveiju sem
hann tók sér fyrir hendur.
Það var dásamlegt að heimsækja
Sigríði og Ólaf á heimili þeirra í
Karfavogi. Heimilisbragurinn var
einstaklega hlýr og skemmtilegur.
Samrýndari ijölskyldu hefi ég ekki
kynnst, Sigríður er enn starfandi
við Þjóðarbókhlöðuna í framhaldi
starfs síns við Landsbókasafnið en
hún býr að mikilli menntun, m.a.
í slavneskum málum. Okkar kæ-
rasti bróðir, félagi og samheiji,
Ólafur Helgason, er allur. Við reyn-
um að taka því með reisn. Ég skrifa
þetta líka fyrir bekkjarfélaga, spila-
félaga, bankakollega, fyrir Rauða
kross menn úti í Eyjum og hér á
fastalandinu með samúðarkveðju
til Sigríðar, barna þeirra og fjöl-
skyldu og eftirlifandi systkina
hans, Kristínar og Guðmundar.
Minningin um blessaðan Ólaf verð-
ur okkur kær.
Okkar er hamingjan að hafa
notið hans um áratugi.
Björn Tryggvason.
Ólafur Helgason, fyrrum aðstóð-
arbankastjóri í Útvegsbankanum,
er látinn. Hann helgaði bankanum
alla sína starfskrafta. Faðir hans,
Helgi Guðmundsson, hafði verið
einn af bankastjórum Útvegsbank-
ans og án efa hefur það valdið
því, að Ólafur réðst til starfa í
bankanum. Hvað sem því líður kom
fljótlega í ljós, að það var bankan-
um hið mesta happ, því Ólafur var
hinn ágætasti starfsmaður, fljót-
virkur og sérlega töluglöggur mað-
ur. Mun hann hafa byijað í
ábyrgðadeild bankans, varð þar síð-
ar yfirmaður deildarinnar og vegna
mikilla hæfileika sinna og þekking-
ar á hinum ýmsu þáttum banka-
starfsins var hann ráðinn áðstoðar-
bankastjóri og síðar einn af aðal-
bankastjórum bankans. Get ég full-
yrt, að því var almennt fagnað af
öðru starfsliði bankans. Útvegs-
bankinn átti því láni að fagna, að
meðal starfsmanna hans voru
menn, sem sköruðu fram úr. Ein-
hvern mesta stærðfræðing má
nefna Gunnlaug G. Björnson (d.
1988), sem lengi var forstöðumað-
ur sjávarútvegslánadeildar bank-
ans og síðar skipulagsstjóri hans.
Af þeim sem vit höfðu á var Ólafur
Helgason ekki talinn honum langt
að baki.
Ólafur gat stundum verið nokk-
uð snöggur upp á lagið en yfirleitt
var létt yfir honum og skemmtileg-
ur í viðræðum _ enda maðurinn
bráðskarpur. Er Ólafur fór á eftir-
laun tók hann að sér kennslu í
nokkur ár í Fjölbrautaskólanum í
Garðabæ og kenndi stærðfræði.
Þar mun hann, eins og í bankanum
hafa verið á réttri hillu. í bankanum
var viðbrugðið hversu fljótur Ólafur
var að setja sig inn í hin ýmsu
mál, sem jafnan koma upp í banka-
starfsemi og þá gott til hans að
leita. Góðar gáfur og skarpskyggni
reyndust Ólafí vel í starfi, hann var
hjálpsamur samstarfsfólki sínu og
ötull j starfi og vann banka sínum
vel. Ólafur barst ekki mikið á og
var alla tíð tággrannur og léttur á
sér og heilsuhraustur þó ekki væri
hann mikið fyrir sportið. En skák-
íþróttina kunni hann að meta og
góður skákmaður var hann alla tíð
og keppti jafnan fyrir bankans
hönd á innanbankamótum.
Okkur eldra samstarfsfólki úr
Útvegsbankanum bregður illa við
er fólk á svipuðum aldri, svo og
yngra, er kallað burt svo skyndi-
lega, og að okkur finnst, of snemma
- en um það tjáir ekki að fást.
Við höfum misst margt úr okkar
röðum á undanförnum mánuðum
og síðustu árum. Með Ólafi er horf-
inn mikill ágætis maður, sem við
munum minnast með virðingu og
söknuði og þökkum fyrir góð kynni.
Fyrir hönd eldra samstarfsfólks
í Útvegsbankanum leyfi ég mér að
senda eftirlifandi eiginkonu hans,
börnum og öðrum nákomnum okk-
ar inniiegustu samúðarkvepjur.
Munum við jafnan minnast Ólafs
Helgasonar sem eins ágætasta
starfsmanns gamla Útvegsbank-
ans.
Gunnar Svanberg.
Kær vinur okkar og samstarfs-
maður í Fjölbrautaskólanum í
Garðabæ er fallinn frá. Enn á ný
er hoggið skarð í hópinn en aðeins
eru þijár vikur síðan annar góður
félagi féll frá. Við stöldrum við í
erli hvunndagsins og minnumst
þeirra með söknuði.
Ólafur hóf kennslu í Garðabæ
fyrir níu árum með margþætta
starfsreynslu að baki. Hann vann
strax hug okkar allra, bæði starfs-
fóiks og nemenda, með hlýju við-
móti og leiftrandi skopskyni sínu.
Fljótlega varð hann ómissandi í
félagslífi starfsmanna, sannkallað-
ur „sjéntilmaður“ sem naut þess
að veita vel, spjalla, dansa og
skemmta sér. Ólafur var heims-
borgarinn í hópnum.
Fyrir ári fóru starfsfélagar úr
Fjölbrautaskólanum í Garðabæ í
náms- og kynnisferð um Normandí
í Frakklandi. Ólafur var þá nýstig-
inn upp úr alvarlegum veikindum
en lét það ekki aftra sér frá þátt-
töku. Notaleg er minningin er við
sátum með honum fram á frönsku
sumarnóttina og hlýddum á hann
segja frá ferðum sínum um heiminn
og kynnum af litríku fólki, innlendu
sem erlendu. Augun neistuðu og
dulúðugt bros lék um varir hans,
var hann að skálda eða var þetta
rauveruleiki kryddaður kjarnyrtri