Morgunblaðið - 05.06.1997, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ1997 49
MINNINGAR________
ÁGÚSTA RÓSA
ANDRÉSDÓTTIR
ÓLAFUR ÓLAFSSON
frásagnargáfu? Ólafur var vel
heima á öllum sviðum, í hagfræði,
heimspeki, stjórnmálum og listum.
Frakklandsferðin verður okkur öll-
um ógleymanleg og við fundum
fyrir nálægð Ólafs er við fórum nú
ári seinna í vorferð um héruð Borg-
arfjarðar.
Ölafs er sárt saknað í Fjölbrauta-
skólanum í Garðabæ. Við sendum
fjölskyldu hans okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Aðalbjörg, Margrét,
Sigríður Sig.
Sposkur svipur, góðlátleg kímni
og með „glimt i ojet“ er mynd mín
og minning um frænda minn Ólaf
Helgason, Olla öðru nafni. Hann
var bróðir móður minnar, sem lést
fyrir tæpu ári. Það er skammt
stórra högga á milli þegar ástvinir
hverfa af leiksviði lífsins með svo
stuttu millibili.
Ég minnist stunda á bernsku-
heimili mínu, með Olla í farar-
broddi, leiftrandi frásagnargáfu
hans og gamansemi sem hreif alla.
A slíkup stundum skipti aldur ekki
máli. Ég, barnið, vakti, hlustaði,
skynjaði og ferðaðist með Olla um
heim hugarflugsins.
Það eru forréttindi að hafa alist
upp í návist Olla og notið persónu-
leika þessa skarpgreinda manns
sem var heiðarlegur, hafði ákveðn-
ar skoðanir og gott hjartalag.
í dag, þegar ég kveð minn kæra
frænda, er mér efst í huga þakk-
læti fyrir að hafa kynnst slíkum
manni, að eiga í sálu minni sjóð
dýrmætra minninga í öllum regn-
bogans litum. Blessuð sé minning
Ólafs Helgasonar.
Þórhildur Björnsdóttir.
En handan við fjöllin
og handan við áttimar og nóttina
rís turn ljóssins
þar sem tíminn sefur.
Inn í frið hans og draum
er fórinni heitið.
Þannig lýkur Snorri Hjartarson
ljóði sínu Ferð. Nú hefur einn sam-
ferðarmaður okkar lokið farsælli
lífsgöngu sinni, Ólafur Helgason
er allur.
Leiðir okkar Ólafs lágu saman í
Fjölbrautaskólanum í Garðabæ fyr-
ir tæpum áratug. Kennarar og
nemendur skólans voru heppnir að
hafa hann sín á meðal því hann
gat auðgað umhverfið með nærver-
unni einni saman, hæverskur, glað-
sinna og góðviljaður. Hann var ald-
ursforsetinn í skólanum og liðnir
tímar vöknuðu til lífsins þegar hann
rifjaði upp gengin spor. Hann rifj-
aði stundum upp náttúruhamfar-
irnar í Vestmannaeyjum 1973 þar
sem hann stóð í eldlínunni en hann
miklaðist ekki yfír eigin verkum
heldur hvíldi æðruleysi, yfirvegun
og skopskyn yfir allri frásögn hans.
Það var sérstök reynsla að heyra
Ólaf segja frá fyrri tíð. Hann var
til dæmis viðstaddur vígslu Mar-
karfljótsbrúar árið 1934, þá korn-
ungur drengur. Og hann sagði frá
skólaárum sínum í Menntaskólan-
um í Reykjavík þegar nemendur
þurftu að víkja fyrir breska setulið-
inu. Síðan tóku námsár í Kaup-
mannahöfn við með sínu litríka
mannlífi.
Fyrir réttu ári fór hópur kennara
úr skólanum í kynnis- og skemmti-
ferð til Frakklands og Ólafur var
í hópnum. Þar var hann hrókur
alls fagnaðar og alls staðar vel að
sér hvort sem rætt var um hetjur
úr þjóðarsögu Frakka eða lista-
menn og skáld. „Balsac dó úr keffí-
eitrun," sagði hann einn daginn.
„Það stóð í sögubókinni minni sem
ég las á sínum tíma,“ bætti hann
við og kímdi. Við vorum öll þakklát
fyrir að hafa þetta ljúfmenni á
meðal okkar.
Nú er langri ferð lokið. Turn
ljóssins rís fyrir handan þar sem
tíminn sefur. Og þar geymum við
minningarnar um drengskapar-
manninn Ólaf Helgason.
Bjarki Bjarnason.
+ Ágústa Rósa Andrésdóttir
fæddist á Bakka í Bjarnar-
firði í Strandasýslu 15. nóvem-
ber 1915. Hún lést á Sjúkra-
húsi Akraness 22. maí síðast-
liðinn og fór útför hennar
fram frá Akraneskirkju 29.
mai. Ólafur Ólafsson fæddist á
Svarfhóli í Stafholtstungum 8.
júni 1944. Hann lést á Sjúkra-
húsi Akraness 16. mars síðast-
liðinn og fór útför hans fram
frá Akraneskirkju 24. mars.
Kveöjan eftir æviveg
er i fáum línum. .
Fáein orð og fátækleg
flækt í huga mínum.
(D.D.)
Mig langar að minnast í fáum
orðum tengdamóður minnar og
mágs sem bæði létust úr sama ill-
víga sjúkdómnum með stuttu milli-
bili. Éinhver hefði kannski bætt
orðinu fyrrverandi inn í þetta upp-
haf en ég leit aldrei svo á að eitt-
hvað hefði breyst í okkar vináttu
og eins og Ólafur heitinn sagði við
mig: „Við höldum áfram að vera
mágar.“
Kynni okkar Ágústu hófust fyr-
ir alvöru fyrir rúmum tuttugu
árum þegar ég fór að venja komur
mínar til og tók síðan upp sambúð
við og kvæntist dóttur hennar.
Eins og flestir Akurnesingar var
ég búinn að þekkja Gústu í Mjólk-
urbúðinni lengi, þessa lágvöxnu,
dökkhærðu konu sem afgreiddi
alla með bros á vör. Ágústa var
Strandamaður að ætt og hafði
miklar taugar til æskustöðvanna.
Því miður átti ég þess ekki kost
að fara með henni þegar hún fór
sína síðustu ferð norður á Strandir
og gekk upp í rústir Gíslabalabæj-
+ Jósef Sigurbjörnsson fædd-
ist á Minni-Reykjum í Fljót-
um í Skagafirði hinn 11. júní
1908. Hann lést á Hrafnistu,
Reykjavík hinn 11. maí síðast-
liðinn og fór útför hans fram
23. maí.
Við höfum nú þegar kvatt hann
afa okkar í hinsta sinn. Margar
minningar um hann eigum við í
hugum okkar. Hann var okkur
systkinunum afar kær. Við minn-
umst þeirra fjölmörgu samveru-
stunda er við áttum með honum.
Við eldri systurnar komum oft
til afa og ömmu í Miðtúnið. Þang-
að var gott að koma og margt sér
til gamans gert. Nokkru eftir að
amma dó flutti afi inn á heimili
foreldra okkar. Það var lán fyrir
okkur systkinin að fá hann inn á
heimilið, séstaklega þau yngri. Þau
nutu þess að hafa hann hjá sér
fyrstu æviárin. Alltaf hafði hann
nógan tíma til að tala við okkur,
spila og fara með vísur og þulur
sem við lærðum. Hann fylgdist
alltaf náið með því sem við vorum
að gera, vildi hag okkar sem best-
an. Skoðanir hans voru ákveðnar
og lét hann þær óspart í Ijós við
okkur.
Sveitin, þar sem hann ólst upp,
arins og gaf þar samferðafólkinu
kaffi og hefði ég þó gjarnan viljað
vera í því ferðalagi.
Um árabil kom Gústa einu sinni
á ári í heimsókn til okkar í sveitina
og var þá gjarnan ýmislegt spjall-
að. Ekki síst var rætt um vísur sem
þurftu ekki nauðsynlega að vera
fínheflaðar. Mér er minnisstætt
eitt kvöld þegar Gústa var háttuð
og kom fram um það leyti sem ég
var að fara að sofa og það endaði
með tveggja tíma spjalli yfir rúg-
brauði og síld.
Það reyndi mikið á Ágústu í
langvarandi veikindum Ólafs sonar
hennar og ótrúlega erfiðri baráttu
hans við þennan sjúkdóm sem engu
virðist hlífa. Fyrstu kynni mín af
Ólafi voru í barnaskóla og alla tíð
síðan vorum við kunnugir, um tíma
vinnufélagar og enn síðar mágar.
Það sem mér er minnisstæðast
í fari Ólafs var einstök vandvirkni
hans og snyrtimennska og þar sem
Óli hafði lagt hönd að var erfitt
að gera betur. Eftir að Ólafur byij-
aði aftur í hestamennskunni rædd-
umst við oft við og áttum svolítil
viðskipti saman. Það var oft rætt
um verð á hrossakjöti lifandi eða
dauðu og hin ýmsu tilboð í gangi
og allskonar aukabónusar svo sem
viskýflöskur sem áttu að greiðast
við hvert unnið mót og önnur afrek
gæðingsins, misstórar eftir stærð
mótsins. Slíkir samningar voru
Ólafi að skapi enda held ég að
honum hafi aldrei fundist bráð-
nauðsynlegt að vera sammála síð-
asta ræðumanni. Ekki eingöngu
til að þrasa heldur til að heyra rök
viðmælandans, vega þau og meta
og finna mótrök eftir því sem við
varð komið.
Blessuð veri minning þeirra.
Dagbjartur.
var honum kær. Það var fræðandi
fyrir okkur að hlusta á hann lýsa
lífinu í sveitinni. Sveitina hans
þekkjum við systkinin vel.
Síðustu æviárin dvaldi afi á
Hrafnistu í Reykjavík. Blessuð sé
minning hans.
Allt eins og blómstrið eina
upp vex á sléttri grund
fagurt með fijóvgun hreina
fyrst um dags morgunstund,
á snöggu augabragði
af skorið verður fljótt,
lit og blöð niður lagði, -
líf mannlegt endar skjótt.
(Hallgr. Pét.)
Hanna, Berglind,
Hörður og Asrún.
Við bræðurnir fórum oft í heim-
sókn til langafa okkar upp á Hrafn-
istu. Hann gaf okkur alltaf eitt-
hvað gott og stundum fór hann
með vísur eða þulur fyrir okkur.
Við kveðjum hann með vísunni sem
hann vildi að við lærðum.
Ég var í skóla vænsta barn
og vildi margt um læra.
Nú legg ég út á lífsins hjarn
með litla geislann skæra.
Halldór og Vignir.
BRIPS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson
Sumarbrids 1997 - Eggert og
Eyþór náðu 69,39% skori
FÖSTUDAGSKVÖLDIÐ 30. maí
var mikið skorað í sumarbrids og
Eggert Bergsson og Eyþór Hauks-
son náðu hæsta skori sem komið
hefur í sumarbrids til þessa og eru
því með vinninginn í Hornafjarðar-
leiknum sem stendur eða þar til
einhveijir slá þetta met. Verðlaunin
fyrir hæstu skor í sumar eru ferð,
gisting og keppnisgjald á Horna-
fjarðarmótið í lok september.
Fimmtudaginn 29. maí spiluðu
22 pör Mitchell-tvímenning, meðal-
skor 216. Úrslit urðu þessi í N/S:
Þórður Sigfúss. - Vilhjálmur Sigurðss. jr. 264
Gylfi Baldursson - Sverrir Ármannsson 256
Guðjón Bragason - Helgi Bogason 252
I NV:
ísak Ö. Sigurðss. - Halldór M. Sverriss. 275
JónasRóbertsson-FriðrikEgilsson 255
Siguijón Karlsson - Heimir Hálfdánarson 248
Föstudaginn 30. maí spiluðu 26
pör Mitchell, meðalskor 312. Þar
urðu efstir í N/S:
Eggert Bergsson - Eyþór Hauksson 433
Vilhjálmur Sigurðss. - Þráinn Sigurðss. 328
Jakob Kristinss. - Magnús E. Magnúss. 328
í A/V:
Kristján Jónasson - Guðmundur Karlsson 415
Páll Þór Bergsson - Guðlaugur Sveinsson 390
Guðmundur Baldurss. - Guðbjöm Þórðars. 340
Á eftir tvímenningnum var spiluð
útsláttarsveitakeppni eins og alltaf
á föstudagskvöldum Þar tóku þátt
II sveitir og til úrslita spiluðu sveit-
ir Hjördísar Siguijónsdóttur og Vil-
hjálms Sigurðssonar jr. og eftir æsi-
spennandi leik varð sveit Vilhjálms
Sigurðssonar jr. sigurvegari. í sveit
með Vilhjálmi spiluðu Gunnlaugur
Sævarsson, Knútur Finnbogason og
Jökull Kristjánsson en í sveit Hjör-
dísar voru auk hennar Ólöf Heiður
Þorsteinsdóttir, Jakob Kristinsson
og Magnús E. Magnússon.
Sunnudagskvöldið 1. júní var
spilaður Monrad-barómeter með 14
pörum, meðalskor 168. Þar urðu
efstir:
Halldór M. Sverriss. - ísak Ö. Sigurðss. 204
ÁronÞorfmnsson-RúnarEinarsson 195
Guðlaugur Nielsen - Baldur Bjartmarss. 191
Jón Stefánsson - Sveinn Sigurgeirsson 189
Monrad-barómeter er alltaf spil-
aður á sunnudögum og miðvikudög-
um og spilamennska hefst alltaf
kl. 19. Bronsstigameistari vikunnar
var Vilhjálmur Sigurðsson jr. með
75 bronsstig og hlaut að launum
mat fyrir tvo á veitingastaðnum
Lauga-Ási.
Aukaverðlaun vikunnar sem
dregin voru úr öllum nöfnum vik-
unnar fékk Sturla Snæbjörnsson en
hann fékk í verðlaun 16 tomma
pitsu frá Hróa hetti og frítt spila-
gjald.
Silaður var Mitchell-tvímenning-
ur þriðjud. 27.5 ’97. 30 pör mættu
og urðu úrslit N-S:
Ingibjörg Halldórsd.- Sigvaldi Þorsteinsson395
Sæmundur Bjömss. - Böðvar Guðmundss. 387
Gunnar Sigurbjörnsson - Sig. Gunnlaugss. 366
Halla Ólafsd. - Garðar Sigurðsson 336
A-V:
Hannes Alfonsson - Einar Elíasson 396
ErnstBackman-LárusHermannsson 377
Þórarinn Ámason - Þorleifur Þórarinsson 371
Karl Adolfsson - Eggert Einarsson 369
Meðalskor 312
Spilaður var Mitchell-tvímenn-
ingur föstud. 30.5. ’97. 30 pör
mættu, úrslit N-S:
VilhjálmurSigurðsson - Þórður Jömndsson393
Eysteinn Einarsson - Sævar Magnússon 374
Rafn Kristjánsson - Oliver Kristófersson 361
Sæmundur Bjömss. - Böðvar Guðmundss. 347
A-V:
Ólafur Ingvarsson - Jóhann Lúthersson 360
Baldur Ásgeirsson - Magnús Halldórsson 355
FróðiPálsson-CymsHjartarson 337
Björg Pétursd. - Guðmunda Þorsteinsd. 336
Meðalskor 312
Bridsmót Vals
Silfturstiga-bridsmót Vals var
haldið að Hlíðarenda mánudaginn
14. og 21. apríl með þátttöku 27
para. Keppnisform var tölvureikn-
aður Mitchell-tvímenningur, keppn-
isstjóri var Jakob Kristinsson.
Lokastaðan var eftirfarandi, 7
efstu hlutu silfurstig.
Staðan eftir 2 lotur:
RagnarJónsson-MuratBerdar 761
Bernódus Kristinss. - Georg Sverriss. 725
HalldórM. Sverriss. - Erlendur Jónss. 717
Birgir Ö. Steingrímss. - Þórður Bjömss. 711
Jónas Eliass. - Ólafur Jóhanness. 692
Magnús Sverriss. - Eðvarð Hallgrimss. 689
BjömÁmason-AlbertÞorsteinsson 669
Handrit afmælis- og minningargreina skuiu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvu-
sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust
er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin
Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins
f bréfasíma 5691115, eða á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar
þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki
yfir eina örk A-4 miðað við meðallinubil og hæfilega linulengd — eða 2.200 slög.
Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Skilafrestur
minningar greina
Eigi minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði
ef útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: I sunnudags-
og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í mið-
vikudags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin
að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Ber-
ist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur
farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi.
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og
afi,
ÞORGEIR MAGNÚSSON,
Garðarsbraut 32,
Húsavík,
verður jarðsunginn frá Húsavíkurkirkju föstu-
daginn 6. júní kl. 14.00.
Sigríður Jónsdóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.
+
Útför bróður okkar,
JÓNS GUÐMUNDSSONAR
bónda,
Fjalli,
fer fram frá Skálholtskirkju laugardaginn
7. júní kl. 14.00.
Sigríður Guðmundsdóttir,
Guðfinna Guðmundsdóttir.
JÓSEF
SIG URBJÖRNSSON